Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 29 KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til 9. júní. Yfirskriftin er: „Ég ætla að gefa regn á jörð.“ Sunnudagur Hallgrímskirkja kl. 11: Hátíðar- messa. Sérstök áhersla er lögð á trú, list og börn í messunni. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Barna- og unglingakórar Hall- grímskirkju, Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjórn- endur Bjarney I. Gunnlaugsdóttir, Oddný Þórhallsdóttir og Helga Loftsdóttir. Fiðlusveit Allegro Suz- uki-tónlistarskólans leikur undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Leik- brúðuland sýnir Fjöðrina sem varð að fimm hænum og ævintýrið um Stein Bollason í leikstjórn Arnar Árnasonar. Að lokinni messu verður útihátíð á Hallgrímstorgi. Salurinn í Kópavogi kl. 20: Ljóða- tónleikar: Trúarlegir ljóðasöngvar með Andreas Schmidt og píanóleik- aranum Helmut Deutsch. Þeir flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesänge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michel- angelo-ljóð eftir Wolf. Í GOLFSKÁLANUM á Efra-Seli, sem er skammt frá Flúðum, hafa verið sett upp tæplega fjörutíu mál- verk. Þetta er hluti af því sem hóp- ur áhugafólks um myndlist héðan úr sveitinni hefur málað á myndlist- arnámskeiði sem fram hefur farið einu sinni í viku síðan í janúar. Þetta er þriðji veturinn sem frú Katrín Briem, myndlistarkennari á Stóra-Núpi, segir hópnum til, en komið hefur verið saman í fjórar kennslustundir í senn. Auk þess hefur þetta áhugasama myndlist- arfólk, sem að þessu sinni var sjö talsins, unnið heima að þessum hugðarefnum sínum eftir fyrirsögn leiðbeinandans. Sumir í hópnum hafa verið á myndlistarnám- skeiðum í nokkur ár en aðrir eru að byrja. Katrín Briem, sem hefur víða kennt myndlist á fjórða áratug, segir að fólkið í þessum hópi, sem að meginhluta er konur, sé mjög áhugasamt og margir leyni á sér eins og hún orðar það. Taki náminu vel og sé allt af vilja gert að leggja sig fram. Á sýningunni eru eingöngu olíu- málverk og olíupastelmyndir en einnig var unnið með krít og teikn- að á námskeiðinu. Myndefnið er að- allega landslag bæði í nærmynd og í fjarska. Lokaverkefnið var tvær stórar myndir sem sýndu jörð og himin annars vegar og hins vegar himin og jörð sem áttu að vera í senn andstæður og hliðstæður. Golfskálinn var valinn sem sýn- ingarstaður þar sem mikill fjöldi fólks sækir hinn vinsæla 18 holna völl sem er á Efra-Seli. Sýningin er opin út júní og eru flestar mynd- irnar til sölu. Myndlistarsýning í golfskála Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þau sýna málverk í Golfskálanum á Efra-Seli, f.v.: Skúli Gunnlaugsson, Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir, Katrín Briem leiðbein- andi, Helga Magnúsdótir, Anna Magnúsdóttir og Elín Guðfinnsdóttir. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Sunnudagur Portið kl. 13 „Brot af Læknum“ – ljósmyndasýning Sigrúnar Jónsdótt- ur. Hafnarborg kl. 13:30 Afmælishá- tíð, setning Bjartra daga og Sverr- isdagur. Þrjár myndlistarsýningar: Afmælissýning Hafnarborgar 1993-2003. Samtímalistasýning lista- manna tengdra Hafnarfirði. 95 ára afmælissýning Byggðasafnsins Halli rakari kl. 14 Myndlistarsýn- ing Brynju Árnadóttur hjá Halla rakara Sjóminjasafnið kl. 15 Eitt lítið skref – eitt lítið handtak, gjörningur og myndbandverk Magneu Þuríðar Ingvarsdóttur. Hásalir kl. 20 Hátíðartónleikar kórakvartettsins. Bjartir dagar í Hafnarfirði VEISLAN eftir Thomas Vinterberg, Mogens Rukov og Bo Hansen verður sýnd í 80. sinn á sunnudagskvöldið. Aðeins eru eftir 3 sýningar á verkinu sem frumsýnt var fyrir rúmu ári á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Leikendur eru Hilmar Jónsson, Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdi- marsdóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Jónsson, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien Achou, Kjartan Guðjónsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. 80. sýning á Veislunni KIRKJUBÆJARSTOFA opnar sýningu í sýningarsal stofunnar á Kirkjubæjarklaustri í dag, sunnu- dag kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er „Sagan í sandinum – klaustrið á Kirkjubæ“ og er þar fjallað um sögu nunnuklaustursins að Kirkjubæ á Síðu sem þar stóð frá árinu 1186 og allt fram til siðaskipta árið1546. Sagt verður á myndrænan hátt frá fornleifarannsóknum á rústa- svæðinu, þar sem talið er að nunnu- klaustrið í Kirkjubæ og önnur byggð til forna hafi staðið og einnig sýndir munir sem fundist hafa við uppgröftinn. Kristnihátíðarsjóður styrkir rannsóknirnar á Kirkjubæjar- klaustri. Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur hjá Fornleifafræðistof- unni sér um fornleifarannsóknirnar, hönnuður sýningarinnar er Kristján Mímisson fornleifafræðingur Sýningin verður opin í sumar þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14– 18. Sumarsýning í Kirkju- bæjarstofu SÝNING á ljósmyndum Halldóru Rannveigar Guðmundsdóttur, Dóru Sigga Magg, verður opnuð í dag í Melbæ, félagsheimili eldri borgara, á Eskifirði. Halldóra (1909-1997) var yngri dóttir hjónanna Guðmundar Gestssonar söðlasmiðs og konu hans Vilborgar Bjarnadóttur. Dóra ólst upp í Reykjavík. Að skólagöngu lok- inni vann hún verslunarstörf. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Félags eldri borgara á Eskifirði og Fjarðabyggð- ar. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Halldóra var virkur áhugaljós- myndari frá unga aldri. Ólíkt mörg- um ljósmyndaáhugamönnum tók hún myndir alla ævi. Myndir Dóru þóttu mjög vel teknar og hafði hún gott auga fyrir myndefni. Í kringum 1930 var stofnað fyrirtæki sem fram- leiddi póstkort og fékk það að búa til póstkort eftir nokkrum mynda henn- ar.“ Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 til 6. júlí. Stefnt er að því að bjóða upp á þessa sýningu í Reykjavík á haustdögum. Ljósmyndir Dóru Sigga Magg ÞÝSKA píanótríóið Kölner Klavier- trio heldur tónleika í Íslensku óper- unni í hádeginu á morgun, þriðjudag, kl. 12.15. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö verk; Geistertrio opus 70 nr. 1 eftir Beethoven og Píanótríó í G-moll eftir Debussy en það mun vera eina verk- ið sem Debussy skrifaði fyrir píanó- tríó. Í tríóinu eru píanóleikarinn Ernst Ückermann, fiðluleikarinn Walter Schreiber og Joanna Sachr- yn sellóleikari. Kölner Klaviertrio var stofnað ár- ið 1985 og hefur komið fram víða um heim. Tríóið hefur komið fram í út- varpi og sjónvarpi og gefið út hljóm- diska með verkum eftir Mozart, Smetana og Debussy. Mörg tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir tríóið. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við fund þýsk-íslensku við- skiptanefndarinnar. Kölner Klaviertrio í Óperunni Samgönguráðuneytið Fundir um ný hafnalög Samgönguráðuneytið boðar til kynningarfunda um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum. Fundirnir eru einkum ætlaðir stjórnendum hafna og fulltrúum í hafnastjórnum. Á fundunum munu halda erindi fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Hafnasambandi sveitarfélaga. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, verður fundar- stjóri á öllum fundunum. Fundirnir eru þessir: Föstudagur 6. júní kl. 10:00–13:30 Safnaðarheimilið á Reyðarfirði. Þriðjudagurinn 10. júní kl. 10:00–13:30 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Miðvikudagur 11. júní kl. 13:00–15:30 Samband sveitarfélaga á Háaleitisbraut 11, Rvík. Föstudaginn 13. júní kl. 13:00–15:30 Hótel KEA, Akureyri. Reykjavík, 30. maí 2003 Samgönguráðuneytið www.samgonguraduneyti.is - sími 545 8200 JAZZLISTAFÓLK! Auglýst er eftir umsóknum í þátttökustyrki til Jazzhátíðar Reykjavíkur 2003 sem verður haldin 5.-9. nóvember nk. Umsóknir skulu sendar á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27 og á vefsíðu hátíðarinnar www.reykjavikjazz.com og skulu sendast í almennum pósti fyrir 1. júlí nk. merktar: „Jazzhátíð 2003 - Pósthólf 8955,128 Rvík“ eða með tölvupósti til festival@reykjavikjazz.com. Aðeins verða teknar til greina umsóknir með fullum, umbeðnum upplýsingum. Jazzhátíð Reykjavíkur 2003 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.