Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 5.50 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára  Kvikmyndir.comX-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! YFIR 17.000 GESTIR! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3, 5.50 og 8. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. FRUMSÝNING Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! AT THE DRIVE-IN er tví-mælalaust með skemmti-legustu bandarísku rokk-sveitum síðustu ára og breiðskífan Relationship of Comm- and með bestu rokkskífum tíunda áratugar síðustu aldar. Því miður var það síðasta platan sem sveitin gerði og segja má að hún hafi hætt rétt um það leyti sem hún var að ná heimsfrægð. Úr einni hljómsveit urðu til tvær ólíkar sveitir, Sparta og Mars Volta – hinn skemmtilegi rokkbræðingur sem einkenndi tónlist At the Drive-In skiptist í þessar tvær sveitir, önnur leikur hrátt keyrslu- rokk en rokkaða tilraunasýru. Sparta þekkja margir, ekki síst í ljósi þess að sveitin lék á Airwaves við góðan orðstír, en hún sendi frá sér breiðskífuna Wiretap Scars á síðasta ári. Minna hefur aftur á móti borið á Mars Volta, þó að til sé skemmtileg þriggja laga EP- plata, Tremulant, sem kom einnig út á síðasta ári. Þessar plötur tvær sýndu einmitt vel hversu ólík öfl voru að verki innan At the Drive-In, og sérstaklega var gam- an að heyra hve Mars Volta-menn voru hugmyndaríkir og ferskir. Eftirvæntingin eftir stórri plötu var því mikil og gleðiefni að hún sé loks að koma út – De-Loused in the Comatorium fyrsta breiðskífa Mars Volta kemur út á morgun Metnaðarfyllri tónlist og tilraunakenndari Þeir Cedric Bixler Zavala, Omar Rodriguez-Lopez og Jim Ward stofnuðu At the Drive-In 1994 í El Paso, en Rodriguez-Lopez var fremstur meðal jafningja í sveit- inni. Það var og hann sem leysti hana upp og fékk síðan Zavala með sér í að stofna nýja hljóm- sveit með það að leiðarljósi að semja metnaðarfyllri tónlist og til- raunakenndari. Fyrstu vísbend- ingar um það hvert þeir ætluðu var svo að heyra á Tremulant sem var framúrskarandi skemmtileg stuttskífa og forvitnileg. Í kjölfar smáskífunnar lögðust þeir félagar í ferðalög, léku á tón- leikum víða um Bandaríkin, en síð- an hófust lagasmíðar fyrir alvöru. Þema plötunnar nýju er lífsferill félaga þeirra í El Paso, Julio Venegas, sem svipti sig lífi 1996 eftir að hafa stundað alls kyns æv- intýramennsku um dagana, sífellt á ferðinni og alltaf til í allt – sem dæmi má nefna að síðustu árin gat hann ekkert beitt annarri hendinni eftir að hann sprautaði sig með rottueitri fyrir misgáning. Sérkennileg saga og verður enn sérkennilegri í með- förum þeirra Zavalas og Rodriguez-Lopez, enda er Zavala meðal annars fræg- ur fyrir óhlutbundna og tor- skiljanlega texta sína. Tón- listin á skífunni uppfyllir allar væntingar frá Tremul- ant og þeir félagar vaða út einu í annað, hræra saman rokki, emo, reggí, pönki, og fönki svo dæmi séu tekin. Hafa fengið nóg af tónleikaferðum Upptökustjóri á skífunni nýju er sá gamli refur Rick Rubin, en meðal gesta eru Flea og John Frusciante úr Red Hot Chili Peppers. Þeim Mars Volta mönnum og liðsmönnum Red Hot Chili Peppers er vel til vina, sveitirnar deila æf- ingahúsnæði og Mars Volta hitaði upp fyrir piprana í Evrópureisu þeirra síð- arnefndu. Þeir Zavala og Rodriguez-Lopez segjast reyndar ekki ætla að vera mikið á ferðinni, vilja helst halda tónleikahaldi í lág- marki enda segjast þeir hafa fengið nóg af tónleika- ferðum þegar þeir voru í At the Drive-In og halda því beinlínis fram að sífelldar tónleikaferðir hafi öðru fremur gert út af við sveit- ina Zavala sér um sönginn í sveitinni og Rodriguez- Lopez leikur á rafgítara, en aðrir liðsmenn Mars Volta í dag eru Jon Theodore, Ju- an Alderete og Isaiah Owens. Einnig var sveitin með „leynimeðlim“, Jeremy Michael Ward, sem sá um raf- eindahljóð og hljóðsmölun, en hann lést af of stórum skammti eiturlyfja fyrir mánuði og er sárt saknað að sögn þeirra félaga þó að hann hafi almennt ekki troðið upp með þeim. Hugmynda- ríkir og ferskir Félagarnir í Mars Volta. Með skemmtilegustu rokksveitum síðustu ára vestan hafs var Texassveitin At the Drive-In. Hún lagði upp laupana fyrir nokkrum árum og af henni spruttu tvær merkissveitir, Sparta og Mars Volta. Ný skífa Mars Volta kemur út á morgun. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.