Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRAMBOÐ óháðra í Suðurkjör- dæmi. T-listinn bauð fram í einu kjör- dæmi, Suðurkjördæmi, fyrir kosn- ingarnar 10. maí sl. Það kom strax í ljós þegar skoðanakannanir birtust að þetta framboð var meðhöndlað í fjölmiðlum eins og það byði fram í öll- um kjördæmum og tölur um fylgi við T-listann birtar á landsvísu. Þetta þýddi í raun að deilt var með tölunni 7 í fylgi T-listans áður en það var birt á landsvísu. Þannig varð 5% fylgi í Suð- urkjördæmi að 0,7% fylgi á landsvísu hjá fjölmiðlunum. Þetta er svona álíka og að segja að Akureyringar séu jafn margir og Reykvíkingar og bera þá þannig saman í könnunum. Þessi samanburður var sérlega skað- legur fyrir framboð T-listans og hafði mikil og neikvæð áhrif. Það keyrði þó um þverbak þegar Morgunblaðið birti skoðanakönnun í blaðinu daginn fyrir kjördag og fullyrðir þar að T-listinn mælist ekki á landsvísu! Ef við gefum okkur að Morgunblaðið hafi mikil áhrif, sem ég geri ráð fyrir að ritstjórinn telji, hlýtur þessi frétt að hafa haft mikil og neikvæð áhrif á fylgi T-listans. Þegar það er svo haft í huga að um þriðjungur kjósenda ákveður sig á kjördag er þetta enn skýrara. Að mínu áliti var þessi fylg- iskönnun Morgunblaðsins daginn fyrir kjördag pólitískt skemmdar- verk. Þrátt fyrir þessa árás daginn fyrir kjördag fékk T-listinn 844 at- kvæði í Suðurkjördæmi eða 3,4% fylgi sem verður að teljast kraftaverk miðað við það sem hér hefur verið lýst. Þremur dögum fyrr hafði Gallup mælt fylgi T-listans 8-9% í kjördæm- inu. Þessi reynsla leiðir hugann að því hvort þeir hafi rétt fyrir sér, sem vilja banna skoðanakannanir í vik- unni fyrir kjördag. KRISTJÁN PÁLSSON, 1. maður á T-listanum. Aths. ritstj.: Vegna ummæla Krist- jáns Pálssonar skal tekið fram, að Morgunblaðið gerði engar fylgis- kannanir fyrir kosningar. Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerir skoðanakannanir, sem Morgunblaðið kaupir birtingarrétt á. Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins Frá Kristjáni Pálssyni MIÐVIKUDAGURINN 5. mars er sorgardagur fyrir land og þjóð. Reyndar fyrir heimsbyggðina, því þann dag samþykti Alþingi að virkjað skyldi við Kárahnjúka. Þetta verður eitt af meiriháttar umhverfisslysum af mannavöldum sem um getur í heiminum. Aldrei hefur þjóð vor verið látin fórna svo miklu fyrir svo fáa. Til viðbótar og í framhaldi af harmleik þessum er klesst niður við Reyðar- fjörð eiturspúandi stóriðjuskrímsli fyrir útlenda auðjöfra að græða á. Af- leiðingar svo skelfilegrar skammsýni verða því verri sem lengra líður. Fyrir unga fólkið og óbornar kynslóðir nán- ast martröð. Þótt lýsingum á tilræði þessu gagnvart landi og þjóð hafi ver- ið gerð frábær skil af færara fólki en mér er viðvörunin sígild, enda má líkja arðsemismöguleikunum við rússneska rúllettu. Úr bréfi skrifað 11.12.2000 til vin- konu minnar sem nú spreytir sig í efnafræðinámi: „Það er tvennt ólíkt að njóta lífsstunda og eyða þeim. Það er sorglegt að sjá vítt og breitt um samfélagið fólk í andlegum álagsfjötr- um. Fólk sem ætlar af engu að missa, en finnur samt að svo er, en bara öðruvísi en það heldur. Það veit ekki að það er að missa af lífinu sjálfu í til- búnu tímaleysi og kapphlaupi eftir engu. Lærdómur og leti fara álíka vel saman og stóriðja og ósnortin náttúra og framkvæmdir án fyrirhyggju eru hættulegar og það á við um hvað sem er. Hafirðu ekki þegar gert þér ljóst hvað við búum í fögru og stórfenglegu landi horfðu þá vandlega, hugsaðu vandlega, hlustaðu vandlega, fáðu til- finningu fyrir landinu og allt um kring og njóttu svo af heilum hug.“ „Í tilefni af sjónvarpsþætti Ómars Ragnarssonar“ er heiti á grein Jak- obs Björnssonar, fv. orkumálastjóra, og Jóhanns Más Maríussonar fv. að- stoðarforstjóra Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu 26. mars. Það er sorglegt þegar svo reyndir menn skrifa af svo mikilli glám- skyggni og hlutdrægni. Auðvitað er ekki hægt að skila kolunum sem not- uð voru í virkjunina til síns fyrri heima. Þar, eins og víðar, voru gerð mistök síns tíma sem seinni tíma menn létu sér að kenningu verða. Höfundunum finnst Ómar hafa komið sér undan að skýra hlutlaust frá. Það virðist í forgangi greinarhöfunda að gera Ómar Ragnarson ótrúverðugan. Þessum herramönnum er óhætt að trúa því sem flestir vita nema þeir, að enginn hefur komist með tærnar þar sem Ómar hefur hælana í að upplýsa um land sitt og þjóð. Eins hefur hann greint af skilningi, en á sinn hlutlausa hátt, frá þjóðum sem áttuðu sig á mik- ilvægi ósnortinnar náttúru og þeim gífurlega skaða sem ógrundaðar vatnsaflsvirkjanir geta valdið henni. Snilld Ómars í efnistökum og umfjöll- un um menn og málefni og umfram allt ást hans og skilningur á landinu okkar hefur skilað sér til þjóðarinnar. Hann hefur opnað augu hennar fyrir stórfenglegri fegurð og tign Íslands í öllum sínum margbreytileika. Hann hefur opnað þjóðinni sýn á hálendið, nokkuð sem aðeins útlendingar nutu og skildu. Ómar sagði til um hvaða fjall þjóðin mundi álíta fegurst og varð sannspár. Þeir sem bendla Ómar Ragnarsson við hlutdrægni og óheið- arleika ættu að leita sér læknis. Þeir eru ófáir sem nú tróna hátt en verða löngu gleymdir á meðan Ómar verður talin einn af bestu sonum þjóðarinnar. Undarlegt er hve margir afbragðs- menn eru látnir gjalda en ónytjungar og skaðvaldar verðlaunaðir og af- burðamenn ekki krýndir fyrr en þeir eru látnir. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Í tilefni af sjónvarps- þætti Ómars Frá Alberti Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.