Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 39

Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 39 Opið hús í dag á milli kl. 15 og 17. Sérlega glæsileg algjörlega endurnýjuð ca 127 fm 4ra her- bergja sérhæð (jarðhæð). Ný eldhúsinnr. og tæki. Nýtt flísal. baðherbergi. Nýtt parket og flísar. Nýtt rafmagn, lagt fyrir síma og sjónvarpi í öllum herb. Íbúðin er nýmáluð. Borgarfasteignir, Hlíðarsmárla 9, 201 Kóavogi Sölumaður frá Borgarfasteignum verður á staðnum. Símar 896 2340 eða 561 4270. Sólheimar 8 Opið hús í dag milli kl. 15-17 OPIÐ HÚS - KLUKKURIMI 65 Heimilisfang: Klukkurimi 65 Stærð eignar: 89 fm Stærð bílskúrs: Nei Brunabótamat: 9,7 millj Byggingarár: 1993 Áhvílandi: 6 millj Verð: 10,9 millj. Falleg 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Grafavoginum. Nálægt í alla þjónustu, leikskóla, grunnskóla og fjölbrautaskóla. Íbúðin er laus Tekið á móti gestum milli kl. 15 -16.30 Andri Björgvin Arnþórsson 846 0991 / 590 9508 andri@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali Til sölu glæsilegur 75 fm sumarbústað- ur, sem stendur á 5.850 fm kjarrivöxnu eignarlandi. 3 svefnherbergi. Sólstofa. Ca 100 fm verönd. Í bústaðnum er raf- magn og kalt vatn, einnig heitt vatn hit- að með hitatúpu. Bústaðurinn er á mjög fallegum stað í Borgarfirði. Glæsilegt útsýni til allra átta. Aðeins 12 km frá Borgarnesi. Stutt í sund, golf og veiði. Húsið er allt hið vandaðsta. Verð 8,5 millj. Kristín Davíðsdóttir í síma 695 2105 vísar veginn og sýnir. Sími 568 5556 SUMARBÚSTAÐUR VIÐ LANGÁ OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, Á MILLI KL. 14 OG 18 NÝR hökull var vígður til notk- unar í Stafkirkjunni á Heimaey á dögunum ásamt stólu. Hökull og stóla eru hluti af skrúða prestsins sem annast helgihaldið í kirkj- unni. Stærsti gefandi þessa veglega skrúða er Hitaveita Suðurnesja. Óhætt er að segja að með þessari góðu gjöf hafi Stafkirkjunni bæst enn einn dýrgripurinn og list- munur um leið. Hökullinn og stólan eru unnin af Leifi Breiðfjörð og Sigríði Jó- hannsdóttur árið 2002–3 og af- hent kirkjunni við messu laug- ardaginn 25. maí sl. Þegar hökullinn og stólan voru teiknuð var mynd á altari kirkj- unnar höfð til hliðsjónar. Þessi mynd er svokölluð fyrirbrík, þ.e. altarismyndin er framan á alt- arinu en ekki ofan á því eða fyrir ofan altarið eins og síðar varð al- gengasti siður í kirkjum. Á fyr- irbríkinni eru myndir af þáttum úr helgisögninni um Ólaf helga Noregskonung. Tákn á kirtli Ólafs helga á miðri myndinni var valið sem fyrirmynd að tákni framan á höklinum. Fjórblaða- form er í kringum tákn guð- spjallamannanna á myndinni og var það valið sem fyrirmynd að táknum á baki hökulsins, ásamt rétthyrndu tígulformi. Snið á höklinum er að grunni til frá gömlum hökli, sem var í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en sniðinu er breytt til að aðlaga það Staf- kirkjunni. Bogasnið neðan á hökl- inum er það sama og á dyraboga yfir inngangi í kór kirkjunnar og í dyraboga kirkjudyranna. Stóla biskups á altarismyndinni er fyr- irmynd að sniði stólunnar. Hún er frekar mjó en neðst breikkar hún út líkt og þekkt er af fornum myndum og gerð elstu stóla sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni. Rauður og gylltur litur á efni í hökli og stólu er sóttur í liti kirtla og klæða helgra manna í altarismyndinni. Þrjár myndir eru á bakhlið. Efst er höndin tákn föður, lambið tákn sonar og dúfan tákn heilags anda. Fyrirbríkin er talin vera frá Ljósmynd/Leifur Breiðfjörð Sr. Kristján Björnsson, formaður Stafkirkjunnar, mátar hér nýja hökulinn upp við altarið. Nýr hökull og stóla í Stafkirkjuna á Heimaey því um 1320–30. Hún er nú varð- veitt á minjasafni í Þrándheimi í Noregi enda er hún sögð hafa komið „frá kirkju Þrándheims ár- ið 1691 til minjasafns í Kaup- mannahöfn“. Myndin hefur verið rannsökuð ítarlega og var það ástæða þess að hægt var að gera mjög nákvæma eftirmynd af þess- ari fornu mynd. Fornminja- stofnun Noregs annaðist það og það var svo Norska kirkjan sem gaf eftirmyndina sem þjóðargjöf til Íslands þegar Stafkirkjan var afhent sumarið 2000 í Vest- mannaeyjum. Öll sú mikla þjóðargjöf, Staf- kirkjan og umbúnaður, var í til- efni þess að 1000 ár voru þá liðin frá kristnitöku Íslendinga og komu þeirra Hjalta Skeggjasonar og Gissurar hvíta til Eyja með kirkjuvið í fyrstu kirkju kristni- tökunnar á Íslandi sama ár. Formaður Stafkirkjunnar á Heimaey er sr. Kristján Björns- son, sóknarprestur Landakirkju, og skrýddist hann hinum nýja hökli við messuna og þjónaði fyr- ir altari ásamt öðrum presti Landakirkju, sr. Þorvaldi Víð- issyni. Mikið er um heimsóknir í kirkj- una og oft hafa verið haldnar helgistundir fyrir hópa ef óskað er eftir því. Kirkjan verður opin í sumar og fylgir það afgreiðslu- tíma Landlystar á Skansasvæð- inu. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Lágafellskirkja. Bænastund á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Nú er vetrarstarfi barna- starfs lokið en í sumar verður þó gæsla fyrir 1-7 ára börn á samkomu- tíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. Vegurinn. Kennsla um trú kl. 10, Jón Gunnar Sigurjónsson kennir. Bænastund kl. 16. Samkoma kl. 16.30. Högni Valsson predikar, gestir frá YWAM í Færeyjum taka til máls. Lofgjörð, fyrirbænir, sam- félag. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Sunnudagur 1. júní: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl.20. Ræðumaður Ester Jacobsen. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðartónlistina. Allir hjartan- lega velkomnir. Miðvikud. 4. júní: Mömmumorgun kl.10. Fimmtud. 5. júní: Eldur unga fólksins kl.21. Allir hjartanlega velkomnir. Föstud. 6. júní: Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. filadelfia@gospel.is Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.