Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 23 www.casa.is 07 16:00JÚN Í Laugardaginn 7. júní kl. 16:00 mæta Íslendingar Færeyingum í undan- keppni EM í knattspyrnu. Nú skiptir hvert stig máli og því mikilvægt að styðja vel við bakið á „Strákunum okkar“ á Laugardalsvellinum. Eingöngu er selt í númeruð sæti og nú er hægt að fá barnamiða í hvaða sæti sem er með 50% afslætti. Á síðasta ári seldi KSÍ þúsundir miða á Netinu og voru miðarnir afhentir á þjónustustöðvum ESSO. Einfalt fyrirkomulag sem allir geta nýtt sér. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 4 8FÆREYJAR Forsala á ksi.is og esso.is 23. maí –1. júní Hólf Gamla stúkan B, C, G og H Gamla stúkan A og I Nýja stúkan L, M, N, O og P Nýja stúkan R, S og T Forsala á netinu 23. maí - 1. júní Forsala ESSO 3. - 6. júní Sala á leikdag 7. júní 2.500 kr. 2.500 kr. 3.000 kr. 2.500 kr.2.000 kr. 2.000 kr. 1.500 kr.1.000 kr. 1.000 kr. Ávallt gildir 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri í hvaða sæti sem er FYRSTU þrír metrarnir í verðandi Fáskrúðsfjarðargöngum voru sprengdir í gær Reyðarfjarðarmegin og fékk Sigurjón Ólason, fyrrum vegavinnuverkstjóri, þann heiður að kveikja í púðrinu. Í framhaldinu verða sprengdir 5 m í einu. Göngin verða 5,9 km og verður unnið báðum megin frá. Áætlað er að það taki um eitt og hálft ár að gera göngin í gegnum fjallið. Vaktirnar verða 10 tímar og unnið verður sam- fellt alla daga. Starfsmenn verða um 70. Verktaki við gerð ganganna er Ístak hf. ásamt E. Pihl og Søn AS. Hafa þeir samið við Mylluna ehf á Egilsstöðum um undirverktöku á forskeringum og vegagerð. BM Vallá mun sjá um alla steypufram- leiðslu í verkið. Heildarkostnaður við gerð gang- anna og aðliggjandi vegafram- kvæmdir er áætlaður 3,8 milljarðar. Þar af er verktakakostnaður rúm- lega 3,2 milljarðar. Staðarstjóri er Hermann Sigurðsson. Framkvæmd- um á að vera lokið árið 2005. Fulltrúar verktaka og verkkaupa takast í hendur að sprengingu lokinni. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Byrjað verður að sprengja Reyðarfjarðarmegin. Myndin var tekin í gær þegar fyrstu metrarnir voru sprengdir. Heildarkostnaður vegna gangagerðarinnar er áætlaður 3,8 milljarðar. Fáskrúðsfjarðargöng Sprengt fyrir fyrstu metrunum Reyðarfjörður Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.