Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 30

Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMARSTARF safnsinshefst í dag á sýningu semskartar 13 völdum andlits-myndum og jafnmörgum afstraktverkum, eftir myndhöggv- arann Sigurjón Ólafsson. Sigurjón er talinn meðal helstu portrettlistamanna samtímans og eftir hann liggja um 200 andlits- myndir. Á sýningunni eru andlits- myndir frá ólíkum tímabilum í list hans, en þær lýsa einnig ólíkum per- sónuleikum enda var Sigurjón þekktur fyrir að ná fram útgeislun manneskjunnar í andlitsmyndum sínum. Afstraktverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að í þeim er ríkjandi ákveðinn trúnaður við hlut- föll mannslíkamans. En ýmislegt fleira er á döfinni á afmælisárinu og næsta þriðjudag verða fyrstu tónleikar sumarsins í Þriðjudagstónleikaröð safnsins, en þeir hafa verið árlegur viðburður frá upphafi. Tónleikarnir hafa mælst svo vel fyrir að þetta árið komust mun færri listamenn að en vildu. Dag- skráin er mjög fjölbreytt og skartar bæði innlendu og erlendu tónlist- arfólki. Félagarnir í Blásarakvintett Reykjavíkur ríða á vaðið og leika meðal annars tvö verk sem hafa sér- staklega verið samin fyrir þá. Hinn 8. júlí syngur hinn vinsæli kvartett Út í vorið, en í ár eru einmitt liðin 10 ár frá fyrstu opinberu tónleikum þeirra sem voru haldnir í Sigurjóns- safni. Tónleikaröðin nær út ágúst og koma meðal annars fram djass- söngkonan Kristjana Stefánsdóttir, Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari svo ein- hverjir séu nefndir. Haustið tekur við af sumrinu og þá verður sett upp metnaðarfull skúlptúrsýning í Listasafninu sem ber heitið Meistarar formsins – úr höggmyndasögu 20. aldar. Sýningin kemur frá Rík- islistasafninu í Berlín, en það er Hannes Sigurðsson, safnstjóri Lista- safnsins á Akureyri, sem á frum- kvæðið að henni og verður hún sett upp á Akureyri í sumar. Meðal myndhöggvara eru Arch- ipenko, Arp, Marini, Moore og Giac- ometti auk íslenskra listamanna. Í október verður haldið málþing í Norræna húsinu um efnið Sigurjón Ólafsson og list á opinberum vett- vangi. Af því tilefni verður sett upp ljósmyndasýning af verkum Sig- urjóns á opinberum vettvangi, auk höggmynda sem tengjast þeim. Tveir danskir listfræðingar flytja er- indi á málþinginu ásamt íslenskum kollegum sínum, arkitektum og fleir- um. Barist fyrir safni Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er sjálfseignarstofnun og hefur alla tíð verið undir stjórn forstöðumanns safnsins, Birgittu Spur. Hún hefur ávallt lagt mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í safnstarfinu og heldur því ekki á lofti að hún er ekkja Sig- urjóns. „Auðvitað skiptir miklu máli fyrir mig persónulega að list Sigurjóns lifi og hér var heimili okkar Sigurjóns og vinnustofa hans. En fagleg vinnu- brögð verða að vera í fyrirrúmi þeg- ar listasafn er annars vegar og hér hefur ævinlega starfað listfræðingur og annað mjög fært fólk á sínu sviði og eins erum við alltaf með listfræð- ing í stjórn. Hér hefur einnig farið fram ótrúlegt sjálfboðastarf, bæði af minni hálfu og annarra,“ segir Birg- itta sem barðist af aðdáunarverðum krafti fyrir því á sínum tíma að safn- ið yrði sett á laggirnar. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna að búa til einhvers konar ramma utan um öll þau verk sem Sigurjón lét eftir sig. Auk þess voru hér heimildir um listamanninn og hans starf, sem eru verðmæti fyrir listasöguna. Ráðist var í viðamikla endurbygg- ingu á vinnustofunni og byggt við hana til að safnið nyti sín hér með góðri sýningar- og rannsókn- araðstöðu. Mér er ljúft að greina frá því að fjölmargir, bæði vinir og fyrirtæki, gerðu sitt til að safnið yrði að veru- leika og að öllum öðrum ólöstuðum stóð Matthías Johannessen vel við bakið á mér og sagði þessi frábæru orð: „Það er eins og útópía að ætla sér að stofna safn en þú skalt vita að við stöndum öll með þér.““ Og draumurinn varð að veruleika, Listasafnið var stofnað 1984 og byggingarframkvæmdum lauk fjór- um árum seinna og safnið var opnað almenningi hinn 21. október 1988, en þá hefði Sigurjón orðið áttræður. Styrktarsjóður safnsins kostaði bygginguna að tveimur þriðju, en megintekjur hans eru höfunda- greiðslur af afsteypum Sigurjóns sem erfingjar hans hafa látið renna í sjóðinn. Stofngjöf Birgittu til safns- ins var 80 þrívíð listaverk eftir Sig- urjón. Í dag er safneignin 370 verk. Heima við hafið Tengsl Sigurjóns við Laugarnesið ná allt aftur til þriðja áratugarins þegar hann sem ungur lærlingur vann við húsamálun á Holdsveikra- spítalanum, sem stóð á fletinum rétt austan við núverandi safn. Sigurjón var fæddur og uppalinn á Eyr- arbakka og naut þess að vera í ná- lægð við höfuðskepnurnar og það skipti hann alla tíð miklu máli að vera samvistum við hafið. Sigurjón dvaldi í Danmörku frá 1928–1945 en fluttist heim að loknu stríði. Þá var húsnæðisekla í Reykja- vík en braggar eftir hersetuna stóðu á Laugarnesinu og hann fékk einn þeirra til afnota sem vinnustofu ásamt litlu áföstu íbúðarhúsi. Hér bjó hann og starfaði allt til dauða- dags. Árið 1960 reisti Ragnar í Smára Sigurjóni íbúðarhús og sjálf- ur byggði Sigurjón vinnustofu í stað braggans. Framsæknir listamenn eru sjaldn- ast meðteknir strax af fjöldanum en það sem bjargaði Sigurjóni til að lifa af list sinni voru portrettmyndirnar sem hann hafði gaman af að gera og skipaði sess meðal þeirra bestu á því sviði. Sigurjón var óhræddur við að prófa sig áfram með form og efnivið og vann höggmyndir ýmist í stein, málm, gifs, steypu eða tré. Síðasta áratuginn vann hann nær eingöngu í tré og rekavið og voru það frjáls verk unnin af innri þörf, en ekki pöntun. Um 800 skráð verk liggja eftir þennan merka mann sem lagði höggmyndalist nútímans svo mikið lið með framlagi sínu. Á annan tug útilistaverka eftir Sigurjón er að finna á opinberum vettvangi í Reykjavík og fræg er lágmynd hans á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Mikið um að vera Öflug og fjölbreytt starfsemi Listasafns Sigurjóns vitnar um hversu miklu Birgitta og hennar að- stoðarfólk hafa fengið áorkað á þeim 15 árum sem safnið hefur starfað. Reglulega hafa verið haldnar sýn- ingar á verkum Sigurjóns, bæði í safninu og utan þess. Myndhöggv- urunum Páli á Húsafelli, Erni Þor- steinssyni og Helga Gíslasyni hefur verið boðið að sýna í safninu. Sýn- ingar á verkum Sigurjóns hafa farið til útlanda og safnið var í forsvari fyrir farandsýningunni Hærra til þín, sem var um trúarleg minni í vestnorrænni list og fór til Færeyja og Danmerkur. Safnið hefur leitað uppi og skráð efni um Sigurjón og staðið fyrir rannsókn á list hans – einstökum verkum eða tímabilum – og hafa nið- urstöðurnar birst í þeim fjölmörgu ritum sem safnið hefur gefið út, að jafnaði einu sinni á ári. Þar ber helst að geta tveggja binda verksins Sig- urjón Ólafsson ævi og list, en þar er m.a. að finna heildarskrá, með ljós- myndum, yfir öll verk Sigurjóns. Ritið var tilnefnt til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 1999. Höggmyndir við hafið Blómlegt og fjölbreytt menningarstarf ein- kennir Sigurjónssafn sem á þessu ári heldur upp á 15 ára starfsafmæli sitt. Kristín Heiða Kristinsdóttir ræddi við Birgittu Spur um dagskrána sem verður í safninu í sumar. Morgunblaðið/Arnaldur„Ef þessi stytta fer, þá fer ég líka,“ sagði Birgitta Spur við Sigurjón eigin- mann sinn árið 1967, þegar til stóð að selja höggmyndina Kona úr baði, sem stendur hér við safnið á Laugarnestanganum. Sigurjón seldi ekki verkið heldur gaf Birgittu það. Kristján Eldjárn, leir, 1978. Astrid Cappelen, gifs, 1963. ÁRSRIT Norrænu ráðherranefnd- arinnar um bókmenntir, Nordisk Liter- atur 2003, er nýlega komið út. Aðalrit- stjóri þess er Jógvan Isaksen en greinar skrifa bókmenntafræðingar frá öllum Norðurlöndunum. Meginefni rits- ins er umfjöllun um þá höfunda sem til- nefndir voru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003 en einnig er lögð áhersla á umfjöllun um höfunda af yngri kynslóð norrænna skálda. Björn Þór Vilhjálmsson skrifar grein um tvo íslenska rithöfunda af yngstu kynslóð, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Steinar Braga. Jón Yngvi Jóhanns- son skrifar grein sem hann nefnir Út- gefandinn sem sýningarstjóri og fjallar þar um bækur sem skrifaðar hafa verið að áeggjan útgáfu til að mæta ákveð- inni eða ímyndaðri markaðsþörf. Önn- ur grein Jóns Yngva fjallar um skáld- sögu Stewe Claeson Rönndruvan glöder sem tilnefnd var til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2003. John Swedenmark skrifar grein um ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Dagný Kristjánsdóttir og Soffía Auð- ur Birgisdóttir skrifa um skáldsögu Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrófljótið, sem tilnefnd var til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2003. Sigþrúður Gunnarsdóttir skrifar um þekkta norræna barnabókahöfunda og Margrét Tryggvadóttir fjallar um fjórar norrænar myndabækur. Þorleifur Hauksson skrifar um þrjár nýlegar skáldsögur sem allar gerast á Sturl- ungaöld þar sem Snorri Sturluson kemur við sögu. Alls eru greinar í heft- inu um 45 talsins. Norrænar bókmenntir UNNUR Sólrún Bragadóttir sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína 1971, Er á þetta lítandi? Síðan varð hlé hjá henni í tuttugu ár en síðan hefur hún látið heyra frá sér. Brjóstvasaljóð hennar, á íslensku og ensku, er líka á Netinu. Hvernig yrkir skáldið um ljóðið? Má fá svör við því í eftirfarandi línum: dropar fylltu laufskálar regnið úr augum mínum villtur skógurinn í brjósti mér en ljóðið ljóðið varst þú Unnur Sólrún yrkir yfirleitt örstutt ljóð og nær góðum árangri með þeim. Til dæmis má nefna Söknuð sem er aðeins fimm línur. Það fjallar um tár sem ljóðmælandinn fann við sjóinn sem einhver hafði skilið eftir handa honum til að gráta. Ljóðin eru afar varkár í tjáningu og þess gætt vel að sóa ekki orðum. Lengri ljóð eru þó í bókinni og í þeim brýst veruleikinn fram eins og í Í Vestmannaeyjum. Þar er hermt frá því að Kristur kom til þessarar eyju í arabískum eyðimerkurklæðum (hvernig líta þau annars út?) Kristur er útlendingur sem fólk virðir fyrir sér en hann dró þó ein- hverja fiska um ævina: „skyldi hann eygja lausn á atvinnuleysinu / skyldi hann eiga góð ráð handa / frystiiðn- aðinum / gæti hann kennt þeim að sigla / milli skers og báru“. Í lengri ljóðunum, við má bæta Sér- skóli á eldfelli, verður skáldið skor- inort enda mikið niðri fyrir. Styttri ljóðin eru eins konar meira- prófsskírteini Unnar Sólrúnar. Ensk útgáfa ljóðanna er ekki til umræðu hér. Brjóstvas- inn talar BÆKUR Ljóð eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur. Marg- miðlun Sigurjóns & Jóhannesar prentaði. 37 síður – Neðanjarðarútgáfa 2003. BRJÓSTVASALJÓÐ Jóhann Hjálmarsson ♦ ♦ ♦ FÉLAG skólasafnskennara hefur tilnefnt Kristínu Steinsdóttur rit- höfund til Norrænu barna- bókaverðlaunanna fyrir bókina Engil í Vesturbænum og rithöfund- arferil hennar. Árlega veita félög skólasafns- kennara á Norðurlöndunum rithöf- undum viðurkenningu fyrir verk þeirra ætluð börnum. Verðlaunin í ár verða afhent á ráðstefnu skóla- safnskennara sem haldin verður í Stavanger í Noregi í sumar. Frá hinum Norðurlöndunum eru tilnefnd: Anders Johansen, Dan- mörku, Mauri Kunnas, Finnlandi, Sólrun Michelsen, Færeyjum, Tor Fretheim, Noregi, og Maj Bylock, Svíþjóð. Norrænu barnabókaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1985 og hefur einn íslenskur höfundur hlot- ið þau, Guðrún Helgadóttir, árið 1992. Norrænu barnabókaverðlaunin afhent í sumar Kristín Steinsdóttir tilnefnd TVEIR styrkir voru veittir úr minningarsjóði Helgu Guðmunds- dóttur, en í september 2001 var stofnaður minningarsjóður í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar um Helgu. Að þessu sinni hlýtur Bryndís Snorradóttir styrk, en hún mun í sumar sækja námskeið í Noregi í altflautuleik og barokk- túlkun. Skólalúðrasveitin hlýtur hinn styrkinn. Í sumar heldur sveitin í tón- leikaferð til Þýskalands og munu bæjarstjóri og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans verða með í ferð- inni. Styrkveit- ing úr minn- ingarsjóði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.