Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hann Balli mágur
minn er allur. Við
kynntumst vorið 1952,
þegar ég kom í heim-
sókn á Miklubraut 68.
Þar bjuggu þá foreldr-
arnir Árni og Día,
ásamt fimm börnum,
Elínu, sem hálfu öðru ári seinna varð
kona mín, Baldvini, Margréti, Alex-
ander og Ólafi. Einnig var í heimili
Vilborg, eldri systir Díu.
Baldvin var þá í verzlunarskóla,
var mikið í íþróttum og efnilegur í
stangarstökki. Þótt hann væri lang-
ur var hann bæði lipur og sterkur.
Kynntist hann þar mörgum af
fremstu íþróttamönnum okkar. Því
miður hætti hann þátttöku um þetta
leyti. Hann spilaði einnig á gítar og
spilaði í minni hópum, oft 2–3, á fé-
lagsskemmtunum og í heimahúsum.
Nýlega sagði hann mér að hann hefði
spilað á havaígítar á þekktri plötu,
þótt þess sé hvergi getið. Kynntist
hann mörgum gegnum þetta. Einnig
var hann gleðimaður og sótti nokkuð
skemmtanir, eins og þá var títt.
Hann neytti víns en sjaldan í óhófi
og ekki sér til óbóta. Smávindla
reykti hann einstaka sinnum. Þessi
hófsemi hans var nokkuð óvanaleg á
þessum tíma. Heyrt hefi ég eldri
konur geta þess að hann hafi verið
mikill dansherra. Hann var dáður og
dekraður af móður sinni og móður-
systur og tók hann því með jafnaðar-
geði. Hann var einnig dáður af öðr-
um konum og var sú aðdáun oftast
gagnkvæm. Hann lét þess stundum
getið við mig og aðra, að hann væri
kvennamaður, og svo hló hann
hrossahlátri á eftir. Hann var nokk-
ur sundurgerðarmaður í klæðaburði,
en þó á mjög einfaldan hátt. Hann
tók smemma upp þann sið að klæð-
ast ljósum jakka og svörtum buxum
og seinna bætti hann dökkri eða
svartri skyrtu við. Var þetta bæði
ódýrt og smekklegt.
Eftir verslunarskóla vann hann
ýmis störf. Fór svo til Kaupmanna-
hafnar, til að læra málaralist, en
hvarf frá því. Eitthvað nefndi hann
að honum hefði þótt námið of hefð-
bundið. Nokkru síðar fór hann til
Spánar, til að læra gítarleik. Ekki
entist honum örendið þar, nema árið.
BALDVIN
ÁRNASON
✝ Baldvin Árnasonfæddist 29. mars
1934. Hann lést á
Landspítalanum 7.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 16. maí.
Er ekki gott að segja
hvort þetta var óþol
eða óróleiki, eða hrein-
lega peningaskortur.
Einnig voru áhugamál-
in mörg, sem e.t.v. hafa
dreift huganum og vilj-
anum.
Á þessum árum, ’55–
’60, kynntist hann
stúlku og voru þau
saman um tíma. Stúlk-
an varð ófrísk og voru
þá Día og Vilborg móð-
ursystir mjög fylgjandi
því að þau ættust. Ekki
vildi hann það. Taldi sig
og þau bæði of ung til að bindast var-
anlegum böndum. Stúlkan fluttist út
á land og eignaðist dóttur 1958. Hún
giftist seinna öðrum manni og ólu
þau upp dótturina, ásamt eigin börn-
um. Var henni svo gefið föðurnafn
fósturföður síns og sárnaði Balla
það.
Nokkur ár vann hann á veðurstofu
á Keflavíkurvelli, á vöktum. Gafst
honum þá nokkurra daga frí og hygg
ég að hann hafi þá byrjað að mála.
Eitthvað hafði hann farið á fleiri
námskeið og skoðað mikið listasöfn
erlendis. Alltaf líkaði honum vel er-
lendis og hann náði fljótt að tala mál-
in.
Svo skildust leiðir, þegar við
flutttum til Svíþjóðar 1962. Sáumst
við við heimsóknir ’66, ’69, ’71 og ’73.
Svo varð þetta meira þegar við flutt-
um heim ’76. Þegar við komum heim
’66 hafði hann sýnt málverk í Morg-
unblaðsglugganum og hlotið lof fyrir
sem efnilegur. Hann gaf okkur þá
mynd frá Þingvöllum. Þótti honum
hraunið, gjáin og fjöllin góð, en var
ekki eins ánægður með himininn.
Hafði hann orð á því, löngu seinna,
að hann vildi bæta aðeins við hann.
Hún hangir nú enn á vegg hjá okkur.
Þessi fjögur ár, sem við vorum ytra,
hafði Árni reist sér nýtt hús inni á
Byggðarenda 1. Baldvin fékk þá til
umráða hluta af kjallara, sem sneri
út í garðinn, þar sem áður var bak-
arí. Breytti hann smám saman og
bætti þetta húsnæði, hafði þar vinnu-
stofu og bjó þar til dauðadags.
Enn fór Balli óhefðbundnar leiðir.
Þegar hann hafði fengið vinnuað-
stöðu þótti honum óþarfi að eyða
striga, penslum og málningu á
hverja einustu mynd. Hann málaði
nokkrar myndir. Svo lærði hann að
gera eftirprentanir. Gerði svo nokkr-
ar af hverri mynd og seldi við hóf-
legu verði.
Mig minnir að hann hafi sagt að
honum hefði dottið þetta í hug, þegar
hann vann um tíma við að selja eft-
irprentanir eftir fræga, erlenda mál-
ara. Því ekki að selja sínar eigin? Fór
hann á bílgarmi um landið, oft með
einhvern félaga með sér, gjarnan
einhvern lasarus
sem hvorki hafði vinnu né viður-
væri annarsstaðar. Stundum var
honum álasað fyrir þetta, m.a. af
systkinum, að vera að þvælast um
með þessa vandræðamenn. Hann
sagði jafnan: Þetta eru bestu menn,
þeir hafa bara verið óheppnir eða
lent illa í því.
Í einni slíkri ferð kom hann til
okkar í Gautaborg, skömmu eftir
1970, og fór mikinn. Var hann nú
kominn á Wolksvagen „rúgbrauð“
og voru í fylgd með honum þáver-
andi sambýliskona hans, Svala, og
Rögnvaldur Pálsson málarameistari.
Höfðu þau farið með Smyrli til Berg-
en, þaðan svo fylgt ströndinni og selt
í sjávarþorpum í Noregi og svo
áfram niður vesturströnd Svíþjóðar.
Var þetta mikil ævintýraferð og lék
hann á als oddi.
Seinna, í lok áttunda áratugarins,
fór hann að gera höggmyndir, litlar,
og steypti þær svo í blöndu af plasti
og sandi. Er víða til eintak af mynd
hans „Sjómaðurinn“. Man ég Balla
um þetta leyti í eldhúsi móður sinnar
að teikna og gera leirmynd af hesti.
Fór hann oft niður á skeiðvöll þar
fyrir neðan og teiknaði, eða tók ljós-
myndir. Man ég að þær systur gagn-
rýndu fótaburð hestsins og breytti
hann því til batnaðar.
Enn skildu leiðir vegna fjarveru
minnar ’88–’99 og sáumst við aðeins í
stuttum leyfum.
Þá hafði hann kynnst ungri konu
frá Filippseyjum, Kathy, sem hann
giftist og hófu þau búskap saman.
Þau eiga ellefu ára efnilegan son,
Árna Alexander. Kathy átti tvö börn
fyrir og komu þau einnig hingað.
Baldvin var mjög hamingjusamur
með þetta, enda Kathy falleg kona,
bráðmyndarleg og harðdugleg. Ekki
síst þegar fram kom hjartveiki hjá
honum og fór hann fyrir nokkrum
árum í hjáveituaðgerð, sem gekk vel.
Svo einkennileg eru örlögin að þar
hitti hann gamlan félaga úr íþrótt-
unum, Hauk Clausen, og voru þeir
skornir upp sama dag.
Haukur lést nokkrum dögum fyrr
en Baldvin.
Baldvin var óhefðbundinn, hann
var bóhem og vildi vera frjáls á allan
hátt. Byltingin í maí 1968 og áratug-
inn á eftir var honum ekkert ný-
næmi. Hann hafði lifað þannig og
gert sömu kröfur þegar 1958. Hann
varð hippi á undan hippunum.
Ég undirritaður og fjölskylda mín
biðjum Kathy og börnum hennar
blessunar.
Ingvar Kjartansson.
Hallgrímur Pétursson segir í 45.
sálmi sínum svo frá;
Fyrir þann deyð sem þoldir þú,
þig bið ég um það Jesús nú,
að gefi mér þín gæskan blíð,
góða dauðans manns dauðatíð.
Hold mitt lát hvílast hægt í frið,
hönd þín sálunni taki við.
Kvöldsólin með rauðan roða
leggst á Snæfellsjökul eins og móðir
sem breiðir sæng sína yfir barnið
sitt. Rauði liturinn minnir mig á list
þína og ég sit hér hugsi og rifja upp
vinskap okkar.
Með fáum orðum vil ég kveðja vin
minn Baldvin Árnason listmálara.
Það eru í raun ekki fá orð, en í fátæk-
um orðaflaumi gríp ég þær minning-
ar sem þjóta um hugann minn og set
á blað. Mér þykir það erfitt því ég
sakna þín kæri vinur. Margt var það
sem við ræddum. Hlátur þinn var
smitandi og skoðanaskipti okkar
fróðleg og oft heit. Ég man hvað þú
talaðir um það þegar þú varst að
verða faðir. Stolt þitt lyfti þér upp
frá jörðu. Þú tókst vel á móti konu
þinni og börnum hennar og varðst
þeim sem faðir. Ég man gleði þína
með börnunum þínum því þú varst
einstaklega barngóður. Íbúð ykkar
breyttir þú í góða og vistlega íbúð
fyrir ykkur fjölskylduna.
Ég er þakklátur kynnum þínum
og fjölskyldu þinnar. Ég dáðist að-
eldamennsku þinni. Ég er ykkur allt-
af þakklátur að hafa hugsað til mín á
oft svo erfiðum stundum hjá mér.
Á þínum yngri árum varst þú helj-
armenni og vannst margan sigurinn
með ÍR. Þú hafðir yndi af íþróttum
og taldir það vera undirstöðu lífs
þíns og það hefði mótað þig. Þú varst
stoltur af frjálsíþróttamennsku þinni
og máttir vera það. Óvarinn sem
skylmingamaður lífs og listar barðist
þú. Þú tapaðir stundum en kunnir að
tapa.
Talandi um erfiðar stundir. Lífs-
ins steinar eru hálir og það er afar
auðvelt að detta. Í fallvaltleikanum
tekst okkur að stíga úr fljóti lífsins
og þerra föt okkar. Við horfum niður
eftir straumnum og undrumst á því
að við skyldum ná landi, sama hve líf-
ið er okkur erfitt. Þessi lífsins ganga
þroskar okkur og gerir okkur kleift
að skilja lífið og takast á við annað.
En þó er lífsgátan ekki leyst.
Hvers vegna strita sumir meira en
aðrir? Hvers vegna eru sumir ríkari
en aðrir? Hvers vegna? Ef til vill er
þetta spurningin um lífið! Ég held að
þú hafir alltaf vitað svarið og ein-
hvern veginn finnst mér þú hafa sagt
mér það þegar þú sagðir það við mig
deginum áður en þú lést, að Katrin
og börnin ykkar hefðu breytt lífi
þínu og þú værir þeim ætíð þakk-
látur.
Kæri vinur. Kveð ég þig nú í bili.
Óska þér ferðar góðrar á nýrri
göngu þinni. Styrkur sé með fjöl-
skyldu þinni og börnum, vinum og
ættmennum.
Þinn vinur,
Guðfinnur Sigurðsson.
Margs er að minnast
er ég hugsa um þig, afi
minn. Það er gaman að
rifja upp allar sögurnar
sem þú sagðir mér og
Hrannari bróður þegar við vorum litl-
ir og gistum hjá þér og ömmu í Stað-
arbakkanum. Þar á bæ var nú ansi oft
fjörugt og þú varst manna kátastur
og leiddist aldrei að sprella í okkur
þannig að allir höfðu gaman af.
Ófá skiptin fórum við saman á völl-
inn að styðja okkar menn Framarana.
Ferðin sem við fórum til Barcelona að
horfa á Fram spila er afar eftirminni-
leg. Þú varst alltaf hress og kátur og
stóðst sannarlega undir því nafni sem
þú hafðir á þér, Lói létti. Við Hildur
ÞORKELL
ÞORKELSSON
✝ Þorkell Þorkels-son fæddist á
Valdastöðum í Kjós
28. júlí 1919. Hann
varð bráðkvaddur á
Hrafnistu 23. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð í
kyrrþey að ósk hins
látna, frá Áskirkju 4.
júní.
María frænka, bæði ný-
fermd, höfðum virkilega
gaman af öllum uppá-
tækjunum í þér og von-
andi verðum við jafn-
spræk og þú þegar við
eldumst.
Ég hafði mjög gott og
gaman af að starfa með
þér á Bæjarleiðum. Þar
lærði ég af þér eitt og
annað sem ég mun búa
að alla ævi.
Það er frábært fyrir
okkur Önnu Maríu að
þú skyldir hafa fengið
að hitta Felix Má, ný-
fæddan son okkar, og ég veit að þú ert
einnig virkilega ánægður og stoltur
með það. Myndirnar sem ég tók af
ykkur brosandi saman eru virkilega
dýrmæt augnablik fyrir okkur og það
verður gaman að sýna þeim litla þær
þegar hann vex úr grasi.
Elsku afi, takk fyrir allt sem þú
hefur gefið mér í lífinu. Vertu sæll að
sinni.
Minningin um góðan afa lifir.
Kjartan Már, Anna María
og Felix Már.
Með örfáum orðum
vil ég minnast hans Óla,
góðs og kærs vinar sem
kvaddi okkur skyndi-
lega hinn 9. maí.
Ég var 8 ára þegar ég
kynntist Óla og fjöl-
skyldu hans, við bjuggum í sama
stigagangi til nokkurra ára og var
mikill samgangur á milli fjölskyldn-
anna. Sigga dóttir hans var og er mér
kær vinkona, við vorum daglega sam-
an í æsku og dvaldi ég nánast öllum
stundum á heimili þeirra. Þar var Óli
alltaf til staðar og ekki má gleyma
konunni hans, henni Hrafnhildi, eða
Hebbu eins og ég kalla hana, hún
stjórnaði með mikilli prýði öllum
þessum barnafjölda sem fór í gegnum
heimilið þeirra. Alltaf var tekið vel á
móti manni, þau voru mér sem önnur
fjölskylda. Þau hjónin reyndust mér
og mínum bróðir ómetanlega vel. Ef
eitthvað bjátaði á til dæmis með hjól-
ið, skautana eða önnur leikföng var
leitað til Óla og hann reddaði því.
ÓLAFUR Þ.
ÁGÚSTSSON
✝ Ólafur ÞórðurÁgústsson fædd-
ist á Sauðárkróki 13.
maí 1935. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9. maí síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Ás-
kirkju 16. maí.
Hann passaði upp á mig
eins og að ég væri hans
eigin dóttir. Óli átti
mjög auðvelt með að
umgangast fólk og var
sáttfús maður, hann var
þúsundþjala smiður og
snyrtilegur fram úr
hófi, það gljáði allt í
kringum hann. Óli var
sá besti húsfaðir sem ég
hef þekkt, hann gat og
gerði bókstaflega allt.
Á unglingsárum mín-
um minnkuðu sam-
skiptin vegna þess að ég
flutti út á land en þau
slitnuðu aldrei. Fjölskyldur okkar
hafa gengið saman gegnum súrt og
sætt í gegnum tíðina. Fyrir ári í maí
var mikil sorg hjá fjölskyldunni þegar
Sigga missti Hjördísi dóttur sína að-
eins 10 ára gamla í hræðilegu slysi. Þá
stóð Óli eins og klettur þrátt fyrir að
hafa misst afastelpuna sína. Svona
var Óli, alltaf til staðar. Ég trúi því og
það er mér mikil huggun að Óli varð-
veiti Hjördísi og hún afa sinn og þau
eigi samleið inn í ljósið og geti fylgst
með sínum nánustu.
Elsku Óli, hvíl þú í friði. Guð blessi
konuna þína, börnin og þeirra fjöl-
skyldur. Ég votta þeim mína dýpstu
samúð. Megi Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Anna Margrét.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning-
@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist) eða á disklingi. Ef
greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúm-
er höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma).
Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og
votta virðingu án þess að það
sé gert með langri grein.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Elsku langamma
mín. Mikið var erfitt að
heyra mömmu segja að
þú værir farin. En ég
veit að það er vel tekið á móti þér
hinum megin.
Ég hugsa oft um það hvað það var
gaman að koma til þín á Suðurgöt-
una þegar ég var yngri og horfa á
barnatímann. Þá sátum við saman og
borðuðum ballerínakex og ég fékk
kók.
Svo kom ég í fjölbrautaskólann, þá
HELGA
ÁSGRÍMSDÓTTIR
✝ Helga Ásgríms-dóttir fæddist á
Stóra-Ási í Reyk-
holtsdal í Borgar-
firði 5. mars 1912.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 12.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Akranes-
kirkju 23. apríl.
hittumst við daglega,
stundum tvisvar á dag,
þá áttum við yndislegar
stundir saman.
Einu sinni átti ég að
tala við einhvern um
árin sem hermennirnir
komu, þá tók ég viðtal
við þig. Ég man hvað
það var gaman að
hlusta á sögurnar þín-
ar.
Mikið verður erfitt
að fara á Akranes og þú
ert ekki þar til að heim-
sækja.
Ég vildi óska þess að Bergsveinn
Snær sonur minn hefði kynnst þér
betur því þú ert alveg einstök amma
og það mun geymast í hjarta okkar.
Elsku langamma, þú ert undur
lífsins á þessari jörð. Þú ert einstök,
sérstök, óbætanleg.
Kveðja,
Guðrún Björk.