Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Rómantík og ævintýraþrá einkenna þig. Þú átt erfitt með að standast þær freist- ingar sem lífið hefur að bjóða. Láttu ekki hæfileika þína fara framhjá öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hvaðeina sem þú munt að- hafast í dag mun koma fjöl- skyldu þinni til góða. Það kann þó ekki að koma í ljós fyrr en seinna meir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýttu hvert það tækifæri sem býðst til þess að rétta vinum og vandamönnum hjálparhönd í dag. Það mun skila sér í framtíðinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þolinmæði og vilja til þess að framkvæma erfitt en jafnframt nákvæmt verk- efni í dag. Hafðu það í huga að vel unnin verk vekja at- hygli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er rétti tíminn til þess að huga að viðfangsefnum sem útheimta einbeitingu og gáf- ur. Ef þú notar hæfileika þína rétt munt þú ná árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Verk þín í dag munu einkenn- ast af varkárni. Það er engin þörf á því að endurtaka unnið verk. Hagkvæmni er þér efst í huga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kýst að notfæra þér þá að- stoð sem þér býðst til þess að leysa ákveðið verk af hendi. Það er vel, fólk á auðvelt með að veita liðsinni i dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert ekki í leit að við- urkenningu eða verðlaunum. Þú einblínir á það að klára það sem fyrir þig er lagt. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tækifæri býðst til þess að leiðbeina ungu fólki í dag. Þar sem framtíðin felst í æsk- unni skaltu grípa þetta tæki- færi fegins hendi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það væri ráð að leysa úr minniháttar vandamálum sem þú sífellt forðast. Í dag mun það reynast auðvelt. Brettu upp ermarnar og komdu þér að verki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nálgast viðfangsefni þín með hagkvæmni að leið- arljósi. Áhyggjur þínar tengj- ast nær eingöngu notagildi. Óþarfa bruðl verður að bíða betri tíma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú leggur hart að þér við vinnu í dag. Þú munt njóta ávaxta erfiðisins. Varastu þó að ofgera þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þörf fyrir líkamlega áreynslu kallar á aðgerðir. Hvort sem þú færð útrás í vinnu eða við æfingar mun það reynast þér auðvelt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓS Í DÖKKVA Í þessum reit er þögnin himindjúp en þýðum geislum stafar á foldarsár og fáein kistublóm sem fylgdu þér til grafar. Og bráðum lúta blómin reku hans er býst til þess að moka. Og moldin breiðir myrkur yfir þig og mig, sem hjá þér doka. Kristinn Reyr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22. júní, er sjötugur Pétur Baldursson, fyrrverandi deildarstjóri Ísl. járnblendi- félagsins og hafnarstjóri Grundartangahafnar, Skagabraut 4, Akranesi. Eiginkona hans er Anna Helgadóttir. Þau verða stödd í Dan- mörku á afmælisdaginn. MEÐ reglulegu millibili birtist í bridspressunni nýtt meistarastykki eftir Zia Mahmood. Sem er ekki að undra, því Zia spilar varla svo spil að ekki sé einhver til frásagnar. Hér er nýjasta nýtt: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G2 ♥ G10 ♦ KD85432 ♣K6 Vestur Austur ♠ 4 ♠ D975 ♥ K987432 ♥ Á5 ♦ 96 ♦ G7 ♣Á74 ♣G10952 Suður ♠ ÁK10863 ♥ D6 ♦ Á10 ♣D83 Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar * Pass 2 hjörtu * 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Zia var í suður, en Michael Rosenberg í norður. Opnun vesturs á tveimur tíglum er af Multi-ættkvíslinni (veikir tveir í hálit) og austur leitar eftir lit makkers með tveim- ur hjörtum. Síðan taka NS við og Zia endar í fjórum spöðum. Vestur hitti á hjarta út og vörnin tók þar tvo fyrstu slagina, en síðan skipti vestur í lauf undan ásnum. Sér lesandinn leið að tíu slög- um? Zia stakk upp laufkóng og spilaði spaðagosa – drottning og ás. Flestir myndu nú spila spaðanum of- anfrá og vona það besta, en Zia var handviss um að aust- ur ætti fjórlit í spaða. Ástæð- an var sú að austur hafði óhikað og fumlaust lagt drottninguna á spaðagosann, sem benti til að hann byggist við slag á litinn. Zia lét því spaðann eiga sig og fór í tíg- ulinn. Austur trompaði þann þriðja og Zia yfirtrompaði. Spilaði svo laufdrottningu að heiman og tryggði sér lauf- stungu í borði. Þetta er óneitanlega mjög fallegt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Re2 Rc6 3. Rbc3 Rf6 4. f4 d5 5. e5 d4 6. Ra4 Rd7 7. Rg3 e6 8. Bd3 Rb4 9. Be4 f5 10. a3 Ra6 11. Bf3 Be7 12. c3 Hb8 13. cxd4 cxd4 14. b4 0–0 15. Db3 Rc7 16. Re2 d3 17. Rec3 g5 18. Rb2 g4 19. Bd1 Rb6 20. 0–0 Dd4+ 21. Kh1 Hd8 22. Da2 Kg7 23. Bb3 Rbd5 24. Bxd5 Rxd5 25. Rxd5 Dxd5 26. Dxd5 Hxd5 27. He1 b6 28. Rd1 Hd4 29. g3 a5 30. Bb2 Hd8 31. Bc3 Bb7+ 32. Kg1 Ha8 33. Hb1 Bf3 34. Re3 Hdc8 35. bxa5 bxa5 36. a4 Staðan kom upp á Evrópumeistara- móti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Istanbúl. Hin íðil- fagra litháíska eig- inkona Alexeis Shirovs, Viktoria Cmilyte (2.430), hafði svart gegn fyrrverandi eiginkonu Vassilys Ivansjúks, Önnu Galliamovu (2.489). 36 … Hxc3! 37. dxc3 d2 38. Hf1 Bc5 39. Hxf3 gxf3 40. Kf2 Hd8 41. Kxf3 Bxe3 Svartur hefur nú manni yfir en sú rúss- neska var ekkert á þeim buxunum að gefast strax upp. 42. Hd1 Bc5 43. Ke2 h5 44. h3 Kg6 45. Kf1 Hd3 46. Ke2 Hxg3 47. Kxd2 Hxh3 48. Hb1 Hg3 49. Hb5 Be3+ 50. Ke2 Bxf4 51. Hxa5 Hxc3 og hvítur gafst loksins upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Á SKÓLAÁRUM mínum fyrir miðja síðustu öld var mér bent á það, að no. for- dómur, oftast í ft. fordóm- ar, væri ekki æskilegt orð í íslenzku, enda hefði það rætur í dönsku máli. Við hefðum hins vegar miklu íslenzkara orð, þar sem væri no. hleypidómur, í ft. hleypidómar Vissulega er það satt, en við útrýmum sennilega ekki hinu dansk- ættaða orði, enda það kom- ið athugasemdalaust í orða- bækur, bæði OM og OE, og fer svo sem ekki illa í máli okkar. Menn tala yfirleitt um að sýna einhverju for- dóma, og þeir, sem það gera, eru fordómafullir. En í rauninni var það annað, sem ég vildi að þessu sinni vekja sérstaka athygli les- enda á, þ. e. beyging lo. full- ur í samsetta orðinu for- dómafullur. Satt bezt að segja hélt ég, að allir kynnu að stigbreyta það orð, þ.e. fullur, fyllri og fyllstur, þ.e. með i-hljóðvarpi í miðstigi og efsta stigi. Svo virðist samt ekki vera – því miður. Eftirfarandi mátti lesa í forystugrein Fréttablaðins 21. maí sl.: „En þó aðeins í þeim tilfellum að jafnvel fordómafullustu menn geti ekki gert athugasemdir við framkvæmd þess [þ.e. jafn- réttis]. ]“. Já, fordómafull- ustu mátti lesa þar, þótt ótrúlegt sé. Menn geta ver- ið fordómafyllri en aðrir og jafnvel hinir fordóma- fyllstu menn, en þeir verða aldrei -fullari eða -fullastir. Þessu held ég flestir átti sig á. Auðvitað getur mönnum orðið á í hraða leiksins og þá ekki sízt, þegar mikið liggur á að koma efni í blöð- in. Samt sýnir þetta, að hin rétta beyging lo. fullur er ekki alveg föst í sessi þess, sem skrifaði ofangreinda málsgrein. – J.A.J. ORÐABÓKIN Fordómafullur MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík SÖGUSÝNING LÖGREGLUNNAR Síðasta sýningarhelgi Sýningin er á Skúlagötu 21, Reykjavík, jarðhæð (í sömu byggingu og ríkislögreglustjórinn) Opið frá kl. 11-17 daglega til 22. júní 2003 Aðgangur ókeypis. Ríkislögreglustjórinn Fyrirtæki til sölu  Meðeigandi — markaðsstjóri óskast að fyrirtæki sem hreinsar rimlaglug- gatjöld. Tilvalið fyrir sendibílstjóra sem er góður markaðsmaður.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum — tryggur kúnnahópur.  Stór sérverslun með heimilisvörur. Eiginn innflutningur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Lítil vélsmiðja, vel tækjum búin. Frábær fyrir tvo duglega félaga.  Kvenfataverslun á Akureyri með góð merki — eigin innflutningur.  Höfum nokkur góð fyrirtæki á Suðurnesjum fyrir rétta aðila.  Stórt iðnfyrirtæki með þekktar neysluvörur. Ágæt EBITDA.  Mjög góð sólbaðstofa í Breiðholti fáanleg á rekstrarleigu með kauprétti. Tilvalin fyrir hressar konur sem vilja eigin rekstur.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann.  Rótgróðið hverfablað með miklar auglýsingatekjur.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur. Auðveld kaup.  Lítil en þekkt smurbrauðstofa og veisluþjónusta með góð tæki og mikla möguleika.  Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnuhúsnæði.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Velta síðasta árs 40 m. kr. og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Listasmiðja með áherslu á steinavinnslu, gler og leir. Tilvalin til flutnings út á land.  Stafræn ljósmyndaþjónusta og hefðbundin á besta stað í miðbænum. Tilvalin með hjón sem vilja fara í eigin rekstur. Auðveld kaup.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með vídeó — gott tækifæri fyrir sam- henta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti.  Lítil en góð heildverslun með gjafavöru. Tilvalin fyrir 1—2 eða sem við- bót við annan rekstur. Auðveld kaup.  Fyrirtæki í auglýsingageiranum fáanlegt fyrir rétta aðila.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Söluturn og vídeóleiga í Hafnafirði — tilvalin sem fyrsta fyrirtækið. Verð 4,5 m. kr.  Viðgerðarverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerðir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugur fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði vel tækjum búið.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn. Gott verð.  Stórt og arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, einnig einhvern innflutn- ing — upplagt sem sameiningardæmi.  Höfum ýmiss góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 www.fotur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.