Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 25 HVERS vegna í ósköpunum dettur fólki í hug að Wagner sé leiðinlegt tónskáld? Með þessa spurningu á vör- unum gekk gagnrýnandi út í blíðviðr- ið í gærkvöldi eftir yndislega tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Magneu Tómasdóttur sópransöng- konu. Það var þó ekki alveg vanda- laust að komast í réttu stemmn- inguna, því svo hafði skipast að það sæti sem í boði var var aftan við inn- gangströppur salarins, sem er von- laus staður þegar söngvarar eru á sviðinu með hljómsveitinni. Það er eins og þetta gat hrein- lega gleypi söng- inn og það tekur töluverðan tíma að fókusera eyrað á það sérkenni- lega hljóð sem berst af sviðinu. Það heyrist vissulega í hljómsveitinni, en ekki eins og annars staðar í saln- um, og alls ekki eins og vera skyldi við bestu skilyrði. Á fyrri hluta tón- leikanna var því hlustað undir þessum formerkjum. Wesendonklieder, fimm lög við ljóð eftir ástkonu tónskáldsins, Matthildi Wesendonk, voru fyrst á efnisskránni. Um það leyti sem Wagner samdi lögin var hann einnig að leggja drög að óperunni Tristan og Ísold, og eru líkindi þessara verka ótvíræð. Ljóðin eru margræð og róm- antísk og það endurspeglast sannar- lega í tónlist Wagners. Langar fljót- andi hendingar sem rísa löturhægt en jafnt og þétt að miklu klímaxi eru meðal einkenna á tónlist Wagners. Þar eru Wesendonkljóðin ekki und- anskilin. Þetta eitt gerir tónlistina erfiða til söngs, það þarf mikið úthald og næmi fyrir þessari jöfnu stígandi til að áhrifin verði eins og til er ætlast. Þetta á Magnea auðvelt með og söng ljóðin af innileik og músíkalskri til- finningu. Það var þó heyranlegt að rödd Magneu er enn að þroskast. Nýr hljómur á neðra raddsviðinu bar merki þess að röddin væri ef til vill að opnast enn meira þar og verða dekkri. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert þessi þróun leiðir hana. Lohengrin-forleikurinn hlýtur að vera ein sú unaðslegasta tónlist sem til er. Himnesk, seigfljótandi hljóma- sæla er kannsk besta lýsingin á þess- um meistaratöktum. Strengir Sinfón- íuhljómsveitarinnar léku sem einn maður undir skarpri stjórn Gregors Bühl. Þetta einstaka wagneríska nið- urlag, þar sem tónlistin eins og leysist upp í léttu andvarpi eða flýtur fislétt upp til himna, var sérstaklega fallega leikið. Aría Elsu, Einsam in trüben Tagen, var það sísta hjá Magneu og hljómsveitinni í gærkvöldi. Þar náðist ekki upp þessi samfella sem stig- magnast, og flutningurinn var ekki markviss af hálfu stjórnandans, sem jafnan er þó afbragðsgóður og ná- kvæmur eins og sýndi sig í Hollend- ingnum fljúgandi á Listahátíð í fyrra. Forleikur þriðja þáttar Lohengrins var miklu betri, málmblásararnir sér- staklega góðir, rytmískir og klingj- andi hreinir í sínum áhrifamiklu köfl- um. Eftir hlé var stefnan tekin á miðjan þriðja bekk, og það reyndist mun betri kostur en að sitja aftan við dyra- opið. Forleikurinn að Tannhäuser var dásamlega fallega leikinn og þar náði stjórnandinn fram áhrifamiklum heildarsvip. Sellósveitin á þar mörg falleg sóló sem hljómuðu full þokka, en hefðu mátt vera ívið dramatískari eða átakameiri. Í aríu Elísabetar úr Tannhäuser var Magnea stórkostleg, og bara það hvernig hún mótaði loka- hendingarnar „...sei mir gegrüßt“ með djúpri tilfinningu fyrir gleði Elísabetar var áhrifamikið, meðan hljómsveitinni er falið það hlutverk að gefa til kynna með leiðarstefi frá því fyrr úr óperunni að vá kunni að vera fyrir dyrum. Gregor Bühl hnýtti þess- ar andstæður vel saman. Lokaatriði tónleikanna var forleikur úr Tristan og Ísold og Ástardauði Ísoldar, eitt þekktasta atriði úr óperum Wagners. Hér lék hljómsveitin skínandi vel og söngur Magneu var fallegur og mús- íkalskur. Þau náðu þó ekki þeim hæð- um sem heyra mátti í atriðunum úr Tannhäuser. Gregor Bühl er góður stjórnandi, með gott slag og gefur hljóðfæraleik- urum innkomur og önnur merki á greinargóðan og nákvæman hátt. Hann er líka músíkalskur og tekst að krefja hljómsveitina um músíkalskan leik. Hljómsveitin lék vel undir hans stjórn ef undan er skilin arían úr Lohengrin. Í ljósi vel heppnaðrar þátttöku hans í Hollendingnum á Listahátíð og þess besta sem gert var í gærkvöld, verður það tilhlökkunar- efni að sjá hann oftar á stjórnanda- pallinum. Magnea Tómasdóttir hefur stóra og mikla rödd sem hentar síð- rómantíkinni vel og ýmislegt bendir til þess að röddin eigi eftir að taka út enn meiri þroska. Það má vel láta sig dreyma um að heyra í henni, hljóm- sveitinni og Bühl í Tannhäuser í Tón- listarhúsi einn góðan veðurdag. Töfrandi Tannhäuser TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands og Magnea Tómasdóttir sópransöngkona fluttu verk eftir Richard Wagner, Gregor Bühl stjórn- aði. Fimmtudag kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Magnea Tómasdóttir Bergþóra Jónsdóttir F R Ó N Rað- og parhús SÍÐUMÚLA 2 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 www.fron.is Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali Bakkastaðir - Einstakt endaraðhús á sjávarlóð Erum með í sölu gullfallegt endaraðhús á lóð við sjóinn í Staðahverfi. Húsið er allt hið glæsilegasta, grásteinað að utan með fallegu gegnheilu eikarparketi og flísum á gólfi. Mjög góð lofthæð. Stór arinstofa. Einstaklega björt og vönduð íbúð í alla staði með gífurlega fallegu útsýni til sjávar og fjalla. Góð lóð, ófrágengin að hluta. Rólegt og barnvænt umhverfi. Húsið stendur í enda botnlanga. Verð 32,8 millj. Eign vikunnar á www.fron.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.