Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E VE-Online er tölvu- leikur sem gerist í fjarlægum hluta al- heimsins. Þar taka leikmenn sér hlut- verk fífldjarfra flug- manna sem fara ýmsar leiðir að því að ná árangri í „lífinu“. Sumir vinna málmgrýti úr loftsteinum, aðrir ger- ast geimræningjar og enn aðrir hanna og framleiða vopn og skip fyrir geimræningja og hausaveiðara, svo fátt eitt sé talið. Allir eiga þó það sam- eiginlega markmið að verða áhrifa- miklir leikmenn í flóknum heimi. Hátæknivæddir námuverkamenn Sérstaka athygli mína vakti sú staðreynd að sumir leikmenn ganga til liðs við fyrirtæki sem námuverka- menn og eyða heilu dögunum í það sem myndi helst skilgreinast sem endurtekningasöm verkamanna- vinna. Sú spurning vaknaði hvort það væri eðlilegt að fólk tæki sér frí frá endurtekningum hversdagsins til þess eins að leggjast í endurtekningarvinnu í tölvunni þegar heim væri komið. Kjartan Pierre Emilsson, aðal- hönnuður CCP, skýrir þessa hegðun þannig að stundum sé „færibanda- vinnan“ nauðsynleg til að vinna sig upp í goggunarröð fyrirtækjanna. „Menn eru að komast til metorða inn- an fyrirtækja, og þeir vita að það þarf að hefja ferilinn á botninum. Sumir eru jafnvel að njósna fyrir önnur fyr- irtæki, sem síðan gera árásir á vinnu- veitandann. Allir leikir byggjast upp á endur- tekningum. Þú gerir einn hlut aftur og aftur og reynir að gera hann betur og betur, þetta er í rauninni aðeins flókin útfærsla á því.“ Eve-heimurinn er stór og marg- slunginn og þar sem reglur eru fáar og einfaldar hafa leikmenn gríðarlegt frelsi til að móta samfélagið. Þannig voru fyrirtækin afar fljót að spretta upp um leið og leikurinn kom út. Verkaskipting og markaðslögmál „Óhjákvæmilegur fylgifiskur hins frjálsa markaðar er sá að hann gerir kröfur um verkaskiptingu og skipu- lag, vilji menn ná árangri. Sumir leik- menn voru jafnvel búnir að undirbúa fyrirtækin og skipuleggja þau mán- uðum áður en leikurinn kom út. Verkaskipan er mjög skýr og fyrir- tækin hafa mörg hver forstjóra, fram- kvæmdastjóra, fjármálastjóra, deildaskiptingu og skipurit. Starfs- mannafjöldinn getur skipt hundruð- um og allir eru að stefna að sama markmiði, að ná völdum og krafti í leiknum,“ segir Kjartan og bætir við að þar sem leikmenn þurfi sjálfir að ná í öll helstu byggingarefni leiksins, sé efnahagskerfið afar fljótandi og spennandi líkan af markaði heimsins. Verðmyndunin er algerlega háð lög- málum um framboð og eftirspurn og hegðun leikmanna endurspeglar leit- ina að gæðum. Í raun má segja að líkanið sem Eve myndar sé svo fljótandi og snöggt að bregðast við minnstu breytingum, að það væri tilvalið sem tilraunastofa í tilraunahagfræði. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur að bjóða háskól- um að rannsaka módelið og skoða gögnin aftur í tímann, því þetta er allt geymt, allar færslur og vöruskipti. Þannig væri hægt að fara í gríðarlega öflugt gagnanám og finna margar áhugaverðar niðurstöður. Það er líka mjög áhugavert að breyta stillingum í kerfinu, einu ör- yggisneti hér, gnótt náttúruauðlindar þar. Þetta er eins og að stilla strengjahljóðfæri, einn strengur strekkist, og þá breytist allt annað vegna þess að spennan á viðinn eykst og aðrir strengir slakna örlítið. Þetta hefur ofboðslega flókið orsakasam- hengi.“ Nær takmarkalaust frelsi „Við lögðum út í þetta verkefni með það fyrir augum að leikmenn gætu í rauninni gert hvað sem þeir vildu. Möguleikarnir eru afar fjölbreyttir, og hafa sumir nýtt sér það til hins ýtr- asta,“ segir Hilmar V. Pétursson, tæknistjóri CCP, íslenska hugbúnað- arfyrirtækisins sem hannaði og fram- leiddi EVE. „Það sem kom okkur hvað mest á óvart þegar leikurinn kom út og fólk fór að spila hann, var hversu gríðarlega fljótt samfélags- skipan og verkaskipting komust á. Menn stofna fyrirtæki sem sérhæfa sig í vissum hlutum, eins og fram- leiðslu, flutningum, löggæslu og verslun. Aðrir stofna bófaflokka sem reyna að finna glufur í kerfinu sem þeir geta nýtt sér. Menn nálgast leik- inn á mismunandi forsendum, sumir koma inn í þennan heim með þá hug- sjón að nota krafta sína til að vernda kerfi leiksins og hjálpa minni máttar, en aðrir reyna að safna völdum til að níðast á öðrum leikmönnum. Við köll- um þetta „Care Bears“ og „Griefers“, sem mætti þýða lauslega sem kær- leiksbirni og merði,“ segir Hilmar. „Auðvitað þarf eitthvað af báðum fylkingum, en við viljum þó frekar að leikurinn hallist dálítið í áttina að rokkinu frekar en rólegheitunum. Þannig verður að vera spennandi að spila hann, og það gerist með hinu óútreiknanlega. Einnig sjá merðirnir óbeint um villuleit fyrir okkur með því að leita að götum til að nýta sér, sem við síðan stoppum upp í. En þegar merðirnir ganga of langt og fara að ráðast á byrjendur á vernduðum svæðum tökum við í taumana og ger- um þeim grein fyrir takmörkunum. Þannig höfum við nokkuð virka lög- gæslu innan leiksins.“ Níðingsverk marða Hilmar tekur sem dæmi atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum, þar sem marðagengi lagðist í umsátur hjá hliði sem tengir sólkerfi og hóf fjárkúgun og gripdeildir. Þeir höfðu fundið leið til þess að leggja saman hluti í leiknum á nýjan hátt, sem veitti þeim gríðarlega og ósanngjarna yfir- burði gagnvart öðrum leikmönnum. Mörðunum leiddist fljótt þófið og lögðust í skipulegar drápsferðir inn í svokallað „noob space“ eða nýliða- svæði, þar sem nýjum leikmönnum á að vera tiltölulega óhætt að athafna sig. Þar fóru þeir um eins og húnarnir forðum og stráfelldu nýliða á griða- svæðum þeirra. Til nánari skýringar skal hér tekið fram að ef andstæðingur eyðileggur geimskip leikmanns, er skaðinn ekki stórkostlegur, skipið er tryggt og leikmaðurinn sleppur í björgunar- hylki. Merðirnir ráðast hins vegar einnig á björgunarhylkin og drepa leikmanninn og valda honum þannig mun meiri skaða, því þá vaknar leik- maðurinn til lífsins mun veikari en áð- ur. Þessi breytni er litin alvarlegum augum í leiknum og getur fælt burt nýja leikmenn. Þarna liggja skilin milli bófa og níðinga. Refsivöndur réttlætisins Þegar merðirnir hófu þessa „níð- ingslegu innrás“, gerðu leikstjórarnir skurk og settu saman eftirreiðarsveit sem kallaðist „The four“. Nafngiftin sækir í frásögnina um knapana fjóra í opinberunarbókinni, en um leið særir það fram hugartengsl við fjórmenn- ingana sem kenndir eru við Tomb- stone, þar sem Wyatt Earp var í far- arbroddi. Leikstjórnendurnir tóku sér gríð- arlega öflug orrustuskip og refsuðu mörðunum grimmilega fyrir nýliða- morðin. Nú þegar hafa sprottið upp „þjóðsögur og munnmæli“ meðal EVE spilenda um atburðinn, og jafn- vel er talið stutt í að hetjukvæði verði samin um „orrustuna miklu milli hinna fjögurra og marðanna.“ Nú ber að taka skýrt fram að merð- Andhetjur himingeimsins Rússinn og félagar hans þjarma að fórnarlambi sínu sem fast er í lömunargeisla. Skip Rússans er niðri í vinstra horni myndarinnar. Fyrr á öldum stormuðu blóðþyrstir húnar, víkingar og illræmdir ræningjabar- ónar og ribbaldar um héruð Evrópu og hrelldu smæl- ingja. Sjóræningjar sigldu á sínum tíma um Karíbahafið og ollu ótta og skelfingu. Seinna kom öld útlaganna í villta vestrinu. Svavar Knút- ur Kristinsson þeystist um óravíddir rafgeimsins með rummungum nýrrar aldar. Morgunblaðið/Sverrir Kjartan Pierre Emilsson, yfirhönnuður CCP, er ánægður með þá öru sam- félagsþróun og hið flókna hagkerfi sem myndast hefur innan EVE-alheimsins. ’ Það sem kom okkur hvað mest á óvartþegar leikurinn kom út og fólk fór að spila hann, var hversu gríðarlega fljótt samfélags- skipan og verkaskipting komust á. ‘ ’ Við höfum verið að velta því fyrir okkurað bjóða háskólum að rannsaka módelið og skoða gögnin aftur í tímann, því þetta er allt geymt, allar færslur og vöruskipti. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.