Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍBÚAR á Austfjörðum eru orðnir lúnir á þoku og rigningu dag eftir dag, en víða á fjörðunum hefur ekki sést til sólar í þrjár vikur eða þar um bil. Í dag er gert ráð fyrir svölu hægviðri eða hafgolu og skýjuðu við austurströndina. „Það er varla hægt að segja að sést hafi í bláan díl á himni síðustu vikurnar,“ sagði Bjarni Björnsson á Fáskrúðsfirði í samtali við veðurvita Morgunblaðsins. „Það hefur verið skýjað og afskaplega vætusamt hérna með fjörðum og suma daga og nætur ansi dimm þoka. Samt alls ekki kalt eins og oft verður kannski í austan- og norðaustanátt, langt í frá. Núna er norðaustan þræsa og rigningarhraglandi með og það er að heyra á tali manna að þeir séu að verða hálfþreyttir á veðurlaginu.“ Hræðilegt að vinna inni í ein- muna fallegu og góðu veðri Bjarni segir að samkvæmt dag- bókinni sinni sjái hann að oft hafi verið rigning á þessum tíma und- anfarin ár. „Við vonum að umskipti verði þegar menn fara almennt að hugsa um sumarfrí einhvern tímann undir miðjan júlí. Spá er það nú ekki, en innst inni býr maður alltaf við þessa von. Þetta er annars ekki svo alslæmt, því það er alveg hræði- legt að vera inni að vinna í einmuna fallegu og góðu veðri, það fer eig- inlega jafnilla með sálartetrið og þetta blautviðri,“ sagði Bjarni að endingu. Á Breiðdalsvík og Djúpa- vogi sást óvænt til sólar á föstudag, en ekki er útlit fyrir áframhald þar á, þar sem spá fyrir komandi daga bendir til norðaustlægrar áttar með rigningu og súld. Austfirðingar eru orðnir lúnir eftir margra vikna þokusudda Norðaustan þræsa og rigningar- hraglandi Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Þormóður Eiríksson, fyrrum bóndi og sjómaður á Eskifirði, gáir til veðurs í þoku og sudda á föstudaginn. Egilsstöðum. Morgunblaðið. FÍKNIEFNABROTUM fjölgaði um 9,1% milli áranna 2001 og 2002 og hafa þau aldr- ei verið fleiri. Rúmlega þús- und manns voru kærðir, lagt var hald á meira hass og kók- aín en áður og aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á meira magn af amfetamíni. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í yfirliti ríkislögreglu- stjóra um fíkniefnabrot árið 2002. Fíkniefnabrotum fjölgaði úr 911 árið 2001 í 994 árið 2002, eða 9,1% milli ára. Lagt var hald á 57 kg af hassi, 1,8 kg af kókaíni og 7,2 kg af amfeta- míni. Minna náðist af e-töflum en síðastliðin ár eða rúmlega 800. Mest næst af fíkniefnum þar sem farið er inn og út úr landinu, einkum á Keflavíkur- flugvelli eða 95,5% af hassinu, 15,5% af amfetamíninu og 84,1% af kókaíninu. Um 2⁄3 hlutar af öllum fíkniefnamál- um koma upp á höfuðborgar- svæðinu. Fíkni- efnabrot aldrei fleiri Yfirlit fyrir árið 2002 SANDSKAFRENNINGUR hefur verið á þjóðveginum á Austurfjöll- um á Mývatnsöræfum undanfarið, einkum er sunnanáttir hafa ríkt og Vegagerðin því sett upp skilti þar sem ökumenn eru varaðir við. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir þetta ekki koma sér á óvart þar sem mikil landeyðing eigi sér stað á þessum slóðum. Hann segir þetta eitt af verstu landsvæð- unum hvað þetta snerti og ekki bæti úr skák hve lítil úrkoma sé þarna. Sveinn segir þetta ennfrem- ur sýna að upplástur sé víðs fjarri úr sögunni þó að umræða um þau mál hafi lítt verið áberandi síðustu misseri. Alvanalegt var áður að sandskrið gerði veg þungfæran um Austurfjöll á meðan þar var aðeins lítt upp- byggður malarvegur. Fyrir tveimur sumrum var lagður varanlegur, uppbyggður vegur um Fjöllin en eftir sem áður veltur sandur sunnan af Mývatnsöræfum norður yfir veg og gerir umferð stórvarasama. Hætta fyrir vegfarendur Sveinn segir Landgræðslu ríkis- ins hafa fengið ábendingar um sandskafrenning á þjóðveginum austan við Mývatnssveit. Ljóst sé að sandfokið geti verið hættulegt fyrir ökumenn. Hann segir að þrátt fyrir mark- visst samstarf bænda og sveitarfé- laga um landbætur á ákveðnum svæðum sé mikið verk óunnið, sem í sumum tilvikum geti jafnvel tekið nokkra mannsaldra að sigrast á. Vegagerðin hefur aðvarað ökumenn Morgunblaðið/Birkir Fanndal Landeyðing á Mývatnsöræfum heldur áfram og er farin að valda sand- skafrenningi yfir þjóðveginn. Myndin er tekin á Háröndum við Búrfell á Mývatnsöræfum þar sem er víða að sjá uppblásin og yfirgefin moldarbörð. Mývatnssveit. Morgunblaðið. Sandskafrenningur og landeyðing á Mývatnsöræfum STARFSMAÐUR Náttúrustofu Vesturlands rak augun í forvitnileg- an grip við venjubundna könnun á refagrenjum í Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli nýlega. Reyndist gripurinn, sem fannst við greni í ábúð, vera gervihnattasendir. Eru allar líkur taldar á því að hann sé einn af sex sendum sem notaðir voru til þess að merkja margæsir á Álftanesi í fyrra- sumar. Margæsir eru farfuglar sem staldra við á Fróni í rúman mánuð á vorin til að fita sig fyrir varp í íshafs- eyjum Kanada. Þær koma síðan við aftur á haustin og dvelja í tæpa tvo mánuði áður en þær hverfa til Bret- landseyja. Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun segir að fyrir- tækið sem framleiddi sendinn eigi eftir að staðfesta að þetta sé réttur sendir og af hvaða margæs hann komi. „Engu að síður er nærbuxna- teygjan, sem við notuðum til þess að halda sendinum á margæsunum þeg- ar þær fella fjaðrir, sterk vísbending um að svo sé. Við höfum verið að fylgjast með ferðum þessara margæsa og komst ein þeirra í fréttirnar þegar inúíta- veiðimaður í Kanada skaut hana og skilaði sendinum. Önnur margæsin lenti á Írlandi eftir einhverja hrakn- inga. Hinar gæsirnar fjórar skiluðu sér aftur til Íslands og nú þekkjum við afdrif þessarar, hún hefur lent í skolti rebba. Nú hefur þannig þriðji sendirinn fundist af sex og er það frábær árangur og gott að fólk hefur augun hjá sér.“ Guðmundur segir rannsóknina hafa skilað miklu magni af áhuga- verðum gögnum og sé þessi fundur mikilvæg viðbót við þau gögn. Gervihnattasendir fannst við greni Morgunblaðið/Ómar Margæsir á flugi yfir Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.