Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 25 Gyllinæðarblautþurrkur Græðandi & hreinsandi blautþurrkur sem draga úr kláða, sviða og ertingu af völdum gyllinæðar. Blautþurrkurnar er einnig gott að nota við ýmiss konar óþægindum á ytri kynfærum kvenna, s.s. við tíðablæðingar, hreinsun á bólgnum svæðum eftir uppskurð eða fæðingu o.s.frv. Derma Soft inniheldur nornahesli og kamillukraft sem græða og róa húðina. Fást í apótekum um land allt Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík LÍTT hefur hingað til borið á Tóm- asi Guðna Eggertssyni á hljómleika- pöllum höfuðborgarsvæðisins, og mætti því e.t.v. skoða tónleika hans í Salnum sl. mánudag sem óformlega frum- raun – þótt hvergi væri það ábyrgð- arhlaðna orð ann- ars nefnt á nafn. Kvað slíkt reynd- ar algengt á seinni árum. Menn laumstarta frekar í kyrrþey, og stundum oftar en einu sinni. Fjölbreytt og hlustvænlegt verk- efnavalið hófst með sannkallaðri ger- semi úr óbrotgjörnum sjóði Bachs, hinni sjöþættu Frönsku svítu nr. 5., með Gavottu, Bourrée og Loure skot- ið inn á milli fastadansanna Sara- bande (III) og Gigue. Skv. fróðlegum tónleikaskrárskrifum Hauks Hall- dórssonar munu svíturnar frá upp- hafsárum Tómasarkantorstíðar Bachs í Leipzig (1723–50) og urðu snemma vinsælar meðal fjölskyldu og nemenda, ef marka má fjölda afrita – ekki ósvipað og gilti hér fyrrum um eftirsóttustu fornsögur eins og Njálu. Annar hljómborðsgimsteinn, og sízt ókunnari, fylgdi á eftir, Pathétique- sónata Beethovens frá 1798, sem þrátt fyrir að tilheyra svokölluðu fyrsta sköpunarskeiði (í „anda Moz- arts úr hendi Haydns“) ber mun sterkari keim af hetjurómantík þess næsta. Hér var ekkert öryggisnet að hafa í vægðarlausu viðmiðunarljósi frægð- ar, allra sízt í gegnsæjum feilnótuaf- hjúpandi rithætti Bachs, á m.a.s. oft frísklegu tempói þar sem margur hefði frekar haft vaðið fyrir neðan sig, sérstaklega í fyrsta atriði dagskrár. En Tómasi tókst í öllum meginatrið- um mjög vel upp, mótaði músíkalskt og sannfærandi af smitandi djörfung og dug með glöggu næmi fyrir ólíkum danshrynjum þáttanna. Þá sjaldan bjátaði á sneri hann sig fimlega úr klemmunni (jafnvel með spuna), sem er hæfileiki út af fyrir sig, án hverrar enginn verður sjóaður konsertpían- isti. Túlkun Tómasar á Pathétique var hvöss og skapmikil en líka við- kvæm, borin uppi af furðuþroskaðri formsýn og nánast örðulaus, burtséð frá smáfingraflumbri á milli tveggja „ecossaise“-kafla I. þáttar og nokkr- um vinstri handar pp loftnótum í II. sem annars var syngjandi fallega mótaður. Farið var fram á yztu nöf í hraðavali lokarondósins, en þrátt fyr- ir að höggvið væri ótæpt á bæði borð gafst einnig ráðrúm til þokkafullra andstæðna. Mondrian-míníatúrurnar þrjár eft- ir Hafliða Hallgrímsson eftir hlé voru skemmtilegar litlar örsmíðar, oftast snöggar upp á lagið og útfærðar af lit- ríkri snerpu með töluverðu kómísku ívafi. Loks var Faschingschwank [Kjötkveðjuglens] aus Wien Op. 26, fimmþætt skapgerðarstykkjasafn Roberts Schumann frá 1839. Það byrjaði stormandi æst og helzt til subbulega við ofnotaðan pedal, en ljúfsár Rómanzan var aftur á móti söngvæn og streymdi fagurlega áfram. Gáskafullt Scherzinóið var gætt miklum þokka, en stutt Inter- mezzóið hikstaði aðeins á rásinni. Í glæsilegum Fínalnum var „Höchst lebhaft“ túlkað sem ígildi sannkallaðs manndrápshraða og átti eftir að koma Tómasi í koll rétt fyrir Coda – einmitt þegar lýtalítið stórafrek virtist innan seilingar. Fann hver maður í salnum til með píanistanum þegar honum fat- aðist óvænt háskaflugið. Samt var björninn unninn. Heildin stóð upp úr. Bráðefnilegur einleikari hafði kvatt sér hljóðs, og músíkölsk fjölhæfnin minnkaði ekki með auka- lögunum, djass-impromptuinu Georgia On My Mind eftir Hoagy Carmichael og ónefndri frumsaminni næturlokku við ljóð Guðmundar Norðdahl sem Ólafur Kjartan Sigurð- arson söng af ómþýðri snilld við und- irleik höfundar, eldheitar undirtektir og almennt uppistand. Fjölhæfur píanisti kveður sér hljóðs TÓNLIST Salurinn J.S. Bach: Frönsk svíta nr. 5 í G BWV 816. Beethoven: Píanósónata í c Op. 13 (Pathétique). Hafliði Hallgrímsson: Þrír þættir f. píanó (Homage to Mondrian). Schumann: Faschingschwank aus Wien Op. 26. Tómas Guðni Eggertsson píanó. Mánudaginn 16. júní kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Tómas Guðni Eggertsson Ríkarður Ö. Pálsson Röddin, glæpasaga Arnaldar Indr- iðasonar, er komin út í kilju. Sagan hefst á því að jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en upplýs- ingar um æskuár hans, ævintýraleg og dapurleg í senn, koma lögreglunni á sporið. Í kynningu frá útgefanda segir: „Arn- aldur Indriðason hefur notið fádæma vinsælda fyrir sögur sínar um lög- reglumennina Erlend, Sigurð Óla og El- ínborgu, m.a. Dauðarósir, Grafarþögn og Mýrina.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 330 bls., prentuð í Danmörku. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Verð: 1.599 kr. Útgefandi: Vaka-Helgafell. Kiljur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.