Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 147. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Karlinn í brúnni Þorsteinn á Hólmaborginni er landsþekkt aflakló 10 Listin lifir í Ĺaugarnesi Birgitta Spur hefur rekið Sigur- jónssafn í 15 ár Listir 30 Áhyggjur í Aþenu Undirbúningur Ólympíuleikanna 2004 gengur ekki sem skyldi 14 Í DAG er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Góð veiði hefur verið í dragnót á Breiðafirði síðustu dagana. Herkúles SH 550 fékk til dæmis fjögurra tonna hal af fallegum þorski út af Ólafsvík, og var þorskurinn fullur af síli. Það skýrir ef til vill léleg aflabrögð á hand- færi, þar sem þorskurinn er fullur af síli og sadd- ur. Fjögur tonn er mikið fyrir lítinn bát og því þurfti að hífa fiskinn inn í smærri slöttum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Til hamingju með daginn, sjómenn RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, hvetur til þess að sú leið verði skoðuð, að breyta öllum ríkisrekn- um háskólum á Ís- landi í sjálfseign- arstofnanir. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna sam- keppnisstöðu há- skóla, þeir fengju aukið fjárhagslegt sjálfstæði og myndu nýta betur opinber fjárfram- lög auk þess sem skipulag þeirra yrði sveigjanlegra og virkara. Þetta kom fram í ræðu Runólfs við útskrift nemenda við skólann í gær. Í samtali við Morgunblaðið vísar hann til nýlegrar lagasetningar danska þingsins, sem breið pólitísk samstaða allra stærstu flokka náðist um og tek- ur gildi 1. júlí nk. „Ég er sannfærður um að sjálfseignarstofnanir séu miklu heppilegra rekstrarform fyrir há- skóla,“ segir Runólfur. Hann telur ríkisháskóla standa höllum fæti í hinu síbreytilega og krefjandi samkeppnisumhverfi nú- tímans þar sem skólarnir þurfa að hafa yfir að ráða sveigjanlegu stjórn- kerfi sem geri miklar kröfur til starfs- fólks jafnt sem nemenda. Sjálfseignarstofnanir á háskóla- stigi sitja ekki við sama borð og rík- isreknir háskólar varðandi aðgengi að rannsóknarfé, að mati Runólfs. Það sé þó grundvallaratriðið í samkeppn- isstöðu háskóla hérlendis. „Það liggur algjörlega fyrir að lunginn af öllu rannsóknarfé sem varið er til háskóla fer til Háskóla Íslands.“ Aðspurður hvort það sé ekki ein- faldlega vegna þess að Háskóli Ís- lands sé með flestar rannsóknirnar segir Runólfur það ekki skýra alla myndina. „Háskólinn fær um það bil eina krónu til rannsókna fyrir hverja krónu sem hann fær til kennslu. Við- skiptaháskólinn á Bifröst fær um 20 aura í rannsóknir fyrir hverja krónu til kennslu.“ Þessi staða sé uppi þótt skólinn hafi staðið sig ákaflega vel í rannsóknum og stýrt fjölþjóðlegum verkefnum styrktum af Evrópusam- bandinu. „Ég hafna því að það séu ekki unnar rannsóknir annars staðar. Við þurfum hins vegar að kosta okkar rannsóknir með öðrum hætti. Því miður er það svo að stór hluti af okkar rannsóknarkostnaði er greiddur með skólagjöldum nemenda. Okkur finnst það algjörlega óviðunandi niður- staða,“ segir Runólfur. Segir tvískiptingu vinnu- markaðar vera skaðlega Hann segir stjórnkerfi og laga- ramma ríkisháskóla ósveigjanlegan og illa til þess fallinn að þjóna mark- miðum þekkingarsamfélagsins. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna séu þar til að mynda nær ókleif hindrun. Runólfur spyr hvaða rök séu fyrir því að önnur lög gildi um réttarsamband launamanns og atvinnurekanda eftir því hvort at- vinnurekandinn er hið opinbera eður ei. Telja megi slíka tvískiptingu á vinnumarkaði skaðlega. „Hér eigum við Íslendingar að bretta upp ermar og vera óhræddir við breytingar. Framtíð háskólanna okkar mun ráða framtíð lands og þjóðar. Þau fjöregg sem háskólarnir eru þjóðinni mega aldrei verða fúlegg hennar. Í þeim efnum er stöðnun sama og dauði,“ sagði Runólfur. Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst við útskrift nemenda frá skólanum Ríkisháskólar verði gerðir að sjálfseignarstofnunum Runólfur Ágústsson rektor. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti skoðaði í gær útrýming- arbúðir nasista í Auschwitz í Pól- landi og minntist 1,5 milljóna gyðinga og annarra fanga sem voru myrtir þar í síðari heimsstyrjöld- inni. Bush er hér í búðunum með eiginkonu sinni, Lauru, og for- stöðukonu Auschwitz-safnsins. AP Bush í Auschwitz EMBÆTTISMENN í varnarmála- ráðuneytinu og Hvíta húsinu í Wash- ington lögðu fast að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skírskota til vafasamra upplýs- inga í ræðu sem hann flutti um meint gereyðingarvopn Íraka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í febrúar, að sögn bandaríska vikublaðsins US News and World Report. Blaðið sagði að í fyrstu drögum embættismanna að ræðunni hefðu verið svo vafasamar staðhæfingar að Powell hefði misst stjórn á skapi sínu, kastað nokkrum blaðsíðum upp í loftið og sagt: „Ég les þetta ekki. Þetta er þvættingur.“ Embættismennirnir vildu m.a. að Írakar yrðu sakaðir um að hafa keypt tölvuforrit sem myndi gera þeim kleift að skipuleggja árás á Bandaríkin þótt bandaríska leyni- þjónustan hefði ekki staðfest það. Var Powell beittur þrýstingi? Washington, London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.