Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 22
SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEÐRIÐ hefur leikið við starfsfólk Nes- prýðis undanfarna daga, en það vinnur við almenna umhirðu í Reykjanesbæ. Grænu svæðin eru að fá á sig nýja mynd, senn fer að glitta í sum- arblóm og bærinn allur klæðist sumarskrúða. Þá munu tæplega 400 unglingar úr Vinnu- skóla Reykjanesbæjar fljótlega bætast í hópinn í júní. Þessi stúlka hefur tekið til hendinni í skrúðgarðinum í Njarðvík undanfarna daga og unir glöð við sitt. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bærinn klæðist sumarskrúða Njarðvík LANDIÐ SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á fyrirhugaða sorpbrennslu-, mótttöku- og flokkunarstöð Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja í Helguvík og urðun á Stafnesi. Telur stofnunin að starfsemin muni ekki hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er að byggja sorpbrennslu-, mótttöku- og flokkunarstöð í Helguvík og er hún nefnd Kalka og er fyrirhugað að urða öskuna úr brennslunni og óvirkan úrgang frá sveitarfélögun- um á Suðurnesjum og varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á Stafnesi. Gerð var skýrsla um mat á áhrifum þessarar starfsemi á umhverfið og hefur Skipulagsstofnun nú úrskurð- að um hana. Stofnunin telur að af fram- kvæmdinni muni ekki stafa umtals- verð loft- eða hávaðamengun, hvorki frá útblæstri frá sorp- brennslu, vegna fullkominnar brennslu og hreinsunar útblásturs- lofts, né vegna flutninga að eða frá henni til urðunarstaðar. Hún telur að framkvæmdirnar muni heldur ekki hafa í för með sér veruleg áhrif á gróður og fugla, jarðmyndanir og landslag eða fornleifar, nema hvað það er nefnt að útsýni frá Stafnes- bæjum kunni að breytast eitthvað. Skipulagsstofnun telu að fram- kvæmdaraðila sé ljós nauðsyn þess að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á efnainnihaldi grunnvatns sem streyma mun frá urðunarstaðnum til sjávar. Leggur hún áherslu á nauðsyn þess að efna- innihald flugösku frá brennslustöð- inni sem fyrirhugað er að urða verði greint og fylgst með því reglulega, til þess að meta og ákveða hvort farga þarf henni sem spilliefni eða ekki. Telur stofnunin að gera verði nauðsynlegar ráðstafanir þar sem flugaska verður urðuð svo hægt sé að safna sýnum úr sigvatni til efna- greininga en niðurstöður þeirra verði grunnur ákvarðana um hvort frekari mótvægisaðgerða verði þörf, svo sem með botnþéttingu. Telur Skipulagsstofnun að verði staðið að vöktun svæðisins með þeim hætti sem ráðgert er og gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur, muni framkvæmdin ekki hafa veruleg áhrif á lífríki fjöru og sjávar. Unnt er að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 25. júní. Skipulagsstofnun fellst á brennslu í Kölku og urðun sorps Starfsemin hefur ekki umtalsverð áhrif Helguvík/Stafnes KYNNINGARRITIÐ Sumar í Reykjanesbæ sem hefur að geyma upplýsingar um það menningar-, íþrótta- og tómstundastarf sem verður í boði í sumar fyrir börn og unglinga er komið út. Helsta nýj- ungin í sumar er Listaskóli barna þar sem lögð verður áhersla á skap- andi starf og tjáningu. Útgefandi kynningarritsins er menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar og er þetta í þriðja sinn sem slíkt rit er gefið út. Því hefur verið dreift á öll heimili í bæjarfélaginu. Í samvinnu við Alþjóðahúsið voru helstu upp- lýsingar þýddar á víetnömsku, taí- lensku, ensku og serbó-króatísku. Er það í fyrsta skipti sem það er gert. Í ritinu eru upplýsingar um nám- skeið og aðra íþrótta- og tóm- stundamöguleika, jafnt á vegum Reykjanesbæjar og frjásra fé- lagasamtaka. Tómstundamögu- leikum fyrir börn og unglinga hef- ur fjölgað jafnt og þétt. Fram kemur í inngangi Stef- áns Bjarkasonar, fram- kvæmdastjóra MÍT, að ein ástæða þess er að sífellt fleiri félög og klúbbar hafa séð sér hag í því að gera samn- inga við Reykjanesbæ um rekstur á nám- skeiðum eða kynn- ingum á hinum ýmsu íþrótta-, tómstunda- og listgreinum, auk nokk- urra framkvæmda- samninga. Að þessu sinni er boðið upp á á annan tug námskeiða af ýmsu tagi fyrir börn og unglinga. Nefna má reiðnámskeið, smíðavöll, íþrótta- og leikjaskóla, vinnuskóla, sport- köfun, siglinganámskeið, sund- námskeið, skólagarða og listaskóla barna. Helsta nýjungin í tómstunda- framboði í sumar er Listaskóli barnanna. Ragnar Örn Pétursson, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar, segir að Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hafi verið með mynd- listarnámskeið und- anfarin sumur. Í ár hafi bærinn gert sam- komulag við félagið um að víkka út nám- skeiðið með því að taka með fleiri list- greinar og setja upp Listaskóla barna. Listaskólinn verður í upphafi með tvö nám- skeið, annað fyrir börn 8 til10 ára og hitt fyrir 11 til 13 ára. Þau fara fram í Svarta pakk- húsinu, Frumleikhúsinu og víða um bæinn. Fram kemur í upplýs- ingabæklingnum að Listaskóli barna er tilraun til að skapa börn- um tækifæri til þátttöku í listrænu og skapandi starfi. Áhersla verður á myndræna tjáningu á fjölbreyttan hátt, leikræna tjáningu og skoðun safna og umhverfisins. Hverju nám- skeiði lýkur með Listahátíð barna í Frumleikhúsinu þar sem afrakstur námskeiðsins verður kynntur for- eldrum og öðru áhugafólki. Tómstundaframboð fyrir börn og unglinga í sumar Listaskóli fyrir börnin Reykjanesbær kölluðu Jórustökki sem nefnt er eftir tröllkonu einni er stökk yfir Ölfusá á fyrstu öldum Íslands- byggðar. Sagan segir að Jóra sem var stillt og prúð sveitastúlka af bæ rétt utan við Selfoss hafi farið á hestaat með föður sínum rétt við ána. Þegar hesturinn þeirra fór halloka fyrir öðrum hesti varð henni svo mikið um að á hana rann tröllkonuhamur, hún reif lærið undan hestinum og stökk yfir ána í fjórum stökkum með lærið á öxl- inni. Eftir það mun hún hafa snúið til fjalla og sest að í Jóruhelli í Henglinum og lifað þar á ferða- mönnum. Það var Bryndís Eva Óskars- dóttir sem bar sigur úr býtum og stökk heilar 24 fornar álnir sem mun samsvara um 12 metrum en átta röskar stúlkur reyndu með sér. Að vísu var ekki stokkið yfir ána í þetta sinn en Drauga- og trölla- skoðunarfélag Evrópu hafði um- sjón með stökkinu. Um kvöldið var hátíðardagskrá í Hólmarastarhús- inu á Stokkseyri og leiksýningin Sellófan sett á svið. Fjölbreytt dagskrá Um helgina verður margvísleg dagskrá í boði, m.a. munu leið- sögumenn miðla fróðleik sínum til gesta Sjóminjasafnsins, Forn- bílasafnsins, Rjómabúsins og Þur- íðarbúðar. Haldið verður golfmót, flugmód- elasýning auk þess sem Brúðubíll- inn sýnir á Selfossi og Stokkseyri. Þá munu um 15 listamenn sveitar- félagsins opna vinnustofur sínar fyrir gesti og gangandi. FJÖLMENNI mætti við setning- arathöfn menningarhátíðarinnar Vor í Árborg sem hófst í gær en hún mun standa yfir fram á sunnu- dag. Yfir tugur myndlistar- og ljós- myndasýninga verður haldinn víðs vegar í sveitarfélaginu á meðan há- tíðin stendur yfir auk þess sem í boði verða leiksýningar og hátt á annan tug tónlistaviðburða, m.a. djasstónleikar og unglingadans- leikir. Einar Njálsson, bæjarstjóri Ár- borgar, setti hátíðina en að lokinni setningu fylktu gestir liði í skrúð- göngu. Þar fóru 100 skrautbúnir krakkar í Vallaskóla fremst í flokki með nokkurs konar gjörning þar sem þau brugðu sér í gervi Ölfusár og báru með sér fiska og fugla sem þau höfðu útbúið. Einnig var í göngunni hópur leikskólabarna sem báru með sér flöskur sem var síðan fleytt á ánni þegar þangað var komið. „Leikskólakrakkarnir hafa farið í vettvangsferðir að ánni og síðan teiknað myndir sem tengdust henni. Síðan var þeim safnað sam- an og búin til 14 flöskuskeyti með beiðni um að finnandi kæmi þeim til næsta leikskóla hvar í heiminum sem hann kann að vera og hefði síð- an samband við okkur,“ segir Alda Sigurðardóttir myndlistarkona sem ásamt öðrum skipulagði gönguna. Nútíma „Jórur“ reyndu með sér Ungar konur bæjarins reyndu síðan stökkhæfni sína við ána í svo- Setningarathöfn menningar- hátíðarinnar Vor í Árborg Morgunblaðið/Kristinn Helga Skúladóttir, nemandi í 4. bekk í Vallaskóla í Sandvík, var ánægð með skrúðgönguna en hún var ein fjölmargra nemenda sem mynduðu Ölfusá. Morgunblaðið/Kristinn Ein af „Jórunum“ fer hér tröllkonustökkið við Ölfusá en stúlkurnar sem kepptu voru allar pilsklæddar að fornkvennasið og sýndu mikil tilþrif. Brugðu sér í gervi Ölfusár og fóru tröllkonustökk Árborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.