Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SÍÐASTA mánuði kom út ljós- myndabókin Joy Division: Love Will Tear Us Apart: Photographs eftir Kevin Cummins, þar sem stuttum ferli Joy Division, þessarar áhrifa- miklu síðpönksveitar er fylgt eftir. Double A Films er aukinheldur að fjármagna myndina Transmission um þessar mundir en hún er byggð á ævi söngvara sveit- arinnar, Ian Curtis, en hann framdi sjálfsmorð 23 ára að aldri. Myndin byggist á bókinni Touching From a Distance (’95) sem ekkja Curtis, Deborah, hefur skrifað. Sveitin lék þá nokkuð stóra rullu í myndinni 24 Hour Party People, sem frumsýnd var í fyrra en þar er ríkt tón- listarlíf Manchester- borgar í forgrunni. Ein af frambærilegustu ný- rokksveitum dagsins í dag, Interpol, sækir hljóm sinn og fatasmekk til Joy Division, svo nálægt fer hún að nær er að tala um eftirherm- ur en að áhrif séu sótt. Undanfarandi dæmi eru kannski þau gleggstu um hvernig skuggi Joy Division slútir enn yfir; hvort sem um tónlist, tísku eða aðra miðla er að ræða. Áhrifanna hefur reyndar gætt allt síðan sveitin leystist upp sjálfvirkt við fráfall söngvarans Ian Curtis, í maímánuði 1980. Sveitin starfaði í um þrjú ár og gaf út tvær breiðskífur, Unknown Pleasures (’79) og Closer (’80). Ólöglegar hljómplötur/geisladiskar með tónleikum, prufuupptökum og slíku eru hins vegar um tvö hundruð talsins. Opinberar safn-, hljómleika-, og heiðrunarplötur skipta þá tug- um. Joy Divisison höfðu á sínum stutta líftíma allt með sér til að verða sígild fyrirbæri í rokk- heiminum – og að mörgu leyti goðsagnakennt. Sveitin er hiklaust ein sú sérstæðasta sempönkbylgjan gat af sér og rokksögulegaer hún algerlega einstök. Margir þættirspila þar inn í og hjálpast að við atarna. Hjálpuðust að við að búa Joy Division heillega, dularfulla og stílhreina ímynd sem er jafn- heillandi í dag og hún var fyrir tæpum ald- arfjórðungi. Tónlistin var þannig framþróað pönkrokk; naumhyggjulegt, dramatískt, myrkt, ægifallegt og skuggalegt – ólík öllu öðru sem áður hafði heyrst. Stephen Morris lék á trommurnar eins og vélmenni, taktfast, einfalt – líkt og um hrynj- anda í vinnuvélum væri að ræða. Gítarleikur Bernard Albrecht (síðar Sumner) ískrandi, stingandi og hrár á meðan Peter Hook bassa- leikari leggur til melódíuna með því að renna sér upp og niður hærri strengi bassans. Lykl- aðir og myrkir textar Ian Curtis voru svo punkturinn yfir i-ið. Fleira kom þá til, líkt og listrænt innlegg Peter Saville sem hannaði öll umslög sveitarinnar, hljóðheimur upp- tökustjórans Martins Hannetts og útgáfufyr- irtæki hins skrautlega Tonys Wilsons, Factory. Allt virðist fylgjast að, t.d. segja lagatitlarnir sína kaldranalegu sögu: „Isolation“, „The Eternal“, „Autosuggestion“, „Atmosphere“, „Shadowplay“, „Ice Age“, „Day of the Lords“, „Disorder“, „Incubation“, „Passover“ og „Int- erzone“ svo fáeinir séu nefndir. Samanlagt skóp þetta undarlega hrífandi áru; stílhreina, myrka og kalda – en umfram allt hrífandi. Tímaleysi umlykur sígildar listafurðiren Joy Divison var sannanlegar afurðaðstæðna og umhverfis. Allir ólu þeirfélagar manninn í niðurníddum út- hverfum Manchester-borgar og tónlistin ein- hvers konar blanda af nútíma stórborgarblús og þeim æsileika og haftaleysi sem pönkið veitti ungmennum þess tíma. Þess fyrir utan var Joy Division fyrsta sveitin, sprottin úr ranni pönks, sem lagði sig efti andrúmi og stemningssköpun, fremur en ástríðufullri reiði. Fyrsta platan, Unknown Pleasures, telst einn sterkasti frumburður rokksveitar frá upp- hafi (ef frá er talin Murmur REM og fyrsta skífa Velvet Underground) og á seinni skífunni, Closer, er tekið stórt skref fram á við og árang- urinn bættur frá því sem var – þótt ótrúlegt megi virðast. Allt virtist vera hægt hjá þeim fé- lögum á þessum tíma eins og heyrist í „Atrocity Exhibition“, „Twenty Four Hours“, „A Means to an End“ og hinu óviðjafnanlega „Heart And Soul“. Þróunin var geysihröð og lög komu einn- ig út á smáskífum og á safnplötum, lög sem hæglega hefðu verið burðarlög á plötum ann- arra sveita. Líkt og með The Beatles og The Smiths – aðrar jafnsígildar sveitir – er líkt og Joy Divis- ion hafi ekki getað klúðrað lagi. En andi Joy Division mun þó alltaf liggjafyrst og fremst hjá söngvaranum IanCurtis. Á sviði var hann í senn – inn ísig og á útopnu og á margan hátt hrein ráðgáta. Textar hans virðast um margt tormelt- ir er að er gáð en samt …maðurinn var síst ein- hver bókabéus þó að hann hrifist af höfundum eins og J.G. Ballard og William Burroughs. Eins og oft vill verða voru mennirnir sem stóðu á bak við sveitina bara „gaurar“ en hljómsveitin og allt sem henni fylgdi lyfti þeim á „æðra“ plan – a.m.k. hvað okkur „hin“ varðar – eins og oft vill verða með rokk- og poppstjörnur. Til að gefa innsýn í hugarheim Curtis er ein- faldast að birta textabrot. Úr „Dead Souls“: „Someone take these dreams away/that point me to another day […] figures from the past stand tall […] mocking figures ring the halls […] They keep calling me.“ Úr „Twenty Four Hours“: „Just for one moment/Thought I’d found my way/Destiny unfolded/I watched it slip away […] Just for one moment/I heard somebody call/Looked beyond the day in hand/there’s not- hing there at all.“ Úr „Insight“: „Guess your dreams always end/They don’t rise up just descend/But I don’t care any more/ I’ve lost the will to want more/I’m not afraid not at all […] But I remember when we were young.“ Úr „Decades“: „We knocked on the doors of Hell’s darker chamber/Pushed to the limit, we dragged our- selves in […] The sorrows we suffered and nev- er were free […] Weary inside, now our heart’s lost forever.“ Eins og sjá má eru textar Ian Curtis afarmyrkir og þunglyndislegir. En þó aldr-ei tilgerðarlegir. Það er einhver óneit-anleg reisn yfir þeim og „svalleiki“. Þar liggur styrkurinn – og um leið styrkur Joy Division. Textarnir eru „töff“ um leið og þeir falla eins og flís við rass að lagasmíðunum. „Decades“ er lokalagið á Closer, jarðarfar- arstemma sem hefði aldrei getað orðið annað en lokalag. En textabrotið úr „Insight“, sem tekið er af Unknown Pleasures, hvað er það annað en bréf að handan? Eins og sjá má bjóða textar Curtis upp á endalausar vangaveltur í þessar áttir. Þær hefðu kannski – og líklega ekki – orðið eins algengar hefði hann ekki svipt sig lífi. En þesslags drama gefur alltaf slíku undir fótinn, eitthvað sem Kurt Cobain og Jeff Buckley hafa báðir fengið að reyna, að sér gengnum (síðasta línan í „Dream Brother“ síð- asta laginu á fyrstu og einu breiðskífu Buckley, Grace, er svo: „Asleep in the sand with the ocean washing over …“. Buckley drukknaði í Mississippi í maí, 1997). Sjálfsmorð, drungalegar melódíur og mynd af grafhvelfingum (sem prýddi umslag Closer). Joy Division gældu og dufluðu við myrkrið, ljót- leikann og sorgina af þokka, listfengi og fag- mannleik. Auk þess að rokka býsna vel líka. Sjarmi þeirra og arfleifð virðist endalaus upp- spretta þeirra sem vilja fara lengra með list sína, kafa dýpra – finna sína leið. Lifandi dauðar sálir Joy Division, Stockport, 1979. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is LÍFSANDI, er heitið á ljósmyndasýningu Katrínar Elvarsdóttur sem nú stendur yfir á Mokka. Þetta eru tólf nýjar myndir, seinni hluti myndarað- arinnar, en fyrri hluti Lífsanda var á sýningunni Ljóshraða í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vetur. Í Lífsanda kannar Katrín mörk þess lifandi og líf- lausa. „Þetta eru allt hlutir sem ég sé á hverjum degi. Ég tek þá úr samhengi með því að sýna ekki allt – ég breyti umhverfinu með því að velja inn á filmuna það sem ég vil sýna. Ég vel smáatriði úr því sem ég sé, og bý þannig til heim sem verður til í huganum á mér og huga þess sem horfir á mynd- ina.“ Viðfangsefni Katrínar eru allt gínur og dúkk- ur og hún stillir þeim ekki upp fyrir myndavélina. „Myndirnar eru teknar í New York, í búðargluggum og verslunum hingað og þangað um borgina. Flestir sem hafa séð sýninguna halda að þetta sé fólk, – og jafnvel þótt ég segi að svo sé ekki, bendir það á aðra mynd og segir: en þessi er lifandi! Ég hélt að þetta væri augljóst, því sums staðar sjást sam- skeytin á gínunum.“ Katrín segir að myndirnar á Mokka séu flestar í erótískari kantinum, og að kannski finnist fólki þær þess vegna vera af lifandi verum eins og fólk sér í bókum og blöðum. „Fyrri hluti seríunnar var draumkenndari og rómantískari og gínurnar sumar í fötum. Þá virtist fólk átta sig betur á því að þetta væru ekki manneskjur. En nöktu gínurnar eru svo ýktar. Vinkona mín sagði að sýningin ætti að heita No Cellulite (Engin appelsínuhúð), af því að þær eru með svo fullkomna líkama. Þá erótísku atburðarás sem liggur að baki hverri mynd er einungis að finna í huga þess sem á horfir. Það er því ímyndunarafl áhorfandans sem gefur myndunum líf.“ Katrín Elvarsdóttir útskrifaðist með BFA-próf í ljósmyndun frá Art Institute of Boston árið 1993. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið 12 einkasýningar. Erlendis hefur Katrín m.a. sýnt í Soho Photo Gallery, Krappy Kamera, New York (2003); Moscow House of Photography, Seasons of Icelandic Photography, Moskvu (2002); Korean Cult- ural Center, Cultural Narratives, Los Angeles (2003). Meðal sýninga á Íslandi eru: Mórar í Lista- safni Akureyrar (2002); Reykjavík Samtímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur (2001). Verk Katrínar má einnig sjá um þessar mundir á sýningunni Ís- lensk samtímaljósmyndun á Kjarvalsstöðum og á sýningunni Haunted í Gallery Korea, á Manhattan í New York. Katrín Elvarsdóttir: Án titils. Úr myndröðinni Lífsandi sem sýnd er á Mokka um þessar mundir. En þessi er lifandi! Með þjóðskáldum við þjóðveginn nefnist ferða- handbók eftir Jón R. Hjálmarsson. Farið er eftir hring- veginum og 42 fæðingarstaðir stórskálda heim- sóttir. Ævi þeirra er rifjuð upp og fléttað inn í frásögn- ina ljóðum sem sum hver eru orðin órjúfanlegur hluti af þjóðarvitundinni. Samhliða þessu fjallar höfundur um ýmislegt merkilegt sem mætir ferða- manninum. Skáldskapurinn er af ýmsum toga enda skáldin ólík og frá ýmsum tím- um, allt frá sautjándu öld til þeirrar tuttugustu. Ljóðin eiga það hins vegar sameiginlegt að vera meðal þess besta sem ritað hefur verið á íslenska tungu. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 229 bls, prentuð í prent- smiðjunni Odda. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði bókarkápu. Verð: 2.990 kr. Handbók Óræðar nætur hefur að geyma smásagnasafn í léttum dúr eftir Maríu Rún Karls- dóttur, en það er höfundarnafn Marjöttu Ísberg. Í bókinni koma fram bæði þjóð- kunnar persónur og minna þekktar. Þetta er önnur bók Marjöttu á ís- lensku, en í fyrra kom út bókin Ljóð- elskur maður borinn til grafar. Mar- jatta segist hafa valið að nota sérstakt höfundarnafn í skáldskap sínum, bæði til að undirstrika að sög- urnar eru frumsamdar á íslensku, því að móðurmál hennar er finnska, en einnig vegna þess að undir eigin nafni hefur hún fjallað um lesblindu, sem er sérsvið hennar. Marjatta hefur starf- að sem kennari og sjálfstætt starf- andi blaðamaður um árabil og skrifað bæði í finnsk og íslensk blöð, m.a. í Helsingin Sanomat, sem er stærsta dagblað Finna. Útgefandi er Bókaút- gáfan Vöttur. Bókin er 128 bls. í litlu broti. Verð: 1.790 kr. Smásögur Ljósmyndin sem fjárfesting nefnist rit nr. 5 í fyr- irlestraröð Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Höf- undur er Hasse Persson, sýning- arstjóri Hassel- blad Center í Sví- þjóð. Hann er í dag fremsti sérfræðingur um þetta efni á Norð- urlöndunum og hefur skipulagt nokk- ur umfangsmikil ljósmyndauppboð í Svíþjóð. Í ritinu fjallar hann m.a. um Alfred Stieglitz, brautryðjanda í bandarískri ljósmyndalist og söfnun ljósmynda, Lee Witkin ofl. ásamt því sem hann svarar ýmsum spurningum um ljósmyndun. Ritið fæst í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Verð: 500 kr. Ljósmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.