Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 39 Opið hús í dag á milli kl. 15 og 17. Sérlega glæsileg algjörlega endurnýjuð ca 127 fm 4ra her- bergja sérhæð (jarðhæð). Ný eldhúsinnr. og tæki. Nýtt flísal. baðherbergi. Nýtt parket og flísar. Nýtt rafmagn, lagt fyrir síma og sjónvarpi í öllum herb. Íbúðin er nýmáluð. Borgarfasteignir, Hlíðarsmárla 9, 201 Kóavogi Sölumaður frá Borgarfasteignum verður á staðnum. Símar 896 2340 eða 561 4270. Sólheimar 8 Opið hús í dag milli kl. 15-17 OPIÐ HÚS - KLUKKURIMI 65 Heimilisfang: Klukkurimi 65 Stærð eignar: 89 fm Stærð bílskúrs: Nei Brunabótamat: 9,7 millj Byggingarár: 1993 Áhvílandi: 6 millj Verð: 10,9 millj. Falleg 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Grafavoginum. Nálægt í alla þjónustu, leikskóla, grunnskóla og fjölbrautaskóla. Íbúðin er laus Tekið á móti gestum milli kl. 15 -16.30 Andri Björgvin Arnþórsson 846 0991 / 590 9508 andri@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali Til sölu glæsilegur 75 fm sumarbústað- ur, sem stendur á 5.850 fm kjarrivöxnu eignarlandi. 3 svefnherbergi. Sólstofa. Ca 100 fm verönd. Í bústaðnum er raf- magn og kalt vatn, einnig heitt vatn hit- að með hitatúpu. Bústaðurinn er á mjög fallegum stað í Borgarfirði. Glæsilegt útsýni til allra átta. Aðeins 12 km frá Borgarnesi. Stutt í sund, golf og veiði. Húsið er allt hið vandaðsta. Verð 8,5 millj. Kristín Davíðsdóttir í síma 695 2105 vísar veginn og sýnir. Sími 568 5556 SUMARBÚSTAÐUR VIÐ LANGÁ OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, Á MILLI KL. 14 OG 18 NÝR hökull var vígður til notk- unar í Stafkirkjunni á Heimaey á dögunum ásamt stólu. Hökull og stóla eru hluti af skrúða prestsins sem annast helgihaldið í kirkj- unni. Stærsti gefandi þessa veglega skrúða er Hitaveita Suðurnesja. Óhætt er að segja að með þessari góðu gjöf hafi Stafkirkjunni bæst enn einn dýrgripurinn og list- munur um leið. Hökullinn og stólan eru unnin af Leifi Breiðfjörð og Sigríði Jó- hannsdóttur árið 2002–3 og af- hent kirkjunni við messu laug- ardaginn 25. maí sl. Þegar hökullinn og stólan voru teiknuð var mynd á altari kirkj- unnar höfð til hliðsjónar. Þessi mynd er svokölluð fyrirbrík, þ.e. altarismyndin er framan á alt- arinu en ekki ofan á því eða fyrir ofan altarið eins og síðar varð al- gengasti siður í kirkjum. Á fyr- irbríkinni eru myndir af þáttum úr helgisögninni um Ólaf helga Noregskonung. Tákn á kirtli Ólafs helga á miðri myndinni var valið sem fyrirmynd að tákni framan á höklinum. Fjórblaða- form er í kringum tákn guð- spjallamannanna á myndinni og var það valið sem fyrirmynd að táknum á baki hökulsins, ásamt rétthyrndu tígulformi. Snið á höklinum er að grunni til frá gömlum hökli, sem var í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en sniðinu er breytt til að aðlaga það Staf- kirkjunni. Bogasnið neðan á hökl- inum er það sama og á dyraboga yfir inngangi í kór kirkjunnar og í dyraboga kirkjudyranna. Stóla biskups á altarismyndinni er fyr- irmynd að sniði stólunnar. Hún er frekar mjó en neðst breikkar hún út líkt og þekkt er af fornum myndum og gerð elstu stóla sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni. Rauður og gylltur litur á efni í hökli og stólu er sóttur í liti kirtla og klæða helgra manna í altarismyndinni. Þrjár myndir eru á bakhlið. Efst er höndin tákn föður, lambið tákn sonar og dúfan tákn heilags anda. Fyrirbríkin er talin vera frá Ljósmynd/Leifur Breiðfjörð Sr. Kristján Björnsson, formaður Stafkirkjunnar, mátar hér nýja hökulinn upp við altarið. Nýr hökull og stóla í Stafkirkjuna á Heimaey því um 1320–30. Hún er nú varð- veitt á minjasafni í Þrándheimi í Noregi enda er hún sögð hafa komið „frá kirkju Þrándheims ár- ið 1691 til minjasafns í Kaup- mannahöfn“. Myndin hefur verið rannsökuð ítarlega og var það ástæða þess að hægt var að gera mjög nákvæma eftirmynd af þess- ari fornu mynd. Fornminja- stofnun Noregs annaðist það og það var svo Norska kirkjan sem gaf eftirmyndina sem þjóðargjöf til Íslands þegar Stafkirkjan var afhent sumarið 2000 í Vest- mannaeyjum. Öll sú mikla þjóðargjöf, Staf- kirkjan og umbúnaður, var í til- efni þess að 1000 ár voru þá liðin frá kristnitöku Íslendinga og komu þeirra Hjalta Skeggjasonar og Gissurar hvíta til Eyja með kirkjuvið í fyrstu kirkju kristni- tökunnar á Íslandi sama ár. Formaður Stafkirkjunnar á Heimaey er sr. Kristján Björns- son, sóknarprestur Landakirkju, og skrýddist hann hinum nýja hökli við messuna og þjónaði fyr- ir altari ásamt öðrum presti Landakirkju, sr. Þorvaldi Víð- issyni. Mikið er um heimsóknir í kirkj- una og oft hafa verið haldnar helgistundir fyrir hópa ef óskað er eftir því. Kirkjan verður opin í sumar og fylgir það afgreiðslu- tíma Landlystar á Skansasvæð- inu. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Lágafellskirkja. Bænastund á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Nú er vetrarstarfi barna- starfs lokið en í sumar verður þó gæsla fyrir 1-7 ára börn á samkomu- tíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. Vegurinn. Kennsla um trú kl. 10, Jón Gunnar Sigurjónsson kennir. Bænastund kl. 16. Samkoma kl. 16.30. Högni Valsson predikar, gestir frá YWAM í Færeyjum taka til máls. Lofgjörð, fyrirbænir, sam- félag. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Sunnudagur 1. júní: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl.20. Ræðumaður Ester Jacobsen. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðartónlistina. Allir hjartan- lega velkomnir. Miðvikud. 4. júní: Mömmumorgun kl.10. Fimmtud. 5. júní: Eldur unga fólksins kl.21. Allir hjartanlega velkomnir. Föstud. 6. júní: Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. filadelfia@gospel.is Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.