Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL LANDEYÐING Ökumenn á Mývatnsöræfum eru varaðir við sandskafrenningi sem getur reynst hættulegur vegfar- endum. Landgræðslustjóri segir þetta ekki koma á óvart þó að um- ræða um landeyðingu hafi verið lítt áberandi undanfarið. Uppseld á hálftíma Heimurinn stóð á öndinni þegar mörg hundruð blaðsíðna barnabók um galdrasták með eldingarlaga ör kom út. Bókin seldist upp á hálftíma í bókaverslunum hér á landi. Nóg er þó til því 8,5 milljón eintök voru prentuð. Sögulegur fundur Löndin á Balkanskaga eiga sér framtíð innan Evrópusambandsins, að mati leiðtoga ESB, en fyrsti fund- ur þeirra með fulltrúum stjórnvalda frá Balkanríkjunum var haldinn í gær. Spilling og skipulögð glæpa- starfsemi eru þó helstu hindranirnar fyrir því að þau fái inngöngu. Konur 64% Af þeim 779 kandídötum sem út- skrifuðust frá Háskóla Íslands í gær voru 450 konur eða tæplega 64%. Aldrei áður hefur jafnstór hluti verið kvenkyns en bilið milli kynjanna hef- ur aukist á síðustu árum og hallar sí- fellt á karlkynið. Konur eru í meiri- hluta í öllum deildum nema í læknadeild og verkfræðideild. Fundu týnt úran Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar hafa fundið mörg tonn af úrani sem saknað var úr kjarnorkuveri 30 km frá Bagdad. Því hafði verið stolið en engin gæsla var við kjarnorkuverið í stríðinu. Bandarískar sveitir fundu mikið af leynilegum skjölum og njósnabúnaði er þær brutust inn í yfirgefna op- inbera byggingu í Írak. Grunsemdir styrkjast um að Saddam Hussein sé enn á lífi. Ferjuslys á Miðjarðarhafi Leit stendur yfir að um 200 manns sem saknað er eftir ferjuslys á Mið- jarðarhafi. Báturinn stefndi að ströndum Ítalíu en um var að ræða fólk frá Afríku sem hugðist komast ólöglega til Evrópu. Alls voru 250 manns á bátnum en talið er að hann hafi verið yfirfullur af fólki. Svæfinga- og gjörgæslulæknir Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Um er að ræða fulla stöðu en boðið er upp á samstarf við Landspítala - háskólasjúkrahús, m.a. með afleysingum í leyfum og störfum þar tiltekinn hluta ársins, skv. nánara samkomulagi. Staðan veitist frá 1. ágúst 2003 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili gögnum um menntun og starfsferil til Konráðs A. Lúðvíks- sonar yfirlæknis, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 864 4172, netfang: konrad@hss.is. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2003. Kvensjúkdóma- og fæðingalæknir Laus er til umsóknar staða sérfræðings í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp. Um er að ræða 75% stöðu sem veitist frá 1. ágúst 2003 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili gögnum um menntun og starfsferil til Konráðs A. Lúðvíkssonar yfirlæknis, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 864 4172, netfang: konrad@hss.is. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2003. Skurðhjúkrunarfræðingur Laus er til umsóknar staða skurðhjúkrunar- fræðings. Á hverju ári eru gerðar milli 1300 og 1400 aðgerðir á HSS, bæði val- og bráða- aðgerðir. Unnið er frá mánudegi til fimmtudags og annan hvern föstudag. Bakvaktir eru þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 16.00–08.00 og hina dagana frá kl. 16.00–20.00. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2003. Starfshlutfall er sam- komulagsatriði. Sérnám í skurðhjúkrun er æskilegt. Umsækjendur skili gögnum um menntun og starfsferil til Ernu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra, sem veitir einnig upplýsingar um starfið í síma 422 0625, netfang: erna@hss.is. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2003. Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ Sími: 422 0500 Fax: 421 2400 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Lausar stöður hjá HSS                                           !!!         "   # $       %  & #   #   &      %    '    %  &    (    (    #     )   %  & # *            & (     +   #   ,    ,    (  (  (  -    ( .    &    %  & #  *   .                +  *       .  ( .,    (          (          %  & #        /                                                                               ! "#  $ % &                       %    '    $   #                 Aðstoðarmaður á tannlæknastofu Tannlæknastofa í Reykjavík leitar eftir aðstoð- armanni tannlækna í framtíðarstarf. Viðkomandi þarf að hafa sjálfstæð vinnubrögð og vera góður í mannlegum samskiptum. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „A - 13823“ eða í box@mbl fyrir 30. júní nk. Sunnudagur 22. júní 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.103  Innlit 12.838  Flettingar 54.176  Heimild: Samræmd vefmæling Sunnudagur 22. júní 2003 ferðalögGengið á EnglandisælkerarPaellabörnFótboltafjör í EyjumbíóNicole Kidman Víðerni Snæfells Hvernig kveður þjóð land sitt? Íslensk náttúra skráð í máli og myndum. Prentsmiðja Morgunblaðsins Valgeir á Vatni Hann segir, að það hafi aðeins munað hársbreidd að hann yrði Vestur- Íslendingur! Þess í stað hefur hann lagt Hofsós undir Vestur-Íslendinga og komið staðnum þann veg á Íslandskortið á ný. Og Valgeir Þorvaldsson er áfram að. Freysteinn Jóhannsson hitti hann að máli. /2 VESTURLAND Fimmtudaginn 3. júlí fylgir Morgunblaðinu blað um Vesturland. Blaðið verður í stærðinni 26x39, prentað á 60 gr. pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16.00 föstudaginn 27. júní. Skilafrestur er til kl. 12.00 mánudaginn 30. júní. Blaðinu er dreift um allt land. Hátíðir á Vesturlandi í júlí :Áhugaverðir staðir Merkir viðburðir Meðal efnis: Á góðri stund í Grundarfirði, Færeyskir dagar í Ólafsvík, Írskir dagar á Akranesi, Reykholtshátíð, Leifshátíð í Dölum. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Krossgáta 45 Af listum 24 Kirkjustarf 45 Listir 24/27 Þjónusta 45 Forystugrein 32 Dagbók 46/47 Reykjavíkurbréf 28 Staksteinar 46 Skoðun 30 Leikhús 48 Minningar 37/42 Fólk 48/53 Hugvekja 43 Bíó 50/53 Myndasögur 44 Sjónvarp 54 Bréf 44 Veður 55 * * * GYLFI Gunnarsson og Heimir Snær sonur hans voru að landa vænum þorski á bryggjunni á Hofs- ósi, þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í vikunni. „Þetta er ágætisafli, þorskurinn er vænn í dag og lítið um undirmál,“ sagði Heimir en þeir feðgar voru með 900–1.000 kg eftir 9 klst. veiði- ferð. „Það er viðunandi að vera með 100 kg á klst. en aflinn má al- veg vera meiri,“ sagði Gylfi. Þeir feðgar eru í dagakerfinu og stunda handfæraveiðar á báti sín- um Ugga HF-111. „Við erum frá Neskaupstað en búum í Reykjavík en við fórum hingað norður í fyrra- sumar vegna fiskleysis á Breiða- firði. Hér var gott veður í fyrra- sumar og góð veiði. Við ákváðum því að koma hingað aftur en veðr- áttan hefur ekki verið okkur eins hliðholl í ár og hefur norðanáttin verið ríkjandi,“ sagði Heimir. Þeir feðgar leggja upp afla sinn hjá Höfða á Hofsósi. „Þorskur- inn er vænn í dag“ Morgunblaðið/Kristján Feðgarnir Gylfi Gunnarsson og Heimir Snær Gylfason landa afla sínum á Hofsósi í vikunni. FRUMVARP til laga um rétt starfsmanna til uppfinninga verður væntanlega lagt fyrir Alþingi í haust. Í því verður kveðið á um að starfsmenn eigi rétt til uppfinn- inga sinna en skuli framselja þann rétt til atvinnurekenda gegn sann- gjörnu gjaldi. Hingað til hefur starfsmönnum ekki borið skylda til að framselja þennan rétt sinn. Há- skóli Íslands setti hins vegar ný- verið á laggirnar hugverkanefnd, sem getur samið við starfsmenn Háskólans og Landspítala – há- skólasjúkrahúss um aðstoð við hagnýtingu uppfinninga eða upp- götvana þeirra, gegn hlutdeild í hugsanlegum arði af þeim. Slíkt fyrirkomulag tíðkast við háskóla víða um heim. Væntanlegt frumvarp til laga um rétt starfsmanna til uppfinn- inga tekur til allra uppfinninga starfsmanna, hjá einkafyrirtækjum og opinberum aðilum, til dæmis háskólum og opinberum rannsókn- arstofnunum. Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyt- inu, segir að í frumvarpinu sé ekki tekið beint á því hvernig samið skuli við starfsmenn um endur- gjald fyrir uppfinningar. „Hins vegar er vísað til þess hvernig slík- um samningum hefur verið háttað hér á landi, til dæmis hjá Iðn- tæknistofnun þar sem þriðjunga- skipting er í gildi.“ Í þriðjungaskiptingunni felst að starfsmaður fær þriðjung tekna af uppfinningunni, viðkomandi stofn- un þriðjung til almennrar upp- byggingar á aðstöðu fyrir rann- sóknir og þriðjungur rennur í rannsóknarsjóði. Réttarstaða gerð skýrari Jón Ögmundur segir að þær raddir hafi heyrst, að starfsmenn yrðu verr settir yrði þetta frum- varp að lögum, því núna ættu þeir fullan rétt til uppfinninga sinna samkvæmt einkaleyfalögum frá árinu 1991. „Þetta er ekki svo ein- falt því að í athugasemdum með þeim lögum var tekið fram að með þeim væri ekki tekin afstaða til uppfinninga starfsmanna. Núna er verið að gera réttarstöðu starfs- manna skýrari og væntanlega sanngjarnari, sérstaklega hvað varðar opinbera starfsmenn sem starfa hjá háskólum og rannsókn- arstofnunum þar sem þeir hafa nýtt aðstöðu hins opinbera og not- ið styrkja. Það má líka ætla að þessar stofnanir myndu beita sér meira og aðstoða menn við að fá einkaleyfi, nytu þær sjálfar arðs af þeim að hluta.“ Skylt að fram- selja rétt til uppfinninga  Hagnýting hugverka/23 ERLENDUR ferðamaður sem var stöðvaður með rúmlega 30 and- aregg á Egilsstaðaflugvelli á föstu- dagskvöld kvaðst vera eggjaþjófur að atvinnu en eggin selur hann til safnara í Evrópu. Maðurinn var á leið til Düsseldorf í Þýskalandi með áætlunarflugi LTU. Hluti af eggjunum fannst í hand- farangri mannsins við gegnumlýs- ingu og fleiri egg fundust við leit í öðrum farangri mannsins. Að sögn Jóhanns Freys Aðalsteinssonar, deildarstjóra tollgæslunnar á Seyð- isfirði, voru eggin í handfarangr- inum í eggjabökkum, vafin inn í svefnpoka og tjaldhimin en þau sem voru í lestarfarangri mannsins voru vafin inn í bómull. Maðurinn sagði í fyrstu að þetta væru hænuegg en játaði fljótlega að hafa rænt eggj- unum af hreiðrum fugla á Melrakka- sléttu og að þetta gerði hann í at- vinnuskyni. Tveir kunnáttumenn í fuglafræðum voru kallaðir til og töldu þeir víst að um andaregg væri að ræða, að öllum líkindum egg hrafns- og húsandar. Eggin voru tal- in ónýt og ekki mögulegt að klekja þeim út. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð- ingur segir að sé greining á teg- undum rétt sé það „bull og steypa“ að maðurinn hafi rænt eggjunum á Melrakkasléttu enda báðir stofnar nær eingöngu bundnir við Mývatn og Laxá. Húsönd finnst hvergi ann- ars staðar í Evrópu. Báðar tegundir eru á válista enda eru stofnarnir smáir hér á landi, 500–600 pör, og eru alfriðaðir. Aðspurður segir Jó- hann að hrafnsönd verpi 8–12 eggj- um en húsöndin 7–10. Afföllin eru á hinn bóginn mikil, oft um 75%. Atvinnueggja- þjófur gómaður Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Hrafnsandaregg, líkt og þetta, fannst í farangri á Egilsstaðaflugvelli. YFIRLÝSING hefur borist frá hópi fjárfesta sem hyggjast gera nýtt til- boð í yfirtöku á Hamleys-verslana- keðjunni bresku. Stjórnendur keðj- unnar samþykktu yfirtökutilboð Baugs Group sl. miðvikudag. Samkvæmt fréttum breskra fjöl- miðla í gærmorgun fer Tim Water- stone, stofnandi Waterstone-bóka- búðakeðjunnar og Daisy & Tom- barnavöruverslunarinnar, fyrir hópi fjárfesta sem átt hafa í viðræðum við nokkra af stjórnendum Hamleys um hugsanlegt yfirtökutilboð. Ef af til- boðinu verður er ljóst að samkeppni um ráðandi hlut í félaginu harðnar. Þetta gæti haft í för með sér að yf- irtökuverðið hækki umfram þau 205 pens sem tilboð Baugs Group hljóðar upp á. Samkvæmt fréttaskeytum hefur enn ekki verið endanlega ákveðið hvort Waterstone geri tilboð en haft er eftir fjárfestahópnum á vefsíðu dagblaðsins The Independent að al- vara sé á bak við hugmyndina. Þar er einnig fullyrt að fjármögnun sé fyrir hendi. Talsmenn Baugs hafa ekki viljað tjá sig um áhuga Waterstone á Hamleys í breskum fjölmiðlum. Þeir segja aðeins eitt kauptilboð liggja fyrir og því séu vangaveltur um ann- að ekki tímabærar. Yfirtaka Baugs á verslanakeðjunni Hamleys Talið líklegt að tilboð komi frá keppinaut RYKMÝ sem alla jafna er ein af undirstöðum lífríkisins við Mý- vatn hefur ekki látið á sér kræla það sem af er sumars og útlit er fyrir mýlaust sumar á Mývatni. Þetta hefur þær afleiðingar m.a. að húsendur hafa þurft að leita annað eftir æti og hafa þær m.a. sést við Víkingavatn í Keldu- hverfi, austan Húsavíkur. Að sögn Árna Einarssonar hjá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn gerist það á fimm til sjö ára fresti að mý hverfur úr vatninu með þeim afleiðingum að húsöndin flyst um set og sil- ungsveiði í vatninu minnkar. Mýlaust á Mývatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.