Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „DANSINN hjálpaði mér að kom- ast út úr huganum og hvíla í lík- amanum. Ég hætti að hugsa um hvað dansarnir þýddu, hvað hinir voru að gera og að fylgjast með sjálfri mér, leyfði mér að vera ég sjálf og fylgja rythmanum innra með mér.“ Þetta er haft eftir konu sem sótti námskeið hjá Faridu Sharan, en hún er væntanleg til Íslands í næstu viku til að kenna Íslendingum að nýta sér dansinn sem tæki til sjálfsræktar og að gefa okkur innsýn í það sem augun, spegill sálarinnar, segja okkur um heilsufarið. Krabbameinið sem opnaði nýjar dyr Farida greindist með brjósta- krabbamein á þrítugsaldri. Lækn- irinn sagði henni að ástandið þyldi enga bið. Hún þyrfti að undibúa sig undir aðgerð tafarlaust. Farida hljóp út af sjúkrahúsinu, pakkaði niður svefnpokum fyrir sig og börnin og hélt til fjalla. Þar dvaldi hún sum- arlangt og leitaði leiða til að hreinsa og heila líkama og sál með nátt- úrulegum aðferðum og læknaði sig – æxlið hvarf. Farida fór eftir þetta að kynna sér meira um óhefðbundnar lækningar og menntaði sig í grasalækningum og lithimnugreiningu. Hún stundar jóga og fer reglulega í endurhæfingu til Indlands og Puerto Rico á Ann Wig- more Center, sem sérhæfir sig í hrá- fæði og hreinsun. Hún nýtur virð- ingar um allan heim fyrir leiðandi hlutverk sitt í lithimnufræðum og náttúrulækningum. Að vera lifandi fordæmi „Nærvera Faridu gerir það að verkum að það sem við upplifum er raunverulegra. Ég hafði jafn mikla ánægju af návist hennar og af dans- inum. Hún lifir það sem hún kennir og hefur smitandi lífssýn. Ég hef ver- ið að berjast við kvíða í mörg ár og finnst ég hafa lært á þessum tíma með henni að sleppa því sem ég hef verið að burðast með úr fortíðinni og lært að hafa gaman af verkefnum lífs- ins.“ Bev. Wyoming. Farida orðar þetta mjög fallega: „Fyrst höfum við sýn á það hvert við viljum stefna. Síðan verðum við að berjast við heiminn til að láta hana verða að veruleika með staðfestu okk- ar og því verði sem við greiðum fyrir með orku, tíma, peningum og fylgni. Um leið og við græðum okkur sjálf förum við að græða aðra. Að lokum erum við einfaldlega sannir kennarar, lifandi fordæmi og leiðsögumenn fyr- ir aðra í sannleika lífsins, uppspretta visku og þjónn ástarinnar.“ Dansað í höndum Guðs Á helgarnámskeiðinu „Dansað í höndum Guðs“, ætlar Farida að fara með okkur í gegn um dans umbreyt- ingarinnar. Það er ekki ætlast til að við kunnum að dansa eða séum sér- staklega ófeimin. Við dönsum með lokuð augun og Farida leiðir okkur í gegnum hvert elementið eða frum- aflið á fætur öðru þar sem við kynn- umst kröftunum sem búa innra með okkur, losum um spennu og fyr- irstöður og höfum svo í höndunum tæki sem við getum nýtt okkur í lífi og leik. Dansinn sem hún kennir tengist frumorkuhreyfingum alheimsins og þátttakendur fá tækifæri til þess að kanna þessar orkuhreyfingar innra með sjálfum sér og geta svo nýtt þær til að bæta daglegt líf og heilsu sína. Við notum þessar orkuhreyfingar alla daga og Farida heldur því fram að þegar við verðum meðvituð um þær verði líf okkar dans í stað þess að vera barátta. Lithimnugreining Lithimnugreining eins og Farida Sharan, náttúrulæknir og skólastjóri Náttúrulækningaskólans í Boulder, Colorado kennir hana, greinir orku- hreyfingar alheimsins bæði í lithimnu augans og í jógafræðunum. „Það er heillandi hvernig heimurinn sýnir okkur svörin ef við bara lítum í kring um okkur,“ segir Farida, sem hefur heimsótt Ísland fjórum sinnum áður til að halda fyrirlestra um nátt- úrulækningar og tíðahvörf og til að leiða þjálfun í lithimnugreiningu og náttúrulækningum fyrir 22 íslenska nemendur. Þú gætir hafa séð hana í sjónvarpinu að tala um lithimnu- greiningu og jurtirnar sem vaxa allt í kring um okkur, eins og lítillátur fíf- illinn, sem gerir svo mikið fyrir lifrina og blóðið. Farida er hafsjór af þekkingu um jurtalækningar og leiðir til að hreinsa líkamann og styrkja ónæmiskerfið. Hún er þekkt fyrir uppskriftir að jurtaböðum og -drykkjum sem eiga að koma jafnvægi á sýrustig líkamans þannig að hann sé bústaður fyrir já- kvæða gerlaflóru og verðugt heimili fyrir heilbrigða sál. Hún skrifaði bók- ina „Herbs of grace“ eða Náðarjurtir sem hefur notið mikilla vinsælda. Námskeið og fyrirlestrar í Gerðubergi Hún ætlar að halda fjögur nám- skeið og tvo fyrirlestra í Gerðubergi dagana 10.–15. júní. Aðalnámskeiðið sem tekur heila helgi (14.–15. júní) er umbreytingardansnámskeið. Auk þess heldur hún kvöldnámskeið í jurtalækningum fyrir börn (11. júní), hálfsdagsnámskeið þann 12. júní, sem hún kallar Mystic yoga, og dags- námskeið þann 13. júní í innra jafn- vægi, jurtalækningum og lithimnu- greiningu. Farida verður auk námskeiðanna með fyrirlestra í Gerðubergi um „Skapandi tíðahvörf“ (þann 10. júní) og fyrirlestur sem fjallar um sjálfs- rækt, umhyggju fyrir sjálfum sér og leiðir til að sinna heilsunni (12. júní). Fyrirlestrarnir hefjast kl. 19.30. Dansað í höndum guðs Eftir Guðrúnu Arnalds Höfundur er hómópati, nuddari og leiðbeinandi í líföndun. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Nýtt á skrá: Til sölu/leigu samtals 1.000 fm tveir eignahlutar 706 fm á tveimur hæðum, innréttaðir sem aðgerða- og læknastofur. Einnig 294 fm á annarri hæð, innréttaðir fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. Mjög góð staðsetning, mjög góð aðkoma. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Snorrabraut - glæsileg Vorum að fá í einkasölu glæsilega 90 fm íbúð á 7. hæð í lyfthúsi. Íbúðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Stórglæsilegt út- sýni. Sérstaklega fallega innréttuð íbúð. Hringbraut - mjög fallegt Vor- um að fá í einkasölu mjög fallegt 147 fm parhús auk 41 fm bílskúrs. Húsið skipt- ist m.a. í tvær samliggjandi stofur og fjögur herbergi. Húsið hefur verið mikið standsett. V. 19,5 m. 3077 Safamýri - útleiga Vorum að fá í sölu mjög fallega 147 fm neðri sérhæð í 4-býli. 26 fm bílskúr fylgir. Hæðin skipt- ist m.a. í tvær stofur og 3-4 herbergi. Inn af forstofu er herbergi og snyrting sem gæti hentað til útleigu. V. 21,8 m. 3180 Leifsgata - stór og skemmti- leg Höfum fengið í einkasölu mjög góða 167 fm íbúð í 3-býli í miðborginni. Íbúðinni tilheyrir 32 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og sex her- bergi, þar af eru tvö stór herbergi í risi sem gætu nýst sem vinnuaðstaða. Þvottahús og geymsa er inni í íbúðinni. Þrennar svalir. Íbúðin er laus 1. júlí. Þeir sem óska eftir að skoða íbúðina hringi í Kristínu í síma 862 0207. V. 20,5 m. 3141 Safamýri - bílskúr Vorum að fá í einkasölu mjög fallega og bjarta 100 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Íbúðinni fylgir 21 fm bílskúr. Yfirbyggðar flísalagðar svalir með hita í gólfi. V. 14,3 m. 3293     Flúðasel Vorum að fá í sölu fallega 4ra-5 herb. 116 fm íbúð á 2. hæð í ný- lega standsettu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stórt hol, stofu, borðstofu og 3-4 herbergi. Yfirbyggðar svalir. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. V. 13,9 m. 3054 Engjasel - m. sólstofu. 5 her- bergja endaíbúð með frábæru útsýni (Rjúpnahæð, Reykjanesskaginn, Álfta- nes, Kópavogur, allur Snæfellsnesfjall- garðurinn og að Akrafjalli) ásamt stæði í bílag. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, nýja sólstofu, eldhús, 3 svefnherb., fataherb. og baðherb. Nýlega er búið að sandsetja húsið allt að utan á mynd- arlegan hátt. V. 15,3 m. 3377 Starengi - glæsileg Glæsileg 84 fm íbúð á jarðhæð í fallegu nýlegu húsi. Vandaðar innréttingar. Sérinngangur. Hellulögð verönd. Lokaður garður með leiktækjum. V. 12,2 m. 3048 Gautland 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Gautland í Fossvoginum í Reykjavík. Eignin skiptist í rúmgott hol, eldhús, tvö herbergi, stofu og baðher- bergi. Til stendur að gera við blokkina að utan og greiðir seljandi fyrir þá fram- kvæmd. V. 12,3 m. 3371 Hjaltabakki Góð 86 fm 3ja her- bergja íbúð á efstu hæð (3. hæð) í blokk sem er nýtekin í gegn að utan. Eignin skiptist m.a. í tvö rúmgóð herbergi, baðherbergi, stofu/borðstofu og eld- hús. V. 10,9 m. 3380 Iðufell - m. sólstofu 3ja her- bergja íbúð sem skiptist í hol, stofu, baðherbergi, eldhús og tvö svefnher- bergi auk sólstofu sem eru yfirbyggðar svalir. V. 9,5 m. 3308 Hringbraut - með útleig Mjög falleg 2ja herbergja íbúð ásamt auka- herbergi (forstofuherbergi) á efstu hæð með glæsilegu útsýni. Eignin skiptist m.a. í gang, eldhús, stofu, svefnloft og baðherbergi. Forstofuherbergi með sér- baðherbergisaðstöðu sem er í útleigu. Gott svefnloft. V. 9,5 m. 3216 Barðavogur - laus Snyrtileg og björt u.þ.b. 47 fm 2ja herbergja íbúð til vinstri á 1. hæð (jarðh.) í þríbýlishúsi. Íb. fylgir 14 fm geymsla. Stór og gróin lóð á frábærum stað. Áhvílandi ca 5,4 m. húsbréf og viðb.lán. V. 7,5 m. 3360 Skúlagata - til leigu Til leigu 120 fm 4ra herbergja íbúð í glæsilegu ný- legu lyftuhúsi. Mikið útsýni. Suðursvalir. Leigutími tvö ár. Sex mánuðir fyrirfram. Íbúðin er laus nú þegar. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali á skrifstofu Eignamiðlunar.        Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Kiðjaberg - Grímsnesi Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Fallegur, fullbúinn 55 fm sumarbú- staður ásamt rislofti á frábærum stað í landi húsasmíðameistara í Kiðja- bergi, Grímsnesi. Um að ræða vand- að hús sem staðsett er á fallegum út- sýnisstað, þar sem Hvítáin blasir við og falleg fjallasýn. Vel innréttað hús með rennandi vatni, rafmagni, parketi á gólfum og fallegum innréttingum. Stór og mikil verönd með skjólveggjum. Aðeins 45 mín akstur frá Reykjavík. Upplýsingar í dag gefur Jón í 690 0505. Miðfellsland - Þingvallavatn Vorum að fá í sölu fullbúinn 10 ára gamlan 51 fm sumarbústað á Sand- skeiði í landi Miðfells. Um er að ræða fullbúið og vandað hús á einni hæð með 3 svefnherbergjum, baði, eld- húsi og stofu. Tveir inngangar og góð verönd. Mikið útsýni yfir Þingvalla- vatn, Hengilinn og Grafningsfjöll. Raf- magn og rennandi vatn úr einkabor- holu við hlið hússins. Gott útihús við hliðina. Aðeins 45 mín akstur frá Reykjavík. Húsið stendur á 1/2 hektara eignarlandi. Verð 7,5 millj. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 VIÐSKIPTI mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.