Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Flug- freyjufélagi Íslands Lífsleikni er það orð sem kemur fyrst upp í huga manns þegar Guð- rúnar Helgu er minnst. Við sem störfuðum með henni í fluginu áttum því láni að fagna að kynnast hæfi- leikaríkri, heilsteyptri, lífsglaðri og kraftmikilli stúlku. Stúlku sem þrátt fyrir ungan aldur hafði ótrúlega mikla reynslu og breitt hæfileika- svið. Hún dansaði, lék, talaði tungum og var hinn þægilegasti vinnufélagi í alla staði. Svo átti hún hann Geira sinn. Þeirra samband hófst þegar þau voru táningar og henni fannst ekkert eðlilegra en að hann væri maðurinn hennar því þau voru jú sköpuð hvort fyrir annað. Veikindi Guðrúnar Helgu urðu að lokum til þess að hún sneri ekki til baka í flugið. Samstarfsmenn hennar í tæpan áratug fylgdust með baráttu hennar við veikindin ýmist í eigin persónu eða í gegnum tengiliði. Sigri var fagnað og að sama skapi fyllti sorg flotann þegar krabbameinið gerði vart við sig aftur. Með þeirri baráttu var grannt fylgst og sá sigur sem þá vannst var kraftaverki lík- astur. Eftir stóð hetjan okkar, Guð- rún Helga, björt yfirlitum, sterk, kraftmikil og æðrulaus. Tilbúin að deila reynslu sinni með öðrum sem stóðu frammi fyrir samskonar veik- indum. Hennar verður ætíð minnst sem baráttukonu með lífsgleði að markmiði. Baráttukonu sem neitaði að láta veikindin ráða för heldur fann leiðir sem hægt var að fara þrátt fyr- ir þau. Þannig skapaði hún sér starfsvettvang við kvikmynda-, aug- lýsinga- og þáttagerð þar sem list- rænir hæfileikar hennar nutu sín ásamt sköpunargleði og krafti þegar hún hætti að fljúga og seinna meir lærði hún svæðanudd og starfaði við það. Flugfreyju- og flugþjónastéttin er stolt yfir að Guðrún Helga hafi til- heyrt þeirra hópi. Við minnumst hennar með virðingu og aðdáun. Eig- inmanni hennar, börnum, foreldrum, systkinum og öðrum skyldmennum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásdís Eva Hannesdóttir. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki. Ég sef ekki. Eg er vindurinn sem blæs. Ég er demanturinn sem glitrar á fönn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð, er ég vængjaþytur fuglanna. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki, ég lifi. (Höf. ók.) Elsku hjartans Guðrún Helga, Takk fyrir allt og allt, við höldum áfram síðar. Elsku Geir, Arnar Sveinn, Ragn- heiður Katrín og aðrir aðstandendur, megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja og veita ykkur kraft til að halda áfram. Guðrún Möller og fjölskylda. Guðrún Helga var stórkostleg stúlka. Lífsgleði hennar var smitandi og hún hreif fólk með sér, með glað- værð, bjartsýni og léttleika. Hún var búin einstökum hæfileikum sem sést best á þeim ólíku störfum sem hún tók sér fyrir hendur um ævina. Lífið lét hana takast á við erfiða hluti sem hún axlaði með krafti og dug. Ósigr- GUÐRÚN HELGA ARNARSDÓTTIR ✝ Guðrún HelgaArnarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1964. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut að- faranótt föstudags- ins 16. maí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 27. maí. um var breytt í sigra og hún rétti samferðafólki hjálparhönd þegar það þurfti þess mest. Alltaf var hún reiðubúin að hlusta á fólk sem til hennar leitaði. Oft varð ég vitni að því að hún tók símann og ræddi við þá sem höfðu ný- lega greinst með krabbamein, talaði við þá um hversu mikið líf- ið hefði upp á að bjóða og bauð öllum að hitta hana á heimili fjöl- skyldunnar. Þeir sem veikir voru höfðu jafnan forgang og við sem vorum aðeins mætt til að spjalla gátum beðið róleg. Ég sendi Geir, Arnari Sveini, Ragnheiði Katrínu Rós, Þórhildi, Arnari, systkinum, ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Selma Ósk Kristiansen. Það var aldrei lognmolla í kringum hana Guðrúnu. Minningin um hana verður alltaf tengd hennar fallega brosi og þeirri glaðværð sem því fylgdi. Þrátt fyrir hennar löngu og erfiðu baráttu fyrir lífinu hvarf þessi glaðværð aldrei. Það var frekar eins og hún ykist eftir því sem Guðrún gerði sér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er. Afstaða Guðrúnar til lífsins var að svo mörgu leyti aðdáunarverð og okkur lærdómsrík, sem nú stönd- um eftir harmi slegin. Guðrún tók líf- ið fram yfir dauðann. Hún var alla tíð staðföst í þeirri trú sinni að hún myndi lifa okkur öll. Hún var stað- ráðin í að sjá börnin sín vaxa úr grasi. Lífsvilji hennar var svo ótrú- lega sterkur og staðfastur og ég er ekki í vafa um að hann einn og sér gaf henni lengri tíma meðal okkar þó alltof stuttur væri. Ég hafði alltaf gaman af Guðrúnu, ekki bara af því að hún var alltaf hress og skemmtileg, heldur líka af því hversu ákveðnar skoðanir hún hafði. Þessar skoðanir tjáði hún tæpitungulaust og var ekki vart við að þær færu fyrir brjóstið á sumum. En hún var alltaf hrein og bein, sem er mikill mannkostur. Ég kynntist Guðrúnu fyrst þegar hún og Geir hófu nám í MH. Við Geir þekktumst gegnum handboltann, sem þá var okkar líf. Guðrún deildi hins vegar ekki þeim áhuga með okk- ur og fannst reyndar oft lítið til hans koma. Hún átti sér stóra drauma um að verða atvinnudansari. Þrátt fyrir ólík áhugamál varð okkur vel til vina og ræddum oft lengi um lífið og til- veruna. Þegar síðan synir okkar gengu nánast í fóstbræðrasamband endur- nýjaðist þessi gamla vinátta. Arnar Sveinn varð meira eins og einn af fjölskyldunni frekar en bara vinur Bjarka sonar míns. Oft var því stöð- ugt samband til að halda reiður á náttstað drengjanna. Það var gaman að kynnast því hvernig mannkostir þeirra Geirs og Guðrúnar endur- spegluðust í Arnari Sveini. Að svo mörgu leyti er hann mun þroskaðri en drengir á hans aldri. Hann hefur notið mjög náinna og kærleiksríkra tengsla við foreldra sína, sem birtast svo vel í öllu fari hans og hegðun. Jafnvel þótt Guðrún væri alla tíð staðföst í trú sinni á lífið gerði hún sér vel grein fyrir því hvað tíminn var dýrmætur, ekki síst með Arnari og nú síðast með Ragnheiði Katrínu. Fráfall Guðrúnar er mikið áfall fyrir svo miklu fleiri en fjölskyldu og vini Guðrúnar. Með krafti sínum og lífsgleði hafði hún á undanförum ár- um hjálpað og stutt fjölda fólks í bar- áttunni við illvíga sjúkdóma. Þessu fólki veitti hún mikinn stuðning. Gaf því nýja von og trú á lífið og þá oft á tímum, sem hún sjálf þurfti á öllu sínu að halda. En þetta starf lýsti henni best og talar skýrast fyrir hvaða persónu Guðrún hafði að geyma. Harmur Geirs og Arnars Sveins og litlu stúlkunnar er enn stærri en við, sem magnlaus stöndum hjá, fáum skilið. Aðeins nokkrum mánuð- um eftir fráfall móður og ömmu horfa þau nú á eftir ástkærri eigin- konu og móður. Spurningar um til- gang lífsins hljóta að leita á huga margra. Nánast á sama tímapunkti og nýr og skær sólageisli kom inn í líf fjölskyldunnar með Ragnheiði Katr- ínu Rós hneig sól Guðrúnar hratt til viðar. Þær byrðar sem lagðar eru á þá feðga og fjölskylduna alla eru þyngri en maður fær með góðu móti skilið. Elsku Geir, Arnar Sveinn og Ragnheiður Katrín, fyrir hönd fjöl- skyldunnar í Stigahlíð 78 sendi ég ykkur, foreldrum Guðrúnar, systkin- um og fjölskyldunni allri okkar dýpstu og innilegustu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll á þess- um erfiðu tímum. Brynjar Harðarson. Okkur langar að minnast vinkonu okkar og hetju sem lést langt fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir 30 árum þegar Guðrún Helga flutti með foreldrum sínum norður til Ak- ureyrar og kom í bekkinn okkar í Barnaskóla Akureyrar. Þá bund- umst við sterkum vináttuböndum sem haldist hafa síðan. Eftir að Guð- rún Helga flutti aftur suður hélst enn mikið samband, bæði með bréfa- skriftum og heimsóknum. Ef við fór- um suður þá var ævinlega gist á Óð- insgötunni í stóra herberginu hennar. Einnig kom hún oft norður og var þá hjá ömmu sinni og afa í Byggðaveginum, sem henni þótti svo vænt um. Fermingarárið okkar fóru hún og Sigrún Björg ógleymanlega ferð til Spánar með Gullu. Alla páska kom hún norður. Þá var farið í fjallið og sagði hún að það væri eini staðurinn þar sem hún yrði brún í framan. Arna og Guðrún Helga fóru eitt sumar saman til Óslóar að vinna og eru margar góðar minningar frá því sumri og mikið búið að hlæja þeg- ar þær eru rifjaðar upp. Síðan eign- uðumst við okkar fjölskyldur og Guð- rún Helga giftist Geira sínum sem hún sagði við okkur 14 ára að hún ætlaði sér að giftast. Þá strax sá hún hve frábæra mannkosti hann hafði að bera og hafa þeir margsinnis kom- ið í ljós í gegnum árin, sérstaklega í veikindum hennar. Hann var klett- urinn í lífi hennar. Saman eignuðust þau síðan Arnar Svein, augastein mömmu sinnar. Var aðdáunarvert að sjá hve náið og gott samband var á milli þeirra. Fer hann út í lífið með gott veganesti sem mamma hans veitti honum. Gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að honum liði sem best og veikindi hennar kæmu sem minnst niður á honum. Fyrir nokkrum mánuðum eignuðust þau síðan litlu stúlkuna sína hana Ragn- heiði Katrínu Rós. Er okkur minn- isstætt símtalið sem við fengum frá henni þegar hún tilkynnti okkur að hún væri að sækja stelpuna sína og var eftirvæntingin og gleðin mikil. En fljótt breytast hlutirnir. Strax í æsku var okkur ljóst hve mikill dugnaðarforkur hún Guðrún Helga var. Ef hún ætlaði sér eitthvað þá gerði hún það. Það var ekkert sem stoppaði hana. Kom það best í ljós þegar hún greindist með krabba- meinið. Var hún óeigingjörn á að hjálpa fólki og leiðbeina því í sínum veikindum. Við biðjum allt það góða í heim- inum að vernda og hjálpa elsku Geir, Arnari Sveini, Ragnheiði Katrínu Rós, Arnari, Þórhildi og systkinum í þessari miklu sorg. Minningarnar sem við eigum um yndislega vinkonu munum við geyma og rifja upp og verður hlegið í gegn- um tárin. Það er okkur vinkonunum ómet- anlegt að hafa náð að koma upp á spítala og kveðja Guðrúnu Helgu. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Þínar vinkonur. Arna Ágústsdóttir og Sigrún Björg Guðmundsdóttir. Guðrún Helga Arnarsdóttir er lát- in. Ung kona, stúlka, sem barðist svo hetjulegri baráttu, varð að láta í minni pokann. Hún var engu lík í sinni baráttu við krabbameinið. Meinið sem hrjáði hana síðustu 10 ár ævi hennar eða lengur. En hvílík baráttukona, hvaðan fékk hún það þrek sem hún hafði? Satt að segja hélt maður að Guðrún Helga væri ekkert veik, hún hafði svo heillandi framkomu, svo mikla útgeislun, það fylgdi henni slíkur ofurkraftur, að við hjónin héldum þegar hún kom til Wuppertal, að veikindi hennar væru alls ekki eins alvarleg og okkur hafði verið tjáð. Í Þýskalandi gekk hún í gegnum eina meðferðina af mörgum og við fengum þar að njóta nærveru henn- ar. Við vorum svo lánsöm að fá að kynnast þessari konu, þessari heims- konu, sem með innilegri og heilli vin- áttu sinni tuktaði okkur til og hafði svo mikil áhrif á líf okkar. Margar setningar hennar urðu fleygar, eins og „finnst ykkur þið smart?“ þegar við vorum komin í okkar fínasta púss fyrir veislu hjá henni. Svipurinn og brosið benti okkur á að við værum á algerum villigötum hvað það varðaði. Þá var maður drifinn í búðir. Hún elskaði það að bjóða vinum sínum í mat, og voru þær veislur konungi sæmandi, ekkert til sparað og hún sjálf drottning kvöldsins. Hún var ekkert veik, bara í meðferð, smá slöpp. Guðrún þoldi ekki að liggja inni á spítala og hörðustu þýsku læknar gátu ekki talið henni trú um slíka nauðsyn, okkar kona ætlaði að klára dæmið uppistandandi, ekkert fjandans vesen. Þetta var ekkert mál, bara eitthvert leiðindatímabil, sem gengi yfir. Hún málaði heila íbúð, sótti líkamsræktartíma og námskeið með lyfjapokann plástrað- an á sig og á meðan hún svitnaði og púlaði í lyftingum eða málaði ofna og veggi þá rann krabbameinslyfið inn í líkama hennar. Hún missti hárið, var samt fegurst allra, hressilegust allra, strauk sér um bert höfuðið og sagði okkur að allavega væri ekkert hár af henni í matnum í kvöld!! Hún var svo oft hjá okkur á þessum tíma, en um- ræðuefnið var ekki hennar veikindi, heldur menn og málefni og þar var okkar kona, litla pabbastelpan, ekki að skafa af hlutunum. Hún var svo beinskeytt, svo ákveðin, að ekki fór á milli mála að hér var kona með skoð- anir. Geir og Arnar Sveinn dönsuðu með henni í lífsgleðinni og við vorum öll svo glöð hvað í rauninni gekk vel. Hún plataði okkur öll, auðvitað hefur hún vitað hvert stefndi, en svona var hún alltaf, kát, stundum frek, stundum dómhörð, og oft yfir- gnæfði hún samkvæmið, enda alltaf sjálfri sér lík, yndislega falleg og heilsteypt kona með skoðanir, mál- efnaleg og rökföst. Svo bergmálaði hlátur hennar og allir hrifust með, alltaf. Aldrei kvartaði hún undan ör- lögum sínum, vitandi hver staðan var. Aldrei lét hún finna að eitthvað væri að. Hvaðan kemur svona styrk- ur? Elsku Geir, Arnar Sveinn og litla Ragnheiður Katrín Rós, Guð gefi ykkur styrk til að skilja það. Guð gefi ykkur styrk til að umbera tímann áð- ur en þið hittist aftur. Guð blessi minningu elsku Guðrúnar okkar Helgu. Viggó Sigurðsson, Eva Haraldsdóttir. Það er ótrúlega sárt til þess að hugsa að Guðrún Helga hefur kvatt þennan heim. Guðrún var einstök manneskja og átti sér fáa líka. Lífshamingja, kraft- ur og barátta eru orð sem lýsa henni vel. Hún háði hetjulega baráttu við krabbameinið og var vonargeisli margra sem berjast við sama sjúk- dóm. Fólk leit upp til hennar, enda ekki annað hægt, þar sem hún var óendanlega dugleg, gaf aldrei eftir og átti ávallt tíma til að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Við munum ekki eftir Guðrúnu öðruvísi en í góðu skapi, alltaf svona hálfglottandi. Hún var fljót að grípa í grín og var með góðan húmor. Guðrún Helga var mjög ákveðin og það bar hana langt. Sjúkdómur- inn var algjört aukaatriði og það er ekki hægt að segja að maður muni hana sem sjúkling, hún var alltaf sú sem var í því að segja brandarana og gerði grín að ástandi sínu, gott dæmi um það er þegar hún bauð okkur öll- um (sem fyrr) í mat úti í Wuppertal, þetta var á þeim tíma sem hún var búin að missa allt hárið. Um leið og hún bauð okkur öllum að gjöra svo vel sagði hún „og ef það er hár í matnum, þá er það ekki af mér“ og svo hló hún manna hæst. Guðrún vakti athygli hvar sem hún kom og var hún ein af þeim sem allir vissu hver var. Hún sá aldrei vandamál, þau voru þarna einfaldlega til að leysa þau. Það er hægt að skrifa endalaust um Guðrúnu Helgu, hversu yndisleg og dugleg hún var. Öll matarboðin, spjöllin og góðu stundirnar sem við áttum saman lifa í minningunni og munu aldrei gleymast. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessari kraftmiklu, yndislegu og frábæru konu og minning hennar mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Guð- rún Helga er hetja í okkar augum. Blessuð sé minning hennar. Elsku Geiri, Arnar Sveinn og Ragnheiður Katrín, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Rakel Margrét Viggósdóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson. Í dag kveð ég kæra vinkonu sem fallin er frá í blóma lífsins. Kynni okkar hófust fyrir meira en 30 árum, ég sjö ára og hún fimm, feður okkar vinir, og þótti heppilegt að láta okkur leika saman. Strax við fyrstu kynni öðlaðist hún sérstakan sess í hjarta mínu þegar hún gaf mér leikfang sem hún átti, bara af því að mér þótti það fallegt. Ég stóð dolfallin and- spænis þessari skilyrðislausu góðvild og tók við þessari gersemi, grunlaus um að þetta atvik ætti eftir að end- urtaka sig í ýmsum myndum á þeim árum sem framundan voru. Guðrún Helga átti nefnilega eftir að gefa mér mikið, aðallega af sjálfri sér, við ýmis tilefni, jafnt stór sem smá. Þrátt fyr- ir að við hittumst ekki oft, þar sem við áttum lengst af heima hvor í sinni heimsálfunni, var það eins og við manninn mælt þegar ég kom heim að hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa, skutla, redda, spjalla, hlæja eða veita stuðning, allt eftir atvikum. Hún var einstök vinkona, með sitt glaðværa fas og geislandi bros. Síðustu ár hafði sambandið minnkað, annríki hversdagsins sá til þess, en alltaf var gott að hitta hana. Við hittumst síðast í janúar, á afmæl- isdegi föður hennar. Þá var Guðrún Helga glöð og það geislaði af henni, því að þá um daginn höfðu hún og Geiri fengið vilyrði um að fá að ætt- leiða litla dóttur. Framtíðin var björt og eftirvæntingin mikil. Kæra vinkona, ég kveð þig með trega og jafnframt þakklæti fyrir tryggð þína og vináttu, og bið guð að geyma þig á nýjum stað. Elsku Geiri, Arnar Sveinn, Ragnheiður Katrín Rós, Arnar, Þórhildur, systkini og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Alda Sigmundsdóttir. Elsku fallega og góða Guðrún Helga mín, þú valdir þér að sjálf- sögðu fallegan og sólríkan dag til að kveðja þessa jarðvist. Þú varst barn sólarinnar og sannkallaður sólar- geisli í lífi okkar sem fengum að kynnast þér. Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig sem vinkonu. Alltaf varstu tilbúin að gefa af þér og leiðbeina öðrum þó þú værir sjálf í baráttu við krabbamein. Þú varst líka svo dugleg að hugsa um heilsuna til að geta verið til staðar fyrir Geir, Arnar Svein og svo núna síðustu mánuðina líka fyrir litla sól- argeislann ykkar Ragnheiði Katrínu. Það er margs að minnast á stundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.