Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er væntanlegt Trinket og út fer Tjaldur SH. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru væntanleg Selfoss, Bootes og Polar Princess. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Þriðjudaginn 24. júní verður farin gróð- ursetningarferð í Brú- arlund í Hvammsvík í Hvalfirði. Unglingar og fullorðnir samein- ast um að gróðursetja, allir geta verið með því unglingarnir hraustu sjá um alla erfiðisvinnuna. Skrán- ing í síma 562 2571. Bólstaðarhlíð 43. Fimmtudaginn 26. júní kl. 8.00 verður farið í Húnaþing vestra. Hádegisverður, súpa og brauð í Gunnukaffi á Hvammstanga, síðan ekinn Vatnsneshring- urinn með viðkomu á Breiðabólstað og Borgarvirki. Kvöld- verður í Hreðavatns- skála. Skráning í síma 568 5052 og greiðsla eigi síðar en þriðju- daginn 24. júní. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið Hraun- sel opnað kl. 9 á mánudögum og fimmtudögum, aðra daga vikunar kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur kl. 20–23. Carprí-tríó leikur fyrir dansi. Minnum á sumarferð- irnar. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu fé- lagsins, Faxafeni 12, sími. 588 2111. Félag eldri borgara í Garðabæ. Skrifstofa félagsins í fé- lagsmiðstöðinni Garða- bergi verður opin mánudaginn 23. júní frá kl. 13-15, en þá verða afhentir farseðl- ar í sumarferð FEBG sem farin verður 3. júlí. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina. Áhugasamir hafi sam- band við Arndísi Magnúsdóttur, for- mann félagsins í síma 895 7826. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. M.a. almenn handavinna. Frá há- degi spilasalur opinn. Danskennsla fellur niður. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki – Gullsmári. Þátttakendur í ferð- inni um Austfirði 23.– 27. júní mæti á Reykjavíkurflugvelli kl. 7.30 mánudaginn 23. júní. Hæðargarður. Ferð á Kjarvalsstaði verður á morgun, mánudaginn 23. júní, kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi fer í þriggja daga ferð til Vest- mannaeyja 30. júní til 2. júlí. nk. Lagt verður af stað frá Gjábakka kl. 10 og frá Gull- smára kl. 10.15. Ekið verður til Þorláks- hafnar – og þaðan siglt með Herjólfi til Vestmannnaeyja og ekið að gististað. Far- ið í skoðunarferð og deginum lýkur með kvöldmat. Annað kvöldið verður svo boðið upp á harm- onikkukvöld þar sem fólk getur fengið sér snúning. Boðið er upp á tvær skoðunarferðir, í rútu og bátsferð. Skráningarlistar ásamt nánari ferðalýs- ingu liggja frammi í Félagsmiðstöðvunum Gjábakka s. 554 3400 og Gullsmára s: 564 5260. Verð kr. 16.500. Athugið að greiða þarf þessa ferð viku fyrir brottför til Boga Þóris Guðjóns- sonar s: 554 0233. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður á morgun, mánudaginn 23. júní, kl. 10 við Safamýri og kl. 14 við Njálsgötu. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eft- irtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóversl- un Axel Ó. Lárus- sonar, Vestmanna- braut 23, Vestmanna- eyjum, s. 481 1826, Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828, Sólveig Ólafsdóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633, Sjúkrahús Suðurlands og Heilsugæslustöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300, Verslunin Íris, Austurvegi 4, Selfossi, s. 482 1468, Blóma- búðin hjá Jóhönnu, Unabakka 4, 815 Þor- lákshöfn, s. 483 3794. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkur- braut 62, Grindavík, s. 426 8787, Penninn - Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Kefla- vík, s. 421 1102, Ís- landspóstur hf., Hafn- argötu 89, Keflavík, s. 421 5000, Íslands- póstur hf., c/o Krist- jana Vilhjálmsdóttir, Garðbraut 69, Garður, s. 422 7000, Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Skagabraut 64, Garð- ur, s. 422 7059. Í dag er sunnudagur 22. júní, 173. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. (Lúk. 16,10.)     ÍGlæpi og refsingu eftirDostojevskí taldi Rask- olnikof að glæpur hans myndi borga sig. Þess vegna drap hann gömlu konuna, Aljonu Ívanovnu, og yngri hálfsystur henn- ar, Lísvetu. Dauði þeirra var þrjúþúsund rúblna virði, hélt hann, þess vegna framdi hann glæp- inn. Þrjúþúsund rúblur gátu hjálpað honum fyrstu skrefin á framabrautinni, því að hann var aðeins fá- tækur og ólánsamur ung- ur stúdent. Peningarnir voru meira virði en hugs- anleg refsing yfirvalda, miðað við líkurnar sem hann taldi vera á að upp um glæpinn kæmist. Þetta var einfalt reikningsdæmi! Hann hafði hins vegar aldrei reiknað með því, að samviskan gaf honum engan frið eftir verkn- aðinn, að hann varð fullur iðrunar,“ segir Birgir Þór Runólfsson, dósent í hag- fræði við HÍ, í grein um nóbelsverðlaunahafann Gary Becker.     Árið 1968 hóf Becker aðrannsaka starfssvið Raskolnikofs. „Áhugi hans hafði kviknað fyrir til- viljun ... en hann hafði þó verið óánægður með skýr- ingar sumra afbrotafræð- inga á afbrotum, að af- brotamenn væru öðruvísi en aðrir, óskynsamari en aðrir. Skýring þessara fræðimanna var í raun ekki skýring, af- brotamenn voru þeir vegna afbrotahneigðar sinnar.     Becker gerir ráð fyrir,að glæpastarfsemi sé eins og hver önnur at- vinnustarfsemi. Skyn- samur einstaklingur velur sér það starf að gerast glæpamaður, rétt eins og hann velur sér hvert ann- að starf: Hann metur ein- faldlega tekjumöguleika og fórnarkostnað starfs- ins. Sumir einstaklingar eru áhættufúsari en aðrir við atvinnuval, flestir ger- ast launþegar, aðrir frum- kvöðlar og reka fyrirtæki og enn aðrir gerast glæpa- menn. Áhættufýsi skiptir miklu þegar reynt er að bera saman tekjur af glæpum annars vegar og kostnaðinn hins vegar en hann reiknast meðal ann- ars í líkunum á því að verða gómaður og hugs- anlegri refsingu. Ef líkur á að verða gómaður eru miklar og refsingar þung- ar eða kostnaðarsamar, þá velja færri einstaklingar glæpi sem atvinnu.“     Becker hefur gert töl-fræðirannsóknir sem staðfesta að þyngri refs- ingar fækka glæpum. „Sé vilji í þjóðfélagi til þess að glæpamenn snúi sér að öðrum störfum, þá ættu rannsóknir Beckers og nemenda hans að vera eitt af leiðarljósunum í þeim efnum. Fyrir hagfræðing er enginn meiri sann- leikur til en sá að þegar verð einhvers hlutar hækkar kaupir fólk minna af þeim hlut. Þetta lögmál, að mati hagfræðinga, gild- ir um kartöflur, innbrot og jafnvel morð.“ STAKSTEINAR Starfsval afbrota- manna; Glæpur og refs- ing Dostojevskís Víkverji skrifar... VÍKVERJI á ekki bíl en ferðastmikið um á hjóli, sérstaklega núna þegar það er komið sumar. Hann keypti sér hjól árið 1996 og reyndist það honum ágætlega allt þar til síðasta haust er bremsurnar tóku upp á því að virka illa og stundum eiginlega ekki neitt. Vík- verji slapp sem betur fer við slys en ákvað að leggja hjólinu síðastlið- inn vetur og ætlaði að láta gera við það í vor eða jafnvel kaupa sér nýtt. En einn vordaginn þegar Vík- verji er að fara út heima hjá sér tekur hann eftir því að hjólið er horfið og í staðinn komið afgamalt DBS, blátt karlmannsreiðhjól með sprungin dekk og illa ryðgaða keðju. Gamla hjólið hans Víkverja hafði sum sé verið tekið ófrjálsri hendi en þetta fornaldarreiðhjól (ef þessi ryðhrúga getur kallast það) sett í staðinn. Víkverji var stein- hissa og svolítið reiður því hann saknaði gamla hjólsins sem hafði reynst honum svo ósköp vel. En hann getur samt ekki annað en vor- kennt vesalings þjófinum sem situr nú uppi með bremsulaust hjól. Vonandi fer hann sér ekki að voða. x x x VÍKVERJI hefur reyndar heyrtum fleiri þjófa sem virðast hafa örlitla samvisku. Þ.e. þeir skilja eftir hluti í staðinn eða taka ekki hluti sem þeir vita að hafa tilfinn- ingalegt gildi fyrir fórnarlambið. Dæmi um það er þegar kona ein kom að bílnum sínum en búið var að fara inn í hann og stela seðla- veskinu hennar. Þjófurinn hafði þó tekið fjölskyldumyndirnar úr vesk- inu og skilið þær eftir í farþegasæt- inu. Plastkort og jafnvel seðlar skipta ekki miklu máli þegar mynd- ir af þeim sem manni þykir vænst um eru í húfi. En það er þó alltaf sárt að láta stela frá sér. x x x ENN ein sagan segir frá stúlkusem var við æfingar í íþrótta- húsi. Á meðan hún æfði af kappi komst einhver fingralangur í bún- ingsherbergið og lét greipar sópa. Hafði stúlkan nýverið fjárfest í strætisvagnamiðum og kenndi þjóf- urinn það mikið í brjósti um hana að hann afréð að skilja einn stræt- isvagnamiða eftir í veskinu svo stúlkan kæmist nú heim úr líkams- ræktinni. x x x VÍKVERJI telur sig búa í nokkuðöruggu hverfi ef svo má að orði komast en eftir að hjólið hans hjartfólgna hvarf hefur hann allan varann á. Nú hefur hann nefnilega fjárfest í splúnkunýju og glæsilegu hjóli en eftir hverja hjólreiðaferð tekur Víkverji hjólið samvisku- samlega inn í forstofu og skellir í lás (og setur keðjuna fyrir reyndar líka). Það borgar sig nefnilega alls ekki að taka neina sénsa. Morgunblaðið/Ásdís Passaðu þig! Reiðhjólaþjófur gæti verið á næsta leiti! HINN 16. júní sl. birtist á forsíðu Morgunblaðsins mynd frá hjólastólamara- þoni. 15 fatlaðir unglingar stóðu fyrir maraþoninu til að safna upp í ferð sem á að fara til Svíþjóðar á næsta ári. Rétt er að taka það fram að númerið á söfnunarsímanum er 908 2003 og er hægt að leggja inn á hann til mán- aðamóta. Einnig er hægt að leggja inn á reiking í banka. Það er: 1157-05- 40756. Og kennitalan er 570269-2169. Með fyrir- fram þakklæti, aðstandandi. Sorglegur 17. júní MIKIÐ var dapurlegt að sjá sjálfa lýðveldishátíðina kostaða af stórfyrirtækj- um. Ekki nóg með að borgin virðist ekki geta boðið íbúum sínum til há- tíðarhalda án þess að allt sé þakið auglýsingum heldur voru það fyrirtæki er báru erlend nöfn, sem veggfóðruðu miðbæinn. Mætti ég a.m.k. biðja um fyrirtæki með íslensk nöfn, það hefði verið mun betra. Þar er þó einhver vísun í þjóðararfinn. Mér finnst stór munur á hvort um er að ræða viðburði eins og menningarnótt eða listahátíð, það er sjálfsagt að kosta slíkar hátíðir en 17. júní á að vera óháður allri kostun. Reykvíkingur. Réttindi neytenda ÉG KEYPTI notaðan bíl fyrir skömmu. Þegar ég spurði bílasalann um ástand hans vissi hann ekkert um það. Hann sagði mér ekki frá því að ég gæti farið með hann í ástandsskoðun sem hefði verið betra, en slíkt kostar mikla peninga. Þegar ég, stuttu seinna, fór með bíl- inn í skoðun, kom sitthvað í ljós sem þurfti að lag- færa. Sem betur fer þó ekki alvarlegt. Ég hringdi í Neytendasamtökin og þar var mér sagt að engin ábyrgð væri tekin vegna sölu á notaðri vöru. Ég fór á smurstöð og sýndi smur- bók sem fylgdi bílnum. Þar var mér sagt að það sem stæði í smurbókinni væri mjög óljóst og örðugt væri að fara eftir því. Finnst mér, að þegar bíll er keyptur, eigi kaupand- inn skilyrðislaust rétt á því að fá að vita sögu bílsins, um viðhald og smurningu. Þessar upplýsingar eru bráðnauðsynlegar og er það algerlega ófært að seljandi taki enga ábyrgð. Bílasölur ættu að vera skyldugar til að skrá allar slíkar upplýsingar svo að kaupandinn eigi aðgang að þeim. Þessu verður að breyta og vil ég hvetja bæði aðra neytendur og Neytendasamtökin til þess að standa með mér í þessu máli. Að lokum vil ég skora á þá stjórnmála- menn sem þetta lesa að endurskoða lög varðandi þetta mál. Sigrún Reynisdóttir. Tapað/fundið Blárri jeppakerru stolið BLÁ jeppakerra var tekin ófrjálsri hendi er hún stóð fyrir utan Hörðaland 6. Þjófnaðurinn átti sér stað 19. júní sl. Þeir sem hafa séð kerruna eða kunna að hafa hana undir höndum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 864 5290. Demantshringur fannst FYRIR u.þ.b. viku fannst demantshringur við 11/11 verslun á Grensásvegi. Sakni einhver hringsins væri ráð að hafa samband í síma 553 1022 eða 695 1022. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hjólastóla- maraþon Morgunblaðið/Kristinn Hundur með bland í poka á leiðinni heim. LÁRÉTT Lárétt: 1 reykjarsvæla, 4 þvingar, 7 sparsemi, 8 tígrisdýr, 9 alls ekki, 11 hófdýr, 13 drepa, 14 belti, 15 þægileg við- ureignar, 17 stöð, 20 sarg, 22 djásn, 23 baktal- ar, 24 leturtákns, 25 birgðir. LÓÐRÉTT Lóðrétt: 1 særa, 2 kynið, 3 fædd, 4 hnífur, 5 hlíða, 6 ganga saman, 10 mannsnafn, 12 reið, 13 tjara, 15 rausar, 16 átak, 18 ýkjur, 19 búningur, 20 fjær, 21 leiði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skapheita, 8 nærri, 9 síðla, 10 set, 11 skapa, 13 aumur, 15 fress, 18 ástin, 21 kím, 22 ragna, 23 ósátt, 24 banamaður. Lóðrétt: 2 karta, 3 peisa, 4 efsta, 5 tíðum, 6 snös, 7 gaur, 12 pus, 14 uns, 15 fárs, 16 eigra, 17 skata, 18 ámóta, 19 tjáðu, 20 nota. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.