Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR
44 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BENTE Ovedie Skogvang, norski
kvendómarinn sem rak Gylfa Ein-
arsson útaf í leik með varaliði Lille-
ström eftir að hafa fengið ljót orð í
eyra frá Íslendingnum, segir í viðtali
við norska blaðið Verdens Gang að
eftir þetta atvik ætli hún ekki lengur
að mæta með fimm ára gamla dóttur
sína á völlinn þegar hún er í hlut-
verki dómara.
SKOGVANG sem er 40 ára gömul
og er í miklum metum sem dómari
segir; „Ég hef alltaf tekið hana með
en hún er orðin það stór að hún er
farin að skilja það sem sagt er. Eftir
þessa uppákomu held ég að það sé
best að ég skilji hana eftir heima.“
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, er að sögn
Manchester Ewening News með
fjóra leikmenn efsta á óskalista sem
eru Brasilíumaðurinn Ronaldinho,
leikmaður París SG, Frakkinn Jul-
ien Escude, 21 árs gamall bakvörður
sem leikur með Rennes, Portúgalinn
Ricardo Quasresma, 19 ára gamall
miðju- og sóknarmaður sem leikur
með Sporting Lissabon og Paul
Robinson, markvörður Leeds Unit-
ed.
GEORGE Burley kveðst tilbúinn
til að taka við starfi knattspyrnu-
stjóra Derby County en hann stýrði
liðinu á lokasprettinum í ensku 1.
deildinni eftir að John Gregory var
settur í bann hjá félaginu. Í dag
verður mál Gregorys tekið fyrir hjá
stjórn Derbys og þá skýrist hvort
hann eigi einhverja framtíð fyrir sér
hjá félaginu.
BURLEY stýrði Ipswich um árabil
með góðum árangri og keypti m.a.
Hermann Hreiðarsson til félagsins.
„Ef starfið hjá Derby er laust hef ég
mikinn áhuga á að taka við því.“
TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn
Patrick Berger verður líklega fyrsti
leikmaðurinn sem Peter Reid fær til
Leeds. Berger, sem hefur verið í
herbúðum Liverpool í sjö ár, er með
lausan samning við hliðið.
FRANSKI landsliðsmaðurinn Ro-
bert Pires, 29 ára, segist ætla að
vera áfram í herbúðum Arsenal og
mun hann skrifa undir nýjan samn-
ing á næstu dögum.
FÓLK
Hinn 28. maí nk. mun Breiðabliksenda stærsta hóp íslenskra
körfuknattleiksmanna og kvenna
sem farið hefur utan í
skipulagða keppnis-
ferð í körfuknattleik.
Alls eru 60 leikmenn,
fjögur karlalið og tvö
kvennalið, auk um 15 manna farar-
stjórnar og þjálfara að fara til Gauta-
borgar í Svíþjóð. „Þetta verður
spennandi ferðalag en jafnframt er
þetta sá þáttur sem heldur krökkun-
um við efnið. Það er gulrótin að fá að
skoða heiminn og við höfum lagt
áherslu á að fara út einu sinni á ári og
það bíður okkar önnur ferð í ágúst
þegar við förum til Tampere í Finn-
landi sem er vinabær Kópavogs,“
sagði Egill en þá fer hann „aðeins“
með A-liðið í þá ferð.
Fjáröflun er stór þáttur í starfi
félgsins líkt og hjá öllum öðrum
íþróttafélögum og segir Egill að
flokkarnir hafi fengið mörg verkefni
sem tengjast Smáralind í vetur og
það hafi skilað sér í ferðasjóðinn fyrir
Svíþjóðarferðina.
Lætur verkin tala
Egill er rólegur að eðlisfari, er
ekki maður hinna mörgu og stóru
orða en lætur verkin þess í stað tala.
Hann er lamaður og er í hjólastól eft-
ir að hafa lent í umferðarslysi á Vest-
fjörðum árið 1994. Hann vill hins veg-
ar ekki gera mikið úr sérstöðu sinni
sem þjálfara og segist komast á
flesta staði sjálfur en fari hins vegar
ekki oft útá land með flokkum sínum.
Hann kallar á hópinn og talar lágt
til leikmanna sem meðtaka skila-
boðin, rjúka af stað í verkefnið. „Þrír
saman, sniðskot, þrisvar í gólfið og
báðum megin,“ segir Egill og án þess
að nokkur spyrji myndast þriggja
manna hópar við fjölmargar körfur
Smárans og æfingin er byrjuð.
„Ég er oft með aðstoðarmenn á æf-
ingum og nota þá til þess að sýna æf-
ingar og tækni sem ég legg fyrir
hverju sinni. Ef þeir eru ekki á svæð-
inu tek ég einn af strákunum afsíðis,
útskýri fyrir honum, læt hann sýna
mér og við komumst að niðurstöðu
hvernig best er að gera æfinguna.
Það að ég geti ekki sýnt allar æfingar
er engin hindrun í mínum huga og ég
veit að strákarnir eru hættir að spá í
þetta. Ég er bara þjálfarinn þeirra.“
Egill er 34 ára gamall Patreksfirð-
ingur og er nú yfirþjálfari hjá yngri
flokkum körfuknattleiksdeildar
Breiðabliks, Hann þjálfar sjálfur 7.
og 8. flokk og á ríkan þátt í að iðk-
endum hefur fjölgað úr 80 í rúmlega
300 á nokkrum misserum. „Það eru
allt að 40 krakkar í yngstu flokkun-
um og við erum ánægðir með hvernig
til hefur tekist. Krakkarnir hafa nóg
fyrir stafni og sem dæmi má nefna að
A-liðið í 8. flokki lék 70 leiki á sl. ári
og æfði að meðaltali 5 sinnum í viku.
„Lítið brottfall“
„Þetta er nokkuð mikið en það er
stefna okkar að gleðin sé aðalatriði á
æfingum og við sjáum árangurinn
þar sem svo margir halda áfram að
æfa. Brottfallið er lítið.“
Það einkennir marga drengi á
þessum aldri að handleggir þeirra og
fætur virðast risavaxnir í saman-
burði við líkamsburði þeirra. Hreyf-
ingarnar eru ekki enn alveg sam-
hæfðar og margir eru afar hávaxnir
miðað við aldur. Þegar Egill er inntur
eftir því hvort strákarnir séu settir
undir körfuna ef þeir eru hávaxnir er
hann fljótur að svara að sérhæfing sé
ekki á dagskrá á þessum aldri. „Það
vita það allir sem hafa þjálfað yngri
flokka að maður veit ekki hverjir
verða í raun stórir þegar upp er stað-
ið. Við höfum því lagt áherslu á að
leikmenn okkar fái að leika allar stöð-
ur á vellinum. Slíkt gerir þá betri.“
Egill lék sjálfur körfuknattleik
með Herði frá Patreksfirði og ÍA á
Akranesi þar sem hann stundaði
nám. Hann viðurkennir að mikill tími
fari í þjálfunina sem oft á tíðum sé
lýjandi en afar skemmtileg. „Ég verð
ekki efnaður maður á þessu stússi en
ég reyni að fylgjast vel með öllu sem
viðkemur þjálfun og sæki öll nám-
skeið sem í boði eru.“
Vill þjálfa meistaraflokk
Aðspurður um framtíðaráformin
segir Egill að hann vilji starfa með
yngri flokkum félagsins næstu tvö til
þrjú árin.
„Ég hefði áhuga á að spreyta mig
með meistaraflokk í framtíðinni en
það er seinni tíma verkefni og þangað
til verð ég hér í Smáranum flesta
daga að gera það sem er skemmtileg-
ast – að þjálfa,“ sagði Egill Steinar
Fjeldsted.
Breiðablik fer með stóran hóp ungmenna á körfuknattleiksmót í Gautaborg
„Ég er bara
þjálfarinn
þeirra“
ÞAÐ fór ekki mikið fyrir 35 ung-
um körfuknattleiksmönnum úr
8. flokki Breiðabliks í Smár-
anum þar sem þeir léku listir
sínar undir stjórn þjálfarans Eg-
ils Steinars Fjeldsteds á risa-
vöxnum gólffletinum sl. mið-
vikudag. „Sjáðu þennan,“ segir
Egill við þann sem þetta skrifar.
„Hann er einu ári yngri en hinir
og er einn af þeim betri á land-
inu. Hann er farinn að lyfta lóð-
um og er líklegur til afreka ef
hann heldur rétt á spilunum,“
segir Egill hógvær en það leyndi
sér ekki að hann átti talsvert
mikið í árangri drengjanna.
Egill Steinar Fjeldsted er hér ásamt hluta af hópnum sem hann þjálfar hjá Breiðabliki í Kópavogi.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
HJÁLMUR Dór Hjálmsson,
bakvörður í knattspyrnuliði
Skagamanna, verður frá
keppni næstu tvo mánuðina.
Hjálmur Dór sleit liðbönd í
ökkla í leik með 23-ára liði ÍA
gegn Víkingi í Ólafsvík á
þriðjudagskvöldið, skömmu
eftir að hann skoraði sigur-
markið í leiknum, 1:0.
„Ég lenti illa eftir skallaein-
vígi með þessum afleiðingum.
Það má því segja að tímabilið
hafi aldrei hafist hjá mér, ég
náði aðeins að spila fimm leiki
á undirbúningstímabilinu
vegna nárameiðsla, var ekki
með gegn FH í fyrstu umferð-
inni, og svo tekur þetta við. En
ég verð vonandi kominn af stað
þegar síðari umferð Íslands-
mótsins byrjar og svo stefni ég
á að komast í 21-árs landsliðið
þegar það mætir Þjóðverjum í
haust,“ sagði Hjálmur Dór við
Morgunblaðið í gær.
Hjálmur er 21 árs og hefur
spilað 30 leiki með Skaga-
mönnum í úrvalsdeildinni. Þar
af lék hann 17 af 18 deilda-
leikjum liðsins á síðasta tíma-
bili.
Hjálmur var ekki eini Skaga-
maðurinn sem meiddist í Ólafs-
vík því miðjumaðurinn efni-
legi, Ágúst Örlaugur
Magnússon, nefbrotnaði í
leiknum.
Hjálmur Dór frá
keppni í tvo mánuði
„ÉG ER bara þokkalega sáttur við hvernig ég spilaði í dag,“
sagði Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, eftir að
hann hafði lokið leik á fyrsta degi Burggolf Pumerend golf-
mótsins í Hollandi í gær. Mótið er liður í áskorendamótaröð-
inni.
Birgir Leifur lék á þremur höggum undir pari vallarins í
gær, kom inn á 69 höggum og átti nokkur ágæt tækifæri til
að skora betur.
„Völlurinn er gríðarlega fallegur og erfiður. Þetta er mik-
ill vatnavöllur og eiginlega eins og slíkir vellir eru í Banda-
ríkjunum. Ég sló ágætlega í dag og þetta gekk allt stór-
slysalaust. Ég fékk fimm fugla og tvo skolla, á níundu og
átjándu holunum. Ég missti pútt á þeirri níundu, sem var síð-
asta holan mín, en ég hóf leik á tíundu holu. Átjánda er 530
metra löng par fimm hola og hún var leikin á móti vindi
þannig að maður varð að fara varlega vegna vatnsins,“ sagði
Birgir Leifur.
Hann fékk skyndilega boð um að koma í mótið og þáði það
og sleppir því fyrsta mótinu í Toyota-mótaröðinni hér heima.
Birgir Leifur á
þremur undir pari
Birgir Leifur Hafþórsson
Viltu spila fótbolta í sól og sumarhita?
Knattspyrnulið Einherja frá Vopnafirði auglýsir eftir
metnaðarfullum þjálfara sem getur
bæði spilað og þjálfað liðið í
sumar.
Áhugasamar hafi sambandi við
Svövu Birnu Stefánsdóttur í síma
691 1342 eða Lindu Björk Stefánsdóttur
í síma 861 2282.
LEK - golfmót
Eldri kylfingar
á Garðavelli á Akranesi sunnudaginn 25. maí.
Mótið er viðmiðunarmót til landsliðs karla 55 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri.
Keppt er í flokkum karla 50-54 ára, 55 ára og eldri og 70 ára og eldri
og kvenna 50 ára og eldri.
Skráning á golf.is og í síma 431 2711.