Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 49 ÞAÐ má með sanni segja aðManowar sé þungarokks-sveitin. Ekki þá endilegatónlistarlega séð, þó að þeir rokki að vísu feitt er þannig liggur á þeim. Nei, ímyndin, tungutakið og klisj- urnar er það sem gerir Manowar að mestu þungarokkssveit allra tíma – og um leið að heillandi táknmynd þessa vinsæla rokkforms. Þeir eru guðir eða grínarar, allt eftir því hvernig á það er litið. Hróarskelduhátíðin í ár – sem fram fer í enda mánaðarins – er ann- ars æði rokkuð, mun meira en í fyrra, og nægir að nefna sveitir eins og Metallica, Iron Maiden og Queens of the Stone Age því til stuðnings auk þess sem mikið verð- ur um „nýtt suddarokk“ eins og The Kills, The Datsuns og The Raveon- ettes svo fáeinir merkisberar þeirr- ar stefnu séu nefndir. Það er því ekki úr vegi að hita upp með spjalli við „kóngana“ sjálfa, sem eiga að baki verk eins og Battle Hymns, Louder Than Hell, Fighting the World, The Hell of Steel og …að sjálfsögðu …Kings of Metal. Stríðsmenn heimsins Í ofangreindum plötutitlum liggur nefnilega styrkur Manowar – eitt- hvað sem gerði þeim kleift að snúa aftur til Hróarskeldu með þónokkr- um glans. Þessi festa heillar margan íhaldssaman rokkhundinn en líkt og með AC/DC veistu að hverju þú gengur þegar Manowar eru annars vegar. Og í fyrra voru okkar menn meira að segja með nýja plötu undir (sterkum) örmum. Heitir hún því fróma nafni Warriors of the World (nema hvað!) þar sem er að finna nýjar og þá um leið sígildar Manow- ar-stemmur eins og „Call to Arms“, „Swords in the Wind“ og „Fight Un- til We Die“. Það gekk ekki þrautalaust að ná tali af hetjunum. En þegar að þeim var komið fóru hlutirnir að taka á sig hálfsúrrealíska mynd. Þrátt fyrir að þetta hafi óneitanlega verið stærsta viðtalið sem blaðamaður náði að kría út í fyrra (í bókstaflegri merkingu þess orðs) voru Manowar ekkert sérstaklega umsetnir þegar í bún- ingsklefa var komið. En umboðs- maðurinn þeirra – sólbrúnn Texas- kani í ljósbrúnum stígvélum – sá til þess að maður fékk á tilfinninguna að sjálf Bretlandsdrottning biði! Kauði fór mikinn með labbrabb- tækið sitt, gaf fyrirskipanir til hægri og vinstri, og vísaði mér svo loks inn í herbergi þar sem þeir Eric Adams söngvari og Scott Columbus trym- bill biðu. „Hinn“ blaðamaðurinn sem falaðist eftir viðtali, viðkunnanlegur langintes frá Noregi, var sendur til annarra Manowar-liða. Er inn var komið tók jafnvel furðulegri sirkus við. Við enda tré- borðs sátu þeir félagar, uppdúðaðir í leðri og öllu, hálffrosnir á svip. Skuggalegt í raun, því eftir því sem á leið í viðtalinu var ljóst að Manowar voru hér ekki sem Manowar, heldur sem eins konar leiksýning af sjálfum sér: hylling á því sem var – eða er – eða var. Þrátt fyrir þessi frosnu bros voru þeir samt eitthvað svo innilegir. Hinn hávaxni Columbus dálítið til baka og feiminn á meðan Adams lagði sig í líma við að halda uppi merki hins harða rokkara, án þess að vera neitt sérstaklega sannfær- andi í þeim tilburðum. – Er þetta í fyrsta sinn sem þið leikið hér í Hróarskeldu? Columbus: „Já. Við höfum reynd- ar leikið í Danmörku áður en þetta er í fyrsta skipti á hátíðinni.“ – Og hvernig líst ykkur á? C: „Mjög vel. Það verða svo marg- ir að horfa, tugir þúsunda. Það er mjög spennandi.“ Adams: „Þetta verður alveg brjál- að!“ – Maður verður bara að spyrja menn eins og ykkur – hvað heldur ykkur gangandi? Af hverju eruð þið svona mikil þungarokkarar? A: „Ég skal segja þér það: Unaðs- fagrar konur! Nei, annars, það sem gerir þetta þess virði er að vita til þess að fólkið sem er að koma að sjá okkur á allar plöturnar okkar, kann textana utan að og syngur með. Það er alla vega ekki hótelin, ferðalögin og það drasl. Að spila – það er það sem skiptir máli.“ Breytingar eru ekki góðar – En hafið þið aldrei fundið fyrir þörf til að breyta stílnum? Klippa ykkur jafnvel? A: „Nei. Hvað heldurðu að við séum? Metallica! (hlær). Aðdáend- urnir yrðu ekki par hrifnir af því. Þungarokkið er það sem stendur hjarta okkar næst. Og þegar hlut- irnir eru þannig, þá litar það frammistöðu þína á tónleikum og fólk finnur að við erum að gera þetta út frá hjartanu – það er ekkert falskt við Manowar!“ – Hvar leynast Manowar- aðdáendur helst? C: „Þýskalandi til dæmis. Það er líka mikið af aðdáendum í Suður- Ameríku. Í Evrópu. Í raun alls stað- ar nema í Bandaríkjunum! (þaðan sem þeir eru).“ – Hvar liggur framtíð Manowar? C: „Í meira þungarokki. Fleiri plötum. Fleiri tónleikum. Fleiri stelpum. Eftir tíu ár þá verður þú væntanlega orðin tíu árum eldri og þá eigum við eftir að tala saman um nýju Manowar-plötuna!“ Að loknu viðtali var – eins og venja er – falast eftir myndatöku. En það kom ekki til greina. Allt slíkt þurfti að fara í gegnum umbann og reglur um myndatökur furðu harð- ar. Manowar er kannski ekki vinsæl- asta þungarokkssveit heims í dag en það er að minnsta kosti séð til þess að hún líti út fyrir að vera það! Og hvað leiksýningarlíkinguna varð- ar …hvaða máli skiptir það sosum? Því meðlimir Manowar – þunga- rokkssveitar heimsins – munu líkast til taka leyndardóminn um hvort þeir voru alvöru eður ei með sér í gröfina. Þess fyrir utan megum við svo ekki gleyma …að þetta er bara rokk og ról eftir allt saman! Spjallað við þungarokkssveitina Manowar Konungar báru- járnsrokksins Á Hróarskelduhátíðinni í fyrra lék hin aldna þungarokkssveit Manowar við góðan orðstír. Arnar Eggert Thoroddsen náði þá tali af tveimur jöxlum sveitarinnar, við all- sérstæðar og næsta skondnar aðstæður. Á góðum stundum kalla menn einatt „meira metal“. Lítil þörf er þó á því íþessu tilfelli! arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.