Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lassa-hitasóttarinnar varðfyrst vart 1969, þegartvær hjúkrunarkonur dóuí Nígeríu, og var veirannefnd eftir bænum þar sem hún kom fram. Lassa-sóttin hef- ur orðið að farsóttum, en þess á milli er hún landlæg á afmörkuðu svæði, í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone, ásamt Nígeríu. Því er ástæða fyrir alþjóðasamfélagið að fylgjast með henni og því fólki sem þar hrynur niður úr þessum sjúkdómi. Sjálf hafði ég ekki heyrt eða lesið um þennan skæða sjúkdóm, þrátt fyrir mikinn lestur og ótaldar bólu- setningar við aðskiljanlegustu sjúk- dómum á þessu sóttskæða svæði. Tilviljun að svo varð. Aðalstöðvar friðargæsluliðsins UNAMSIL voru að senda lækna og fleiri með þyrlu til Kenema og Tongó í austurhéraði Sierra Leone vegna dauðsfalla af þessum sjúkdómi og framkvæmda- stjórinn sem fyrir því stóð, landi minn Steinar Berg Björnsson, sá til þess að ég kæmist með í þyrlunni. Fyrirfram hafði ég fengið formlegt leyfi til þess að mega vera í farar- tækjum Sameinuðu þjóðanna, án þess að þeir bæru þó á mér ábyrgð. Friðargæsluliðar falla Friðargæsluliðið, sem sér um þetta tiltekna landsvæði, er frá Sambíu, SAMBATT. Þegar það var þangað komið, þar sem íbúarnir þjást og deyja úr þessum sjúkdómi, tóku friðargæsluliðar þennan sjúk- dóm og voru nokkrir dánir úr hon- um. Og nú var verið að bregðast við, enda vilja Sameinuðu þjóðirnar tryggja að friðargæsluliðar snúi heim heilir á húfi og líka að þeir beri ekki heim til sín svo skæða farsótt. Í þessu tilfelli var því ekki einu sinni hægt að senda jarðneskar leifar þessara ungu manna til síns heima. Dýrahýsill þessarar skæðu veiru er þarna sérstök tegund af rottum (Mulitmammate-rottur), nagdýr af rodentia-ættbálki. Hópurinn frá UNAMSIL, sem sendur var á stað- inn til að skoða hvað væri hægt að gera, samanstóð af dr. Koka Rao, yf- irlækni hjá SÞ, öðrum lækni þaðan, vatnsfræðingi og fleiri sérfræðing- um stofnunarinnar. Átta manns, undir forustu Salvans Pelambulans fulltrúa. Þyrlan lenti fyrst í bæ að nafni Kenema til þess að taka þarlenda sérfræðinginn í þessum sjúkdómi, dr. Conteh. Síðan var flogið áfram til Tógó, héraðsins þar sem sjúkdóm- urinn herjar í kringum herbúðir Sambíumannanna. Þar voru nú fjór- ir þeirra í einangrun og fleiri veikir. Einn hafði látist í vikunni á undan. Dr. Conteh segir mér að búið hafi verið að greina þessa veiru. Vitað sé að hún sé af ebólakyni. Rannsóknir séu í gangi í von um að hægt verði að búa til bóluefni. Hann hefur vegna stríðsins sl. 10 ár aðeins getað hlynnt að sjúklingum, og segir að veiru- drepandi lyf (ribavarin) hafi haft góð áhrif í upphafi sjúkdómsins. Þótt mannfall sé verulegt sé hægt að koma fólki til heilsu ef það kemur strax og það finnur fyrir veikinni, sem fæstir geri við þær aðstæður sem verið hafa í landinu. Sjúkdóms- einkennin koma fram 1–3 vikum eftir smit og lýsa sér í hitasótt, brjóst- verkjum, særindum í hálsi, illbæri- legum verkjum, uppköstum, bólgum í andliti og slímkenndum blæðing- um. Einnig leggst veikin á tauga- kerfið, sem hefur m.a. í för með sér heyrnarleysi, ef sjúklingurinn lifir af. Veira þessi getur borist í fólk á ýmsan hátt og milli manna. Frá rott- unum í þvagi og úrgangi og þaðan með snertingu eða mat, svo og um sár og skurði. Þar sem rottan lifir í kringum heimilin og á matarleifum, oft í illa vörðum matargeymslum, er það algengasta smitleiðin, en veiran getur líka borist í lofti við innöndun, snertingu milli manna og við um- gengni við sjúklinga eða með sjúkra- tækjum. Læknirinn upplýsti þetta í fyrirlestri fyrir Sambíumennina og dreifði bæklingi sem friðargæslulið SÞ hafði látið gera fyrir þá og al- menning. Uppþvotturinn á gólfinu Af sjálfu leiðir að hreinlæti er það sem gildir. En þar er hængur á. Hópurinn okkar var sendur til að taka út hreinlæti og aðbúnað í her- búðunum. Sambíumennirnir höfðu áður fengið fyrirmæli um viðbrögð, en þar sem í þeirra landi er ekki jafn- ströng tilfinning fyrir hreinlæti og t.d. hér á Norðurlöndum lék vafi á að þeir hefðu skilið fyllilega alvöru málsins. Við þrömmuðum því í fylgd með yfirmönnum SAMBAT í 40 stiga hita um búðirnar. Og mikið rétt, viðvaranir höfðu ekki skilað sér fyllilega, girðingar ekki náð vel niður í jörðina, birgðageymslur illa lokað- ar og eldhúsin eins og siður er í þeirra landi. Vaskað upp á gólfinu, mataráhöld ekki í skápum og leifum ekki eytt. Þeir höfðu t.d. ekki skilið almennilega að köttunum sem þeim var gert að fá sér var ekki ætlað að veiða rottur heldur að lifa á og minnka matarleifaúrganginn. Auð- vitað ber fólk með sér sína siði og menningu. Ég spurði Selvan Pelambulan þegar ég kom til aðalstöðvanna hvernig skýrsla hópsins hefði hljóð- að. Hann sagði brýnast að byggja ný og hreinlegri eldhús, en síðan væri lagt til að loka búðunum og urða þær. Flytja liðið blátt áfram í nýjar búðir á nýjum stað. Það kom mér ekki á óvart. En Sambíumennirnir höfðu lagst gegn því, sagt að það væri allt of dýrt. Þegar ég gekk á framkvæmdastjóra friðargæsluliðs- ins sagði hann að þegar mannaskipti yrðu í liðinu í byrjun júní mundu þeir þvinga þetta fram og leggja til það sem á vantar. Þetta dæmi veitir manni sýn inn í þau heilbrigðisvandamál sem heim- urinn stendur sameiginlega and- spænis og hættuna á útbreiðslu slíkra sjúkdóma frá löndum sem hrjáð eru af langvarandi stríðsátök- um, þaðan sem slíkir sjúkdómar geta haldið af stað út í heim. Báðir læknarnir fluttu meðal ann- arra fyrirlestra fyrir friðargæslulið- ana í SAMBAT-herdeildinni, kynntu þeim sjúkdóminn og brýndu þá á því hvernig þeir gætu varast hann. M.a. að vera ekki inni á héraðsbúum. Ef þeir hefðu kynni af konum, þá að nota a.m.k. smokka, sem dreift var til þeirra. Um leið notuðu læknarnir tækifærið til að tala um HIV-smit með sömu viðvörunum, en það er einnig stórt átak hjá friðargæslulið- inu í Sierra Leone. Átak gegn HIV Ég hafði átt viðtal við Hirut Befe- cadu, sem stjórnar því átaki fyrir friðargæslulið UNAMSILs. Hún sagði að liðið hefði strax við komuna 2001 áttað sig á því að engin vitn- eskja var til í landinu um hvernig ástandið væri varðandi HIV-smit og alnæmi og lét strax gera slembi- könnun. Virtust 7,5% HIV-smituð. Að vísu höfnuðu íbúarnir því alfarið að svo gæti verið. Sögðu að ef al- næmi væri í landinu hefði friðar- gæsluliðið komið með það. Því var byrjað á því að taka fyrir eigin lið- sveitir, sem voru þó alltaf 17 þúsund manns og skipt út árlega. Dreift er til hvers manns 100 smokkum á mán- uði. Það var útgangspunkturinn sem svo var unnið frá út í samfélagið í samvinnu við stjórnvöld. Og nú var komin heilsumiðstöð á heimavelli til að vinna að þessum málum um land allt. Ég sá í blöðum að forseti lands- ins var að hefja herferð með því að láta líka dreifa smokkum til hvers hermanns í sínum her með fyrir- lestraherferðum til að brýna her- mennina til að nota þá og breiða vitn- eskjuna út þegar þeir snúa heim í þorpin sín. Sameinuðu þjóðirnar hafa þjálfunarnámskeið fyrir slíka fyrirlesara til að senda út um landið. Einnig nýta þeir UN-útvarpið til að útbreiða þekkingu á málinu. Sagðist Hirut Befecadu hafa trú á því að þessi upplýsingaherferð væri að tak- ast, nú þegar friðargæsluliðið hefði umboð til að hafa afskipti af mann- úðarverkefnum eftir að friður á að vera kominn á. Væru að byggjast upp varnir og fræðsla, sem mundu halda áfram eftir að friðargæsluliðið væri á brott. Það er semsagt margt sem svo öfl- ugt friðargæslulið fæst við í landi, þar sem allir innviðir eru úr lagi og vandinn hefur bara safnast upp í ára- tugarlöngu stríði. Þegar ekkert er hægt að gera fer fólk gjarnan í höfn- un. Þessi ferð til SAMBAT-liðsins í Tongóhéraði opnaði augun fyrir margvíslegum vandamálum. „Við viljum gera allt til þess að friðar- gæsluliðar, sem eru að leggja sig fram, skili sér heilir heim,“ sagði Pelambulan. Og friðargæsluliðarnir frá Sambíu kvöddu okkur í einum kór með einkunnarorðum sveitar sinnar: „To serve together for Peace! We are the warriors of Peace! Að þjóna friði með samstilltu átaki! Við erum friðarins stríðsmenn!“ Og auðvitað þarf að verja þá líka. Skæður veirusjúkdómur má ekki halda út í heim Lassa-hitasótt nefnist skæður veirusjúkdómur, sem herjar á ákveðið svæði í Vestur-Afríku. Þar blundar hann, lítt heftur vegna langvarandi styrjaldar- ástands, og veldur dauða. Elín Pálmadóttir kveður það umhugsunarvert með vaxandi samgöngum um heiminn. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Leiðangurinn kveður friðargæsluliðana frá Sambíu við brottför í þyrlunni. Dr. Koka Rao, yfirlæknir hjá Sameinuðu þjóðunum, og dr. Conteh, sérfræðingur um Lassa-hitasóttina í Sierra Leone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.