Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 29
KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til
9. júní. Yfirskriftin er: „Ég ætla að
gefa regn á jörð.“
Sunnudagur
Hallgrímskirkja kl. 11: Hátíðar-
messa. Sérstök áhersla er lögð á trú,
list og börn í messunni. Sigurður
Pálsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Barna- og unglingakórar Hall-
grímskirkju, Grafarvogskirkju og
Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjórn-
endur Bjarney I. Gunnlaugsdóttir,
Oddný Þórhallsdóttir og Helga
Loftsdóttir. Fiðlusveit Allegro Suz-
uki-tónlistarskólans leikur undir
stjórn Lilju Hjaltadóttur. Leik-
brúðuland sýnir Fjöðrina sem varð
að fimm hænum og ævintýrið um
Stein Bollason í leikstjórn Arnar
Árnasonar. Að lokinni messu verður
útihátíð á Hallgrímstorgi.
Salurinn í Kópavogi kl. 20: Ljóða-
tónleikar: Trúarlegir ljóðasöngvar
með Andreas Schmidt og píanóleik-
aranum Helmut Deutsch. Þeir flytja
Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier
ernste Gesänge eftir Brahms,
Biblíuljóð eftir Dvorák og Michel-
angelo-ljóð eftir Wolf.
Í GOLFSKÁLANUM á Efra-Seli,
sem er skammt frá Flúðum, hafa
verið sett upp tæplega fjörutíu mál-
verk. Þetta er hluti af því sem hóp-
ur áhugafólks um myndlist héðan
úr sveitinni hefur málað á myndlist-
arnámskeiði sem fram hefur farið
einu sinni í viku síðan í janúar.
Þetta er þriðji veturinn sem frú
Katrín Briem, myndlistarkennari á
Stóra-Núpi, segir hópnum til, en
komið hefur verið saman í fjórar
kennslustundir í senn. Auk þess
hefur þetta áhugasama myndlist-
arfólk, sem að þessu sinni var sjö
talsins, unnið heima að þessum
hugðarefnum sínum eftir fyrirsögn
leiðbeinandans. Sumir í hópnum
hafa verið á myndlistarnám-
skeiðum í nokkur ár en aðrir eru að
byrja. Katrín Briem, sem hefur víða
kennt myndlist á fjórða áratug,
segir að fólkið í þessum hópi, sem
að meginhluta er konur, sé mjög
áhugasamt og margir leyni á sér
eins og hún orðar það. Taki náminu
vel og sé allt af vilja gert að leggja
sig fram.
Á sýningunni eru eingöngu olíu-
málverk og olíupastelmyndir en
einnig var unnið með krít og teikn-
að á námskeiðinu. Myndefnið er að-
allega landslag bæði í nærmynd og
í fjarska. Lokaverkefnið var tvær
stórar myndir sem sýndu jörð og
himin annars vegar og hins vegar
himin og jörð sem áttu að vera í
senn andstæður og hliðstæður.
Golfskálinn var valinn sem sýn-
ingarstaður þar sem mikill fjöldi
fólks sækir hinn vinsæla 18 holna
völl sem er á Efra-Seli. Sýningin er
opin út júní og eru flestar mynd-
irnar til sölu.
Myndlistarsýning
í golfskála
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þau sýna málverk í Golfskálanum á Efra-Seli, f.v.: Skúli Gunnlaugsson, Dóra
Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir, Katrín Briem leiðbein-
andi, Helga Magnúsdótir, Anna Magnúsdóttir og Elín Guðfinnsdóttir.
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Sunnudagur
Portið kl. 13 „Brot af Læknum“ –
ljósmyndasýning Sigrúnar Jónsdótt-
ur.
Hafnarborg kl. 13:30 Afmælishá-
tíð, setning Bjartra daga og Sverr-
isdagur. Þrjár myndlistarsýningar:
Afmælissýning Hafnarborgar
1993-2003. Samtímalistasýning lista-
manna tengdra Hafnarfirði. 95 ára
afmælissýning Byggðasafnsins
Halli rakari kl. 14 Myndlistarsýn-
ing Brynju Árnadóttur hjá Halla
rakara
Sjóminjasafnið kl. 15 Eitt lítið
skref – eitt lítið handtak, gjörningur
og myndbandverk Magneu Þuríðar
Ingvarsdóttur.
Hásalir kl. 20 Hátíðartónleikar
kórakvartettsins.
Bjartir dagar
í Hafnarfirði
VEISLAN eftir Thomas Vinterberg,
Mogens Rukov og Bo Hansen verður
sýnd í 80. sinn á sunnudagskvöldið.
Aðeins eru eftir 3 sýningar á verkinu
sem frumsýnt var fyrir rúmu ári á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Leikendur eru Hilmar Jónsson,
Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Elva
Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdi-
marsdóttir, Nanna Kristín Magnús-
dóttir, Baldur Trausti Hreinsson,
Stefán Jónsson, Erlingur Gíslason,
Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien
Achou, Kjartan Guðjónsson og
Brynhildur Guðjónsdóttir.
80. sýning
á Veislunni
KIRKJUBÆJARSTOFA opnar
sýningu í sýningarsal stofunnar á
Kirkjubæjarklaustri í dag, sunnu-
dag kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar
er „Sagan í sandinum – klaustrið á
Kirkjubæ“ og er þar fjallað um sögu
nunnuklaustursins að Kirkjubæ á
Síðu sem þar stóð frá árinu 1186 og
allt fram til siðaskipta árið1546.
Sagt verður á myndrænan hátt
frá fornleifarannsóknum á rústa-
svæðinu, þar sem talið er að nunnu-
klaustrið í Kirkjubæ og önnur
byggð til forna hafi staðið og einnig
sýndir munir sem fundist hafa við
uppgröftinn.
Kristnihátíðarsjóður styrkir
rannsóknirnar á Kirkjubæjar-
klaustri.
Bjarni F. Einarsson fornleifa-
fræðingur hjá Fornleifafræðistof-
unni sér um fornleifarannsóknirnar,
hönnuður sýningarinnar er Kristján
Mímisson fornleifafræðingur
Sýningin verður opin í sumar
þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–
18.
Sumarsýning
í Kirkju-
bæjarstofu
SÝNING á ljósmyndum Halldóru
Rannveigar Guðmundsdóttur, Dóru
Sigga Magg, verður opnuð í dag í
Melbæ, félagsheimili eldri borgara, á
Eskifirði. Halldóra (1909-1997) var
yngri dóttir hjónanna Guðmundar
Gestssonar söðlasmiðs og konu hans
Vilborgar Bjarnadóttur. Dóra ólst
upp í Reykjavík. Að skólagöngu lok-
inni vann hún verslunarstörf.
Sýningin er samstarfsverkefni
Þjóðminjasafns Íslands, Félags eldri
borgara á Eskifirði og Fjarðabyggð-
ar.
Í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Halldóra var virkur áhugaljós-
myndari frá unga aldri. Ólíkt mörg-
um ljósmyndaáhugamönnum tók
hún myndir alla ævi. Myndir Dóru
þóttu mjög vel teknar og hafði hún
gott auga fyrir myndefni. Í kringum
1930 var stofnað fyrirtæki sem fram-
leiddi póstkort og fékk það að búa til
póstkort eftir nokkrum mynda henn-
ar.“
Sýningin verður opin laugardaga
og sunnudaga kl. 14-18 til 6. júlí.
Stefnt er að því að bjóða upp á þessa
sýningu í Reykjavík á haustdögum.
Ljósmyndir
Dóru Sigga
Magg
ÞÝSKA píanótríóið Kölner Klavier-
trio heldur tónleika í Íslensku óper-
unni í hádeginu á morgun, þriðjudag,
kl. 12.15.
Á efnisskrá tónleikanna eru tvö
verk; Geistertrio opus 70 nr. 1 eftir
Beethoven og Píanótríó í G-moll eftir
Debussy en það mun vera eina verk-
ið sem Debussy skrifaði fyrir píanó-
tríó. Í tríóinu eru píanóleikarinn
Ernst Ückermann, fiðluleikarinn
Walter Schreiber og Joanna Sachr-
yn sellóleikari.
Kölner Klaviertrio var stofnað ár-
ið 1985 og hefur komið fram víða um
heim. Tríóið hefur komið fram í út-
varpi og sjónvarpi og gefið út hljóm-
diska með verkum eftir Mozart,
Smetana og Debussy. Mörg tónskáld
hafa samið verk sérstaklega fyrir
tríóið.
Tónleikarnir eru haldnir í
tengslum við fund þýsk-íslensku við-
skiptanefndarinnar.
Kölner
Klaviertrio
í Óperunni
Samgönguráðuneytið
Fundir um ný hafnalög
Samgönguráðuneytið boðar til kynningarfunda um ný hafnalög og
fleira sem tengist hafnamálefnum. Fundirnir eru einkum ætlaðir
stjórnendum hafna og fulltrúum í hafnastjórnum. Á fundunum munu
halda erindi fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu,
Siglingastofnun Íslands og Hafnasambandi sveitarfélaga. Guðmundur
Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, verður fundar-
stjóri á öllum fundunum.
Fundirnir eru þessir:
Föstudagur 6. júní kl. 10:00–13:30 Safnaðarheimilið á Reyðarfirði.
Þriðjudagurinn 10. júní kl. 10:00–13:30 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Miðvikudagur 11. júní kl. 13:00–15:30 Samband sveitarfélaga á
Háaleitisbraut 11, Rvík.
Föstudaginn 13. júní kl. 13:00–15:30 Hótel KEA, Akureyri.
Reykjavík, 30. maí 2003
Samgönguráðuneytið
www.samgonguraduneyti.is - sími 545 8200
JAZZLISTAFÓLK!
Auglýst er eftir umsóknum í þátttökustyrki til
Jazzhátíðar Reykjavíkur 2003 sem verður haldin
5.-9. nóvember nk. Umsóknir skulu sendar á
sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á
skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27 og á vefsíðu
hátíðarinnar www.reykjavikjazz.com og skulu
sendast í almennum pósti fyrir 1. júlí nk. merktar:
„Jazzhátíð 2003 - Pósthólf 8955,128 Rvík“ eða
með tölvupósti til festival@reykjavikjazz.com.
Aðeins verða teknar til greina umsóknir með
fullum, umbeðnum upplýsingum.
Jazzhátíð Reykjavíkur 2003
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
♦ ♦ ♦