Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hjálmar Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 14.
janúar 1914. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala
föstudaginn 16. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Krist-
jánsson fæddur og
uppalinn í Reykja-
vík, sjómaður og síð-
ar bílstjóri þar og
kona hans Ingibjörg
Ásmundsdóttir fædd
að Krossi í Lundar-
reykjadal, en uppalin á Akranesi.
Hjálmar var alinn upp í stórum
systkinahópi, en alls voru þau 13,
og lengst af bjó fjölskyldan á
Grettisgötu 58a. Eftirlifandi
systkini Hjálmars eru Hjördís, f.
meistari. 2) Gylfi prentari, f. 1944,
d. 1994, hans kona Vera Snæhólm
þroskaþjálfi og kennari. Þeirra
börn eru a) Magnhild skrifstofu-
stjóri í Toronto, hennar maður
Brent Dunnett símtæknifræðing-
ur, b) Gylfi Örn, dó nokkurra
daga gamall 1968 og c) Vera Ósk
skrifstofustjóri í Toronto, hennar
maður Paul Evans auglýsinga-
hönnuður. 3) Sjöfn, f. 1946, henn-
ar maður Sigurjón Arnlaugsson
tannlæknir. Þeirra börn a) Ingi-
björg sálfræðingur og námsráð-
gjafi, hennar maður Jón Helgi
Björnsson framkvæmdastjóri og
b) Sigurjón Örn MS nemi í verk-
fræði. Langafabörnin eru átta.
Hjálmar lauk námi frá Stýri-
mannaskólanum 1938 og var fyrst
stýrimaður og síðar skipstjóri,
lengst af á togurum útgerðarfyr-
irtækisins Alliance. Eftir að hann
hóf vinnu í landi stóð hann í fyrstu
að fiskverkun ýmiskonar og síðar
að byggingu og sölu íbúðarhús-
næðis.
Útför Hjálmars fór að hans ósk
fram í kyrrþey 30. maí.
1920, Aðalsteinn, f.
1923, Hjörtur, f. 1924,
og Ásdís Anna, f.
1931.
Hjálmar kvæntist 3.
júní 1939 Huldu Guð-
mundsdóttur hjúkr-
unarkonu, f. á Ísafirði
3. nóvember 1913, d.
26. mars, 1997. Þau
eignuðust þrjú börn
sem eru: 1) Gunnlaug-
ur trésmiður, f. 1938,
hans kona er Guðný
Andrésdóttir, f. 1939.
Þeirra börn eru a)
Hulda sviðsforstjóri
við Ulleval sjúkrahúsið í Ósló,
hennar maður Lars Erik Flatö
sjúkrahúsforstjóri við Luisenberg
sjúkrahúsið í Ósló, og b) Andrés
húsasmíðameistari, hans kona er
Kristín Stefánsdóttir hárgreiðslu-
Hjálmar tengdafaðir minn andað-
ist hinn 16. maí síðastliðinn eftir
stutta legu á sjúkrahúsi. Hann hafði
lengst af haft vel í baráttuni við Elli
kerlingu, bjó einn og sá um sig sjálf-
an eftir að Hulda eiginkona hans dó
fyrir 6 árum. Þó að líkamlegt þrek
hafi hægt dvínað hin síðari ár hélt
hann andlegu atgervi þar til yfir
lauk. Hann fylgdist alltaf vel með
þjóðmálum, hafði skoðanir á mönn-
um og málefnum og ekki kom annað
til greina en að kjósa, þótt fársjúkur
væri, í nýafstöðnum alþingiskosn-
ingum fimm dögum fyrir andlátið.
Hjálmar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í stórum systkinahópi.
Hann minntist æskuáranna ætíð
með miklu þakklæti. Fjölskyldan
var stór og allir urðu að leggja sitt
til heimilishaldsins. Þar lærði hann
að í lífinu þarf oftast að hafa fyrir
hlutunum og þeir gerast ekki bara
af sjálfu sér. Í öll þau ár sem ég hef
þekkt hann hef ég aldrei heyrt hann
tala af jafn mikilli ást og virðingu
um nokkra manneskju og móður
sína. Hún innrætti honum þau lífs-
gildi sem mér fannst einkennandi í
fari hans alla tíð, vinnusemi, heið-
arleika og hjálpsemi.
Hjálmar lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík árið
1938. Hann var í þeirri vösku sveit
íslenskra sjómanna sem sigldi með
fisk til Englands í seinni heims-
styrjöldinni og þótt hann hafi ekki
viljað gera mikið úr hættunni var
mér þó ljóst að oft mátti ekki miklu
muna að illa gæti hafa farið á þess-
um árum. Hann varð síðan skip-
stjóri á togaranum Kára í nokkur ár
þar til hann söðlaði um og hóf vinnu
í landi. Hann fékkst í fyrstu við fisk-
verkun en lengst af við bygginga-
starfsemi.
Árið 1939 kvæntist hann Huldu
Guðmundsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi. Þau eignuðust þrjú börn og
áttu farsælt og hamingjusamt
hjónaband. Hulda andaðist árið
1997 og var það Hjálmari mikill
missir. Þau hjónin höfðu orðið fyrir
þeirri miklu sorg þremur árum áður
að missa Gylfa son sinn aðeins
fimmtugan að aldri. Eftir lát Huldu
hélt Hjálmar þó heimili einn og bar
sig vel. Hann sá um alla matseld
sjálfur og átti alltaf heitt á könnunni
og meðlæti með kaffinu þegar kom-
ið var í heimsókn.
Allt frá því að ég kynntist dóttur
þeirra Hjálmars og Huldu og fór að
venja komur mínar á heimili þeirra
var mér vel tekið og eftir að við
Sjöfn giftum okkur bjuggum við
fyrstu árin á neðri hæð í húsi
tengdaforeldra minna. Börnin okk-
ar nutu þess að vera hluti af stór-
fjölskyldu þar sem afi og amma
skipuðu háan sess í lífi þeirra.
Hjálmar var skapmikill, talaði
tæpitungulaust og gat verið stóryrt-
ur ef sá gállinn var á honum. Hann
var harðduglegur til vinnu eins og
ég kynntist vel, því ég vann hjá hon-
um í byggingarvinnu í sumarleyfum
á námsárum mínum. Hann gerði þó
aldrei meiri kröfur til annarra en
hann gerði til sjálfs sín. Ég heyri
hann enn fyrir mér þegar staðið var
upp eftir hléin: „Jæja drengir, þá er
að koma sér að verki, þetta gerir sig
víst ekki sjálft.“ Dugnaður og
vinnusemi voru dyggðir sem voru
hátt skrifaðar hjá honum og flest
allt slæmt í fari manna gat hann fyr-
irgefið ef hann gat jafnframt sagt
um þá að þeir hafi verið duglegir til
vinnu. Hann var framkvæmdamað-
ur og þótti mest gaman þegar mikið
var að gerast og eitthvað áþreifan-
legt sást eftir vinnudaginn. Þegar
við hjónin hófum byggingu hússins
okkar bauð hann fram hjálp sína frá
fyrsta degi. Hann var í raun í fullri
vinnu við húsið okkar allt þar til við
fluttum inn og var okkur ómetanleg
hjálp.
Eins og margir „harðir naglar“
átti hann líka viðkvæma og ljúfa hlið
sem einkum sneri að börnunum í
fjölskyldunni. Hann var með af-
brigðum barngóður maður enda
löðuðust barnabörnin og síðar
barnabarnabörnin mjög að honum.
Allt sem sneri að börnum snerti ein-
hvern streng í hjarta hans. Hann
fór ekki hátt með það en ég vissi að
hann styrkti reglulega barnahjálp
bæði hérlendis og erlendis.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki lengur litið inn í Vogatunguna
til að rabba við tengdaföður minn.
Hann fylgdist alltaf vel með fréttum
í útvarpi og sjónvarpi, las blöðin
spjaldanna á milli, var stálminnug-
ur, kunni að greina kjarnann frá
hisminu og draga ályktanir af því
sem hann heyrði og las. Það skorti
því aldrei umræðuefnin hjá okkur.
Hann var mér góður tengdafaðir og
ekki síður vinur og ráðgjafi. Ég er
þakklátur fyrir að honum var gefin
góð heilsa fram undir það síðasta og
að hann gat búið að sínu og þurfti
ekki að vera upp á aðra kominn, því
það hefði ekki átt vel við hann. Þó að
hann hafi verið kominn fast að ní-
ræðu hafði hann samt mikinn lífs-
vilja en þegar ljóst var að lífinu væri
að ljúka var hann líka alveg sáttur
við það og hugur hans reikaði til lát-
inna ástvina sem hann mundi nú aft-
ur fá að njóta samvista við.
Ég kveð hann með virðingu og
þökk og bið honum Guðs blessunar.
Sigurjón Arnlaugsson.
Móðurafi okkar, Hjálmar Guð-
mundsson, er látinn. Við vorum svo
gæfusöm að alast upp í miklu návígi
við afa og Huldu ömmu okkar, en
íbúðin okkar var í kjallara hússins
þeirra. Við systkinin sóttum bæði
mikið til þeirra og var ávallt tekið á
móti okkur með hlýju og væntum-
þykju. Æskuminningarnar eru
tengdar þessum ljúfu stundum á
Fögrubrekku órjúfanlegum bönd-
um. Öll jólaboðin þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman, sólskinsdagar í
garðinum sem ávallt var óaðfinnan-
lega hirtur og næturnar sem við
fengum að „sofa á milli“ rifjast upp
nú þegar þau eru bæði farin frá
okkur. Afi var sérstaklega barngóð-
ur maður, þrátt fyrir hrjúft yfir-
borðið, og virtust hann og amma
hafa ótakmarkaða þolinmæði gagn-
vart okkur. Stundum þótti mömmu
nóg komið af veru okkar á efri hæð-
inni og skipaði okkur niður til að
gefa ömmu og afa næði. Ekki leið á
löngu þar til afi bankaði á hurðina
niðri og spurði hvort fólk væri í
„straffi“ þar á bæ. Ánægja hans af
samvistum við okkur var mikil og
einlæg.
Þegar við urðum eldri sýndi afi
námi okkar og starfi alltaf mikinn
áhuga og studdi okkur vel. Hann
fylgdist með þegar við vorum í próf-
um og hringdi iðulega til að kanna
hvernig okkur hefði gengið. Honum
þótti mikið til þess koma þegar við
stóðum okkur vel og var óspar á
hrósyrðin þegar þau áttu við. Hann
var einn af þeim sem alltaf virtist
hugsa um börnin sín og barnabörn
fyrst og sjálfan sig síðast. Sjálfur
fæddist hann í fátækt enda systk-
inahópurinn stór. Honum var mikið
í mun að búa vel í haginn fyrir af-
komendur sína og var örlátur við
þá. Umhyggja hans kom vel í ljós
þegar amma veiktist af alzheimer.
Meðan hún bjó heima sinnti hann
henni og heimili sem best hann gat.
Eftir að hún fluttist á hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð heimsótti hann
hana á hverjum degi, stundum
tvisvar á dag. Hann hugsaði um
leiði ættingja í þremur kirkjugörð-
um allt fram á það síðasta og vildi
alls enga hjálp þiggja í þeim efnum.
Ef blóm á leiði ömmu höfðu farið illa
í vondu veðri keypti hann ný til að
allt væri eins fallegt og hægt var.
Hjálmar afi var vel lesinn, gat
komist á flug þegar talað var um
málefni líðandi stundar og oft var
ekki langt í kímnigáfuna. Hann
hafði gott minni og gat slegið alla út
þegar rætt var um fréttir eða at-
burði. Hann var ákveðinn og oft var
hann ekkert að tvínóna við hlutina.
Þegar hann var búinn að ákveða
eitthvað var ekki aftur snúið heldur
drifið í því að framkvæma. Hann
ávann sér virðingu annarra í við-
skiptum sem sást best á því að þeg-
ar hann eða aðrir í fjölskyldunni
voru að byggja gat afi fengið bygg-
ingarefni án þess að þurfa að borga
krónu út í hönd. Fólk einfaldlega
treysti honum til að standa í skilum.
Og það gerði hann alltaf. Dugnaður
hans sást líka á því hversu vel hann
hugsaði um húsið á Fögrubrekk-
unni, einhvern veginn virtist hann
alltaf vera annaðhvort að mála það,
moka snjó af stéttunum eða slá
grasið á lóðinni. Hann hafði áhuga á
ræktun og rósir prýddu garðinn
hans í Vogatungunni þegar hann og
amma fluttu þangað.
Afi veiktist og fór of snemma á
spítalann til að fylgjast með rósun-
um springa út þetta árið. Hann lést
á líknardeild Landakotsspítala eftir
stutt veikindi. Allt fram á það síð-
asta voru hans nánustu honum efst-
ir í huga.
Þakklætið er efst í huga á kveðju-
stundu. Með þessum fátæklegu orð-
um kveðjum við afa okkar, Hjálmar
Guðmundsson, hinstu kveðju.
Ingibjörg og Sigurjón Örn.
Elsku nafni. Ég skil ekki alveg að
þú skulir vera farinn. Þótt að ég sé
bara 5 ára og þú 89 ára áttum við vel
saman, mér fannst alltaf svo gaman
að koma til þín og fá jólaköku og
appelsín. Við sátum saman í eldhús-
inu og þú spurðir um allt sem var að
gerast hjá mér og ég svaraði þér
fyrst til að byrja með á mínu barna-
máli sem stundum var erfitt að
skilja en alltaf þóttist þú skilja mig.
Þegar ég fór að stækka gátum við
farið að tala meira saman og var þá
oft spurning um hver var sá yngri
og hver var sá eldri. Þú komst alltaf
upp í Lómasali og þá leiddi ég þig út
um alla byggingu og þurfti að sýna
þér allt sem ég þóttist hafa smíðað
og þú hrósaðir mér fyrir að vera
svona duglegur. Ég á eftir að sakna
þess að geta ekki sýnt þér þegar
húsið er búið. Fótbolti var eitt það
sem við gátum talað um því okkur
þótti svo gaman að fótbolta og eitt
sinn þegar við mamma komum í
heimsókn varst þú að horfa á bolt-
ann og þá mátti ekki trufla. En mér
fannst það ekkert mál, settist hjá
þér og við horfðum saman á leikinn
meðan mamma varð að bíða þangað
til leikurinn var búinn til að geta tal-
að við okkur, við nafnarnir vildum
ekki láta trufla okkur.
Elsku langafi, það er margt sem
þú hefur gefið mér og gert fyrir mig
t.d. fyrsta kakan mín, fyrsti sælgæt-
isbitinn minn og fyrsta hjólið mitt
fékk ég frá þér en það sem mér þyk-
ir vænst um eru samverustundir
okkar og að alltaf hafðir þú tíma
fyrir mig, að þú sýndir mér áhuga í
öllu því sem ég gerði. Ég á eftir að
sakna þess að þú getir ekki fylgst
með mér byrja í skólanum í haust
því þú varst jafnspenntur og ég yfir
því að ég væri að byrja í skóla. En
ég veit að þú átt eftir að fylgjast
með mér og fylgja mér í gegnum líf-
ið því ég á allar góðu minningarnar
um þig sem ég geymi hjá mér.
Sofðu rótt, elsku langafi, ég elska
þig og kveð þig eins og þú kvaddir
mig alltaf.
Bless, himneskur minn, Guð
geymi þig.
Þinn nafni,
Hjálmar.
Elsku afi. Það eru margar minn-
ingarnar sem koma upp í huga mér
er ég staldra við og horfi til baka,
það yrði löng upptalning ef ég ætti
að setja þær allar á blað, en það
væri ekki í þínum anda ef ég færi að
vera með einhverja lofræðu hér. Þó
verð ég að þakka þér fyrir okkar
mörgu og góðu stundir saman. Þú
varst ákveðinn og fastur á þínum
skoðunum þannig að oft var hækk-
aður rómurinn þegar við vorum að
ræða málin í eldhúsinu og mun ég
sakna þeirra stunda. Það sem mér
fannst merkilegt og virti þig alltaf
fyrir var að þótt að þú sýndist vera
með hrjúfan skráp þá var ótrúlega
stutt í mýktina, það sást best á því
hvað þú varst góður við ömmu alla
tíð, það var aðdáunarvert hvað þú
stóðst sterkur við hlið hennar í þeim
veikindum sem hún átti við að stríða
seinustu árin sem hún lifði. Ég mun
aldrei gleyma því þegar ég kom
stoltur til þín af fæðingardeildinni
og sagði þér að það hefði fæðst lítill
Hjálmar og bað þig að halda á hon-
um undir skírn, þú færðist undan í
fyrstu en þegar við höfðum rætt
málin stutta stund þá veit ég ekki
hvor okkar var stoltari af stubbnum
pabbinn eða langafinn. Afi, ég kveð
þig með ást og söknuði.
Þinn
Andrés.
Elsku afi Hjálmar. Þegar ég
kynntist þér fyrst fyrir 10 árum síð-
an hitti ég fyrir mann sem ákvað að
taka þessari stúlkukind með varúð
en syni mínum sem þá var 3ja ára
tók hann með trompi. En þegar við
kynntumst betur komst ég að því að
fyrir innan skelina sem hann setti
stundum upp var maður með hjarta
úr gulli sem vildi allt fyrir okkur
gera. Það var alltaf jafn gaman að
koma til þín, þiggja kaffisopa í litla
borðkróknum og njóta þess að tala
við þig um allt milli himins og jarð-
ar. Alveg var sama hvað grísling-
arnir okkar þrír gátu verið með
mikil læti og hávaða og hvað við for-
eldrarnir reyndum að sussa á þau,
þú brostir bara út í annað og sagðir
ekki orð og það virtist ekkert trufla
þig nema ef það voru fréttir eða fót-
bolti, sérstaklega fótbolti. Ef hann
var í sjónvarpinu var eins gott að
koma bara seinna því við náðum
hvort eð er engu sambandi við þig
meðan leikurinn var.
Elsku afi, það er margs að minn-
ast en við ætlum að hafa þær minn-
ingar fyrir okkur og geyma þær
sem okkar dýrmæta fjársjóð.
Nú vitum við að þér líður vel, laus
við alla verki og að amma Hulda og
Gylfi hafa tekið vel á móti þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hinsta kveðja.
Þín
Kristín, Andreas og Guðný.
HJÁLMAR
GUÐMUNDSSON
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.