Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ ER frekar
dapurt í augna-
blikinu. Við er-
um að reyna við
kolmunnann
þessa dagana og
erum í rólegum
gír á Rauða
torginu sem
stendur,“ sagði
Þorsteinn
Kristjánsson, skipstjóri og aflakló á
Hólmaborginni SU 11, þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum eitt kvöld-
ið í vikunni þar sem hann stóð enn
eina vaktina í brúnni sinni. Eftir að
færeyska rannsóknaskipið Magnus
Heinason fann töluvert af norsk-
íslensku síldinni um miðja síðustu
viku rétt norðan færeysku lögsög-
unnar og austan þeirrar íslensku var
Hólmaborgin frá Eskifirði auðvitað
fyrst á miðin og náði þá 900 tonnum
af síld. „Svo bara fundum við ekki
meiri síld þannig að við snerum okkur
að kolmunnanum. Síðustu tveir dagar
hafa verið þokkalegir, en nú er eitt-
hvað lítið um að vera. Þetta er eins og
hver annar veiðiskapur. Það gengur
bæði upp og niður í þessum bransa.“
Auk Hólmaborgarinnar voru sex
önnur skip á kolmunnamiðunum á
Rauða torginu svonefnda í vikunni.
Rauða torgið, sem er um 10 til 80 sjó-
mílur austur af Gerpi, er orðið frægt í
huga sjómanna því þar fannst síldin
alltaf í gamla daga, en eins og menn
vita hefur Rússland verið helsti síld-
armarkaður Íslendinga til þessa og
vísar nafngift miðanna í aðaltorg
Moskvuborgar.
Hátíð á heimaslóðum
Nóta- og togveiðiskipið Hólma-
borgin SU er eitt af flaggskipum
Eskju hf., sem áður hét Hraðfrysti-
hús Eskifjarðar hf., og stundar alfar-
ið uppsjávarveiðar, það er loðnu-,
síld- og kolmunnaveiðar. Öllu hráefni
er landað í bræðslu á Eskifirði. Þegar
rætt var við Þorstein fyrr í vikunni
gerði hann ráð fyrir að koma til
heimahafnar með skip sitt og áhöfn
vel í tíma fyrir sjómannadaginn því
venjan væri sú að halda upp á þennan
hátíðisdag sjómanna í landi með
pomp og prakt. Í sjómannasamn-
ingum er kveðið á um að sjómenn eigi
að fá 72 klukkustunda frí í tengslum
við sjómannadaginn. Þar af eiga 48
tímar að vera frá hádegi á laugardegi
til hádegis á mánudegi.
„Allflestir byrja sjómannadaginn á
því að fara til kirkju. Við förum síðan
með bæjarbúa í hópsiglingu klukkan
13.00 og eru skipin okkar þá fánum
prýdd. Svo er margt sér til gamans
gert það sem eftir lifir dags auk þess
sem boðið er upp á sjómannadags-
kaffi og sjómannadagsball fyrir þá
sem nenna að tjútta fram á nótt. Við
stefnum svo að því að halda á miðin á
ný upp úr hádegi á mánudag og kom-
um til með að reyna við síldina á ný.“
Kærasta úr næsta firði
Þorsteinn, sem er á 53. aldursári,
er alinn upp á Norðfirði, en segist
ekkert endilega vera af sjómannsfólki
kominn sé afinn undanskilinn. „Pabbi
minn var rafvirki og í æsku hafði ég
sjálfur þau framtíðarplön að gerast
óbreyttur sjómaður. Áætlanir mínar
náðu ekki á þeim árum upp í skip-
stjórann, en svo æxluðust hlutirnir
bara svona, eins og gengur.“
Eftir tveggja vetra nám við Sjó-
mannaskólann í Reykjavík stóð Þor-
steinn uppi með próf til skipstjórnar
á fiskiskipi og kærustu úr næsta firði
sem hann hafði kynnst á námsárum
sínum í Reykjavík. Eiginkonan til-
vonandi var Björk Aðalsteinsdóttir
frá Eskifirði, dóttir Aðalsteins Jóns-
sonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar, eða Alla ríka, eins og hann er
nefndur í daglegu tali, en þá var hún í
handavinnudeild gamla Kennaraskól-
ans. Skömmu eftir útskriftina eða í
ársbyrjun 1973 var Þorsteinn sendur
sem annar stýrimaður til að sækja
raðsmíðaskipið Bjart NK til Japans,
en þá hafði hann verið háseti á öðru
skipi Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, Barðanum NK, í sumarfríum
enda Nobbari í húð og hár, eins og
Norðfirðingar gjarnan kalla sig. Eftir
að Bjartur kom til heimahafnar 2.
mars 1973 var Þorsteinn afleysinga-
stýrimaður á nýja skipinu um sum-
arið og flutti sig svo alfarið yfir á
Eskifjörð um haustið, þá 23 ára gam-
all, og fór að vinna fyrir tengdaföður
sinn, Alla ríka. „Fyrst í stað gerðist
ég annar stýrimaður á Hólmanesi SU
og þremur árum síðar varð ég skip-
stjóri á Hólmatindi SU. Árið 1978
keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar svo
Jón Kjartansson SU, sem ég tók að
mér skipstjórn á í um tíu ár eða svo.
Að þeim tíma liðnum fór ég að vinna í
landi með tengdaföður mínum, ýmist
á kontórnum eða á síldarplani, sem
hér var.“
„Um 1990 gerðist ég svo skipstjóri
á nýjasta skipi félagsins, Hólmaborg-
inni SU, og stend þar enn í brúnni. Þá
voru erfiðir tímar og þröngt í búi hjá
fyrirtækinu og það varð að grípa til
ráðstafana til að snúa þeirri öf-
ugþróun við enda vorum við næstum
því búnir að missa skipið frá okkur.
Við þurftum að draga saman seglin,
minnka mannahald í landi og ég þótti
svo auk þess ágætlega hæfur til þess
Skipstjórinn og aflaklóin
Þorsteinn Kristjánsson á
Hólmaborginni SU hefur
átt farsælan feril sem slíkur
og segist ætla að halda sig
eitthvað lengur við sjó-
mennskuna, sem hann tel-
ur að eigi mun betur við sig
en störf í landi. Hann hafn-
aði boði tengdaföður síns,
Alla ríka, um að gerast
„krónprins“ fyrirtækisins
og því var uppeldisson-
urinn Elfar Aðalsteinsson
kallaður til í ársbyrjun
2001. Jóhanna Ingvars-
dóttir truflaði „karlinn í
brúnni“ við kolmunnaleit
eitt kvöldið í vikunni.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri og áhöfn hans á Hólmaborg SU fengu góðar móttökur og veglega tertu þegar skipið
kom til hafnar á Eskifirði í desember síðastliðnum í tilefni Íslandsmets í aflabrögðum; 93 þúsund tonna afli á einu ári.
Aflaskipið Hólmaborg SU hefur slegið hvert aflametið á fætur öðru. Sumir hafa nefnt skipið „Gullborgina“ vegna þess hve fengsælt það hefur verið.
Í rólegum gír
á Rauða torginu