Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 45 AÐ venju eru gríðarlega mörg golf- mót á dagskrá sumarsins og hafa þau aldrei verið fleiri en nú, eða 1001 mót sem eru skráð á gagna- grunn Golfsambandssins. Þar fyrir utan eru fjölmörg mót á vegum fyr- irtækja og hópa sem ekki eru skráð inn á golfvefinn golf.is. Undanfarin ár hefur kylfingum fjölgað mikið í klúbbum innan GSÍ og á sl. ári voru þeir skráðir 10.935 en samkvæmt könnunum spiluðu um 20 þúsund Íslendingar golf á sl. ári. Þess má geta að um 1.000 kylf- ingar bíða eftir að komast að hjá golfklúbbunum á höfuðborgar- svæðinu og sagði Júlíus Rafnsson, formaður GSÍ, að brýnt væri að sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæð- inu færu að huga að byggingu nýrra valla – enda væri eftir- spurnin gríðarleg. Fyrir áratug voru 4.835 skráðir í golfklúbba á vegum GSÍ og hefur fjöldi kylfinga því ríflega tvöfaldast á einum áratug. RAGNAR Ólafsson, liðsstjóri ís- lensku landsliðanna í golfi, sagði að mörg verkefni væru fram- undan á þessu sumri og þau fyrstu í byrjun júní er Haraldur H. Heimisson og Sigurpáll Geir Sveinsson taka þátt í breska áhugamannamótinu í Skotlandi, 2.–7. júní. Evrópumót karla verður 20.– 23. ágúst í Skotlandi og Evr- ópumót kvenna 27.-30. ágúst. Ragnar bætti því við að skortur á forgjafarlágum kylfingum í kvennaflokki gerði það að verk- um að ekki yrði farið með kvennalið á Evrópumótið í liða- keppni sem fram fer í Hollandi 1.–5. júlí. Þess í stað fengju stúlknalandsliðin fleiri verkefni. Norðurlandamót í liðakeppni verður í Svíþjóð dagana 26.–28. september þar sem 8 keppendur fara frá Íslandi, 4 af hvoru kyni. Stúlknalandsliðið tekur þátt í Evrópumóti landsliða hinn 8.–12. júlí í Danmörku og á sama tíma keppir piltalandsliðið í Tékklandi á sams konar móti. „Það hefur orðið gríðarleg breyting á æfingum afrekskylf- inga undanfarin ár. Nú æfa þeir allt árið og ekki aðeins að slá boltann því líkamæfingar af ýms- um toga skipa stóran þátt í þeirra æfingum auk þjálfunar á hugarfari og leikskipulagi,“ sagði Ragnar. Haraldur og Sigurpáll Geir ríða á vaðið Hörður bætti því við að færrikæmust að en vildu á fyrsta mótið þar sem 90 kylfingar öðlast þátttökurétt og ræð- ur forgjöf þeirra hvort þeir komast inn í hvert sinn. Allir kylfingar sem hafa 10,4 eða lægra í grunnfor- gjöf geta tekið þátt en hjá konum er hámarksforgjöfin 20,4. Allir bestu kylfingar landsins ætla sér að leika á mótaröðinni í sumar og má þar nefna Birgi Leif Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson sem hafa að mestu leikið erlendis undanfarin misseri. Þeir félagar verða reyndar ekki með í fyrsta mótinu þar sem þeir eru báðir að keppa á öðrum víg- stöðvum á sama tíma. Birgir Leifur á áskorendamóti í Hollandi og Björg- vin á Europro-mótaröðinni sem fram fer í Englandi. Undanfarin ár hafa stigahæstu kylfingar stigamótanna ekki öðlast sjálfkrafa sæti í íslenska landsliðinu en að þessu sinni öðlast stigahæstu kylfingarnir af báðum kynjum keppnisrétt með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð í lok september. „Það er Staffan Johansson, lands- liðsþjálfari, sem velur landsliðið og hann hefur í samvinnu við GSÍ ákveðið að tengja eitt landsliðssæti hjá báðum kynjum við árangur þeirra á mótaröðinni sem verður vonandi til þess að auka vægi mót- anna. Alls eru mótin sex að tölu. Það fyrsta nú um helgina, 24.-25. maí, þar sem leiknar verða að venju 36 holur fyrri keppnisdaginn en 18 hol- ur síðari keppnisdaginn. Næsta mót fer fram á Akranesi 7.-8. júní og þer þetta í fyrsta sinn sem Golfklúbburinn Leynir er gest- gjafi slíks móts. Keppt verður í Leirunni 20.-21. júní sem jafnframt er Íslandsmót í holukeppni. Íslandsmótið í höggleik fer fram í Vestmannaeyjum 24.-27. júlí og er hluti af Toyota-mótaröðinni. Næstsíðasta mót sumarsins fer fram á Akureyri dagana 9.-10. ágúst og síðasta mótið verður á Hvaleyr- inni 13.-14. september. Alls eru tíu kylfingar með + for- gjöf í karlaflokki og má gera ráð fyr- ir að þeir ættu að blanda sér í barátt- una um sigurinn að þessu sinni. Haraldur H. Heimisson úr GR er með lægstu forgjöfina +2,2, en þar á eftir kemur Örn Ævar Hjartarson úr GS með 2 og þriðji í röðinni er Ís- landsmeistarinn í höggleik frá sl. sumri, Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA. Heiðar Davíð Bragason úr GKj. lék afar vel í Þýskalandi á dögunum og sagði Ragnar Ólafsson, liðstjóri íslenska landsliðsins, að fáir legðu eins mikið á sig við íþróttina og Heið- ar og væri hann að uppskera ríku- lega af þeirri vinnu. Í kvennaflokki eru 15 keppendur skráðir til leiks en Íslandsmeistarar sl. tveggja ára, Ólöf María Jónsdótt- ir GK og Herborg Arnardóttir GR, eru ekki með að þessu sinni. Ólöf er atvinnukylfingur vestanhafs en Her- borg eignaðist frumburð sinn um sl. helgi og verður því lítið með á næst- unni. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er með 1,4 í forgjöf, en Þórdís Geirsdóttir úr GK kemur þar næst með 1,9 í forgjöf. Haraldur H. Heimisson verður í sviðsljósinu á fyrsta stigamótinu um helgina. Fyrsta stigamót Golfsambandsins á Korpúlfsstaðavellinum Heiðar Davíð lík- legur til afreka „FYRSTA stigamót Golfsambands Íslands, Toyta-mótaröð afreks- kylfinga, verður á Korpúlfsstaðavelli á morgun. Markar það form- legt upphaf keppnistímabils kylfinga en í raun lauk því aldrei sl. haust því tíðarfarið á Íslandi í vetur hefur gert kylfingum kleift að leika golf við ágætar aðstæður,“ sagði Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Íslands, á fundi með fréttamönnum. Heiðar Davíð Bragason 1001 golfmót Sigurpáll Geir púttar. Breiðablik - Keflavík mætast í fyrstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Kópavogsvelli kl. 20.00 í kvöld BLIKAR FJÖLMENNUM Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.