Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 31
Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Ungir sem aldnir leita
„Suður um höfin!“
SIGLINGAR
i l i l it
fi !
á bestu skipum heims
eru toppur ferðalaga nútímans!
Samningar okkar við þekktustu
skipafélög heims tryggja þér og þínum
HAGSTÆTT VERÐ OG
TOPPÞJÓNUSTU!
Brottfarir vikulega allt árið.
Pöntunarsími 56 20 400
Parketslípun-parketlögn
Þjónusta í 16 ár
Lökkum vax-olíuberum og bæsum viðargólf.
Notum aðeins gæðalökk og -olíur.
Gerum föst verðtilboð
Beykir ehf., Sími 892 8656
Topp-
lausnin
Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644
Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma
öllum farangrinum í bílinn. Margar gerir og stærðir
fyrir alla bíla. Verð frá 23.900 kr.
ÍSLENSKI leikhópurinn Thalamus, í
samstarfi vid AandBC-leikhúsið frá
Bretlandi og Metropole Kulture
Produkt í Danmörku, standa að sýn-
ingunni Intransit sem sýnd er á
listahátíðinni FestivalX, í Silkeborg.
Hátíðinni lýkur á morgun, sunnudag.
Verkið er unnið af leikurum frá Ís-
landi, Danmörku, Noregi og Bosníu
undir leikstjórn Gregory Thompson
sem er listrænn stjórnandi AandBC.
Gregory Thompson er vel kunnur
leikstjóri í Bretlandi. Meðal verka
hans eru The Tempest fyrir AnadBC,
Andorra fyrir The Young Vic og nu
síðast As You Like It fyrir The Royal
Shakespeare Company. Gregory hef-
ur sérhæft sig í „storytelling“ leikhúsi
og hafa sýningar hans jafnan vakið at-
hygli.
Leikritið gerist á Keflavíkurflug-
velli þar sem hópur fólks er að bíða
eftir flugi. Á meðan beðið er, byrjar
fólkið að deila sögum sínum og fá
áhorfendur að heyra hvernig fortíðin
hefur sett mark sitt á líf þess og hvað
framtíðin ber í skauti sér.
Thalamus leikhópurinn er skipaður
fjórum ungum íslenskum leikurum
sem nýlega hafa lokið leiklistarnámi í
London. Þau eru Birna Hafstein,
Margrét Kaaber, Sólveig Guðmunds-
dóttir og Erlendur Eiríksson. Adrir
leikarar í sýningunni eru Goran Kost-
ic, Svein Solenes og Maiken Bernth.
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkur-
borg, Flugleiðum og „Culture 2000“.
Sjá frekari upplýsingar um hátíð-
ina á www.festivalx.dk.
Íslenskur
leikhópur í
Silkeborg
seldur til Bretlands, Finnlands og
Þýskalands.
Elskan mín, ég dey kom fyrst út
árið 1997. Sagan hlaut menning-
arverðlaun DV en var einnig til-
nefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Elskan
mín, ég dey hefur áður komið út í
Svíþjóð.
FRANSKA bókaforlagið Le Caval-
ier Bleu hefur gefið út tvær íslensk-
ar skáldsögur, Elskan mín, ég dey
eftir Kristínu Ómarsdóttur og
Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn
en Réttindastofa Eddu-útgáfu gekk
frá samningum um útgáfurnar fyr-
ir skemmstu.
Skáldsagan Brotahöfuð hefur
vakið nokkra athygli erlendis. Hún
var tilnefnd til Aristeion-verð-
launanna, Bókmenntaverðlauna
Evrópu, 1998 og komst þar í úr-
slitasæti. Sama ár var hún lögð
fram af Íslands hálfu til Bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs, auk þess að vera tilnefnd til
hinna alþjóðlegu IMPAC-bók-
menntaverðlauna árið 2001. Út-
gáfurétturinn á sögunni hefur verið
Brotahöfuð og Elskan mín,
ég dey til Frakklands
Í TILEFNI af 3ja ára sýning-
arafmæli, 150 sýningum og ný-
lokinni leikferð til Norður-Am-
eríku efnir Möguleikhúsið til
sérstakrar hátíðarsýningar á
Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í
Möguleikhúsinu við Hlemm kl.
20 á sunnudag.
Möguleikhúsið frumsýndi
Völuspá á Listahátíð í Reykja-
vík 27. maí 2000. Sýningin hlaut
þá þegar góðar viðtökur og hef-
ur síðan ferðast um land allt og
til sex annarra landa. Hér á
landi hafa flestar sýningar verið
í skólum og almenningi því ekki
gefist mörg tækifæri til að sjá
sýninguna.
Verkið byggist á hinni fornu
Völuspá og veitir áhorfendum
sýn inn í hugmyndaheim heið-
innar goðafræði.
Á sviðinu eru Pétur Eggerz
sem leikur öll hlutverkin og
Stefán Örn Arnarson sellóleik-
ari.
Morgunblaðið/ÁsdísPétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson í Völuspá.
150. sýning á
Völuspá