Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 20. júní 1993: „Heimurinn hefur tekið örum breytingum að undanförnu. Sá raunveru- leiki sem við bjuggum við um áratuga skeið á alþjóðavett- vangi er endanlega horfinn. Alls staðar í kringum okkur sjáum við breytingarnar og þær eru ekki allar til góðs. Þó að ekki sé lengur nein hætta á allsherjarkjarnorku- styrjöld hafa endalok kalda stríðsins ekki bundið enda á vopnuð átök í heiminum. Þvert á móti. Það umróts- ástand, sem myndaðist við hrun gamla skipulagsins, hef- ur leitt til margvíslegra átaka. Jafnvel í Evrópu hafa blossað upp á ný gamlar deil- ur, sem haldið hafði verið niðri, og í fyrrverandi Júgó- slavíu er nú háð blóðugasta styrjöldin í álfunni frá því síð- ari heimsstyrjöldinni lauk.“ . . . . . . . . . . 19. júní 1983: „Ferð Jóhann- esar Páls páfa II til ættjarðar sinnar, Póllands, árið 1979 varð til þess að vekja sjálfs- traust meðal pólskrar alþýðu andspænis ómannúðlegu valdi kommúnistastjórn- arinnar. Ári síðar efndu verkamenn í Gdansk til verkfalla, Sam- staða varð til. Ógleymanleg er myndin af verkamönn- unum þar sem þeir krjúpa í bæn á úrslitastundu í baráttu sinni eða af Lech Walesa haustið 1980 að rita undir samkomulag við stjórnvöld með penna er bar mynd Jó- hannesar Páls páfa II. Eftir að herlögin voru sett í desem- ber 1981, Samstaða bönnuð og foringjar hreyfingarinnar sem taldi 10 milljónir fé- lagsmanna settir á bak við lás og slá, hélt kaþólska kirkjan í Póllandi áfram að hvetja til viðræðna milli herstjórn- arinnar og alþýðu manna. Herstjórnin hefur hingað til hafnað öllum kröfum kirkj- unnar um slíkar viðræður og haft óskir hennar um end- anlegt afnám herlaga og al- menna náðun pólitískra fanga að engu.“ . . . . . . . . . . 23. júní 1973: „Verðlags- hækkanirnar halda áfram að dynja yfir. Nú hefur verið til- kynnt 14% hækkun á sem- entsverði. Á fimmtudag kost- aði ein lest af Portlandssementi 3140 krón- ur en kostar nú 3580 krónur. Sementsverð hækkaði síðast í febrúarmánuði sl. um 20%. Alls hefur því sement hækk- að á síðustu fimm mánuðum um 36,8%. Sementsverk- smiðja ríkisins er að öllu leyti í ríkiseign. Engu að síður hækkar sementsverð svo gíf- urlega, sem raun ber vitni.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ARKMIÐ allra stjórn- málaflokka í kosningum er að ná völdum með þeim lýðræðislega hætti, sem í kosningum felst og hafa áhrif, hvort sem er á landsstjórn eða sveitarstjórn. Tak- ist það ekki er alveg sama, hvernig reynt er að útskýra kosningaúrslit – niðurstaðan er áfall fyr- ir þá, sem ná því ekki að eiga aðild að ríkisstjórn eða meirihluta í sveitarstjórn og kallar á umræð- ur og uppgjör innan þeirra. Undanfarna daga og vikur hefur eftirleikurinn vegna kosningaúrslitanna í maí og endurnýjunar stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks smátt og smátt verið að koma í ljós. Eftirleikurinn birtist fyrst og fremst í uppnámi innan Samfylkingarinnar en það sem kannski vekur meiri athygli er augljós órói innan Reykjavíkurlistans. Miðað við úrslit kosninganna hefði mátt búast við verulegum umræðum innan Sjálfstæðis- flokksins. Það hefur ekki orðið af einni meg- inástæðu: forysta flokksins tryggði áframhald- andi aðild Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn og augljóslega út kjörtímabilið. Með sama hætti og aðild að ríkisstjórn eða meirihluta í sveitarstjórn skiptir grundvallar- máli fyrir stjórnmálaflokka getur ráðherraemb- ætti eða embætti borgarstjóra í Reykjavík skipt sköpum um áhrifastöðu einstakra stjórnmála- manna. Stundum koma menn á óvart, þegar þeir eru komnir í embætti og ná meiri áhrifum en bú- izt er við. Í öðrum tilvikum geta stjórnmála- menn, sem taldir hafa verið búa yfir miklum pólitískum styrkleika, misst pólitísk áhrif sín á ótrúlega skömmum tíma standi þeir utan valdanna um lengri tíma. Öll þessi fyrirbæri blasa við landsmönnum um þessar mundir á vettvangi íslenzkra stjórnmála. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vel að vígi, þrátt fyrir úrslit kosninganna vegna þess, að flokk- urinn náði að tryggja sér aðild að ríkisstjórn fjórða kjörtímabilið í röð. Það hefur aldrei áður gerzt í sögu þess flokks. Samfylkingin er í sárum vegna þess, að hún lagði allt undir til þess að tryggja sér aðild að ríkisstjórn og flokkskjarninn var orðinn sann- færður um það síðustu vikur fyrir kosningar að það mundi takast en tókst ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem Samfylkingarfólk trúði að mundi leiða flokkinn til valda, náði því takmarki ekki og lenti í þeirri stöðu, að missa borgar- stjóraembættið, ná ekki þingsæti og gegnir að svo komnu máli engu því hlutverki innan Sam- fylkingarinnar, sem landsfundur veitir umboð til. Það verður því erfitt um vik fyrir hana að halda þeim áhrifum, sem hún hefur haft seinni árin í íslenzkum stjórnmálum. Þá má segja, að kosningarnar nú og stjórn- armyndunin hafi orðið til þess að festa í sessi nýja meginlínu í íslenzkum stjórnmálum, sem mörgum hefur reyndar þótt að sjá mætti vís- bendingu um í nokkur undanfarin ár. Hún er sú, að nú er meiri málefnaleg samstaða á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en áður hefur þekkzt og liggur við að segja megi, að um grundvallarbreytingu sé að ræða. Á fyrri hluta 20. aldarinnar var mikil pólitísk samstaða milli Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Það átti sérstaklega við um fjórða ára- tuginn en markviss tilraun var gerð til að end- urreisa það bandalag í kosningunum 1956. Það mistókst þrátt fyrir stjórnarmyndun flokkanna tveggja með tilstyrk Alþýðubandalagsins í kjöl- far þeirra kosninga. Frá og með stjórnarmynduninni 1959 mynd- aðist ný meginlína í íslenzkum stjórnmálum, sem mikið líf var í rúmlega þrjá áratugi en það var sterk pólitísk samstaða Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Hún var innsigluð á þremur kjör- tímabilum á Viðreisnarárunum. Ítrekaðar til- raunir til að endurreisa samstarf þeirra flokka næstu tvo áratugi á eftir sýndu mikla löngun til þess en tókst ekki fyrr en með stjórnarmynd- uninni 1991. Vonir gamalla Viðreisnarmanna um framhald þess brustu hins vegar endanlega með stjórnarmynduninni 1995, þótt augljósir brestir væru komnir í samstarf flokkanna tveggja síð- ustu misseri ríkisstjórnar þeirra á kjörtíma- bilinu 1991–1995. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem nú hefur staðið á þriðja kjörtímabil hefur leitt til þess að þær raddir, sem uppi voru í báðum flokkunum frá gamalli tíð um að „allt væri betra en íhaldið“ eða að samstarf við Fram- sóknarflokkinn væri versti kosturinn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn hafa þagnað. Að sumu leyti eiga persónur forystumanna hér hlut að máli. Þessi þróun mála hefði t.d. aldr- ei orðið í Framsóknarflokki Steingríms Her- mannssonar, sem hafði sömu afstöðu til Sjálf- stæðisflokksins og faðir hans, Hermann Jónasson, en það var einmitt Hermann, sem hafði forystu um endurreisn bandalags Fram- sóknarmanna og Alþýðuflokksmanna 1956, sem Jónas frá Hriflu hafði lagt línur um á fjórða ára- tugnum. Fyrst og fremst eru það þó málefni, sem við er að fást, sem hafa leitt til þess að nýjar meg- inlínur hafa orðið til í íslenzkum stjórnmálum. Ágreiningsefnin á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru færri og þau málefni, sem samstaða er um, eru fleiri. Það á líka þátt í þessari framvindu mála hver þróunin hefur orðið innan Samfylkingar. Sá Al- þýðuflokkur, sem bæði Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn höfðu átt mikil samskipti við, hefur orðið undir innan Samfylkingarinnar. Þar er meira áberandi í forystu fólk, sem starfaði lengi innan Alþýðubandalagsins. Þótt vinstri armur Framsóknarflokksins hafi á sínum tíma átt mikil samskipti við Alþýðubandalagið virðist hann hafa horfið úr Framsóknarflokknum, sennilega með Steingrími Hermannssyni. Þar er því ekki lengur fyrir hendi gamall grunnur, sem hægt væri að byggja á. Hver er Sam- fylkingin? Það er erfitt að festa hendur á því, hvert Samfylkingin stefnir. Veit Samfylkingin sjálf hver hún er? Er það kannski hennar að- alvandi í dag, að hún viti það ekki? Hún veit það augljóslega að því er Evrópumálin varðar. Sam- fylkingin vill aðild að Evrópusambandinu. Og vissulega má segja, að þar séu á ferðinni skýrar línur í meginmáli. Hins vegar er ekki sannfærandi að hlusta á tvo gamla liðsmenn Alþýðubandalagsins, Össur Skarphéðinsson og Einar Karl Haraldsson, tala um þá stöðu, sem upp kann að vera komin í ör- yggismálum þjóðarinnar. Það er erfitt fyrir þá, sem varið hafa meginhluta pólitískrar ævi sinnar til þess að berjast gegn vörnum á Íslandi, að sannfæra fólk um að þeir hafi skipt um skoðun. En hver er Samfylkingin að öðru leyti? Er hún einhvers konar verkalýðsflokkur? Kannski er úrelt að tala um verkalýðsflokka. Það er erfitt að sjá þess merki í málflutningi Samfylkingarinnar að launþegahreyfingin eigi þar sérstaka mál- svara. Og athygli vakti í kosningabaráttunni, að talsmaður Samfylkingarinnar gerði ítrekaðar til- raunir til að breyta sögunni og hafa af tveimur forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar á þeim tíma þann heiður að hafa ráðið úrslitum um kjarasamningana 1990 ásamt þáverandi for- manni Vinnuveitendasambandsins – kjarasamn- inga, sem skiptu sköpum um að óðaverðbólgan var kveðin niður. Að einhverju leyti er vandi Samfylkingarinnar í því fólginn, að hún veit ekki enn hver hún er eða þá, sem líka gæti verið, að henni hafi mistek- izt að koma því til skila til almennings hver hún er. En sennilega er aðalvandamál Samfylkingar- innar nú þegar hún horfir fram til fjögurra ára stjórnarandstöðu, að mikil óvissa er um forystu flokksins. Það er einfaldlega ágreiningur um for- ystu flokksins, þótt hann komi ekki upp á yf- irborðið nema að takmörkuðu leyti. Ganga má út frá því sem vísu, að öflugur hópur standi að baki núverandi formanni en það er jafn ljóst að annar öflugur hópur á þá ósk heitasta, að Ingibjörg Sólrún verði kjörin formaður á landsfundi Sam- fylkingarinnar í haust. Í þessum skoðanamun um forystu Samfylkingarinnar má finna vís- bendingar um hugsanlega sundrung innan flokksins í framtíðinni takist flokksmönnum ekki að leysa þennan ágreining á landsfundi í haust. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar sl. fimmtudag sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að hún ætlaði að sækja umboð sitt til lands- fundar varðandi trúnaðarstörf innan flokksins. Þetta er skiljanleg afstaða. Það er auðvitað ómögulegt fyrir hana að vera sífellt kölluð fram á sviðið af fámennum hópum innan flokksins án þess að hafa lýðræðislegt umboð frá réttum stofnunum flokksins til þeirra verka. En hvað fólst í þessum orðum fyrrverandi borgarstjóra á flokksstjórnarfundinum? Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, svarar Ingibjörg Sólrún spurningu um það efni á eft- irfarandi veg: „… að hún vildi njóta trausts al- mennra flokksmanna til að starfa í þágu flokks- ins og sækja umboð sitt til þeirra fremur en til flokksstofnana. Engin ástæða væri til að leggja í þessi orð dýpri merkingu og þar gætu ýmis trún- aðarstörf komið til álita. Allt færi þetta eftir vilja flokksmanna.“ FRAMTÍÐ LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR Leikfélagi Reykjavíkur tókstekki að afgreiða fyrirliggj-andi tillögur um breytingar á lögum félagsins á framhaldsaðal- fundi sl. fimmtudag en í þeim til- lögum fólst m.a. að félagið yrði opnað fyrir áhugafólki um málefni félagsins. Augljóst er að heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur hafa gegnt veigamiklu hlutverki í þessum um- ræðum. Í samtali við Morgunblaðið í gær lýsti Sveinn Einarsson sinni afstöðu og annarra heiðursfélaga til málsins á þennan veg: „Við leggjum áherzlu á þá tvo meginþætti sem hafa verið leiðar- ljós Leikfélags Reykjavíkur í hundrað ár, í fyrsta lagi að þetta hefur verið leikhús fagmanna sem hafa mótað alla þá stefnu og í öðru lagi hefur þetta leikhús verið rekið áfram af hugsjónum, en ekki í al- mennu gróðaskyni. Um þetta er al- gjör samstaða hjá okkur heiðurs- félögum og við viljum ekki víkja frá þessum meginþáttum.“ Fáir þekkja betur málefni Leik- félags Reykjavíkur en heiðurs- félagar þess, þau Vigdís Finnboga- dóttir, Sveinn Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Baldvin Tryggvason, Jón Sigurbjörnsson og Steinþór Sigurðsson og þess vegna hljóta orð þeirra og afstaða að vega þungt, þegar til þess kemur að fé- lagsfundur taki sína afstöðu. Hins vegar er það líka rétt hjá Sveini Einarssyni „að líta megi svo á, að hver kynslóð eigi að ráða fram úr sínum vanda“. Leikfélag Reykjavíkur stendur frammi fyrir miklum vanda. Reykjavíkurborg er augljóslega treg til að ganga lengra í fjárstuðn- ingi við félagið en gert hefur verið. Jafnframt eru vísbendingar um, að ein forsenda fyrir því að yfirleitt sé hægt að ná einhverjum viðbótar- samningum við borgina séu þær lagabreytingar, sem frestað var að taka ákvörðun um á fimmtudaginn var. Hvers vegna eru þessar laga- breytingar svo mikilvægar? Vegna þess að sú skoðun er sterk hjá þeim, sem um þessi mál þurfa að fjalla, með réttu eða röngu, að það sé tvenns konar veikleiki í rekstr- arformi Leikfélagsins á Borgar- leikhúsinu. Í fyrsta lagi, að hið lok- aða fagfélag skapi hættu á því að félagsmenn þess láti eiginhags- muni ráða afstöðu sinni en ekki heildarhagsmuni félagsins og þar með leikhússins. Í öðru lagi sé sú staða leikhússtjóra óviðunandi að undirmenn hans sem starfsmenn Borgarleikhússins séu jafnframt í sumum tilvikum yfirmenn hans sem stjórnarmenn í Leikfélagi Reykjavíkur. Þar með séu hendur leikhússtjóra bundnar, þannig að hann komist hvorki lönd né strönd. Ef það er svo, sem margt bendir til, að á þennan hnút verði að höggva til þess að skapa nauðsyn- legt traust á milli Leikfélags Reykjavíkur og viðsemjanda þess, borgarstjórnar Reykjavíkur, verð- ur Leikfélagið auðvitað að laga sig að kröfum nýrra tíma. Morgunblaðið vill sízt af öllu draga úr því, að leiðarljós Leik- félags Reykjavíkur í hundrað ár verði í heiðri höfð eins og Sveinn Einarsson leggur áherzlu á að gert verði en þótt saga félagsins sé merk eins og Morgunblaðið hefur ítrekað undirstrikað má sagan ekki binda hendur núverandi kynslóða leikfélagsmanna svo mjög að þeir geti ekki brugðizt við nýjum að- stæðum til þess að tryggja líf fé- lagsins, velgengni og farsæld í önn- ur hundrað ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.