Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HRINGMYRKVI sást vel á norð- anverðum Skaga laust eftir klukkan fjögur aðfaranótt laugardagsins. Útlitið var nokkuð gott framan af nóttu en ekkert benti reyndar til þess að von viðstaddra rættist skömmu áður en ævintýrið gerðist; skýjaþykkni var norður og austur af, og allt þar til klukkan var langt gengin fjögur sást lítið til sólar. Morgunblaðsmenn, sem komið höfðu sér fyrir skammt vestan við bæinn Hraun á Skaga, voru orðnir vonlitlir en þegar haldið var austar, í bæjarhlaðið á Hrauni, rofaði til um stund – líklega þó ekki meira en á nokkur hundruð metra kafla. Sólin skein glatt, þótt ekki sæist hún öll, og síðan dró aftur fyrir sólu áður en hringmyrkvinn varð að veruleika. En á hárréttu augnabliki myndaðist svo mátulegt gat í skýjaþykknið þegar klukkan var gengin fáeinar mínútur í fimm og hringmyrkvinn sást prýðilega. Það var sem æðri máttarvöld tækju skyndilega ákvörðun um að augnablikið yrði að fanga; í einu vetfangi var hið gráa gluggatjald skýjanna dregið frá og engu var líkara en glóandi, glans- fægður giftingarhringur svifi um himinhvolfið. Það stirndi af honum. Glæsileg sjón, en aðeins í skamma stund. Aftur dró ský fyrir sólu en um hálf- fimm skein þessi glæsilegi eldhnött- ur skært að nýju; engu var líkara en sólin brosti þá sínu breiðasta eft- ir að hún losnaði að fullu við fé- lagsskap karlsins í tunglinu. Bauð góðan dag með hefðbundnum hætti. Myrkvi og veiði … „Við komum hingað til að sjá hringmyrkvann, já, já. En við keyptum okkur reyndar veiðileyfi í Aravatni fyrst leiðin lá hingað – við hefjum veiðina þar í ár,“ sagði Hjörtur Óskarsson úr Reykjavík við Morgunblaðið skömmu eftir að hringmyrkvinn var yfirstaðinn. Aravatn er eitt af vötnunum upp af Hrauni. Morgunblaðsmenn hittu þá Hjört og Gunnar Þórðarson þar sem þeir fylgdust einnig með hring- myrkvanum í grennd við Hraun. Þeir voru vel útbúnir; Hjörtur með logsuðugleraugu og Gunnar raf- suðugleraugu, og sáu því myrkvann vel og greinilega. Og þeim fannst sjónin afar tilkomumikil. Komu frá Króatíu Talsvert var af aðkomufólki á svæðinu í fyrrinótt, bæði fólk sem beið í bílum sínum, ljósmyndarar innlendir og erlendir, stjörnufræð- ingar og venjulegir ferðamenn og höfðu margir slegið upp tjaldi. Morgunblaðið ræddi við hóp Kró- ata sem kom gagngert til landsins í því skyni að fylgjast með hring- myrkvanum, og sagði forsprakki hópsins – sem er hér á vegum Stjörnufræðifélags Króatíu – að þau hefðu séð myrkvann nokkuð vel. Hápunkt augnabliksins hefðu þau þó ekki séð fullkomlega vegna skýja, en þess má geta að hópurinn var einungis nokkur hundruð metr- um austan við Hraun. Af því má ráða, sem fyrr segir, að myrkvinn hafi aðeins sést nægilega vel á nokkur hundruð metra kafla í grennd við bæinn. Með Króötunum voru tveir Kali- forníubúar sem einnig voru hér- lendis til að skoða myrkvann. Króatarnir halda heim á leið í dag, sunnudag, eftir sjö daga dvöl á Ís- landi. „Við ætluðum upphaflega að vera hér í þrjá daga, en framlengdum ferðina og höfum nú verið hér í sjö daga. Það er svo mikið að sjá á Ís- landi að þrír dagar voru allt of stuttur tími,“ sagði forsprakki kró- atíska hópsins. Hann sagði hópinn hafa séð sólmyrkva í Ungverjalandi 1999 og eftir þrjú ár, 2006, hygði hann á ferð til Spánar í sama til- gangi. Morgunblaðið/RAX Á hárréttu augnabliki myndaðist mátulegt gat í skýjaþykknið og þá stirndi af hringmyrkvanum. Sem glóandi gifting- arhringur á himni Hringmyrkvinn sást misjafnlega vel hér á landi aðfaranótt laugardagsins. Ragn- ar Axelsson ljós- myndari og Skapti Hallgrímsson blaða- maður voru heppnir – voru á réttum stað á réttum tíma og sáu myrkvann vel. Morgunblaðið/RAX „Við komum hingað til að sjá hringmyrkvann, já, já. En við keyptum okkur reyndar veiðileyfi í Aravatni fyrst leiðin lá hingað,“ sagði Hjörtur Óskars- son en hann og Gunnar Þórðarson voru við öllu búnir við Hraun á Skaga. skapti@mbl.is – rax@mbl.is TIL þess að sjá hring- myrkvann skipti öllu máli að vera á réttum stað á réttum tíma. Víða á Norð- urlandi og á Vestfjörðum gátu menn prísað sig sæla, en s.s. á Langanesi og Seltjarnarnesi var lítið annað að sjá á himni en grá skýin. Um 100-200 manns, einkum Frakkar og Jap- anir, sem komu sér fyrir í nágrenni Mánárbakka í S-Þingeyjarsýslu urðu svo sannarlega ekki fyrir von- brigðum. „Það var ekki skýdrag fyrir sólu þegar tunglið byrjaði að renna fyrir. Eftir því sem sólin hækkaði lenti hún upp í skýjabelti en svo þegar kominn var hringmyrkvi, þessi sem allir biðu eftir, birti svona alveg hreint og hann sást mjög vel,“ sagði Aðalsteinn Egilsson, bóndi á Mánárbakka. Náði sínum 36. sólmyrkva Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, spáði mikið í hvar myrkvinn myndi sjást best og veitti mörgum ráðleggingar um hvar best væri að staðsetja sig á landinu. Þorsteinn var með- al þeirra sem tóku sér far með Dornier-flugvél Íslandsflugs. Upphaflega var ætlunin að fljúga til Húsavíkur en hætt var við það og sjónum var þess í stað beint að Vestfjarðakjálkanum, einna helst Gjögri en þaðan bárust fréttir af skýjabakka. „Við hættum við Gjögur og ákváðum að fara á Blönduós. Þar var mjög gott veður þegar við lögðum af stað en á leiðinni breyttist veðrið. Þegar við lent- um gátum við þó séð sólina að hluta um tíma en þetta leit illa út. Við ákváðum því að fara í loftið aftur og fljúgja í norður, í sól- arátt,“ sagði hann. Og það rétt hafðist. Tveir flugmenn og 19 farþegar sáu hringmyrkvann af- ar vel norður af Skagatá. „En þetta stóð tæpt,“ sagði Þorteinn sem var afar ánægður með hve margir sáu myrkvann. Meðal ferðafélaga Þorsteins var bandaríski stjörnufræðing- urinn Jay M. Pasachoff sem sá sinn 36. sólmyrkva. Flugstjórinn í ferðinni var bróðir Þorsteins, Stefán Sæmundsson. Myrkvinn bókaður Eitthvað um þúsund manns fylgdust með hringmyrkvanum frá Ólafsfjarðarmúla, Íslend- ingar sem og lengra að komnir áhorfendur, að sögn lögregl- unnar á Akureyri. „Deild- armyrkvinn sást vel í byrjun en síðan dró ský fyrir. Um klukkan fjögur sást þó hringmyrkvinn í gegnum huluna,“ var bókað í dagbók lögreglunnar. Rúmlega 80 manns sigldu út í mynni Eyja- fjarðar með nýju og gömlu Hrís- eyjarferjunum til að berja fyrir- bærið augum. Um 200-300 manns fylgdust með myrkvanum frá Arnarnesi, yst í Skutulsfirði, og einnig lögðu margir leið sína upp á Bolafjall og Breiðadalsheiði. Bestu aðstæður til að fylgjast með myrkvanum hefðu verið á Norðausturlandi þar sem fjöll skyggja ekki á sjóndeildarhring- inn. Aðstæður við Langanes og í Þistilfirði voru þó alls ekki góðar þar sem skýjabólstrar byrgðu sýn, að sögn fréttaritara. Morgunblaðið/Líney Þrír Frakkar sem ætluðu að fylgjast með hringmyrkvanum frá Sauðanesi sáu ekki til sólar en fylgdust látlaust með ýmsum mælitækjum og skráðu athuganir. „Birti svona alveg hreint“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.