Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGTAKIÐ „líffræðilegfjölbreytni“ er þýðing áenska hugtakinu „bio-logical diversity“ eða„biodiversity“. Það spannar allt það sem í daglegu tali er kallað lífríki eða lifandi náttúra og meira til. Það skírskotar ekki aðeins til hinna fjölmörgu og mismunandi tegunda, heldur skírskotar það einn- ig til erfðafræðilegs breytileika innan tegundanna, til mismunandi bú- svæða þeirra og til hinna mörgu og ólíku vistkerfa, sem fyrirfinnast. Líf- fræðileg fjölbreytni spannar þannig líffræðilegan breytileika á öllum skipulagsstigum lífs á jörðinni, í lofti, á láði og í legi. „Með þessu hugtaki, sem að hluta til er pólitískt, voru menn að reyna að komast frá þeirri tegundamiðuðu hugsun, sem var ráðandi í viðhorfi til náttúrunnar og náttúruverndar. Í mörgum tilvikum getur verið jafn mikilvægt að vernda erfðaeiginleika, sem tiltekinn hluti tegundar býr yfir, eins og tegundina í heild. Eins er von- lítið að vernda tegundir ef búsvæði þeirra eru eyðilögð,“ segir Snorri Baldursson, sérfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Aðilar í ellefu ár Íslendingar gerðust aðilar að sér- stökum samningi um líffræðilega fjölbreytni fyrir ellefu árum. Þáver- andi umhverfisráðherra Íslands, Eið- ur Guðnason, undirritaði samninginn ásamt fulltrúum 154 annarra ríkja á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro í júní árið 1992. Samningurinn tók gildi hér á landi í desember 1994. Þá þegar höfðu 104 þjóðir fullgilt samn- inginn. Aðild að samningnum eiga nú 187 ríki, eða flest öll ríki heims, sem sýnir vel hversu alvarlega þjóðir heims taka þau vandamál sem samn- ingurinn tekur til, segir Snorri, sem ásamt Sigurði Þráinssyni hjá um- hverfisráðuneytinu sat síðasta vís- inda- og tæknifund samningsins í Kanada. „Við ræddum þá okkar í milli að gaman væri að gera eitthvað úr deginum hér heima sem ekki hef- ur verið gert áður og vonumst vissu- lega til að hér geti verið um árlegan viðburð að ræða eftirleiðis enda efnið mjög víðfeðmt.“ Umhverfisráðuneyt- ið fer með stjórnsýsluhluta samn- ingsins, en Náttúrufræðistofnun Ís- lands er vísindalegur ráðgjafi varð- andi samninginn. Fyrirlesarar á fræðslufundinum voru m.a. valdir með tilliti til þess að hafa sérþekkingu á hlutverki og framkvæmd samningsins í alþjóð- legu samhengi auk þess sem sumir hverjir eru að vinna að verkefnum hér á landi sem tengjast samningn- um beint eða óbeint. Fyrirlesarar voru: Sigurður Snorrason frá HÍ, Sigurður Þráinsson frá umhverfis- ráðuneyti, Jón Gunnar Ottósson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Sigurður H. Magnússon frá NÍ, Kristín Svavarsdóttir frá Land- græðslunni, Áslaug Helgadóttir og Emma Eyþórsdóttir frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Hilmar Malmquist frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, Sigmar A. Steingrímsson frá Hafrannsóknastofnun og María Harðardóttir frá Umhverfisstofnun. „Ísland ákvað að taka þátt í þeirri alþjóðlegu hreyfingu, sem skapaðist um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda snemma á tíunda áratug síðustu ald- ar. Við, ekki síður en aðrar þjóðir, eigum allt okkar undir lifandi auð- lindum. Þótt íslenskt lífríki sé tiltölu- lega fátækt af tegundum er verðmæti þess ekki að sama skapi lítið. Hér eru plöntur og dýr, sem hafa lagað sig á löngum tíma að séríslenskum um- hverfisskilyrðum og geyma verð- mætar erfðaupplýsingar um hvernig unnt er að lifa af í þessu undarlega umhverfi elda og ísa. Íslenskt lífríki, að manninum meðtöldum, er sér- stakt í alþjóðlegu samhengi og við berum ábyrgð á varðveislu þess. Við berum ábyrgð á því að tegundir, sem hér hafa þrifist og þróast um aldir, verði áfram kjölfestan í náttúru landsins. Það gerum við best með því að ganga varlega og af fyrirhyggju um landið. Með því að gerast aðilar að samningnum höfum við gengist inn á þessa hugmyndafræði. Svo höf- um við beinan efnahagslegan ávinn- ing af því eins og dæmið með hvera- örverurnar sannar,“ segir Snorri. Meginmarkmið samningsins eru þríþætt. „Í fyrsta lagi er markmið samningsins að vernda líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar, það er að sporna gegn hinni miklu fækkun teg- unda og rýrnun stofna og landgæða, sem átt hefur sér stað á undanförn- um áratugum. Fjöldi tegunda, bú- svæða og vistkerfa hefur eyðst og enn fleiri eru ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Hvað okkur áhrær- ir getum við tekið gróðurlendi Ís- lands sem dæmi um þetta. Í öðru lagi er markmið samnings- ins að tryggja að nýting lifandi auð- linda sé sjálfbær. Þótt margir líf- fræðingar séu taldir verndarsinnar ganga þeir ekki gruflandi að því að það þarf að nýta þá auðlind, sem fólg- in er í lífríkinu og erfðaefni þess. Landbúnaður, hverju nafni sem hann nefnist, byggist á nýtingu erfðaauð- linda. Iðnaður, svo sem matvælaiðn- aður, lyfjaiðnaður og pappírsiðnaður, sækir að verulegu leyti hráefni í líf- fræðilega fjölbreytni og það sama má segja um veiðar og matvælasöfnun hverskonar. Líffræðileg fjölbreytni hefur þannig gríðarlega efnahags- lega þýðingu. Meginhugsunin er sú að kynslóðin, sem nú er uppi, gangi ekki svo hraustlega á lifandi auðlind- ir jarðarinnar að næstu kynslóðir á eftir búi af þeim sökum við skert efnahagsleg gæði. Þriðja meginmarkmið samnings- ins er að tryggja sanngjarna skipt- ingu arðs, sem kann að hljótast af nýtingu erfðaauðlinda, til dæmis í lyfjaiðnaði. Þetta ákvæði var einkum sett inn til aðstoðar þróunarríkjum. Til að mynda má hugsa sér að lyfja- fyrirtæki finni jurt í Amazon-frum- skóginum, sem felur í sér lækningu við krabbameini, og þá má spyrja hvort lyfjafyrirtækið eigi eitt og sér að hirða allan arðinn. Annað dæmi, okkur nærtækara, er nýting ís- lenskra hveraörvera, sem erlend líf- tæknifyrirtæki voru á höttunum eftir og gerðu leiðangra til landsins til að safna. Með vísan í samninginn um líf- fræðilega fjölbreytni voru sett ákvæði í íslensk lög, sem banna út- flutning á hveraörverum.“ Að sögn Snorra beinist samning- urinn vissulega fyrst og fremst að náttúruvernd, en með þeirri grund- vallarhugsun þó að nýting lifandi auðlinda sé ekki aðeins leyfð heldur efnahagsleg nauðsyn. Við eigum hinsvegar að einbeita okkur að því að hirða aðeins vextina af þessum auð- lindum. Samningurinn markar að ýmsu öðru leyti tímamót í náttúru- vernd, til dæmis að því leyti að hann beinist ekki aðeins að verndun líf- fræðilegrar fjölbreytni, sem skapast hefur með náttúruvali, heldur einnig að þeirri miklu fjölbreytni, sem mannkynið hefur skapað með kyn- bótum og ræktun og birtist í mis- munandi stofnum húsdýra, gæludýra og matjurtaafbrigða, sem og í fjöl- breytilegu búsetulandslagi. Skráning, vöktun, verndun „Ýmislegt hefur verið gert hér á landi til að uppfylla ákvæði samn- ingsins,“ segir Snorri og bendir með- al annars á að verkefnaval og for- gangsröðun hjá stofnunum eins og Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruvernd ríkisins, sem nú er hluti Umhverfisstofnunar, hafi að stórum hluta beinst að því að upp- fylla markmið samningsins. „Samn- ingurinn leggur áherslu á vísindalega nálgun, það er að afla grunnþekking- ar á lífríkinu, skrásetja það, vakta ástand þess og meta helstu ógnir, sem að því steðja. Þessar upplýsing- ar eru svo notaðar til að hanna skyn- samlegar verndaraðgerðir. Skrán- ing, vöktun og verndun eru þannig lykilhugtök. Náttúrufræðistofnun Íslands hef- ur einbeitt sér að því að skrásetja og kortleggja útbreiðslu íslenskra plantna, dýra og vistgerða og eftir mætti að vakta ástand stofna. Þegar kortlagningu er lokið á landsvísu fyr- ir tiltekna tegund eða vistgerð er hægt að beita verndarviðmiðunum, sem oft eru alþjóðlegs eðlis, til þess að finna út hvort tegundin/vistgerðin er verndarþurfi og ákveða til hvers- konar aðgerða skuli grípa. Válistar yfir tegundir í hættu og hin nýja nátt- Berum ábyrgð á varðve Í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni hinn 22. maí síðastliðinn buðu umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Ís- lands til fræðsluráðstefnu þar sem ellefu sérfræðingar lögðu hönd á plóg. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði annan ráðstefnustjórann, Snorra Baldursson líffræðing, um hvað fælist í aðild Íslands að sérstökum samningi um líffræðilega fjölbreytni. Morgunblaðið/Árni Torfason Snorri Baldursson segir áhuga Íslendinga á umhverfisvernd hafa stóraukist á undanförnum árum.                                    !      !                      #  "    #          $     %&         !"#$!%# $#&!' () !% $!  &*+! ,#-(#& "##!                      .## /+$!&$#-/+$# '()* +*, +** +-, +-* +., +.* +/, +/* +(, 0#-!#& 123451226 0     '-,, '),, '1,, ',,, /,, -,, ),, 1,, Íslendingar eiga enn langt í land með að kortleggja líffræðilega fjölbreytni lands- ins og gera þekkinguna aðgengilega í opnum gagnagrunnum að sögn Snorra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.