Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E LDHÚSBORÐIÐ hjá hjónunum Þóru Guðmundsdóttur og Arngrími Jóhanns- syni, stofnendum flugfélagsins Atl- anta, hefur lengi verið miðpunktur ýmissa mikilvægra ákvarðana um rekstur félagsins. „Það er líklega eins gott að það getur ekki talað,“ segir Þóra þar sem þar hafi farið fram margs konar umræður og vangaveltur um starfsemina, stund- um viðkvæmar og stundum erfiðar en þó aðallega áhugaverðar. Þau hjón standa á nokkrum tíma- mótum eftir breytingar á eignar- haldi félagsins nokkru fyrir síðustu áramót. Rætt var við þau á dög- unum í tilefni þessara tímamóta og rétti vettvangurinn var áðurnefnt eldhúsborð. Magnús Þorsteinsson, sem lengi hefur stundað alþjóða- viðskipti, keypti í nóvember hlut Búnaðarbankans í fyrirtækinu og bætti við nokkru hlutafé auk þess sem hann keypti einnig hlut af hjón- unum. Á hann nú 51,5% í félaginu en þau Þóra og Arngrímur 48,5%. Hjónin og Magnús sitja í stjórn fé- lagsins og Arngrímur er eftir sem áður stjórnarformaður. Forstjóri er Hafþór Hafsteinsson, sem lengi hef- ur starfað hjá fyrirtækinu og tók við forstjórastarfinu í september 2001. Arngrímur segir Hafþór hafa sýnt mikla skipulagshæfileika allt frá því hann hóf störf hjá félaginu fyrir allmörgum árum en hann starfaði m.a. við flugumsjón, var stöðvarstjóri, flugmaður, flug- rekstrarstjóri og síðan forstjóri. Hjónin segjast nú hafa dregið sig talsvert út úr daglegu amstri í rekstrinum. En hvernig gengur að láta öðrum eftir hina daglegu stjórnartauma? „Það er erfitt,“ segir Þóra strax, „þetta er barnið okkar og það er ekki nema 15 ára en auðvitað þurfa foreldrar að sleppa hendinni af börnum sínum fyrr eða síðar.“ Arn- grímur segir að með hraðri stækk- un fyrirtækisins síðustu árin og mjög aukinni veltu, um 20 millj- arðar króna á ári, hafi verið svo komið að fleiri yrðu að axla skuld- bindingar sem svona rekstur krefð- ist. „Þetta var því líka ákveðinn létt- ir fyrir okkur. Við áttum fyrirtækið ein og reyndar voru nokkrir í fjöl- skyldunni með örlítinn hlut. Það gekk ekki að skuldbinda aðra í slík- um rekstri og Búnaðarbankinn, sem keypti hlut fyrir nokkrum árum, hafði alltaf sagt að hlutverk hans væri bankastarfsemi en ekki flug- rekstur. Þess vegna var það orðið ljóst að fá þurfti sterkan aðila í fé- lagið. Við vorum í raun líka búin að vera of upptekin af daglegri stjórn og verkefnum félagsins og því orðið nauðsynlegt að taka fjármálin í dá- litla skoðun og endurskipuleggja þau. Með tilkomu Magnúsar var nokkrum skammtímalánum breytt í lengri lán og félagið var þá tilbúið í næsta áfanga til að stækka og þróast og stendur sá tími nú yfir. Þannig að með þessari endurskipu- lagningu er peningalegum áhyggj- um létt af okkur. Fyrirtækið stend- ur mjög vel, eiginfjárhlutfallið er 30% sem er mjög sterkt og við sjáum ekki fram á annað en áfram- haldandi vaxtarmöguleika.“ Höfðu lengi þekkst Hvernig lágu leiðir ykkar Magn- úsar saman? „Hann fann mig eiginlega,“ segir Arngrímur. „Við höfum þekkst lengi og Magnús, sem er sérfræð- ingur í viðskiptum á alþjóðlega vísu, er líka einkaflugmaður, á þrjár litl- ar flugvélar og það er hægt að ræða við hann um flug þar sem hann er líka vel heima í þeim efnum. En það er fyrst og fremst þekking Magn- úsar í viðskiptum sem við njótum góðs af.“ Arngrímur og Þóra segja að þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi sjái þau ekki neina byltingu fram und- an, frekar verði um hægfara þróun að ræða. „Við erum því alveg róleg með þetta og við í stjórninni og Hafþór forstjóri ræðum jafnan um reksturinn nokkrum sinnum í viku.“ Arngrímur nefndi vaxtarmögu- leika og er spurður nánar um það atriði. „Við höfum alltaf viljað ráða ferðinni og viljað stækka smám saman. Núna eru 28 þotur í rekstri Morgunblaðið/Jim Smart Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson við eldhúsborðið góða þar sem þau hafa löngum ráðið ráðum sínum varðandi rekstur Atlanta. Erfitt en líka ákveðinn léttir Þotur frá Atlanta í litum Saudia Air í pílagrímaflugi. Morgunblaðið/RAX Hér er Arngrímur Jóhannsson í essinu sínu, undir stýri á Pitts Special. Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson Boeing 747-risaþota Flugfélagsins Atlanta var aðalsýningargripurinn með ís- lenska og bandaríska fánann á flugsýningu í Oshkosh í Bandaríkjunum. Með breyttu eignarhaldi í flugfélaginu Atlanta eru stofnendurnir, hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson, smám saman að láta öðrum eftir daglega stjórnartauma. Jóhannes Tómasson ræddi við þau um þessar breytingar um leið og þau rifjuðu upp fyrstu árin. Stofnendur Atlanta draga sig úr daglegu amstri í rekstrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.