Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gegn verslun með konur Leiða stofnun Evrópusamtaka STÍGAMÓT og Eur-opean Network aga-inst Trafficking in Women for sexual exploit- ation (ENATW) standa fyrir evrópskri málstofu undir heitinu: Baráttan gegn verslun með konur – Bestu leiðirnar á Evrópu- vettvangi. Málstofan verð- ur á Hótel Nordica við Suð- urlandsbraut mánudaginn 23. júní milli kl. 13 og 17. Talað verður á ensku og frönsku og verða frönsku fyrirlestrarnir þýddir á ensku. Allir eru velkomnir og skráning fer fram hjá Stígamótum. Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningar- fulltrúi Stígamóta, segir að upphafið markist af því að Stígamót ásamt öðrum evrópskum kvennasamtökum hafi vaknað til vitundar um hversu verslun með konur í klámiðnaði væri órjúfan- lega tengd kynferðisofbeldi. „Eftir að við gerðum okkur grein fyrir umfangi vandans vildum við ólmar leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn verslun með kon- ur. Á sama tíma gerðum við okkur allar grein fyrir því að við myndum ekki leysa vandann upp á eigin spýtur. Hvað hin Norðurlöndin áhrærði voru hæg heimatökin í gegnum norræna tenglanetið Nordnett. Kvennasamtökin í Nordnett hafa verið að stilla saman strengi í baráttunni gegn vændi og verslun með konur. Ég get nefnt að við er- um sammála um að öll Norður- löndin ættu að fara að fordæmi Svía og banna kaup á kynlífsþjón- ustu. En við vildum fá fleiri Evrópu- þjóðir til liðs við okkur í þessari baráttu. Hjá Stígamótum tókum við að okkur ásamt belgískum og ítölskum kvennasamtökum að leiða undirbúning að stofnun Evr- ópusamtaka gegn verslun með konur. Smám saman fjölgaði í hópnum og úr varð að 12 kvenna- samtök í 10 löndum stóðu að stofn- un samtakanna. Við fengum 35 milljóna króna Evrópusambands- styrk til að móta starfsemina og einn liður í því starfi er einmitt að safna saman fleiri samtökum undir þessa regnhlíf, t.d. frá Eystrasalts- löndum og öðrum Austur-Evrópu- ríkjum. Við ætlum að opna heima- síðu, gefa út fréttabréf og stofna sérfræðimiðstöð um málefnið í Brussel. Þar verður hægt að nálg- ast gagnlegar upplýsingar um ástandið og árangursríkar aðgerð- ir til úrbóta. Auðvitað verður svo megin- markmiðið að hafa pólitísk áhrif í heimalöndum okkar, Evrópu allri og á alþjóðlegum vettvangi. Hvaða erlendir gestir sækja málstofuna? Hingað koma fulltrúar kvenna- samtakanna ásamt þeim sérfræð- ingum sem tekið hafa að sér að starfa í ráðgefandi sérfræðinefnd sem verður okkur til halds og trausts. Við höfum þar að auki boðið til okkar Colette Detroy, verkefnisstjóra gegn kynferðisofbeldi hjá European Women’s lobby. Hún ætlar að veita okkur innsýn inn í störf EWL í baráttunni gegn mansali. Annars er athyglisvert að vinnan þar hefur markast af nor- rænni baráttu og við Norður-Evr- ópubúar finnum til sérstaks sam- hljóms með EWL. Opnunarerindið flytur doktors- neminn Louise Eek frá Svíþjóð. Louise hefur skrifað bók þar sem hún setur sína eigin reynslu af því að stunda vændi í samhengi við fé- lags- og samfélagslega þætti. Af öðrum athyglisverðum erind- um má nefna að ítalska þingkonan Emanuela Baio flytur erindi um ákvæði 18., þ.e. einstætt ítalskt lagaákvæði um fórnarlambavernd. Lagaákvæðið gengur út á að losni erlendar konur frá kynlífsþræla- sölum sínum á Ítalíu fái þær 6 mánaða landvistarleyfi og geta sótt um framlengingu án þess að þess sé krafist að konurnar beri vitni gegn ofbeldismönnum sínum. Ákvæðið byggist á að um mann- réttindabrot sé að ræða. Á þessu sviði eru Ítalir til fyrirmyndar. Þess má svo geta í framhjáhlaupi að í Norður-Evrópu og hjá Evr- ópusambandinu er vaxandi skiln- ingur á því að komið verði upp vitnavernd í tengslum við verslun með konur í klámiðnaði. Gunila Ekberg, sem er Íslend- ingum að góðu kunn, kemur frá Svíþjóð og ætlar að tala um sænsku leiðina, þ.e. bann við kaup- um á vændi. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að bannið er engin allsherjarlausn. Hins vegar blandast fáum hugur um að með því séu send skýr hug- myndafræðileg skila- boð um hvar ábyrgðin liggi. Samkvæmt sænskum upplýsingum eru á bilinu 80-90% Svía ánægð með bannið. Ragnhild Forså kemur frá Nor- egi. Þar vekur sérstaka athygli að sett hefur verið inn í siðareglur op- inberra starfsmanna að kynlífs- þjónustu eigi ekki að kaupa í op- inberri þjónustu. Sjálf ætla ég svo að tala um jákvæð áhrif grasrót- arhreyfinga á viðhorf almennings til baráttunar gegn verslun og kynferðisofbeldis í garð kvenna.“ Rúna Jónsdóttir  Guðrún Jónsdóttir (Rúna), fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, er fædd 21. apríl árið 1954. Eftir stúdentspróf og BS- gráðu í líffræði frá HÍ lauk hún námi í félagsráðgjöf í Noregi ár- ið 1994. Áður en hún hélt til Noregs vann hún m.a. fyrir Kvennalistann og Kvennaathvarfið. Að loknu námi í Noregi var hún framkvæmdastjóri norsku kvennaathvarfahreyfingarinnar 1994-1996, stofnaði og vann fyrir norræn samtök kvennaathvarfa. Eftir heimkomuna starfaði hún fyrir Kvennalistann þar til hún tók við starfi fræðslu- og kynn- ingarfulltrúa Stígamóta árið 1999. Rúna er gift Tómasi Jónssyni, sérkennslufulltrúa Kópavogs- bæjar, og eiga þau 3 dætur, tengdason og tvö barnabörn. Vaxandi skilningur á vitnavernd VEÐURBLÍÐA hefur leikið við íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Starfsmenn borgarinnar leggja hart að sér við að halda umhverfinu sem snyrtilegustu. Sólvallagatan er að komast í sumarskrúða og gullregni rigndi yfir vegfarendur sem þar áttu leið um. Morgunblaðið/Golli Sópað undir gullregni SVEINI Andra Sveinssyni hæsta- réttarlögmanni þykir undarlegt að ríkissaksóknari skuli hafa ákveðið að áfrýja ekki dómi yfir rúmlega þrítugum Bandaríkjamanni sem á föstudag var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í hagnaðar- skyni rekið skipulagða starfsemi til að aðstoða sex Kínverja við að komast ólöglega til landsins. Héraðsdómi Reykjaness þótti sannað að maðurinn hefði brotið af sér í hagnaðarskyni, brotin voru talin mjög alvarleg og með þeim var vegið að íslenskum hagsmun- um. Við ákvörðun refsingar var einnig tekið mið af eðli þátttöku ákærða í brotunum. Brot mannsins varða sektum eða fangelsi allt að sex árum. Sveinn Andri segir að miðað við forsendur dómsins hljóti refsingin að teljast væg, það sé í raun ekki samhengi milli dómsniðurstöðunn- ar og refsingarinnar. Þá vanti í dóminn rökstuðning fyrir því hvers vegna refsiákvörðunin sé svo hóg- vær. „Hefðu þetta verið sex kíló af fíkniefnum hefði refsingin verið þyngri,“ segir hann en bætir við að í slíkum brotum sé almannahættan talin meiri. Hann bendir á að brot mannsins hafi verið talin mjög al- varleg og miðað við dóminn sé erf- itt að ímynda sér við hvaða að- stæður hámarksrefsingu yrði beitt og spyr hvort maðurinn hefði þurft að smygla tugum eða hundruðum manna til að hljóta sex ára fang- elsi. Að mati Sveins Andra er það einnig sérstakt að ríkissaksóknari hafi ákveðið sama dag og dóm- urinn var kveðinn upp að áfrýja ekki til Hæstaréttar. Ekki hafi áð- ur verið sakfellt í slíku máli og því eðlilegt að Hæstiréttur taki á mál- inu og gefi með því fordæmi. Lögmaður telur smygldóm of vægan miðað við forsendur Eðlilegt að Hæsti- réttur taki á málinu DÓTTURFYRIRTÆKI Pharmaco í Danmörku, Dansk Lægemiddel- forsyning, DLF, mun hefja sölu á lyfinu citaham þar í landi næstkom- andi mánudag. Lyfið er samheitalyf þunglyndislyfsins cipramil sem danska lyfjafyrirtækið Lundbeck hefur framleitt. Frá þessu var greint í blaðinu Jyllands-Posten. Í febrúar síðastliðnum samþykkti undirréttur í Hørsholm í Danmörku kröfu Lundbeck um lögbann sem kom í veg fyrir að dótturfyrirtæki Pharmaco, United Nordic Pharma, UNP, gæti dreift citaham þar í landi. Jyllands-Posten segir að Lundbeck líti svo á að fyrirhuguð dreifing annars dótturfyrirtækis Pharmaco í Danmörku, DLF, sem hefur aðsetur í Lyngby, sé brot á lögbanninu frá í febrúar. Er haft eftir Hans Henrik Munch-Jensen, forstjóra Lungbeck, að allt verði gert til að fá lögbanninu framfylgt. Í hálffimmfréttum Kaupþings Búnaðarbanka á föstudag var fjallað um fyrirhugaða sölu dóttur- fyrirtækis Pharmaco á citaham í Danmörku. Þar segir að frumlyfið cipramil sé ákaflega mikilvægt lyf fyrir Lundbeck. Fyrirtækið sé mjög háð þessu eina lyfi og framtíð þess sé ótrygg þar sem einkaleyfi þess sé runnið út. Þá segir að Dan- mörk sé ákjósanlegur markaður fyrir Pharmaco og það sé mikilvægt fyrir fyrirtækið, eins og önnur sam- heitalyfjafyrirtæki, að brjóta sem víðast á bak aftur varnir frumlyfja- framleiðenda. Sala hefst á citaham eftir helgi Dótturfyrirtæki Pharmaco í Danmörku ♦ ♦ ♦ HERÆFING varnarliðsins Norður- Víkingur 2003 verður haldin hér á landi 22.–25. júní nk. í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Vegna rösk- unar af völdum átakanna í Írak verð- ur æfingin að þessu sinni svonefnd stjórnstöðvaræfing og felur ekki í sér flutning á herliði til landsins heldur samhæfingu íslenskra og bandarískra samstarfsaðila. Í Norður-Víking 2003 verður meg- ináhersla lögð á viðbúnað og aðgerð- ir vegna hryðjuverkaógnar af sjó og úr lofti. Auk varnarliðsins taka þátt í æfingunni fulltrúar utanríkisráðu- neytis, sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli, Flugmálastjórnar, Land- helgisgæslu og Ríkislögreglustjóra. Aðgerðir gegn hryðju- verkaógn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.