Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BREYTTIR HÁSKÓLAR
RUNÓLFUR Ágústsson, rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst, leggur
til að sú leið verði skoðuð að breyta
öllum ríkisreknum háskólum á Ís-
landi í sjálfseignarstofnanir. Fjár-
hagslegt sjálfstæði, sveigjanlegra og
virkara skipulag og jafnari sam-
keppnisstaða háskóla ynnist með
þeim breytingum. Hann segir há-
skóla á Íslandi ekki alla sitja við
sama borð þegar kemur að aðangi að
rannsóknarfé.
Hringmyrkvi á lofti
Hringmyrkvi á sólu sýndi sig
einna best á norðvestanverðu land-
inu í fyrrinótt. Um þúsund manns
fylgdust með hringmyrkvanum frá
Ólafsfjarðarmúla, Íslendingar sem
lengra að komnir áhorfendur, að
sögn lögreglunnar á Akureyri. Þótt
mið nótt væri var fólk víða á ferli til
að sjá myrkvann.
Ólögleg fæðubótarefni
Ólögleg fæðubótarefni virðast
vera í töluverðri notkun hér á landi,
þá einkum efedrín og forstigs-
hormón, að sögn Péturs Magn-
ússonar, lyfjafræðings og formanns
lyfjaeftirlitsnefndar Íþrótta- og ól-
ympíusambands Íslands. Stærsti
hópurinn sem talinn er neyta þess-
ara efna er hinn almenni borgari
sem vill „fegra“ líkama sinn. Neysla
vefaukandi stera er einnig talin vera
nokkur hér á landi.
Var þrýst á Powell?
Embættismenn í varnarmálaráðu-
neytinu og Hvíta húsinu í Wash-
ington lögðu fast að Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, að
skírskota til vafasamra upplýsinga í
ræðu um meint gereyðingarvopn
Íraka í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna í febrúar. Embættismennirnir
vildu meðal annars að Írakar yrðu
sakaðir um að hafa keypt tölvuforrit
sem myndi gera þeim kleift að
skipuleggja árás á Bandaríkin, að
sögn US News and World Report.
Utanríkisráðuneytið í London
sagði í gær að ekkert væri hæft í
frétt um að Powell og Jack Straw,
utanríkisráðherra Bretlands, hefðu
látið í ljósi efasemdir um yfirlýs-
ingar bandarískra og breskra
stjórnvalda um vopnaeign Íraka á
fundi í New York skömmu áður en
Powell flutti ræðuna.
Sunnudagur
1. júní 2003
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.281 Innlit 17.058 Flettingar 77.789 Heimild: Samræmd vefmæling
Félagsþjónusta A—Hún auglýsir eftir
fólki í eftirtalin störf:
Félagsmálastjóri
A-Hún.
Við erum að leita að félagsráðgjafa eða ein-
staklingi með sambærilega menntun, í 100%
stöðu félagsmálastjóra. Félagsmálastjóri hefur
sér til fulltingis verkefnastjóra í 50% stöðugildi.
Stöðunni fylgir rekstarleg ábyrgð, gerð ár-
sáætlana, mannaforráð (10 stöðugildi), öll dag-
leg umsýsla, ábyrgð á flestum þeim málaflokk-
um sem einkenna hefðbundna félagsþjónustu
auk barnaverndar. Einnig er félagsmálastjóri
yfirmaður í málefnum fatlaðra í samræmi við
byggðasamlagssamning við félagsmálaráðu-
neytið. Þetta er spennandi verkefni þar sem
frumkvöðlastarf í mótun þjónustu við fatlaða
á sér stað.
Laun eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga
Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra
félagsráðgjafa.
Nánari upplýsingar veitir Hannes Jónas
Eðvarðsson, félagmálastjóri, sími 863 5013,
felahun@simnet.is
Forstöðuþroskaþjálfi
— Blönduósi
Við leitum að áhugasömum þroskaþjálfa til
að taka að sér spennandi og gefandi starf á
sambýli fatlaðra á Blönduósi.
Um er að ræða 100% stöðu forstöðuþroska-
þjálfa. Forstöðuþroskaþjálfi ber ábyrgð á rekst-
ri stofnunarinnar, starfsmannahaldi og öllu
faglegu starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Þroska-
þjálfafélags Íslands við sveitarfélögin.
Nánari upplýsingar veita Kristín Jóna Sigurð-
ardóttir, s. 452 4960, netfang mfbl@simnet.is
og Hannes Eðvarðsson, s. 863 5013, netfang
felahun@simnet.is .
Umsóknarfrestur í báðar stöðurnar er til 1. júlí
2003 og er æskilegt að umsækjendur geti hafið
störf sem fyrst.
Landfræðilega markast þjónustusvæðið af
Austur-Húnavatnssýslu. Byggðakjarnarnir eru
tveir, Blönduós og Skagaströnd, en saman-
lagður íbúafjöldi sýslunnar er um 2.200 ein-
staklingar. Hér er kjörið að vera fyrir fjölskyldu-
fólk, góðir skólar og leikskólar, sem hafa fram-
sækna og metnaðarfulla námsskrá. Aðstaða
til íþróttaiðkunnar er til fyrirmyndar og hesta-
mennskan er í hávegum höfð.
Umsóknir skulu sendar til Félagsþjónustu
A-Hún., Flúðabakka 2, 540 Blönduósi.
!
!
"
#
!
$
% %
!
&'
&
!(()*)+,),
-
$ $ !(()*)+,).
/
0*123 -%
$ 4
5 !(()*)+,)1
(% 6%
$ 4
5 !(()*)+,)7
!
!
5' 5 !(()*)+,)8
$
! 594 -
5 !(()*)+,)+
- % $ 5
$
!(()*)+,):
$
;
-
5 !(()*)+,)*
!
%
-
5 !(()*)+,)<
!
6
&
!(()*)+)1,
&
=
&
&
!(()*)+)1*
%
6
5 !(()*)+)1<
!%
>
5 !(()*)+)1:
!%
%
-
%
4
&
!(()*)+)7:
9
=
4
4 !(()*)+)7)
=
?
?
!(()*)+)18
; @
> 5 !(()*)+)7<
/
%
-
5 !(()*)+)8.
(
%
A
'@ 5 !(()*)+)1.
;
" ! !(()*)+)1)
!
!
$
$
!(()*)+)7*
$
% %
$
%
A
5 !(()*)+)8+
!%
'
4 4 !(()*)+)8*
A
%
4 4 !(()*)+)8<
!
5 !(()*)+)8:
-
%
$4 5 !(()*)+)78
9
$
;
&
?
!(()*)+)8,
!
$
$4 5 !(()*)+)8)
=
- -
!(()*)+)71
&
%
$
$4 5 !(()*)+)77
5 BB
!
6 !
%;% !(()*)+)7+
BB
!
6 !
%;% !(()*)+)7.
A
5 !(()*)+)81
- %
5 !(()*)+)7,
$
%
A;% A;% !(()*)+)11
!%
(
5 5 !(()*)+)87
$
$ $ C$ !(()*)+)88
&
!
D
D !(()*)+,))
!%
5 !(()*)+,,)
Reynslumiklir sölumenn
Alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki vantar reynslumikla
sölumenn með góð tengsl innan íslenskra fyrir-
tækja. Metnaður, áræði, lífsgleði og dugnaður
skilyrði. Mjög góð laun.
Svar sendist til: petur@img-global.com, fyrir
6. júní.
Hársnyrtisveinn
Þurfum að bæta í hópinnn. Óskum eftir met-
naðarfullum hársnyrtisvein til starfa.
Upplýsingar í síma 552 7170.
Skrifstofustarf!
Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu hálf-
an eða allan daginn.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í Tok+
eða Axaptabókhaldi og tollkerfi. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast til augldeildar Mbl.
merktar: „B — 13744“ eigi síðar en 3. júní nk.
Forboðin efni og
„fagrir“ líkamar
Margt bendir til að það séu ekki aðeins íþróttamenn
sem neyta ólöglegra lyfja heldur sé langstærstur hluti
þeirra hinn almenni borgari sem vill „fegra“ líkama
sinn. Hildur Einarsdóttir kynnti sér notkun þessara efna
en aukaverkanir þeirra geta verið mjög alvarlegar. / 8
Franskir dagar
Vilt þú vinna ferð til Frakklands fyrir tvo?
Komdu í Kringluna á Franska daga, svaraðu einni laufléttri spurningu á þátttökuseðli,
settu í lukkupottinn og þú átt möguleika á að vinna ferð til Parísar fyrir tvo með Terra Nova Sól.
Dagskrá í dag:
• Reynir Jónasson leikur á harmonikku kl. 14.00 - 16.00
• Stanislas Bohic, franskur garðarkitekt, veitir ókeypis
ráðgjöf kl. 13.00 - 17.00
• Pétur Antonsson teiknar andlitsmyndir af gestum
í göngugötu kl. 15.00 -17.00 – Verð aðeins 500 kr.
• Jean Posocco, listamaður, sýnir verk sín kl. 13.00 - 17.00
Kynningar:
• Charente-Maritime – hérað við sólríka Atlantshafsströnd Frakklands
• Franskt baguette og croissants
• Sothys snyrtivörur
• Lancôme snyrtivörur
• Bílar frá Citroën, Renault og Peugeot
• 15% afsláttur í Du Pareil au même (frönsku búðinni) á Frönskum dögum
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
KR
I
21
25
8
06
/2
00
3
Opið í dag frá kl. 13 - 17
ferðalögVínsmökkun í VolkachsælkerarApótekiðbörnSjómannsins ástir og ævintýr
Í leit að tilgangi lífsins
Hinn nýi veruleiki Nicelands
Ljúf og upplífg-
andi ástarsaga
í stað hins
botnslausa
ömurleika.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
1. júní 2003
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 49
Listir 28/31 Myndasögur 50
Forystugrein 32 Bréf 50
Reykjavíkurbréf 32 Dagbók 52/53
Skoðun 34/35 Krossgáta 54
Umræðan 36/38 Fólk 56/61
Kirkjustarf 39 Bíó 58/61
Þjónusta 41 Sjónvarp 62
Minningar 42/48 Veður 63
* * *
„SAMTÖK atvinnulífsins (SA) vilja efla Sam-
keppnisstofnun til góðra verka og þau hafa stutt
breytingar sem gera stofnuninni betur kleift að
vinna gegn ólögmætu samráði fyrirtækja. Gagn-
rýni SA snýr á hinn bóginn að skipulagi sam-
keppnismála sem þau telja vera óskilvirkt og
þunglamalegt. Eins telja samtökin það ekki vera
hlutverk Samkepnisstofnunar að stýra uppbygg-
ingu atvinnulífsins.“
Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA,
vegna ummæla Georgs Ólafssonar, forstjóra Sam-
keppnisstofnunar, í ársskýrslu stofnunarinnar,
sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Hann
minnir á að stærð ein og sér feli ekki í sér afbrot
heldur sé það misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Þá segir Ari það vera grundvallarmisskilning að
halda því fram að samstaða sé í atvinnulífinu um
að veikja samkeppnislögin. „Það er samstaða um
það í atvinnulífinu að bæta samkeppnislögin og
gera þau skilvirkari og efla Samkeppnisstofnun til
þeirra verka þar sem munar um hennar innlegg en
það er fyrst og fremst að berjast gegn ólögmætri
framgöngu á markaðinum og samkeppnishaml-
andi aðgerðum.“
Skilningsleysi á eðli markaðarins
Ari segist reyndar líta á það sem staðreynd að
Samkeppnisstofnun geti ekki stýrt uppbyggingu
atvinnulífsins. „Það er þá misskilningur embættis-
manna að halda að opinbert embætti geti teiknað
það upp hvort á tilteknu sviði starfi eitt fyrirtæki,
tvö eða tuttugu. Við teljum að í þeirri nálgun for-
svarsmanna Samkeppnisstofnunar birtist algert
skilningsleysi á eðli markaðarins.“
Ari nefnir sem dæmi afstöðu Samkeppnisstofn-
unar eins og hún birtist gagnvart hugmyndum um
sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka á sín-
um tíma. „Með baráttu gegn hagræðingu í at-
vinnulífinu er verið að vinna tjón á lífskjörum al-
mennings og í ljósi þess sem síðar hefur gerst má
alveg velta því fyrir sér hvað það tákni að sameina
fyrirtæki; ef fyrirtæki ræður til sín alla starfs-
menn annars fyrirtækis – hvað gerir Samkeppn-
isstofnun þá? Og ekkert geta menn gert gegn innri
vexti fyrirtækja þannig að þessi áhersla á að koma
í veg fyrir sameiningu fyrirtækja í alþjóðlegri
samkeppni er í raun afar hjákátleg.
Reynslan hefur líka sýnt að spádómar Sam-
keppnisstofnunar um framvinduna á markaðinum
á ákveðnum sviðum, sem hún hefur haft til um-
fjöllunar, hafa ekki náð fram að ganga. Þar hefur
ekki staðið steinn yfir steini. Ef menn halda að
þeir geti á frjálsum markaði stýrt því hvort fyr-
irtækin verði fleiri eða færri eða hvernig mál æxl-
ast í síkviku umhverfi eru þeir einfaldlega haldnir
alvarlegum misskilningi um stöðu sína og getu til
þess að hafa áhrif á umhverfi sitt,“ segir Ari.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, um Samkeppnisstofnun
Á ekki og getur ekki stýrt
uppbyggingu atvinnulífsins
SÖGUSÝNINGIN Dagur í lífi Reyk-
víkinga – sjötti áratugurinn verður
opnuð í dag, sunnudag, kl. 14 í
Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Sýn-
ingin er prófverkefni 21 nemanda í
námskeiðinu Miðlun sögu í sagn-
fræðiskor Háskóla Íslands, en nem-
endur settu hana upp í samvinnu
við Árbæjarsafn og mun þetta vera
fyrsta samstarfsverkefni HÍ og Ár-
bæjarsafns af þessum toga.
Á sýningunni er fylgst með sex
Reykvíkingum á ólíkum aldri í
amstri hversdagsins á árunum
1950–1960 og dvalist við iðju þeirra
einn tiltekinn dag auk þess sem litið
er inn á heimili sex manna fjöl-
skyldu í bænum 2. september árið
1958.
„Þetta er tilraunastarf og við
ákváðum að taka skrefið til fulls.
Prófverkefni rykfalla venjulega í
formi ritgerða eða prófúrlausna en
það á ekki við hér,“ segir Eggert
Þór Bernharðsson, aðjúnkt í sagn-
fræði, sem kenndi á námskeiðinu.
„Við erum endalaust að þjálfa
fólk í að skrifa og rannsaka söguna
en núna reynum við einnig að þróa
annars konar framsetningu í bland
við ritaðan texta. Þessi sýning er
áfangi á þeirri leið og skrefið er að
því leytinu tekið til fulls að þarna
birtist það almenningi og prófverk-
efnið er bókstaflega lagt í dóm
hans. Hið sérstaka við þessa sýn-
ingu er að þetta er nútímasaga, síð-
ari hluti 20. aldarinnar, og sýn-
ingar sem taka til þess tíma eru
mjög sjaldgæfar á íslenskum söfn-
um.“
Eggert segir námskeiðið hafa
snúist algerlega um þessa sýningu
og nemendur sjálfir hafi þróað hug-
myndina. „Ég samdi við Árbæjar-
safn og þar tóku menn mjög vel í
hugmyndina og við komumst að
þeirri niðurstöðu að gera sýningu
um daglegt líf í Reykjavík á sjötta
áratugnum. Síðan var það nemend-
anna að finna út úr því hvernig
hægt væri að þróa hugmyndina og
vinna hana,“ segir Eggert og tekur
fram að nemendurnir hafi sett sýn-
inguna upp og unnið hana frá upp-
hafi til enda og það hafi reynst mik-
ið verk. „Þeir hafa staðið sig mjög
vel, en ég held að það hafi komið
mörgum á óvart hversu mikil vinna
þetta reyndist vera. Að endurskapa
heimili frá þessum tíma er snúið
verk; eitt er að útvega munina en
annað að láta þá mynda samstæða
heild eins og það sé fjölskylda sem
þarna búi.“
Samstarf sem gagnast vel
Eggert segir sagnfræðiskor hafa
ákveðið í fyrra að taka upp svokall-
aða miðlunarbraut, línu sem þeir
sem taka sagnfræði til 90 eininga
geti valið sér.
„Það er alveg nýtt og það verður
áfram boðið upp á námskeið á
þeirri línu en síðan er þetta spurn-
ing um samstarfsaðila og hvort þeir
fást. Ég held að þessi sýning lofi
mjög góðu og ég vona að við mun-
um eiga samstarf við söfnin í land-
inu í framtíðinni. Sýning sem þessi
er í raun öllum í hag, okkar fólk
fær þjálfun á nýju sviði og Árbæj-
arsafn kemst með þessu í samband
við ungt fólk sem hefur í senn
margar hugmyndir og kraft til að
framkvæma þær,“ segir Eggert.
Verkefni nema við HÍ jafnframt sögusýning í Árbæjarsafni
Reykvíkingar á
sjötta áratugnum
Morgunblaðið/Kristinn
Litið er inn á dæmigert heimili sex manna fjölskyldu í Reykjavík 2. september árið 1958.
Skólastofa á sjötta áratugnum.
APPLE Computer hefur kært
Aco-Tæknival til úrskurðar-
nefndar léna vegna notkunar á
léninu apple.is. Að sögn Hró-
bjarts Jónatanssonar, lögmanns
Apple Computer, snýst málið
um það að Aco-Tæknival skráði
umrætt lén þegar Aco og síðar
Aco-Tæknival hafði dreifingar-
samning við Apple Computer.
Þeim samningum var sagt
upp í mars síðastliðnum af hálfu
Apple og er nú kominn nýr
dreifingaraðili fyrir Apple á Ís-
landi. Í samræmi við þá samn-
inga sem giltu á milli Aco-
Tæknivals og Apple er öll notk-
un Aco-Tæknivals á vöru-
merkjaréttindum og höfundar-
réttindum Apple Computer háð
því að í gildi sé samningur.
„Það eru mjög skýr ákvæði í
þessum samningum sem gera
Aco skylt að láta af allri notkun
á vörumerkjaréttindum Apple
þegar þeim samningum hefur
verið slitið,“ segir Hróbjartur
og bendir á að í framhaldi af
þessari uppsögn hafi verið vísað
til viðeigandi samningsákvæða
og skorað á Aco-Tæknival að
láta af allri notkun á vöru-
merkjaréttindum Apple.
Ekki orðið við kröfum
Hann leggur áherslu á að
ekki hafi verið orðið við þeim
kröfum sem Aco-Tæknivali sé
skylt að gera. Lögfræðideild
Apple í Evrópu sendi sérstakt
bréf, þar sem eindregið var ósk-
að eftir því að Aco-Tæknival léti
af þessari ólögmætu notkun, og
í kjölfarið svaraði Aco-Tæknival
að fyrirtækið myndi nota lénið
áfram. Hróbjartur segir að þeg-
ar það hafi verið orðið ljóst að
ekki var ætlunin að virða vöru-
merkjaréttindi Apple Comput-
er hafi fyrirtækið brugðið á það
ráð að fara fram á umskráningu
lénsins af nafni Aco-Tæknivals
yfir á nafn núverandi dreifing-
araðila.
„Það er alveg klárt að rétthafi
vörumerkisins á auðvitað allan
rétt á því að ákveða með hvaða
hætti lénið með vörumerkja-
heitinu er skráð, þannig að Aco
hefur í rauninni enga heimild til
notkunar á þessu léni,“ segir
Hróbjartur. Hann á von á því að
úrskurðarnefndin taki málið
fyrir á næstu dögum.
Notkun
á léninu
apple.is
kærð