Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 11 Dregur til tíðinda Satt að segja var ég mjög spennt þegar Norræna lagði við höfn í Þórs- höfn. Það átti að deila hópnum niður á heimili færeyskra kennara sem sumir höfðu heimsótt Ísland. Það tíndist úr hópnum og loks var ég ein eftir og önnur kona til. Á hafnar- bakkanum stóðu tveir menn og við áttum að fylgja þeim. Þegar við fjög- ur komum heim til Steinbjörns Ja- cobsen rithöfundar, þar sem hús- móðirin beið með góðar veitingar, vissi ég ekki enn að ég átti að fara heim ein með Sjúrði Paulsen. Þar átti ég að dvelja í hálfan mánuð, hann ekkjumaður og ég fráskilin. Satt að segja var þetta dálítið vandræðalegt í fyrstu. En námskeiðið varð okkur fyrst að drjúgu umræðuefni og svo tók við eitt af öðru. Það mikið dró til tíðinda á milli okkar að Sjúrður sá ástæðu til að koma og heimsækja mig til Reykjavíkur mánuði síðar. Ég kveið dálítið fyrir því að hann kæmi, hélt að okkur myndi kannski skorta umræðuefni – námskeiðið að baki og umhverfið allt annað. En svo reyndist ekki vera. Við héldum svo sambandi og í framhaldi af því fór ég til Þórshafnar 1985 til að láta reyna á sambandið. Um sama leyti fór einkadóttir mín, María Jónsdóttir, með manni sínum Guðlaugi Bergmundssyni til náms í Bandaríkjunum. Ég var 48 ára gömul þegar ég hóf búskap með Sjúrði og hann fimm ár- um eldri. Við giftum okkur 1987. Síð- an hef ég lifað mínu lífi hér,“ segir Jóhanna. Ð-ið veldur erfiðleikum Hún var að ýmsu leyti vel undir þessa lífsháttabreytingu búin, fær- eysk í móðurætt og átti skyldmenni í Klakksvík en mikilvægara var þó að eldri systir hennar, Ása Traustadótt- ir Winther, fyrrverandi starfsmaður hjá atvinnudeild Háskóla Íslands, hafði gifst til Færeyja 1966 og bjó í Þórshöfn þegar Jóhanna flutti þang- að. „Ása er fjórtán árum eldri en ég, eldri en ég er, líka bróðir minn Pétur Traustason augnlæknir en yngri var Ólafur sem var „optiker“, hann er látinn. Faðir okkar starfaði lengi við at- vinnudeild Háskóla Íslands, síðast með prófessorsnafnbót. Á æsku- heimili okkar komu gjarnan fær- eyskar vinkonur mömmu og alla tíð komu til okkar í heimsókn færeyskir sjómenn, ég var því ekki óvön að heyra færeyskuna talaða. Til minna færeysku skyldmenna í Klakksvík kom ég ekki fyrr en tíu ára, árið 1946, stríðið tók fyrir öll ferðalög. Mér fannst gaman að koma til Klakksvíkur og átti þar m.a. tvær frænkur á líkum aldri og ég og man ekki eftir að hafa átt erfitt með að ná sambandi við þær. Hevur tu drukkið? Ég var þó hvergi nærri mælt á færeyska tungu þegar ég flutti hing- að og fór því í nám í færeysku fyrir útlendinga strax og ég gat. Mestum erfiðleikum í færeysku veldur flestu aðkomufólki ð-ið sem ýmist heyrist ekki eða er borið fram með v- eða g-hljóði. Nú þyki ég tala góða færeysku þótt mér verði enn á í messunni stundum. Í morgun spurði ég Sjúrð t.d.: „Hevur tu drukkið?“ Jú, hann kvaðst hafa fengið sér morgunkaffi en kallaði svo til mín úr stiganum: „Veistu ekki enn að ef þú spyrð á þennan hátt þá ertu að spyrja hvort ég hafi drukkið brenni- vín? Þú átta að segja „hevur tu fingið tær drekka munn?“ ef þú vilt vita hvort ég hafi fengið mér kaffi.““ – Og nú hlær Jóhanna. Ég spyr um leiðsögumannsstarfið – hvernig það hafi komið til að hún, íslensk konan, sé að leiða fólk af ýmsu þjóðerni um allar koppagrund- ir í Færeyjum. Orð að sönnu „Ég fór á leiðsögumannanámskeið hér,“ svarar hún. „Fyrst var ég heimavinnandi og lagði metnað minn í að maðurinn minn og fóstursonur fengju heitan mat í hádeginu. En svo fór ég að líta í kringum mig eftir hálfsdagsstarfi. Hér í næsta húsi var verslun og fyrr en varði var ég orðin „kassadama“ þar. Leiðsögumanns- starfið hófst í raun á því að hringt var í mig frá Smyril-line og ég spurð hvort ég gæti tekið að mér að veita leiðsögn íslensku ferðafólki á þeirra snærum. Ég sagði já, mjög kvíðandi þó. Ég flýtti mér að lesa mér til eftir mætti um kvöldið og tók með mér fræðsluefni í ferðina með fólkið og las mér til eldsnemma á morgnana – gerði eins og ég gat. Það hjálpaði mér að ég hafði unnið á sumrin hjá Úlfari Jacobsen heima á Íslandi, að vísu mest við matartilbúning í fjalla- ferðum. Enn meiri hjálp var mér þó að dvöl minni í Stuttgart í Þýska- landi, þar sem ég var með fyrri manni mínum, Jóni Guðnasyni arki- tekt. Við vorum skólasystkini úr MR, urðum stúdentar 1956. Hann fór skömmu síðar utan til náms en ég var heima með Maríu dóttur okkar, sem fæddist 1957. Ég var í Stuttgart í rúmt ár en fór þá heim og settist litlu síðar í Kennaraskólann, mamma hafði oft nefnt það við mig að gott gæti verið fyrir mig að taka kenn- arapróf, sem var þá eins árs nám eft- ir stúdentspróf. Það reyndust sann- arlega orð að sönnu hjá henni,“ segir Jóhanna. Heinesen var ótrúlega fjölhæfur Auk leiðsögumannsnámsins í Færeyjum fór Jóhanna á námskeið í verslunarskóla til að hressa upp á þýskukunnáttuna, sem mikil not voru fyrir. „Það hafa löngum komið hingað margir Þjóðverjar og það þarf tals- vert til að svara alls kyns fyrirspurn- um um sögu, bókmenntir, atvinnu- mál, stjórnmál, gróðurfar og dýralíf hér,“ segir hún. „Grúsk mitt vegna leiðsögu- mannsstarfsins hefur orðið til þess að færa mig nærri sögu Færeyja og bókmenntum þeirra. Ég hef mikið dálæti á bókum Heinesens og líka myndum hans.“ Að svo mæltu býður Jóhanna mér inn í „jómfrúrbúr“ sitt, vinnuherbergi þar sem hanga eftir- prentanir af mörgum hinna stór- skemmtilegu mynda Heinesens. Hann fékkst einkum við myndlist á efri árum. „Hann samdi líka tónlist, hann var ótrúlega fjölhæfur og hæfi- leikaríkur maður,“ segir Jóhanna. Klæddu mig úr! Hún er í saumaklúbbi með níu ís- lenskum konum sem eru eða hafa verið giftar færeyskum mönnum, ut- an Helgu Hjörvar, sem er forstöðu- maður Norðurlandahússins í Fær- eyjum og mun starfa við það eitthvað áfram. „Við eigum eitt sameiginlegt; við höfum flestallar fallið í þá gildru að segja við menn okkar þegar þeir hafa ekið okkur í bæinn: „Gói, láta meg úr hér!“ Þetta er mjög óheppilega til orða tekið við færeyskan karlmann, – þýðir „klæddu mig úr“.“ Ein kvennanna er gift landsbóka- verði, önnur presti við Vesturkirkj- una, Færeyingi sem tók guðfræði- próf við Háskóla Íslands. Sú þriðja er gift presti aðventistasafnaðar. „Ég hélt aldrei að það ætti fyrir mér að liggja að verða kirkjurækin, en það er ég nú orðin,“ segir Jó- hanna. Hún kveðst þó ekki nærri alltaf fylgja manni sínum í kirkju- ferðirnar. „Ég hjálpa honum hins vegar oft að raka þegar hann slær kirkjulóð- ina.“ Sjúrður er safnaðarnefndarfor- maður Vesturkirkjunnar, sem er mikið og fallegt hús. Færeyingar eru miklir trúmenn „Trúmenn eru Færeyingar mun meiri en Íslendingar að jafnaði. Hér er líka meiri trúarhiti í fólki og til eru útvarpsþættir hér þar sem beðið er fyrir fólki og það segir alls kyns lífs- reynslusögur af sér. Færeyingar eru hins vegar ekki trúaðir á drauga í sama mæli og ýmsir Íslendingar. Þó eru til álagablettir í Færeyjum, t.d. steinn sem krækt var fyrir við vega- gerð í gamla bænum.“ Eftir kaffið göngum við Jóhanna aftur niður í bæ og lítum á Verts- húsið, þar sem hinn ótrúi elskhugi sögupersónunnar Barböru, Andreas Heyde, úr samnefndri sögu eftir Jør- gen-Frantz Jacobsen, sat löngum við skriftir. Hin raunverulega Beinta, sem er önnur fyrirmynd Barböru, giftist þremur prestum. Enn er til allstórt dyraop, þar sem hún stóð og virti fyrir sér prestana þegar þeir lögðu að landi, til þess að sjá hvernig þeir væru í hátt og lagði á ráðin um hvernig hún fengi heillað þá – sem henni tókst frábærlega. Síðar varð sá sami maður sem var fyrirmynd stúd- entsins Heyde að hinum lífsglaða mester Jakob í sögu Heinesens. Ég stilli mér upp í dyraopið og horfi út á hafið en það kemur enginn prestur siglandi svo ég sný til baka og rölti með Jóhönnu út á klappirn- ar, ysta odda Thinganes, þar sem kristni var lögtekin í Færeyjum. Að baki mér eru öll gömlu húsin með sína kraumandi sögu en framundan eru færeysk skip sem færa hinni nær fimmtíu þúsund manna þjóð drjúga björg í bú, – og senn verður farið að leita að olíu. Þá verður vafalaust mik- ið umleikis í Færeyjum og nóg að gera fyrir leiðsögumenn að sýna ferðamönnum kennileiti í gamalli og nýrri sögu þessarar frændþjóðar okkar. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Systurnar Ása og Jóhanna Traustadætur búa báðar í Þórshöfn. Bak við þær eru myndir eftir færeyska listmálarann og frænda þeirra, Jógvan Waagstein. úr Færeyjum „MAMMA var frá Klakksvík í Fær- eyjum og við fórum þangað oft eldri systkinin, ég og Pétur bróðir, þegar við vorum krakkar, en ég er fædd 1922. Skammt frá heimili skyldfólks okkar var búð sem áttu hjónin Dora og Mor- itz Winther, þau áttu mörg börn. Ég kom þarna oft að kaupa ýmislegt fyrir ömmu, eitt barnanna á kaupmanns- heimilinu var Finn sem síðar varð mað- urinn minn,“ segir Ása Traustadóttir Winther, systir Jóhönnu Traustadóttur, þegar hún var spurð um aðdraganda þess að hún giftist til Færeyja 44 ára gömul. „Ég kynntist sem sagt manni mín- um sem barn að aldri, svo var það löngu seinna, 1958, að ég var á leið til Færeyja. Með skipinu var sex manna hópur Færeyinga sem hafði verið að spila brids í Keflavík. Einn þeirra var Finn Winther. Hann þekkti mig aftur og ég hann. Við höfðum þá ekki sést síð- an árið 1933. Við tókum tal saman og fórum svo bæði til Klakksvíkur. Ég fór til ættingja minna en hann bjó á Sjómannsheim- ilinu – og enn áttum við tal saman. Síð- an sendi hann mér jólakort og það leyndi sér smám saman ekki að við vorum dálítið spennt hvort fyrir öðru. Hvorugt okkar hafði verið gift. Hann var ellefu árum eldri en ég og hafði hreint ekki hugsað að hann færi að gifta sig og ég var satt að segja heldur ekki í þeim hugleiðingum – en þetta fór nú svona. Bað bróðurinn um hönd konuefnisins Finn kom svo til Íslands og var svo skemmtilega gamaldags að hann bað Pétur bróður minn um hönd mína. Pét- ur hélt að best væri að ég réði þessu sjálf. Þetta var auðvitað til gamans gert, en ég sagði já og það varð úr að ég flutti til Finns til Þórshafnar í Fær- eyjum. Ég tók stúdentspróf 1940, var við tungumálanám í American University í Washington DC 1944-46 og tók BA- próf í ensku og frönsku frá HÍ 1949. Ég hafði lengi starfaði við atvinnudeild Háskóla Íslands við rannsóknir og lík- aði það starf vel en varð auðvitað að kveðja það þegar ég flutti frá Íslandi. Við Finn giftumst í Neskirkju 18. júní 1966 og ég kom alkomin til Færeyja 14. september sama ár. Móðir mín var þá nýlega dáin, sem og yngri bróðir minn. Við Finn eignuðumst ekki börn en við lifðum í góðu hjónabandi. Finn var bókhaldari við bókaverslun H.N. Jackobsens hér í Þórshöfn. Versl- unin er í gömlum skóla sem m.a. Willi- am Heinesen gekk í á sínum tíma. Á stríðsárunum var í garðinum svokallað „bumbuskýli“ eða loftvarnarbyrgi. Árið 1971 var mér boðin afleysinga- vinna við verslunina í tvo mánuði. Finn bað mig endilega að gera þetta því ungur Færeyingur sem vann þarna fór til Danmerkur til að taka lokapróf í því sem þá hét „boghandlermedhjælper“. Hann bað mig svo vel að ég samþykkti þetta loks og tók til við að skrifa fyrir hann bókapantanir á ritvél áður en skólarnir byrjuðu. Ég kunni í upphafi fremur illa við að fara að vinna á sama stað og eigin- maðurinn og hafði ekki hugsað mér það. En það endaði með því að þegar ég átti að hætta var mér boðið starf áfram. Mér líkaði með afbrigðum vel að vinna í bókaversluninni og starfaði þar í nærri 25 ár, þá hætti ég fyrir ald- urs sakir.“ Settir kostir í bridsspilamennskunni Finn, maður Ásu, var slyngur brids- spilari. „Ég hafði spilað brids heima á Ís- landi í spilaklúbb með vinkonum mín- um,“ segir Ása. „Hér störfuðu tveir bridsklúbbar. Mágkona mín kunni nán- ast utan að heilu bridsbækurnar og hún hvatti mig til að koma og spila í Nýja bridsfélaginu. Maðurinn minn spilaði þar við mig. En það gekk ekki lengi. Hann hafði spilað í Havnar Brids- félaginu, og honum voru settir þeir kostir að hann fengi ekki að spila þar í keppnum við sína gömlu spilafélaga ef hann spilaði við mig í Nýja bridsfélag- inu. Hann tók þann kostinn að hætta að spila við mig en ég fékk sem makk- er konu eins bridsfélaga hans. Engar konur spiluðu þá í Havnar Bridsfélag- inu. Við Finn keyptum okkur gamalt timburhús með garði. Þar þurfti að taka til hendinni og seinni árin hef ég látið mikið laga húsið til og unnið í garðinum, í hann vantaði jarðveg og við ræktuðum hann alveg upp. Ég var um tíma með fjóra ketti, læðu og þrjá kettlinga. Nú er aðeins einn köttur eftir, 16 ára, orðinn ansi heimaríkur. Hann hefur lagt undir sig borðstofuborðið svo gestir mínir verða að láta sig hafa það að drekka kaffi- sopann sinn við sófaborðið,“ segir Ása og hlær. „Ég hef kunnað vel við mig í Fær- eyjum frá upphafi og ekki spillti þegar Jóhanna systir mín flutti hingað, við erum nánar. Hún er 14 árum yngri en ég og ég passaði hana mikið sem litla stelpu. Mér þótti mikið happ þegar hún fæddist og ekki þótti mér verra að hún fékk talsverða peninga í skírnargjöf sem ég fékk lánaða úr Sparisjóðnum til þess að kaupa mér fyrsta ballkjólinn – en ég borgaði þá auðvitað aftur. Sem betur fer var Jóhanna flutt hingað þegar ég missti manninn minn árið 1988 úr krabbameini. Mér datt ekki í hug á þeim tímamót- um að flytja aftur til Íslands. Mér hefur aldrei leiðst um ævina og alls ekki hér í Færeyjum. Hér kann ég vel við mig og hér ætla ég að búa.“ Ása Traustadóttir og Finn Winther á brúðkaupsdaginn 18. júní 1966. Dettur ekki í hug að flytja aftur til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.