Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristbjörg Sig-ríður Árnadóttir
fæddist á Oddsstöð-
um á Melrakkasléttu
8. júlí 1922. Hún lést
á dvalarheimilinu
Nausti á Þórshöfn
16. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Árni
Kristjánsson bóndi í
Kollavíkurseli og
Grímsstöðum í Þist-
ilfirði, f. 16.5. 1886,
d. 18. 9. 1976, og
Sesselja Sigurgeirs-
dóttir, f. 15.3. 1882,
d. 21.6. 1944. Bróðir Sigríðar var
Hermann Jósep, f. 24.4. 1919, d.
1.9. 1986.
Sigríður giftist 1941 Þóroddi
Björgvinssyni frá Borgum í Þist-
ilfirði, f. 12.3. 1907, d. 20.2. 1986.
Foreldrar hans voru Björgvin
Kristjánsson, f. 1886, d. 1916, og
Vilborg Guðmundsdóttir, f. 1874,
d. 1939. Sigríður og Þóroddur
eignuðust 15 börn, af þeim eru 13
á lífi. 1) Björgvin, f. 6.4. 1940,
maki Margrét Jónsdóttir f. 24.8.
1944, börn þeirra eru: a) Soffía, f.
2.6. 1964, maki Jónas Pétur Bóas-
son, f. 3.7. 1960, börn þeirra eru:
i) Björgvin Búi, f. 4.4. 1989, ii)
Bóas Ingi, f. 5.7. 1990, iii) Margrét
Brá, f. 22.6. 1998. b) Þóroddur, f.
26.7. 1965. c) Sóley Helga, f. 16.7.
1966, maki Sigurður Freyr Sig-
urðarson, f. 12.4. 1965. Dóttir
þeirra er Tinna Huld, f. 26.1.
2003. d) Árni Hermann f. 21.9.
1972, maki Þóra Einarsdóttir, f.
22.4. 1973. Sonur Þóru er Einar
Orri Þormar, f. 8.10. 1992. Börn
Árna og Þóru eru: i) Brynjar Logi,
f. 7.11. 1996, ii) Birgitta Rún, f.
5.4. 2002. e) Jón Guðmundur, f.
29.3. 1978. 2) Árni, f. 5.7. 1941,
maki Stefanía Snorradóttir, þau
skildu. Sonur þeirra er Vilmundur
Aðalsteinn, f. 2.7. 1980. 3) Vil-
borg, f. 27.9. 1942, maki Þorleifur
Gunnarsson, f. 23.11. 1931, börn
þeirra eru: a) Guðrún Soffía, f.
8.7. 1960, maki Jón Gíslason, f.
9.8. 1951. Börn Guðrúnar og Elv-
ars Erlingssonar eru: i) Vilborg
3.7. 1980, barnsfaðir Vignir Jóns-
son. Þau eiga óskírðan son, f. 29.4.
2003. 6) Indriði, f. 6.5. 1948, maki
Unnur E. Gunnlaugsdóttir, f. 22.3.
1955, börn þeirra eru: a) Þórunn,
f. 20.7. 1975, maki Halldór Gunn-
ar Jónsson, f. 13.2. 1964, börn
þeirra eru: i) Sigurrós, f. 18.4.
1998, ii) Unnar Sigurður, f. 20.11.
2000. b) Sigríður Ósk, f. 2.3. 1979,
maki Krzysztof Krawczyk, f. 28.5.
1977. Sonur Sigríðar og Halldórs
Vals Einarssonar er Indriði Örn,
f. 9.7. 1997. Sigríður og Krzysztof
eiga óskírðan son, f. 24.3. 2003. c)
Þröstur, f. 14. 2. 1982, maki Eva
Björk Harðardóttir, f. 3.9. 1983. d)
Sigurlaug, f. 22.4. 1989. 7) Sess-
elja, f. 4.6. 1949, maki Indriði
Kristjánsson, f. 23.2. 1940, börn
þeirra eru: a) Kristján, f. 25.4.
1968. b) Sóley, f. 2.12. 1969, maki
Örvar Sigþór Guðmundsson, f. 24.
3. 1963, börn þeirra eru: i) Freyja,
f. 12.8. 1997, ii) Arnar, f. 23.5.
2000. c) Harpa, f. 12. 11. 1970,
börn hennar og Þórarins Stefáns-
sonar eru: i) Brynjar Geir, f. 20.2.
1990, ii) Rakel, f. 14.3. 1992. Dótt-
ir Hörpu og Ólafs Stefánssonar er
Þóra, f. 24.6. 1998. d) Dagur, f.
28.10. 1976, barnsmóðir Gréta
Bergrún Jóhannesdóttir. Dóttir
þeirra er Emelía Ýr, f. 26.5. 1998.
e) Brynjar Geir, f. 27.12. 1986, d.
28.12. 1986. f) Sólveig Brynja, f.
13.5. 1988. 8) Grímur, f. 11.8.
1950, maki Þórný Sigurjónsdóttir,
þau skildu. Dóttir þeirra er Sig-
rún Birna, f. 19.11. 1978, maki
Einar Sigurður Sigursteinsson, f.
18.2. 1958. Sonur þeirra er Grím-
ur Ingi, f. 27.7. 1999. 9) Gunnar, f.
3.10. 1952. 10) Jóna, f. 22.11. 1953,
d. 18.6. 1954. 11) Jóna Birna, f.
19.11. 1955, maki Gunnlaugur
Snorrason, þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Snorri, f. 28.9. 1980,
b) Sigþór Geir, f. 25.10. 1989, c)
Auðbjörg María, f. 21.2. 1991. 12)
Þórey, f. 5.12. 1957. 13) Geir, f.
24.6. 1959. 14) meybarn, f. 31.5.
1961, d. 31.5. 1961. 15) Björg, f.
24.10. 1965, maki Magnús Sig-
urðsson, f. 31.12. 1957.
Útför Kristbjargar var gerð frá
Svalbarðskirkju 24. maí.
Anna, f. 14.11. 1979.
ii) Helga Sóley, f. 4.8.
1982, maki Gunnlaug-
ur Snorri Hrafnkels-
son, f. 11.1. 1977,
börn þeirra eru: i)
Stefán Hrafnkell, f.
7.4. 1998, ii) Íris Ósk,
f. 18.2. 2002, iii) Þor-
leifur Elís, f. 15.8.
1983, maki Ingibjörg
Jóna Kristjánsdóttir,
f. 6.6. 1983. Börn Guð-
rúnar og Jóns eru: iv)
Gísli, f. 18.7. 1987, v)
Halldór, f. 30.11.
1990, vi) María Val-
gerður, f. 18.12. 1991, vii) Jón
Fannar, f. 7.1. 1998. b) Gunnar
Kjartan, f. 11.1. 1963. c) Sigríður
Þórhalla, f. 13.2. 1964, maki Þor-
steinn Ásmundur Waltersson, f.
13.2. 1966, börn þeirra eru: i) Ása
Sigurjóna, f. 17.12. 1992, ii) Bjarki
Már, f. 25.1. 1994, iii) Margrét
Hulda, f. 3.11. 1999, iiii) Berglind
Rún, f. 21.2. 2002. d) Hrafnhildur
Lilja, f. 17.9. 1969, maki Guðni
Örn Hauksson, f. 25. 9. 1963. Dótt-
ir þeirra er Eva Guðný, f. 24.5.
2000. 4) Eyvindur, f. 24.11. 1944.
5) Níels, f. 22.11. 1946, maki Þor-
björg Guðmundsdóttir, þau
skildu. Sonur Þorbjargar er Sig-
urður Ragnar Kristinsson, f.
26.12. 1966, maki Kristín Óladótt-
ir, f. 28.12. 1966, börn þeirra eru:
i) Birgir Már, f. 11.9. 1994, ii) Þor-
bergur Ægir, f. 6.10. 1997, iii)
Dagur Eyberg, f. 13.2. 2001. Börn
Níelsar og Þorbjargar eru: a)
Linda Björk, f. 9.3. 1972, maki
Björn Víkingur Björnsson, f. 3.8.
1968. b) Karlotta, f. 20.6. 1973,
maki Jeremy W. Scaggs, f. 7.9.
1980. Sonur Karlottu og Ásmund-
ar Jespesen er Sigurður Alexand-
er, f. 1.6. 1990. Sonur Karlottu og
Jeremy er Ísak Daníel, f. 21.8.
2002. c) Aðalheiður, f. 27.7. 1974,
maki Eiður Ævarsson, f. 5.3. 1971.
Barn Aðalheiðar og Braga Hilm-
arssonar er Kristbjörg Lind, f.
30.8. 1995. Synir Aðalheiðar og
Eiðs eru: i) Eyjólfur Andri, f.
13.10. 1998, ii) Níels Atli, f. 12.2.
2002. d) Kristbjörg Sigríður, f.
Það er af mörgu að taka þegar
rifja á upp minningarnar um móð-
ur okkar frá liðnum árum.
Þær byrja á Grímsstöðum ára-
tuginn milli 1940 og 1950, með
smáviðkomu í Garði. Það var alltaf
nóg að gera fyrir alla. Nýtt barn
fæddist næstum á hverju ári. Alltaf
var einhver að læra að ganga eða
tala. Þau eldri lærðu fljótt að
bjarga sér sjálf og koma þeim á
lappirnar sem dottið höfðu um ein-
hvern annan sem aðeins hafði lært
að skríða.
Alltaf var stutt í spaug og spé og
aðra þá hluti sem gáfu tilefni til
þess að hlæja, það er mikil Guðs
gjöf að kunna að hlæja með börn-
um og geta kennt þeim að sjá
björtu hliðarnar á lífinu og tilver-
unni og fara ekki fram á meira en
til var á hverjum tíma. Það var
ekki hátt til lofts og vítt til veggja
á Grímsstöðum en samt nóg pláss
fyrir alla, líka nágranna sem komu
til að spjalla og segja fréttir af öðr-
um bæjum.
Þegar fjölskyldan flutti í Her-
mundarfell 1949 breyttist margt.
Þaðan var stutt til næstu bæja; í
Hagaland, Garð, Brekknakot og
Sævarland. Á Sævarlandi var bóka-
safn. Þangað sótti pabbi oft fullan
poka af bókum á veturna. Allt var
lesið af fróðleiksfýsn og forvitni.
Stundum upphátt fyrir aðra.
Á þessum bæjum var líka fullt af
jafnöldrum sem gott var að hitta
og kynnast í nýju ljósi þeirrar til-
veru sem fjallabæirnir og fjölmenn-
ið höfðu upp á að bjóða. Í Garði bjó
ljósa okkar eins og við krakkarnir
kölluðum hana Kristrúnu Einars-
dóttur ljósmóður. Það var gott að
geta hlaupið til hennar með smá-
skrámu eða háalvarleg trúnaðar-
mál hvenær sem var og trúa því að
hún gæti læknað allt.
Það hefur verið mikið verk og
tímafrekt að fæða og klæða alla
fjölskylduna. Við munum hvað mat-
urinn þinn var góður og hollur hef-
ur hann verið því ekki hafa margir
krankleikar verið að hrjá okkur.
Fyrir það viljum við þakka.
Við vitum að þú vilt þakka öllum
nágrönnum og öðrum sem lögðu
þér lið og sýndu í hug og verki
þann kærleika sem okkar litla sam-
félag við Þistilfjörð er svo ríkt af.
Starfsmenn og vistfólk á Nausti fá
hjartans þakkir fyrir allt gott á
liðnum árum. Við þökkum þér það
uppeldi sem þú gafst okkur og biðj-
um góðan Guð að gæta þín að ei-
lífu.
Hinsta kveðja.
Börnin þín.
Okkur langar að minnast þín,
elsku amma, með nokkrum orðum.
Við minnumst þín sem ömmu sem
alltaf var gott að koma til. Þú varst
alltaf svo góð og elskuleg. Fallega
gráa hárið sem þú fléttaðir og vafð-
ir um höfuðið gerði þig líka svo
flotta, alveg eins og ömmur eiga að
vera.
Alltaf var glatt á hjalla þegar við
barnabörnin komum saman í af-
mælum hjá þér á Ytra-Álandi, enda
barnahópurinn stór og gaman að
hitta alla hina krakkana. Við lékum
okkur í þurrkhjallinum, farið var í
skessuleik, fallin spýta, eitur í
flösku og fleiri leiki. Svo var farið í
bæinn til þín og þú tókst á móti
okkur með hlýjum orðum og kossi
og gafst okkur heitt kakó og fullt
af kökum.
Eftir að þið fluttuð í Hagaland
nutum við krakkarnir í Garði, þess
hve stutt var að fara í heimsókn til
ykkur og ófáar ferðir höfum við
farið hérna milli bæjanna. Svo fór-
um við að heiman í skóla en þegar
við komum heim í frí var aldrei
beðið lengi með að heimsækja ykk-
ur öll á Hagalandi og margt var þá
spjallað.
Það hefur einhvern tímann verið
erfitt hjá þér og afa með allan
barnahópinn og síðustu árin, eftir
að heilsan fór að gefa sig, hafa líka
verið þér erfið. En nú hefur þú
fengið hvíld, elsku amma.
Þú fórst frá okkur á afmælisdag-
inn hans Árna langafa og hver veit
nema hann hafi tekið á móti þér
með orgelspili og söng eins og
hann var vanur að gera þegar gest-
ir komu í afmælið hans.
Elsku amma, við þökkum fyrir
allar samverustundirnar. Hvíl þú í
friði.
Systkinin
í Garði.
KRISTBJÖRG SIGRÍÐUR
ÁRNADÓTTIR
Okkar ástkæri Hauk-
ur. Það er sagt, að þeir
deyi ungir sem guðirnir
elska. Af hverju? Okkur
finnst það óskiljanlegt
og óréttlátt. Þú varst
frábær og klár drengur. Við viljum
þakka þér fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman þegar við heim-
sóttum ykkur til Danmerkur og eins á
Íslandi. Allar sumarbústaðaferðirnar
og skemmtilegu gamlárskvöldin þeg-
ar þið, við og Lilja og fjölskylda vor-
um saman, þá var nú hlegið og borð-
að. Síðan var sko flugeldasýning af
betri gerðinni um miðnættið. Við biðj-
um af einlægni kærleiksandann mikla
og engla hans að umvefja þig og
styrkja í nýjum heimkynnum. Takk
fyrir samfylgdina.
Elsku Íris, Böðvar, Bjarni og Sím-
on. Megi algóður Guð vera með ykkur
og styrkja á þessum erfiðu tímum.
Ragnheiður, Valur
og Guðrún Jóna.
Ef örlögin hefðu ekki gripið inn í
hefði frændi okkar og vinur, Haukur
Böðvarsson, orðið 17 ára í dag, 1. júní.
Fyrir augum blöstu við ánægjuleg-
ar stundir unglingsáranna. Haukur
hlakkaði mikið til þessa tíma og gat
vart beðið eftir bílprófinu og hafði
hann safnað aurum fyrir sínum eigin
bíl. Í sumar átti hann von á heimsókn
frá æskuvinum sínum frá Danmörku
og ætlaði hann að ferðast með þá um
landið í bílnum sínum.
HAUKUR
BÖÐVARSSON
✝ Haukur Böðvars-son fæddist í
Danmörku hinn 1.
júní 1986. Hann lést
af slysförum á Húsa-
vík hinn 16. mars síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Húsa-
víkurkirkju 22.
mars.
Í gegnum árin eydd-
um við miklum tíma
með Hauki og hans ást-
ríku fjölskyldu í Dan-
mörku. Í reglulegum
heimsóknum okkar til
þeirra gengum við að
höfðinglegum mót-
tökum og ánægjulegum
stundum vísum. Gistum
við ávallt í herberginu
hans Hauks, sem fannst
það ekki mikið tiltöku-
mál að yfirgefa her-
bergið fyrir okkur.
Haukur var mjög
hæfileikaríkur drengur,
gekk einstaklega vel í skóla og átti
marga góða vini. Hann var þegar far-
inn að huga að framhaldsnámi að
loknu stúdentsprófi. Hann átti fram-
tíðina svo sannarlega fyrir sér.
Sumt sem gerist í lífinu er torvelt
að skilja. Hvers vegna hugljúfur
drengur eins og Haukur er frá okkur
tekinn á svona snöggan og sársauka-
fullan hátt er ómögulegt að skilja.
Ungur drengur, hæfileikaríkur með
framtíðardrauma. Alinn upp af ást-
ríkri fjölskyldu, sem unni honum og
hann unni. Tilganginn með hræðileg-
um slysum sem þessu er erfitt að
finna, en við trúum því að Hauki sé
ætlað stærra hlutverk í hinum kom-
anda heimi. Jesús mælti: „Ég er upp-
risan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun
lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25)
Ó, alfaðir góði sem græðir öll sár
og geymir vorn ástríka bróður,
strjúk þú af augunum titrandi tár
hjá tregandi föður og móður.
(R. G.)
Elsku vinir, Böðvar, Íris, Bjarni og
Símon. Megi algóður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg. Söknuður-
inn eftir einstakan dreng er sár en
minningin um góða vininn okkar mun
áfram lifa í hjörtum okkar.
Njáll Karlsson og fjölskylda.
Nú lýkur degi sól er sest.
Nú svefnfrið þráir jörðin mest.
Nú blóm og fuglar blunda rótt
en blærinn hvíslar góða nótt.
(Valdimar V. Snævar.)
Veðrið skartaði sínu fegursta þegar
við fylgdum Ólu frænku okkar síðasta
spölinn og langar okkur að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Hún var ein af þessum dagfars-
prúðu manneskjum sem vann verk
sín í hljóði og af mikilli samviskusemi.
Frá því hún var ung stúlka og meðan
aldur leyfði var hún úti á vinnumark-
aðnum. Ung að árum fór hún í vist til
Reykjavíkur og minntist hún oft
þeirra ára með þakklæti. Þá vann hún
í mörg ár á sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum og síðar í fiskvinnslu.
Í Vestmannaeyjum héldu þær
heimili saman, hún og Lauga móðir
hennar, og þangað kom sú eldri okkar
oft þegar hún ung stúlka vann eitt ár í
Eyjum en þær frænkur voru góðar
vinkonur og hélst sú vinátta alla tíð.
Þeirri yngri fannst einnig gott að
koma í Hjálmholt, þegar hún á ung-
ÓLÖF
SIGVALDADÓTTIR
✝ Ólöf Sigvalda-dóttir frá Hjálm-
holti í Vestmanna-
eyjum var fædd 4.
ágúst 1914. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík miðviku-
daginn 21. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigur-
laug Þorsteinsdóttir
og Sigvaldi Benja-
mínsson. Hún átti
eina systur, Bjarn-
eyju, sem lést 1974.
Útför Ólafar fór
fram frá Keflavíkurkirkju 28.
maí.
lingsárum brá sér á
þjóðhátíð en hjá þeim
mæðgum voru hlýjar
móttökur og gestrisni í
fyrirrúmi.
En allt er breyting-
um háð og eftir gosið
1973 setjast þær mæðg-
ur að í Keflavík. Óla fer
fljótlega að vinna í fisk-
vinnslu en síðustu
starfsárin vann hún í
mötuneyti á Keflavíkur-
flugvelli. Eftir að móðir
hennar lést bjó hún ein,
en var ætíð í miklu sam-
bandi við börn Böddu
systur sinnar og síðan barnabörnin
hennar.
Það fór ekki mikið fyrir Ólu, hún
var kona sem ekki vildi láta hafa mik-
ið fyrir sér, hlédræg og virtist stund-
um örla á feimni, sérstaklega í marg-
menni. En með okkur sem þekktum
hana var slegið á létta strengi og oft
rifjaðar upp minningar frá því þær
vinkonurnar voru ungar stúlkur. Hún
var alltaf vel til höfð og lagði mikið
upp úr því að hafa snyrtilegt í kring-
um sig og bar heimili hennar þess
merki. Hún var gestrisin og góð heim
að sækja.
Síðustu þrjú árin dvaldi Óla í Víði-
hlíð en heilsan hafði gefið sig og þar
naut hún góðrar umönnunar. Því
finnst okkur við hæfi að kveðja hana
með þessu ljóði:
Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt,
Þér himins styrk fær svefninn veitt.
Hann gefur lúnum þrek og þrótt.
Ó, þreytti maður – sof nú rótt.
(Valdimar V. Snævar.)
Við minnumst með þakklæti og
hlýju samverustunda liðinna ára.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
María Jónsdóttir,
Sigurlaug Einarsdóttir.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.