Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALDREI fyrr hefur jafnstór hluti útskriftarhóps í júní útskrift Há- skóla Íslands verið kvenkyns. Af þeim 779 kandidötum sem braut- skráðust í gær eru 450 konur, eða 63,8%. Munurinn á milli kynjanna hefur aukist mjög á síðustu árum þótt konur hafi verið í meirihluta innritaðra stúdenta í Háskóla Ís- lands frá árinu 1987. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, segir sterka stöðu kvenna í útskriftarhópnum endurspegla þró- unina í samfélaginu. „Stúlkur hafa verið að sækja mikið meira en strákar í nám. Strákar fara gjarnan beint út á vinnumarkaðinn,“ segir Páll. Hann segir þróunina vekja ýmsar spurningar um þróun menntakerfisins á Íslandi. „Skipt- ingin eftir deildum er líka áhuga- verð en konur hafa alls staðar verið að sækja á,“ segir Páll. Konur sækja alls staðar á Konur eru nú meirihluti kandi- data í öllum deildum Háskólans nema læknadeild og verkfræðideild. Á þessum sviðum hafa konur þó sótt sig verulega á undanfarin ár. Þróun- in í raunvísindadeild vekur einnig athygli en konur eru nú komnar í meirihluta þeirra sem útskrifast úr raunvísindadeild. Þetta er mikil breyting frá því árið 1994 þegar 49 karlar og aðeins 19 konur útskrif- uðust úr deildinni. Í gær útskrif- uðust 52 konur og 35 karlar. Hlutur kvenna í raunvísindadeild hefur því hækkað úr um 28% í rétt tæp 60%. Uppsöfnuð menntaþörf kvenna Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ, segir hluta af skýringunni á miklum meirihluta kvenna í Háskólanum vera þá að konur sem komnar eru yfir hefð- bundinn námsaldur sæki stöðugt meira í háskólanám. Þannig sé hlut- fall karla og kvenna nokkuð jafnt ef skoðaður er hópur háskólanema á þrítugsaldri. Konur séu hins vegar í miklum meirihluta þeirra sem komnir eru yfir þrítugt. „Ég held að það sé til staðar ákveðin uppsöfnuð menntunarþörf hjá konum,“ segir Þorgerður. Hún bendir líka á að krafa um æðri menntun hafi aukist mjög í hefðbundnum kvennastétt- um: „Menntalandslagið er breytt. Kvennastörf hafa í auknum mæli krafist háskólamenntunar. Ég hef sagt að þetta sé fagþróun kvenna- stéttanna. Konur hafa lagt gríðar- lega mikla áherslu á menntun og framhaldsmenntun, t.d. í félagsráð- gjöf, þar sem farin hefur verið hin formlega leið löggildingar og sér- fræðileyfa. Þetta er kannski ekki að skila sér á sama hátt í launum.“ Þorgerður segir karlmenn gjarn- an fara beint út á vinnumarkaðinn og sækja í annað nám en boðið er upp á í Háskóla Íslands. „Það er eins og kvennastéttirnir trúi mikið á þessa leið en karlarnir stytta sér leið út á vinnumarkaðinn. Þeir kom- ast í betri stöður með minni mennt- un,“ segir Þorgerður. Eldri nemendur áhugasamir Rektor bendir á að þróun í ald- urssamsetningu háskólanema sé önnur hér á landi en í nágranna- löndunum þar sem fólk fari frekar beint í framhaldsnám eftir að menntaskólanum sleppir. Þessi þróun á sérstaklega við um kvenkyns háskólanema. Árið 2000 var meðalaldur kvenkyns háskóla- nema 28 ár en karlar í HÍ voru að meðaltali 26 ára gamlir. Rektor telur að fólk sem hafi öðl- ast reynslu á atvinnumarkaði eigi mikið erindi í háskólanám. „Þeir sem koma aftur í nám eftir reynslu á vinnumarkaði vita oft betur hvað þeir vilja. Þeir eru jafnvel oft áhuga- samari um námið og reynslan virð- ist nýtast þeim mjög vel,“ segir rektor. Hann segist telja að náms- hæfileikar minnki ekki með aldrin- um og að reynsla úr atvinnulífi og áhugi vegi það upp að viðkomandi einstaklingar hafi e.t.v. ekki stundað skipulagt nám í lengri eða skemmri tíma. Félagsvísindadeild stærst 210 kandídatar úskrifuðust úr fé- lagsvísindadeild í gær. Þetta er langstærsti hópurinn sem útskrifast hefur úr deildinni. Rektor telur að vöxt félagsvísindadeildar megi rekja til breytinga á atvinnumarkaði og aukinnar þarfar á sérfræðingum á þessu sviði. „Þetta er sennilega vegna vaxandi áhuga á félagslegum málefnum af margvíslegu tagi og þarfar í þjóðfélaginu á þekkingu á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins og þjóðfélagsstarfseminnar. At- vinnufyrirtæki og stjórnvöld eru farin að sækja miklu meira eftir menntuðu fólki; einmitt úr greinum félagsvísindanna,“ segir Páll. Rektor telur að stúdentar stefni frekar að því að hljóta góða almenna menntun heldur en að þjálfa sig í til- tekinni starfsgrein: „Mér sýnist að fólk hugsi núorðið meira um að hafa trausta og góða almenna menntun en geri ekki ráð fyrir því að það sé að mennta sig fyrir tiltekin störf. Fólk vill eiga kost á fjölbreytni í starfi. Við sjáum að fólk skiptir oft- ar um störf nú en áður. Fólk lagar sig að þessari staðreynd og leitar eftir fjölbreyttri menntun sem gefur þeim möguleika á vinnumarkaði. Menntun í hugvísindum og fé- lagsvísindum virðist nýtast mjög vel í hinum ýmsu störfum,“ segir rekt- or. Háskólinn getur enn stækkað Fjöldi nema í Háskóla Íslands hefur vaxið hratt á síðustu árum. Rektor telur þó að skólinn sé ekki kominn að þanmörkum. „Háskóli Ís- lands er ekki mjög stór á alþjóð- legan mælikvarða; í raun frekar lít- ill. Háskólar eru gjarnan mjög stórar og fjölmennar stofnanir og það er því ekkert því til fyrirstöðu að Háskóli Íslands geti vaxið og bætt við sig nemendum svo fremi að hægt sé að stækka húsnæði og hafa viðunandi aðstöðu,“ segir Páll. Hann segir að stærðarhagkvæmni sé til staðar í rekstri háskóla en hópar í Háskóla Íslands séu gjarnan mjög litlir þar sem skólinn bjóði upp á óvenjulega fjölbreytt nám miðað við stærð. Námsframboð hefur aukist mjög á síðustu árum og telur rektor þetta vera jákvæða þróun: „Deildir hafa verið að bæta við námsleiðum. Þetta miðar allt að því að auka val- frelsi og bæta möguleika nemenda til þess að læra það sem hugur þeirra stendur til.“ Nálgast kraftaverk Útskriftin í gær var sérstök að því leyti að úr raunvísindadeild út- skrifast 23 ára maður sem sett hef- ur einkunnamet í Háskóla Íslands sem ómögulegt er að slá. Stefán Ingi Valdimarsson útskrifast af stærðfræðiskor með einkunnina 10,0. „Þetta er alveg einstakt og nálgast kraftaverk. Maður verður nánast orðlaus yfir svona frammi- stöðu,“ segir Páll Skúlason rektor. Tæp 64% kandídata frá Háskóla Íslands eru konur                                                                                                    !" ##$ HÚSASMIÐJAN opnaði nýja versl- un á Smáratorgi í gær og eru verslanir hennar nú orðnar alls sautján um allt land. Í tilefni af opnuninni var boðið upp á skemmtidagskrá í gær og heldur hún áfram í dag, auk þess sem veitingar verða á boðstólum og til- boð á vörum í gangi. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni kom fram að í þessari nýju verslun sé lögð áhersla á að viðskiptavinir geti fengið góðar hugmyndir fyrir heimilið, húsið, garðinn og frí- stundirnar með því að heimsækja verslunina. Morgunblaðið/Sverrir Þessi ungi ökumaður, Amelía Rún Pétursdóttir, sagðist vera að setja bensín á bílinn í gærmorgun þegar verslun Húsasmiðjunnar á Smáratorgi var opnuð. Húsasmiðjan opnuð á Smáratorgi Í NÝJU áliti umboðsmanns Al- þingis kemur fram að við ráðningu í embætti sýslumannsins á Ísafirði í febrúar á síðasta ári hafi dóms- málaráðuneytið ekki fullnægt þeim skyldum sem 10. gr. stjórnsýslu- laga og 23. gr. upplýsingalaga leggja á ráðuneytið. Málið kom til kasta umboðsmanns í kjölfar kvörtunar sem honum barst frá einum umsækjendanna þar sem farið var fram á að umboðsmaður kannaði hvernig staðið hefði verið að ráðningunni. Í álitinu er rakið hvernig ráðn- ingarferlið fór fram, staðan var auglýst og bárust ráðuneytinu alls tíu umsóknir. Í bréfaskriftum milli umboðsmanns og ráðuneytis er fjallað um hvernig þessir tveir um- sækjendur voru bornir saman, þ.e konan sem fékk stöðuna og karlinn sem lagði fram kvörtunina. Ráðu- neytið rekur þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar, umsækj- andinn sem fékk starfið var með embættispróf í lögfræði eins og krafist er í lögum, auk framhalds- menntunar en einnig vó kynferði viðkomandi þungt og meðmæli sem hún lagði fram. Við starfsveit- inguna voru aðeins þrír af 26 sýslumönnum landsins konur og m.a. á grundvelli laga um jafna stöðu karla og kvenna var kynferði umsækjandans talið mikilvægt. Auk þess var litið til þess að hluti framhaldsmenntunar viðkomandi var í skattalögfræði og hún hafði reynslu af vinnu sem skattstjóri. Hinn umsækjandinn hafði hins vegar reynslu af störfum sem sýslumaður en sú reynsla vó ekki jafn þungt á metunum og fyrr- greindir þættir. Skortur á skráningu og rannsókn upplýsinga Umboðsmaður finnur einkum að tvennu í vinnulagi ráðuneytisins, annars vegar að það hafi ekki full- kannað og rannsakað þau gögn sem skiptu hvað mestu máli við ráðninguna og hins vegar að ráðu- neytið lét ekki skrá allar þær upp- lýsingar sem fram komu við mat á umsækjendum. Varðandi fyrra atriðið segir í álitinu að menntun, starfsreynsla og persónulegir eiginleikar um- sækjandanna hafi ekki verið kann- aðir með fullnægjandi hætti, en ráðuneytið byggði einkum á þess- um þáttum við val sitt. Með því að sinna ekki rannsóknaskyldu sinni hvað þetta varðar gerðist ráðu- neytið brotlegt við 10. gr. stjórn- sýslulaganna. Seinna atriðið sem umboðs- maður bendir á er skortur á skráningu upplýsinga. Við ráðn- inguna ræddi dómsmálaráðherra við alla umsækjendur, suma í gegnum síma og aðra á fundum en engin gögn eru til um efni þessara viðtala og hvernig að þeim var staðið. Meðmæli umsækjanda er meðal þeirra þátta sem skiptu máli við mat á umsækjendum en engin skráð gögn eru til um könnun þeirra. Ef slík könnun fór fram munnlega, segir umboðsmaður, var ráðuneytinu skylt að skrá þær upplýsingar, samkvæmt 23. gr. upplýsingalaga en slík skráning lá ekki fyrir. Umboðsmaður taldi sig ekki hafa forsendur til að endurmeta mat ráðuneytisins á starfshæfni umsækjandanna en hann taldi sig þó hafa forsendur til að taka fram að miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu hjá ráðuneytinu þegar það tók ákvörðun sína um að skipa umræddan umsækjanda í starfið hafi sú ákvörðun ekki byggst á nægilega traustum grunni. Álit umboðsmanns Alþingis á skipan sýslumanns á Ísafirði Skipan byggðist á ófullnægjandi grunni Telur sig ekki hafa forsendur til að endur- meta mat ráðuneytisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.