Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Áður en Kísiliðjan kom á áttunda áratugnum var algengt að veiðar úr Mývatni næmu helmingi af af- komu bændanna á móti búskapn- um. Þá fóru margir bændur í vaktavinnu í Kísiliðjunni og ráku lítið bú með. Á sama tíma hefur veiðum farið hnignandi og ekki á þær treystandi.“ Árið 1986 brugðust reykhúsin á Skútustöðum og Geiteyjarströnd við með því að kaupa eldissilung og reykja hann, þannig að hráefni væri tryggt allt árið. „Áður misst- um við markaðinn ef veiðin var dræm í vatninu, en nú erum við með fastar búðir og viðskiptavini. ALDREI hafði blaða-mann órað fyrir því aðþað væru vísindi aðreykja silung. En þaðeru ekki aðeins vísindi heldur listgrein. Gylfi H. Yngvason er að störfum í litlu vinnsluhúsi á Skútustöðum þegar blaðamann ber að garði. Bærinn stendur á einum fallegasta stað Íslands; rammaður inn í landslagið við Mývatn. Og það var einmitt silungurinn í Mývatni sem varð kveikjan að ævintýrinu. Afurðin er nefnd Mývatnsreyð. Slægður upp á gamla mátann „Fyrst er silungurinn slægður, þveginn og saltaður,“ segir Gylfi. „Það er misjafnt hversu lengi hann er látinn liggja í salti, allt frá þremur og upp í þrjátíu klukku- stundir. Það fer eftir stærð, fitu- magni og hvort hann hefur verið frystur. Í rauninni er það mats- atriði. Það þarf þekkingu til að sjá á fiskinum hvað hann þarf að liggja lengi.“ Ef þetta væri nú allur galdurinn. Þegar blaðamann ber að garði er Gylfi að þvo silunginn og hengja hann upp á rá áður en farið er með hann út í reykhús. „Það er kallað kaldreyking, því ekki má verða hlýrra í reykhúsinu en sem svarar venjulegum stofuhita,“ segir Gylfi. „Silungurinn er reyktur allan sól- arhringinn, allt frá tveimur og upp í fjóra daga, eftir því hversu feitur hann er.“ Þá er silungurinn tekinn inn aft- ur og slægður upp á gamla mát- ann. Það er kallað að reyða þegar silungurinn er flakaður á bakið, tekinn burtu hryggurinn aftur að kotru. „Í gamla daga voru beinin seld með, en nú tökum við þau burtu og pökkum reyðinni í loft- tæmdar umbúðir,“ segir Gylfi. „Það er léttara og þægilegra að ná beinunum úr eftir að búið er að reykja silunginn. Mér finnst hann líka verða mýkri og bragðbetri. Ef byrjað er á því að reyða, þá verður hann beiskari.“ Höfum skapað okkur sérstöðu Áður fyrr var þessi iðn stunduð af bændum allt í kringum Mývatn. Og þessi reykhús eru þau einu við Mývatn sem starfa allt árið.“ Engu að síður er samkeppnin fyrir hendi, því eldissilungur er reyktur víða. Auk þess búa Skútu- staðir við það óhagræði að vera langt frá markaðnum. „Við höfum skapað okkur sérstöðu með þessari gömlu reykaðferð, að mývetnskum hætti, og hún hefur dugað til að fá markað fyrir vöruna. Ég lærði af gömlum manni sem hafði lagt stund á þessa iðn allt sitt líf, föð- urbróður mínum heitnum, Jóni Kristjánssyni. Ég er búinn að reykja í sautján ár og er enn að læra; maður getur alltaf bætt sig.“ Gætum hokrað eins og Bjartur Gylfi segir að silungur reyktur í ofnum sé gjörólíkur Mývatnsreyð- inni, sem sé taðreykt í torfkofa og unnin með aðferðum sem byggist á ævagamalli hefð. „Sumum finnst okkar vara betri og eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hana; við virðumst eiga fastan kaupendahóp, sem eltir ekki undirboð.“ Hann er í félagsbúi á Skútustöð- um með Birni bróður sínum og eru þeir bæði með kýr og kindur, auk þess sem Björn rekur gistingu og Gylfi sér um reykhúsið. „Þetta hjálpar hvað öðru. Eins og staðan er í sauðfjárbúskapnum höfum við ekki mikið upp úr honum. Kúabúið er skárra. Við gætum auðvitað hokrað og verið eins og Bjartur í Sumarhúsum, en til að hafa sam- bærileg laun við aðra, þá þurfum við allt þetta.“ Búskapurinn nýtist raunar vel þegar kemur að því að taðreykja silunginn. „Víðast hvar eru fjár- húsin komin með grindur og því erfitt að verða sér úti um tað. Um miðjan vetur lokum við grindunum, látum kindurnar ganga á taðinu og pressa það saman. Svo liggur það úti í hnausum og veðrast í nokkra mánuði. Ekki er sama hvernig tað- ið er verkað. Ef það er ekki með- höndlað rétt kemur önnur lykt af reyknum og annað bragð af sil- ungnum.“ Hlustaði ekki á gömlu mennina Rakastigið þarf líka að vera rétt þegar taðið er brennt. „Það má að- eins vera glóð í taðinu en ekki eld- ur. Því ef það logar upp verður of heitt í reykhúsinu. Gömlu menn- irnir kölluðu það að eldsteikja fisk- inn. Bragðið breytist ekki, en sil- ungurinn verður sundurlaus og ekki hægt að skera hann í sneiðar; það er frekar hægt að smyrja hon- um á brauð.“ Gömul torfhús er óskaplega fal- leg og sveipuð rómantískum blæ, en varla er nauðsynlegt að tað- reykja reyðina í torfhúsi? „Gömlu mennirnir sögðu að það yrði að reykja silunginn í kofa úr torfi og grjóti, þar sem veggirnir væru tveggja metra þykkir og mikil ein- angrun, þannig að hitinn haldist í því allan sólarhringinn,“ svarar Gylfi. „En ég hlustaði ekki á þá og þegar gamli torfkofinn hrundi byggði ég steinreykhús. Það stend- ur þarna,“ segir Gylfi og bendir á autt hús við heimkeyrsluna. „Gömlu mennirnir hristu bara höfuðið og sögðu að bragðið yrði ekki gott. Ég spurði þá af hverju og þeir svöruðu af því bara. En svo kom á daginn að bragðið af reyð- inni var annað. Ég hélt ég þyrfti að tilreykja húsið, en eftir þrjú ár var enn öðruvísi bragð. Þá tóku þeir sig til, faðir minn og Óli föðurbróð- ir, og rifu niður gamla torfhúsið, stein fyrir stein, og hlóðu það upp á nýtt. Þá voru þeir samtals 150 ára gamlir. Og eftir mánuð var gamla bragðið komið aftur. En ég get engan veginn útskýrt af hverju. Torfveggirnir gefa einfald- lega annað bragð. Af því bara.“ Gylfi skolar saltið af silunginum. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Gylfi H. Yngvason við reykhúsið á Skútustöðum, þar sem veggirnir eru hlaðnir úr torfi og grjóti. pebl@mbl.is Torfveggirnir gefa annað bragð Ekki er sama hvernig reyðin frá Mývatni er unnin. Pétur Blöndal ræddi við Gylfa H. Yngvason á Skútustöðum, sem gafst upp á nýja reykhúsinu og reykir silunginn í reykhúsi úr torfi og grjóti. Það sjást varla handa skil í reykjarmekkinum í reykhúsinu. Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.