Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 29 Síðan bætti hún við: „Mikið hefur verið rætt um stöðu mína og hlutverk innan Samfylking- arinnar. Ég lít svo á að það skýrist ekki fyrr en á landsfundinum í haust. Ég var að undirstrika við fólk að það yrði að bíða eftir landsfundi.“ Í þessu sama samtali við Morgunblaðið segir Ingibjörg Sólrún að hún „sjái það fyrir sér, að sá dagur gæti komið að hún byði sig fram til for- mennsku í Samfylkingunni. Ekki væri stefnt að því fyrir landsfund flokksins í haust en hún mundi nýta vel tímann í sumar til að hugsa um sína pólitísku framtíð.“ Það eina, sem einhver handfesta er í í þessum ummælum er, að Ingibjörg Sólrún muni leita eft- ir umboði landsfundar Samfylkingar í haust til trúnaðarstarfa. Össur Skarphéðinsson hefur lýst því yfir, að hann leiti eftir endurkjöri. Skömmu eftir kosningar skýrði Morgunblaðið frá því, að vilji væri fyrir því innan Samfylkingar að kjósa talsmann flokksins í kosningunum í embætti varaformanns. Þegar Ingibjörg Sólrún var spurð um það verður ekki sagt að hún hafi gripið þá hugmynd fegins hendi. Ef það hins vegar gerðist, að Ingibjörg Sólrún léti undan þrýstingi stuðningsmanna sinna og byði sig fram til formanns gegn núverandi for- manni gæti staðan orðið sú, jafnvel þótt hún næði kjöri, að Samfylkingin hefði með slíku framboði verið klofin í herðar niður og að framundan yrðu mikil átök innan flokksins, þar sem stór hópur flokksmanna mundi ekki sætta sig við þá fram- vindu mála. Innan Sjálfstæðisflokksins þekkja menn vel hvað ágreiningur á milli forystumanna getur haft djúp áhrif í stórum flokki. Samfylkingin er orðin stór flokkur og óútkljáð vandamál af þessu tagi geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þann flokk. Óvissa um Reykjavíkur- listann Kosningabaráttan fyr- ir þingkosningarnar í vor, sem átti að færa Samfylkingunni völdin í landinu að mati flokksmanna þess flokks, virðist hins vegar hafa vakið spurningar um, hvort samstarfið innan Reykjavíkurlistans haldi áfram og jafnvel hvort það haldi út þetta kjörtímabil. Harkaleg viðbrögð forystumanna Framsókn- arflokks og Vinstri-grænna við hugmyndum um, að þáverandi borgarstjóri tæki sæti á framboðs- lista Samfylkingar í Reykjavík en gegndi áfram embætti borgarstjóra í umboði Reykjavíkurlist- ans, komu þáverandi borgarstjóra augljóslega á óvart og ræða Ingibjargar Sólrúnar á flokks- stjórnarfundi Samfylkingar sl. fimmtudag bendir til þess, að hún sé ekki búin að sætta sig við þá niðurstöðu, sem þá varð. Það er erfitt að sitja báðum megin við borðið. Hvernig gat hún ætlazt til að vera trúnaðarmaður Framsóknarflokks og Vinstri-grænna í borgarstjórn á sama tíma og hún reyndi að ná af þeim fylgi í þingkosningum? Innan Framsóknarflokksins hafa lengi verið umræður um, hvort ráðlegt sé fyrir flokkinn að halda áfram samstarfinu á vettvangi Reykjavík- urlistans. Þar hafa verið raddir um að sjálfstætt framboð í Reykjavík sé nauðsynlegt til þess að efla flokkinn í höfuðborginni. Þessar umræður voru nokkuð áberandi á fyrra kjörtímabili borg- arstjórnar í innri röðum Framsóknarmanna. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. fimmtudag brá hins vegar svo við, að Guðmundur Árni Stefánsson, einn af þingmönnum Samfylk- ingarinnar (og formaður Alþýðuflokksins, sem enn er til), lýsti þeirri skoðun, að Samfylkingin ætti að standa að sjálfstæðu framboði í öllum sveitarfélögum landsins að þremur árum liðnum. Í þessum orðum felst augljóslega að Guðmundur Árni telur að Samfylkingin eigi að standa að sjálf- stæðu framboði á eigin vegum til borgarstjórnar Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir Alfreð Þorsteinsson, hinn áhrifamikli forystumaður Framsóknarflokksins í borgarstjórn, um þetta mál: „… það blasir hins vegar við, að ef Samfylk- ingin ætlar í krafti stærðar sinnar nú að bjóða fram ein og sér í næstu kosningum hlýtur að vera íhugunarefni fyrir Framsóknarflokkinn, hvort hann eigi yfirhöfuð að vera í þessu samstarfi við Samfylkinguna og Vinstri-græna eða búa sig undir næstu borgarstjórnarkosningar með öðr- um hætti. Þetta er íhugunarefni og eftir þessar yfirlýsingar hljóta menn að skoða sín mál og átta sig á því, hvort menn telji með tilliti til framtíð- arinnar æskilegt að vera í samstarfinu áfram eða huga að öðrum kostum.“ Það fer auðvitað ekkert á milli mála hvað Al- freð Þorsteinsson er að segja. Í samstarfi flokka í milli verða oft ýmsar uppákomur og ekki ástæða til að gera meira úr þeim en efni standa til. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að þetta er í annað sinn á rúmlega hálfu ári að upp úr sýður í samstarfi flokkanna, sem aðild eiga að Reykja- víkurlistanum. Í grein í Morgunblaðinu í dag, laugardag, víkur Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík suður, að máli, sem upp kom síðustu daga kosningabaráttunnar í vor er hann segir: „Margir undruðust hversu hart Samfylkingin gekk fram gagnvart Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í nýliðinni kosningabaráttu. Skilaboðin til kjósenda voru þau, að þessi sam- starfsflokkur innan Reykjavíkurlistans væri vart tækur í stjórn, hann væri alltof öfgafullur og eina mótvægið við stjórnarflokkana væri að kjósa Samfylkinguna. Gekk þetta raunar svo langt að fulltrúar Samfylkingarinnar urðu uppvísir að því að nota lista yfir skráða félaga í VG til þess að reyna að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu kosningu á lokasprettinum. Er margt í þessari atburðarás óuppgert …“ Hér víkur varaþingmaður Framsóknarflokks- ins að máli, sem olli mikilli ólgu meðal Vinstri- grænna bæði fyrir og eftir kosningar. Þegar horft er til sögunnar er auðvitað ljóst, að það er umtalsvert pólitískt afrek að halda Reykjavíkurlistanum saman í þrennum borgar- stjórnarkosningum. Og það þyrfti engum að koma á óvart að úr því fari að harðna á dalnum. Ekki sízt eftir að sá sterki forystumaður, sem fyrrverandi borgarstjóri reyndist vera á þeim vettvangi, er horfinn af sviðinu. Flokkarnir þrír, sem að Reykjavíkurlistanum standa, hafa allir augljósa hagsmuni af því, að bjóða fram sjálf- stæða lista í næstu borgarstjórnarkosningum og láta á það reyna hvert fylgi þeirra hvers um sig raunverulega er. Það er áreiðanlega það, sem vakir fyrir Guðmundi Árna og þess vegna hefur hann sterk rök fyrir sínum sjónarmiðum, þótt hann megi búast við aðkasti frá flokkssystkinum sínum, sem hann hefur reyndar þegar orðið fyrir. Um leið og sá möguleiki er orðinn verulegur að hver um sig bjóði fram sjálfstæða lista vakna auðvitað spurningar í flokkunum um það, hvernig þeir geti bezt búið sig undir kosningar undir þeim formerkjum. Þess vegna spyr Alfreð Þorsteins- son, hvort það sé þá ekki eins gott að búa Fram- sóknarflokkinn undir slíkt fyrr en síðar. Rök fyrir því eru sterk frá hans sjónarmiði séð. Ef gengið væri út frá því, að Reykjavíkurlistinn byði ekki fram að þremur árum liðnum heldur hver flokk- anna um sig mundi það verða erfitt fyrir flokkana að skapa sér sjálfstæða stöðu í kosningabarátt- unni héldi samstarfið áfram til loka kjörtímabils. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar sl. fimmtudag hefur orðið til þess að varpa skýrara ljósi en áður á þau vandamál, sem framundan eru á vettvangi þeirra flokka, sem teljast til vinstri í stjórnmálum. Augljóslega er þar allra veðra von á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Sverrir Íslendingur í Hafnarfjarðarhöfn. „Þá má segja, að kosningarnar nú og stjórnarmyndunin hafi orðið til þess að festa í sessi nýja meginlínu í íslenzk- um stjórnmálum, sem mörgum hefur reyndar þótt að sjá mætti vísbendingu um í nokkur und- anfarin ár. Hún er sú, að nú er meiri málefnaleg sam- staða á milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en áður hefur þekkzt og liggur við að segja megi, að um grundvallarbreyt- ingu sé að ræða.“ Laugardagur 21. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.