Morgunblaðið - 23.05.2003, Page 38

Morgunblaðið - 23.05.2003, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Sérútbúin skrifstofuhæð Til leigu sérútbúin skrifstofuhæð, 205 fm, á Vagnhöfða 13. Laus nú þegar. Allar tölvu- og símalagnir eru fyrir hendi. Næg bílastæði. Húsnæðið leigist á kr. 130.000 á mánuði. Upplýsingar í síma 588 5900 eða 822 5992. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Búmanna Aðalfundur Búmanna hsf. verður hald- inn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, föstudaginn 6. júní kl. 14.00. Fundurinn verður í sal er nefnist Gullteigur. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Ívar Jónsson, prófessor við Viðskipta- háskólann á Bifröst, flytur erindið: „Samvinnufélög sem valkostur.“ Úlfur Sigurmundsson, formaður Laga- nefndar Búmanna, fjallar um ný lög um húsnæðissamvinnufélög. KENNSLA Vélskóli Íslands Skólaslit 24. maí Vélskólanum verður slitið í hátíðarsal skólans laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Kvenfélagið Keðjan verður með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans. Afmælisárgangar eldri nemenda eru boðnir sérstaklega velkomnir. Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bibbi Jóns ÍS-65 (sknr. 2199), þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeið- andi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Fjarðargata 40, 2. h. t. v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Fjarðarstræti 32, austurendi, Ísafirði, þingl. eig. Rafn Sverrisson, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðju- daginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Hlíðarvegur 15, neðri hæð, 0101, Ísafirði, þingl. eig. Bergljót Hall- dórsdóttir og Einar Garðar Hjaltason, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Hlíðarvegur 3, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14:00. Mjallargata 1, J, 0304, Ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Sjávargata 6, Þingeyri, þingl. eig. Unnur ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14:00. Stakkanes ÍS-847, sknr. 1011, þingl. eig. Torfnes ehf., gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Stekkjargata 33, 0101, ásamt rekstrartækjum, Ísafirði, þingl. eig. Stekkir ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 22. maí 2003. Styrkur til upplýsingaverkefna um sjávarspendýr úr sjóði Norður-Atlants- hafssjávarspendýra- ráðsins (NAMMCO) NAMMCO (Norður-Atlantshafssjávar- spendýraráðið) auglýsir eftir styrkum- sóknum til upplýsingaverkefna um sjáv- arspendýr úr sjóði ráðsins. NAMMCO er alþjóðastofnun og eru verkefni hennar samvinna um verndun, stjórnun og rannsóknir á öllum hvala- tegundum, sem og á selum og rostung- um í Norður-Atlantshafi. Markmið NAMMCO-sjóðsins er að efla skilning og þekkingu almennings á sjá- varspendýrum, nýtingu á þeim og veiði- stjórnun. Verkefni, sem styrkt verða, eiga að höfða til almennings fremur en fagfólks og skulu varða sjávarspendýravísindi, líf- fræði, vistfræði, hlutverk vistsvæða og þekkingu og nýtingu frumbyggja og íbúa strandbyggða. Æskilegt er að verk- efnin hafi skírskotun til allra aðildarríkja NAMMCO; Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. Verkefni, sem tengjast ein- hverju aðildarríkjanna, koma þó einnig til greina. Í ár hefur stjórn NAMMCO-sjóðsins sér- stakan áhuga á að skoða verkefni sem miða að því að veita vísindalegar upp- lýsingar um sjávarspendýr í Norður-At- lantshafi auk sögulegra upplýsinga og upplýsinga um nýtingu í samtímanum. Um væri að ræða handhægan upplýs- ingabækling sem gæti fengið víðtæka dreifingu. Styrkupphæðin getur numið allt að helmingi kostnaðar við verkefni, sem uppfylla framangreind skilyrði. Alls hefur sjóðurinn 100.000 norskar krónur til úthlutunar fyrir árið 2003. Nánari upplýsingar um NAMMCO-sjóð- inn og stefnu hans ásamt umsóknar- eyðublaði eru fáanlegar á skrifstofu NAMMCO í Tromsö eða á heimasíðu stofnunarinnar á netinu. NAMMCO Secretariat, POLAR ENVIRONMENTAL CENTRE N-9296 TROMSÖ, Noregi. Sími +47 77 75 0180. Fax +47 77 75 0181. Veffang: www.nammco.no Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 2003. TILKYNNINGAR Förgun sorps á Suðurnesjum Sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunar- stöð í Helguvík, Reykjanesbæ og urðun á Stafnesi, Varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli Mat á umhverfisáhrifum - úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á förgun sorps á Suðurnesjum. Sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunarstöð í Helguvík, Reykjanesbæ og urðun á Stafnesi, Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, eins og henni er lýst í framlögðum gögnum fram- kvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 25. júní 2003. Skipulagsstofnun. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Heilsubaðstaður við Jarðbaðshóla í Skútu- staðahreppi. Borun rannsóknarholu, TR-2, á háhita- svæði við Trölladyngju á Reykjanesi, Grindavíkurbæ og Vatnsleysustrandar- hreppi. Stækkun fiskeldisstöðvarinnar Hólalax hf. í Hjaltadal, Sveitarfélaginu Skagafirði. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 20. júní 2003. Skipulagsstofnun. ATVINNA Barnafataverslun Barnafataverslun í Kringlunni óskar eftir snyrti- legum og þjónustulunduðum starfsmanni til framtíðarstarfa við sölu og afgreiðslu. Einungis 30 ára og eldri koma til greina. Vinnutími frá 13-19 virka daga og aðra hvora helgi. Reynsla af sölu og afgreiðslustörfum æskileg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Meðmæli æskileg. Umsóknir berist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „B—13729“ fyrir 27. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.