Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 43 Vegna mistaka í vinnslu blaðsins birt- um við þessar minn- ingargreinar aftur. Hlutaðeigendur og að- standendur Sighvatar eru beðnir afsökunar á mistökun- um. Kveðja frá starfsfólki og bílstjórum Nýju sendibílastöðvarinnar Látinn er félagi okkar Sighvatur Jóhannsson, langt um aldur fram, sem starfað hefur með okkur um árabil hér á Nýju sendibílastöðinni. Skilur hann eftir sig stórt skarð í okkar hópi. Hann var traustur fé- lagi, og var vel liðinn af viðskipta- vinum okkar sem og starfsfélögum. Sighvatur var hraustmenni mikið og verklaginn, hann var skapmaður en fór vel með það. Við sjáum nú á bak góðum félaga og sendum fjölskyldu og ættingjum hans samúðarkveðjur. Að standa frammi fyrir því að kveðja vin langt um aldur fram er erfitt. Að eftir áratuga löng og far- sæl kynni skuli allt í einu klippt á samskiptin fyrirvaralaust. Mann setur hljóðan og um stund skilur maður alls ekki tilganginn með öllu þessu brölti. Sighvat vin minn kveð ég eftir rúmlega 40 ára kynni. Við kynnt- umst hjá Grænmetisverslun land- búnaðarins sem þá var við Sölv- hólsgötu í Reykjavík. Hjá því fyrirtæki störfuðum við saman í 23 ár, eða þar til Grænmetisverslunin var lögð niður. Tókust strax með okkur góð kynni og mikil vinátta sem hélst allt til þessa dags að ég nú sé á eftir mínum besta vini. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn í gegnum ótal minningabrot. Minn- ingar um samskipti, ævintýri, við- skipti, gleðskap og einlæga vináttu sem aldrei bar skugga á. Ýmislegt var brallað, enda lífið skemmtilegt þó oft væri lífsbaráttan hörð. En við brostum framan í lífið, við vor- um ungir menn og áttum framtíð- ina fyrir okkur. Stofnuðum heimili á svipuðum tíma og jafnvel blessuð börnin komu á svipuðum tíma. Þessi tími er og verður alltaf sveip- aður vissum ljóma enda margt brallað þau árin og næstu áratug- ina þar á eftir. Til dæmis vorum við með sauðfé og töluvert stórtækir í hestamennsku um tíma, á jörðinni Bæ í Kjós. Konur okkar og síðar börn tóku fullan þátt í þessum æv- intýrum. Þá stunduðum við einnig nokkur bílaviðskipti og leið varla sú vika að við keyptum ekki einhverja bifreið, annaðhvort hálfónýtan jeppa eða hálfónýta vörubíla hjá Sölu varn- arliðseigna. Við hirtum grindurnar undan vörubílunum og seldum til kartöfluframleiðenda fyrir austan fjall. Eins stofnuðum við garð- vinnufyriræki og í aukavinnu tættum við upp kartöflugarða í Reykjavík og nágrannabyggðarlög- um. Fyrirtækið hét því skemmti- SIGHVATUR JÓHANNSSON ✝ Sighvatur Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1946. Hann lést á heimili sínu í Bessa- staðahreppi 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bessastaðakirkju 13. maí. lega nafni „Sponni og Sparði“, en aldrei kom til þess að við ræddum það hvor væri hvað! Af nógu er að taka og ætli við höfum ekki verið með þeim allra fyrstu til að útbúa torfærujeppa á Íslandi þegar við breyttum Willis ’47 og gekk sá undir nafninu „Tungl- bíllinn“, enda menn óvanir að sjá upphækkaða bíla á risadekkjum sem nú þykja svo sjálfsögð á slíka bíla. Um tíma tók ég með Sighvati þátt í grásleppuútgerð frá Álftanesi og um borð voru lögð drög að enn fleiri ævintýrum til að framkvæma í lífsins ólgusjó. Ekki má gleyma öllum ferðunum í Breiðafjörðinn þaðan sem Sig- hvatur er ættaður. Var jafnan farið til eggjatöku og eins voru miklir sauðfjárflutningar á milli eyja og fleira. Að ógleymdum öllum brids- ferðunum austur í sveitir. Einnig var mikið um ferðalög beggja fjölskyldna vestur í Arn- arbæli á Fellsströnd þaðan sem eiginkona Sighvatar er. Eins ferð- irnar allar í Húsafell og reyndar ferðuðumst við saman nánast um allt land, ýmist með eða án fjöl- skyldnanna. Síðustu árin starfaði Sighvatur sem sendibílstjóri við góðan orðstír og þó bílunum fækkaði í greininni hafði Sighvatur alltaf nóg að gera. Sighvatur var fremur stjórnsamur og ákveðinn í allri framgöngu. Þar sem Sighvatur var frekar hávaxinn áttu menn það til að verða hálf- hræddir við hann og því gott að hafa hann í fremstu víglínu þegar eitthvað bjátaði á! Sighvatur var ekki allra og átti til að setja í brýrnar í ef svo bar undir. En vin- átta hans stóð alltaf traustum fót- um. Þeir sem kynntust honum, kynntust traustum og orðheldnum manni sem stóð sína vakt og leysti þau vandamál sem upp komu. Þá var hann léttur í lund. Hann var af- ar laghentur maður og hagur á járn og myndi sjálfsagt flokkast undir þúsundþjalasmið af guðs náð. Sigríði, háöldruðum foreldrum, börnum, ættingjum og öðrum vin- um sendum við Gullý okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég þakka kæra kynning sem knýtti vinabönd og spor þín mun ég móta á minninganna lönd. Of fljótt varð skin að skugga við skiljum ei guðs ráð sem breytir vina vegleið fljótt hann veitir öllum náð. Þitt skap var milt og mótað af móðurlegri hyggð þú vógst á veikum armi þín verk af hjartans dyggð. Og vinum þínum varstu æ vökul lífs um stig en saman aldrei sjáumst hér við syrgjum einatt þig. (Lárus Salómonsson.) Megi algóður guð geyma og blessa minningu Sighvats vinar míns. Við hittumst síðar. Sigurður Hrafn Tryggvason. Elskulegur faðir okkar, sonur, afi og bróðir, ÞÓRIR JÓNSSON, Rauðarárstíg 41, lést af slysförum. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Sigríður Rós Þórisdóttir, Karl Ólsen, Kristófer Þórisson, Unnur Steingrímsdóttir, Jón Kristinsson, Ólafur Karl Karlsson, Hanna Þórunn Axelsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Gústaf Fransson, Ástþrúður Kristín Jónsdóttir. Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, HJÁLMAR GUÐMUNDSSON, Vogatungu 41, Kópavogi, lést föstudaginn 16. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarkort Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Gunnlaugur Hjálmarsson, Guðný Andrésdóttir, Sjöfn Hjálmarsdóttir, Sigurjón Arnlaugsson. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞRÚÐAR GUÐRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Krummahólum 10, Reykjavík, er lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki laugar- daginn 17. maí, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 15.00. Gunnlaugur Hannesson, Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Óskar Smith Grímsson, Hanna Þrúður Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Gunnþór Tandri Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR (Bubba), lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhanna Snorradóttir, Pálmar Árni Sigurbergsson, Ernir Snorrason, Sólveig Franklínsdóttir, Kolbrún Skjaldberg, Jón Ívarsson, Þór Skjaldberg, Harpa Nordal, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og mágur, dr. GUÐMUNDUR GÍSLI BJARNASON eðlisfræðingur, Gullsmára 5, Kópavogi, sem lést föstudaginn 23. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.30. Hrafn Guðmundsson, Elinborg Björk Harðardóttir, Ósk Guðmundsdóttir, Valur Páll Kárason, Bjarni Guðmundsson, Margrét B. Richter, Sigurður H. Richter, Sigríður Bjarnadóttir, Róbert Jónsson, Sigrún Ósk Bjarnadóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GESTUR GUNNAR AXELSSON frá Ormsstöðum, Dalasýslu, til heimilis í Berjarima 28, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 23. maí. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju þann 2. júní kl. 13.30. Hrafn Karel Gestsson, Þóra Björg Grettisdóttir, Brynjar Carl Gestsson, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Hrannar Gestur Hrafnsson, Aron Karel Hrafnsson, Hlynur Andri Hrafnsson, Fannar Freyr Hrafnsson, Linda Sif Brynjarsdóttir, Selma Kjartansdóttir og systur. Faðir okkar, TEITUR ÞORLEIFSSON kennari, Sólheimum 27, Reykjavík, andaðist föstudaginn 30. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Úlfar Teitsson, Inga Teitsdóttir, Leifur Teitsson, Nanna Teitsdóttir, Hrefna Teitsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu, HRAFNHILDAR FLOSADÓTTUR, síðast til heimilis á Lindarsíðu 2, Akureyri. Þakkir til allra, sem önnuðust hana í veik- indum hennar. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, fyrir frábæra umönnun. Sigurður Flosason, Þórunn Þorsteinsdóttir, Þóra Flosadóttir, Gunnar Hafdal, Guðrún Flosadóttir, Sigurður Sigurðsson, Jónína Flosadóttir, Eymundur Magnússon, Hallfríður Ragnarsdóttir, Örn Jensson, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalgeir Olgeirsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.