Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 17
hjá okkur og við erum alltaf með augun opin fyrir fleiri verkefnum. Við neitum ekki ef kúnninn bankar upp á og biður okkur um að fljúga fyrir sig. Ég sé því fyrir mér að við eigum eftir að stækka enn.“ Í þessu samhengi minnist Arngrímur sér- staklega á tvö atriði. Annars vegar á nýstofnað dótturfyrirtæki Atlanta í Bretlandi, Air Atlanta Europe, sem greint hefur verið frá hér í blaðinu og Arngrímur segir að eigi eftir að gefa ýmsa möguleika. Hins vegar loftferðasamninga sem ís- lensk stjórnvöld eru að gera við ríki í Asíu. Loftferðasamningar þýðingarmiklir „Það má hæla utanríkisráðuneyti, samgönguráðuneyti og lögfræði- deild Flugmálastjórnar fyrir nýja samninga sem nú eru í burðarliðn- um í Asíu og viðræður sem nú standa yfir. Íslendingar hafa of fáa loftferðasamninga við önnur ríki og hafa yfirvöld tekið vel á þeim mál- um síðustu misseri og unnið hörðum höndum við að ná samningum við ríki sem við höfum ekki haft slíka samninga við áður. Flestar hinna Norðurlandaþjóðanna eru með milli 30 og 40 milliríkjasamninga um flug en við erum aðeins með fáa slíka samninga. Með því að fjölga þeim skapast ýmsir möguleikar fyrir flugrekstur og þá er ég ekki bara að tala um okkur heldur íslensk flug- félög yfirleitt.“ Arngrímur og Þóra stofnuðu Atl- anta í febrúar árið 1988 en höfðu tvö árin þar á undan rekið félagið Air Arctic í félagi við Einar Freder- iksen, sem þau segja að hafi verið einn helsti hvatamaður þeirra að stofnun fyrirtækisins. Þeir Arn- grímur áttu einnig Flugskólann í sameiningu og kvaðst Arngrímur hafa starfað nokkuð við flugkennslu áður en hann hóf að reka Atlanta. Flugferill Arngríms er annars í stuttu máli sá að hann starfaði hjá Flugfélagi Íslands, Norðurflugi á Akureyri, var í hjálparflugi í Biafra, hjá Cargolux, Air Viking og Arn- arflugi. Þóra starfaði sem flugfreyja í 15 ár hjá Loftleiðum og síðar Flug- leiðum. Eftir að Atlanta kom til seg- ist hún einkum í gegnum árin hafa haft á sinni könnu umsjón með þjálfun og störfum flugþjónustuliðs- ins. Með fjölbreytt hlutverk „Annars hefur hlutverk mitt verið nánast á hvaða sviði sem er í þess- um rekstri. Í fyrirtæki sem þessu getur þurft að ráðast í verkefni og leysa mál á stundinni og þá er hvorki spurt hvað klukkan sé eða hvort maður hafi gert hlutina áður. Það þarf bara að klára þá. Þetta sjónarmið hefur starfsfólkið okkar tileinkað sér líka og þannig hefur skapast verðmætur og skemmtileg- ur starfsandi hjá okkur. Starfsfólk Atlanta hefur alltaf verið aðalstyrk- ur fyrirtækisins,“ segir Þóra og kveðst sjálf sannfærð um að hún hefði hvergi í öðru starfi eða námi lært eins mikið og hún hefur gert þessi ár hjá Atlanta. „Þetta byggi ég ekki síst á reynslu minni af mannlegum samskiptum í þessu starfi gegnum árin. Það á bæði við starfsfólk og viðskiptavini. Í erfið- um og flóknum störfum þar sem mikið reynir á hvern og einn getur ýmislegt komið upp á og þá þarf að vera hægt að ræða hlutina opin- skátt og gera út um þá. Við hjónin höfum líka alltaf gert okkur far um að vera í góðu sambandi við starfs- fólkið og fyrirtækið hefur átt því láni að fagna að hér starfar stór og góður kjarni fólks og sumir hafa verið með frá upphafsárunum.“ Lykilorðið í starfsemi fyrirtækis eins og Atlanta segja þau vera sveigjanleika. „Sérstaða okkar hef- ur verið sveigjanleikinn,“ segir Þóra. „Samkeppnin er hörð í flug- inu og fyrirtæki á því sviði flug- heimsins sem við störfum í, sem keppa um flug og leigu á vélum til verkefna víða um heim, þurfa að vera snögg að taka ákvarðanir. Við getum verið snögg að bregðast við uppákomum og við þurfum ekki langan tíma til að taka ákvarðanir um einstök verkefni til styttri eða lengri tíma. Yfirbygging og stjórn- kerfi félagsins er með þeim hætti að slíkt tekur einfaldlega ekki langan tíma.“ Í lokin er rétt að rifja ofurlítið upp hvernig starfsemin var í upp- hafi. Arngrímur hefur orðið: „Ég var búinn að vera nokkuð í ferju- flugi seint á níunda áratugnum, ferjaði gamlar vélar fyrir Boeing til niðurrifs. Á þessum tíma frétti ég af verkefni milli Englands og Barba- dos og við ákváðum að taka það að okkur á Boeing 707, tvær eða þrjár ferðir. Síðar vorum við í verkefni fyrir Air Afrique, félag sem stofnað var í löndum sem áður voru fransk- ar nýlendur og eitt leiddi af öðru þar til við vorum komin í pílagríma- flug. Síðar fréttum við af félagi sem vantaði vél til að annast flug milli Kýpur og Krítar og Helsinki á 707 þotu. Í Finnlandi komumst við á snoðir um að Finnair vantaði 737 þotu til fraktflugs. Við vissum af slíkri vél í Bandaríkjunum og gerð- um tilboð í flugið og var þar að keppa við fleiri félög. Þá kom reyndar í ljós að fleiri en við vorum að horfa á þessa sömu vél í Banda- ríkjunum en það endaði með því að við fengum verkefnið,“ segir Arn- grímur og þar með hafi boltinn farið að rúlla fyrir alvöru. Samið var um flugið á gamlársdag 1988 og stóð það í fjögur ár. „Við bjuggum eig- inlega í Finnlandi til að byrja með en síðan komu til fleiri verkefni, við tókum TriStar breiðþotu í flotann árið 1991, tókum að okkur verkefni fyrir Lufthansa, bættum síðan við 747 breiðþotum og urðum æ um- svifameiri í pílagrímafluginu auk annarra verkefna sem við fundum.“ Þau hjón rifja upp að þau hafi orðið að fá lán til að skrá 737 frakt- þotuna á Íslandi áður en Finnair- verkefnið hófst og fyrstu árin hafi lausafjárstaðan ekki alltaf verið mjög burðug. „Hins vegar gekk flugreksturinn vel og verkefnin,“ segir Arngrímur, „og þeir sem við leigðum vélar af reyndu fljótt að við stóðum við alla samninga og greiðslur og skiluðum vélunum í heilu lagi eftir að samningstíminn var útrunninn! Það var því óhætt að leigja okkur vélar,“ segir hann og hnýtir því við að flugheimurinn sé í raun ekki mjög stór. Þar þekki næstum allir alla og viti hverjum er unnt að treysta. En flögraði það aldrei að þeim á þessum árum að fá sér „venjulega“ fasta vinnu í flug- inu? Ekki aftur snúið „Nei, ég var orðinn það gamall að það hefði ekki hvarflað að neinum flugrekanda að ráða svo fullorðinn karl í starf hjá sér,“ segir Arn- grímur og eru hjónin sammála um að fljótlega eftir að reksturinn var kominn á rekspöl hefði ekki verið aftur snúið. Samningar og verkefni í gangi úti um allar jarðir, margt fólk í vinnu og fyrirtækið búið að sanna gildi sitt. Nú sé fram undan að draga úr vinnuálagi án þess að setj- ast í helgan stein. „Við höfum enn í mörg horn að líta og sinnum ýmsum verkefnum enda leitar starfsfólkið mikið til okkar með alls konar hluti,“ segir Þóra og Arngrímur segist í bili fara víða um og heim- sækja flugrekendur sem eru meðal viðskiptavina fyrirtækisins og gefa þeim góð ráð. „Svo hvíli ég mig inn á milli og tek eina og eina ferð,“ segir hann og heldur sem sagt alltaf við réttindum sínum sem flugstjóri. Því má svo bæta við að Arngrím- ur er forseti Flugmálafélags Íslands sem hefur ýmislegt á sinni könnu, ekki síst í ár þegar minnst verður 100 ára afmælis flugsins í heim- inum. Þá stundar hann listflug og í litlu flugskýli og verkstæði á Tungubökkum í Mosfellsbæ baukar hann við litlar flugvélar og laumast stundum á mótorhjól í fullri stærð – alvöru „Halla“. joto@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 17 Hjá Slippfélaginu fæst HREIN AKR†LMÁLNING sem flekur betur, er ve›urflolnari, heldur lit og gulnar ekki. Okkar menn hafa gó›an grunn Vi› byggjum alla okkar fljónustu á áratuga reynslu og ví›tækri flekkingu á gæ›amálningu. Í verslun okkar í Dugguvogi 4 fær›u faglega rá›gjöf um val á málningu og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› málningarvinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 2 5 / sia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.