Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ báðir starfið vegna málsins. Þetta var flókið mál sem hér er aðeins tæpt á helstu atriðum í. Árslaun fyrir að ryðhreinsa og mála stögin á möstrunum í Grindavík Satt best að segja var ég í nokkru „reiðileysi“ fyrst eftir að ég hætti störfum hjá Alþýðubankanum. Þetta var talsvert áfall og gerðist sama haustið og við fluttum inn í þetta hús. Ég var og er ósáttur við ým- islegt í sambandi við brotthvarf mitt frá bankanum, bæði þótti mér lítillar sanngirni gæta í minn garð af hálfu bankans og líka það að ég átti inni talsverða peninga hjá honum fyrir ómælda yfirvinnu, m.a. við rekstur og undirbúning sparisjóðsins á sín- um tíma. Þessa vinnu hafði ég fengið loforð um að fá greidda en það loforð hefur ekki verið efnt enn í dag. Sumarið 1976 fór ég í vinnu við það með félögum mínum að ryð- hreinsa og mála stögin á möstrum sem Varnarliðið hafði komið upp við Grindavík á sínum tíma. Sett var upp ákveðið verð fyrir þessa vinnu en talsmenn Varnarliðsins vildu ekki gangast inn á tilboðið heldur vildu þeir frekar borga okkur sama kaup og ef þeir hefðu fengið menn frá Bandaríkjunum til þess að vinna þetta. Inni í kaupgreiðslum af þessu tagi var áhættuþóknun þannig að þegar upp var staðið fengum við hátt í árslaun fyrir rúmlega mánaðar vinnu. Auðvitað er þetta áhættu- vinna, annað mastrið var 600 fet og hitt 800 fet. Nú er búið að fella þessi möstur og byggja ný í þeirra stað. Einnig var í samningnum að við átt- um að hreinsa salt af öllum einangr- urum. Það þurfti að sæta góðu veðri í þessu starfi. Við notuðum gamlan GMC-trukk til að halda í stag sem við festum upp í mastur. Stagið lá svo í slaufu yfir mastursstagið og niður í trukkinn. Einnig höfðum við jeppa til að draga okkur upp í körfu, við vorum fimm í flokknum og fórum upp tveir og tveir saman og hreins- uðum stögin með vírbursta og mál- uðum síðan. Þetta var talsvert lík- amlegt erfiði fyrir 44 ára gamlan mann sem ekki hafði verið í erfiðis- vinnu lengi er þetta var. Komið upp um fjármálamisferli í Landsbankanum Um haustið hafði samband við mig endurskoðandi sem ég hafði unnið dálítið fyrir. Ég hafði unnið verk fyrir endurskoðanda Alþýðu- bankans eftir að ég lét þar af störf- um. Endurskoðandinn bauð mér vinnu sem framkvæmdastjóri hjá Sindra-stáli. Það varð úr að ég tók þessu tilboði. Sindra-stál var um þær mundir rekið með 100 milljóna króna halla. Ég lagðist yfir þetta dæmi og komst að því m.a. að brota- járnsverslun fyrirtækisins var rekin með miklu tapi, heimsmarkaðsverð á brotajárni hafði þá fallið mikið. Landsbankinn var viðskiptabanki Sindra-stáls. Ég fór fram á afurða- lán vegna þessarar framleiðslu og fékk það. Ég sá við athugun á bók- haldsgögnum að stór hluti af erfið- leikum fyrirtækisins var að safnast höfðu fyrir miklar skuldir þess við Landsbankann vegna innflutnings. Gengismunur var hluti af skulda- söfnun þessari og ég fékk leyfi til að reikna gengi aftur í tímann. Ég fékk líka heimild til að leggja á svokallað „rekkunnargjald“. Mér þótti þetta þó ekki skýra nægilega hina erfiðu stöðu. Við yfirlegu fékk ég grun- semdir um að eitthvað væri athuga- vert við nokkrar færslur og vildi fá að ræða við deildarstjóra í bankan- um um þau mál og fleira. Hann hafði í mörg horn að líta svo það dróst að ég fengi viðtal við hann. Það endaði með að ég hringdi niður í Lands- banka og bað einn starfsmann þar að fletta upp ákveðinni færslu sem ég var hugsi yfir. Starfsmaðurinn fann umrædda færslu og ég bað hann að lesa það sem í henni væri tilgreint. Þær upplýsingar sem lesnar voru upp stemmdu ekki við það sem ég hafði í höndunum. Ég vildi athuga þetta nánar og bað starfsmanninn að ljósrita umrætt plagg og senda mér, sem hann gerði. Þá sá ég að einhver í bankanum hefði dregið sér fjárhæð á kostnað Sindra-stáls í viðskiptum við erlendan aðila. Mér fannst ég bregðast skyldum mínum við það fyrirtæki sem ég veitti forstöðu ef þessi vitneskja mín lægi í þagnargildi og lét því vita hvers ég hefði orðið áskynja. Í ljós kom hvaða starfsmaður átti hlut að máli og jafnframt að hann hafði stundað þessa iðju árum saman. Hann hafði með þessum hætti dreg- ið sér tugi milljóna. Úr þessu varð dómsmál sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum. Starfsmaðurinn var að lokum fundinn sekur um stórfelldan fjárdrátt. Þetta var afskaplega leið- inlegt mál en verst þótti mér þó þeg- ar menn innan bankakerfisins leiddu að því getum að ég hefði með þess- um hætti verið að ná mér niðri á bankakerfinu eftir brottrekstur minn frá Alþýðubankanum. Svo fór að rekstur Sindra-stáls var kominn á núllið um áramótin 1976–1977. Í framhaldi af þessu vildi ég gera ýmsar breytingar á rekstr- inum, m.a. kaupa nýja pressu til að pressa saman brotajárn og klippa, og einnig lagði ég til að fá skip til að safna brotajárninu saman víða um land, sigla með það út og koma svo með stál og smíðajárn til sölu hjá fyrirtækinu til baka. Pressan var keypt en ekki fékkst samþykkt til að fá skipið. Endirinn varð sá að ég hætti störfum hjá Sindra-stáli þar sem ég fékk ekki framgengt nema litlum hluta af þeim breytingum sem mér þóttu nauðsynlegar á rekstri fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í 20 ár Eftir þetta starfaði ég um nokk- urra mánaða tíma við stjórn vél- smiðju sem stóð höllum fæti og tókst að rétta við rekstur hennar. Þá fannst aðaleigandanum nóg komið og vildi taka við stjórnartaumunum á ný. Þeim rekstri lauk svo að vél- smiðjan varð gjaldþrota. Nokkru síðar var mér boðin staða framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sem þá var fyrst og fremst rekinn sem lánasjóður. Ég gerði sem eðlilegt er ýmsar breyt- ingar á rekstri sjóðsins í áranna rás og starfaði sem framkvæmdastjóri. Árið 2000 kom nýr framkvæmda- stjóri til starfa við mína hlið en hann tók að fullu við stjórnartaumunum árið 2001.“ Eins og komið hefur fram hefur líf Jóns Hallssonar ekki aðeins snúist um peninga, – hann á að baki langan söngferil hjá Karlakór Reykjavíkur, sem hann syngur enn með. Hef átt mitt annað líf í söngnum „Ég hef átt mitt annað líf í söngn- um,“ heldur Jón áfram frásögn sinni. „Þegar ég hafði sem mest að gera hjá Sparisjóði alþýðu stóð ég upp frá skrifborðinu til þess að fara á kóræf- ingu kl. 8.30 að kvöldi og eftir æf- inguna fór ég beint að skrifborðinu aftur og vann fram á nótt. Ég hef fengið hvíld í söngnum. Ég fékk tilsögn í söng bæði hjá Kristni Hallssyni, Guðmundi Jóns- syni en mest hjá vini mínum Þor- steini Hannessyni. Hann tók mig í tíma þegar ég var ungur og hann ný- kominn frá London. Hann vildi endi- lega að ég færi í söngnám en mér leist ekki á framtíðarhorfurnar í þeirri grein fyrir fjölskyldumann. Söngurinn hefur eigi að síður gegnt stóru hlutverki í lífi mínu og margt hefur verið brallað á kórvettvang- inum. Á fullorðinsaldri fór ég í söng- nám hjá John Speight í Tónskóla Sigursveins og síðan í Söngskólann til Más Magnússonar. Ég lærði mik- ið hjá þeim. Árið 1960 stóð ég ásamt fleirum fyrir mikilli fjáröflun til þess að kór- inn gæti farið í tónleikaferð til Bandaríkjanna og Kanada. Við feng- um styrki frá borg og ríki og stóðum fyrir happdrætti. Í ferðina fórum við eftir að hafa náð hagstæðum samn- ingum við Loftleiðir hvað fargjald snerti. Við héldum 39 tónleika í þess- ari sjö vikna ferð og komum vel út úr henni fjárhagslega. Gunnar Pálsson, fyrrverandi einsöngvari með kórn- um, hjálpaði okkur að ná samning- um ytra eins og þegar kórinn fór út 1946. Þegar ljóst var að ágóði var af ferðinni vildu sumir kórfélagar skipta honum á milli okkar en ég var í hópi þeirra sem vildu fara aðra leið, – kaupa húsnæði fyrir kórinn til æf- inga- og félagsstarfs. Í umræddri ferð fengum við 50 dollara á viku sem dugðu að minnsta kosti okkur fyrir fæði, annað greiddi kórinn, svo engin ástæða sýndist til að við fengj- um meira. Það varð úr að kórinn keypti tvær hæðir á Freyjugötu 14. Til þess að bæta við því fé sem á vantaði við kaupin fékk ég leyfi yf- irboðara minna til að gefa út útdrátt- arskuldabréf og sjá um það mál í Iðnaðarbankanum kórnum að kostn- aðarlausu. Þessi bréf voru seld í flestum bönkum og hjá fleiri aðilum. Nokkrum árum síðar keypti kórinn íbúð í Blikahólum til þess að festa fé sem honum hafði safnast. Þessi íbúð var um árabil leigð Reykjavíkur- borg. Ég sótti um húsnæðisstjórn- arlán út á þessa íbúð sem leiguíbúð og fékk það. Kórinn átti þessa íbúð þar til bygging félagsheimilisins Ýmis komst í framkvæmd. Á 50 ára afmæli Karlakórs Reykjavíkur tilkynntu borgaryfir- völd að kórinn fengi lóð að gjöf undir félagsheimili frá Reykjavíkurborg en ekki var þá ákveðið hvar sú lóð yrði. Húsnæðið við Freyjugötu hent- aði okkur ekki mjög vel svo farið var að huga að þeim möguleika að reisa okkur félagsheimili. Árið 1980 var gengið í það að finna lóð fyrir kórinn. Upphaflega ætlaði kórinn aðeins að reisa félagsheimili en það æxlaðist þannig til að jafnframt var reistur tónleikasalur, sá fyrsti í Reykjavík sem hannaður er til slíkra nota. Ýmir er fjölnota tónlistarhús Félagar í Karlakór Reykjavíkur unnu mikið við byggingu félags- heimilisins við Skógarhlíð, m.a. ein- angruðum við sjálfir þak hússins, ég var m.a. prílandi upp á stillönsum þeirra erinda. Mikill félagsandi ríkti í þessum framkvæmdum. Kórinn er ekki bara vettvangur fyrir samsöng, hann er félagsleg eining og mikils virði sem slík. Þarna starfa saman góðir vinir sem hafa sameiginlegt það hugðar- efni að viðhalda hinni gömlu karla- kórshefð. Um tíma var því spáð að karlakórar myndu líða undir lok en ég held að bæði Karlakór Reykjavík- ur og Fóstbræður hafi sýnt það og sannað að karlakórssöngur á sér sterkar rætur í þjóðarsálinni og eru á heimsmælikvarða hvað gæði snert- ir. Það hafa viðtökur og dómar er- lendis sýnt og sannað. Einkum hafa menn erlendis spurt mikið um hvernig við færum að því að syngja íslensku þjóðlögin í þeim breytilega takti sem þau útheimta. Þetta þekk- ist ekki nema á Íslandi. Við höfum þó ekki aðeins sungið þjóðlög og gamla tónlist, við höfum einnig sungið tals- vert af nýrri og frumsaminni tónlist, m.a. eftir Pál Pampichler, sem stjórnaði kórnum um árabil. Eitt minnisstæðasta verk sem ég hef tek- ið þátt í að flytja með kórnum var verk eftir ungan Sama, – „Samasid- at“, sem er vandflutt verk. Karlakór Reykjavíkur frumflutti þetta verk á Kjarvalsstöðum. Höfundur kom frá Noregi til að vera viðstaddur. Páll Pampichler stjórnaði þessu verki listilega og höfundurinn var nær orðlaus af gleði. Félagsheimilið með tónleikasaln- um hefur vissulega komið okkur vel í hvívetna nema hvað það er okkur óneitanlega þungur fjárhagslegur baggi. Nú er staðan sú að við þurfum að leita til fyrirtækja um stuðning. Mér finnst að Ýmir eigi að gegna hlutverki sem tónleikahús, ekki að- eins fyrir söng heldur alls konar kammertónleika og einleikstónleika. Þarna á að vera hægt að hafa góða miðstöð fyrir alls konar tónlistar- flutning. Hljómburðurinn í Ými er mjög góður, margir erlendir lista- menn hafa lokið lofsorði á hann, m.a. hinn frægi píanóleikari John Lill. Stefán Einarsson, sem hannaði m.a. hljómburðinn í Salnum í Kópavogi, var með sín mælitæki þegar verið var að setja plöturnar undir þakið. Hann mældi allt út og það varð stundum að taka niður plötur og breyta til þess að ná hljómburðinum sem bestum. Það er sama hvar menn eru í húsinu, það heyrist alls staðar jafn vel. Satt að segja hefur mér þótt það liggja furðu mikið í þagnargildi, í öll- um umræðunum um tónlistarhús- næði, að Reykvíkingar eiga sérhann- aðan tónleikasal þar sem Ýmir er. Þegar ég var ungur maður bjó ég við Snorrabraut og þaðan var stutt að hlaupa á tónleika hjá Tónlistar- félaginu í Austurbæjarbíói. Á þeim tíma voru haldnir margir frábærir tónleikar í Reykjavík sem engum líða úr minni sem á hlýddu. Ég sakna þess mjög að engir slíkir tón- leikar eru nú haldnir hér. Á síðustu Listahátíð voru tónleikar haldnir í bókasöfnum, húsnæði sem ekki er bjóðandi til tónlistarflutnings. Það voru hins vegar engin not fyrir Ými á þeirri hátíð. Reykjavíkurborg og ríkið standa að Listahátíð, mér finnst að með því að nota ekki tón- leikasalinn Ými sé verið að „for- sóma“ það sem við hjá Karlakór Reykjavíkur höfum gert. Vissulega vorum við ekki beðnir um að byggja þetta hús en þetta er eigi að síður eina sérhannaða tónlistarhúsið í Reykjavík í dag og mér finnst að Reykjavíkurborg gæti staðið betur við bakið á okkur í rekstri þess, líkt og Kópavogsbær gerir við Salinn í Kópavogi. Ýmir er fjölnota tónlistar- hús.“ Karlakór Reykjavík 1963. Jón Hallsson lengst t.v. í efstu röð. Stjórnandi er Jón S. Jónsson. Systkinin úr Hallshúsi á Siglufirði. F.v. Guðjón Hallur, Helgi og Jón, Magðalena Sigríður og Margrét Petrína. Milli systranna er mynd af foreldrunum. gudrung@mbl.is Sigríður Jónsdóttir yngri við tóftirnar í Engidal. Stóri steinninn sem hún stend- ur við var settur upp til minningar um þá sem létust í snjóflóðinu í apríl 1919. Í baksýn sést Sauðanesviti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.