Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 19
ast til að Íslendingar fái tækifæri til að sjá Snjósýninguna á Listahátíð að ári. „Þórunn Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, stendur í samningaviðræðum um að fá Snjó- sýninguna hingað til lands á Listahá- tíð á næsta ári. Við vonum að af því geti orðið.“ Húsgögn í grautinn – Hvernig hefur ykkur gengið að ná saman endum fjárhagslega með þessum verkefnum í vetur? „Ekki vel,“ viðurkennir Rosa. „Okkur hefur ekki nægt að lifa spart til að ná endum saman. Við höfum þurft að selja frá okkur húsgögn til að eiga í okkur og á. Svo hafa vinir okkar verið okkur ákaflega hjálplegir. Núna erum við að leita okkur að öðru leigu- húsnæði í útjaðri borgarinnar. Með því viljum við freista þess að lækka leiguna og komast í meiri nálægð við náttúruna,“ segir hún og hristir höf- uðið þegar hún er spurð að því hvort að þau eigi bíl. „Ef okkur tekst að finna hentugt húsnæði vonumst við til að geta fengið lán hjá fjölskyldunni minni til að kaupa bíl til að komast til og frá vinnu og svo erum við orðin of- boðslega spennt fyrir því að fara að ferðast um landið.“ – Hver er framtíðarsýn ykkar á Ís- landi? „Iceland var fyrsta samstarfsverk- efni okkar Yuris úti í Hollandi. Eftir þann gjörning fengum við fleiri tæki- færi til að vinna saman. Draumur okkar snýst í rauninni um að vinna saman að einhverjum verkefnum á Ís- landi. Yuri verður væntanlega með einhvers konar dansuppfærslu á veg- um Kramhússins í haust. Ég býst við að ég komi að henni að einhverju leyti. Smám saman vona ég svo að við getum farið að færa okkur upp á skaftið og helst að stofna einhvers konar líkamstjáningarleikhús eða leikhóp á Íslandi. Hver veit nema okkur takist einhvern tíma að opna okkar eigin jógastöð fyrir jóga, dans og leiklist!“ segir Rosa dreymin á svipinn. Dýrmætar stundir í Alþjóðahúsi Rosa viðurkennir að stundum hafi hún fundið til einmanaleika á Íslandi. „Sérstaklega þegar Yuri var í Moskvu og Seoul. Á þeim tíma fór ég að hitta aðrar erlendar mæður reglu- lega niðri í Alþjóðahúsi á mánudög- um. Núna hef ég reyndar ekki farið í svolítinn tíma af því að mér hefur fundist Dasha svo lítil. Ég er strax farin að hlakka til að komast aftur niður í Alþjóðahús í næstu viku. Fyrir erlendar mæður með ung börn er óneitanlega afar dýrmætt að fá tæki- færi til að hitta aðrar konur í sömu stöðu. Við fáum þarna tækifæri til að veita hver annarri félagsskap og stuðning og skiptast á upplýsingum um ýmiss konar þjónustu.“ – Hafa Íslendingar verið áhuga- samir um að kynnast rússneskri/hol- lenskri menningu? „Aðrir útlendingar hafa í rauninni verið miklu áhugasamari um rúss- neska menningu en Íslendingar,“ segir Yuri og Rosa tekur í svipaðan streng. „Ég býst við að ein af ástæð- unum fyrir því að Íslendingar eru ekkert sérstaklega áhugasamir um hollenska menningu sé að þeir haldi að hún sé svo lík íslenskri menningu. Ég var eini útlendingurinn í upptök- um á sjónvarpsauglýsingu fyrir Eg- ils-léttöl í vetur. Á meðan verið var að taka upp auglýsinguna þurfti ég alltaf annað slagið að vera að minna á að ég þyrfti að fá fyrirmælin þýdd á ensku. Ég virtist falla svo vel inn í hópinn að stjórnendurnir voru fljótir að gleyma því að ég væri útlendingur.“ Yuri segist þó ekki hafa lent í því sama þegar hann lék í auglýsingu fyr- ir Landssímann. „Ég býst við að ég sé ekki alveg jafn Íslendingslegur að sjá og Rosa.“ Duldir fordómar í Hollandi Yuri og Rosa líta hvort á annað þegar þau eru spurð að því hvort þau hafi verið dugleg að kynnast Íslend- ingum og íslenskri menningu. „Við þekkjum þó nokkra Íslendinga. Aftur á móti höfum við ekki verið alveg jafn dugleg að kynna okkur íslenska menningu. Við höfum heldur ekki allt- af áttað okkur á svörunum þegar við höfum spurt. Eru íslensku jólasvein- arnir 9 eða 13?“ spyr Rosa og brosir þegar henni finnst svarið dálítið loðið. „Ég held að okkur eigi eftir að ganga betur þegar við erum farin að tala dá- lítið meiri íslensku. Við erum ekki bú- in að fara á nein íslenskunámskeið því að við vissum ekki í upphafi hvað við myndum búa lengi á Íslandi og höfð- um heldur enga peninga til að fara á námskeið. Núna erum við ákveðin í að búa áfram á Íslandi og ætlum að drífa okkur á námskeið við fyrsta tæki- færi.“ Yuri segist aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi. „Ég hef heldur aldrei upplifað dulda kyn- þáttafordóma eins og ég kynntist í Hollandi, þ.e. að litið væri á mig með öðrum hætti af því að ég væri útlend- ingur. Fyrir Hollendingum var ég í fyrsta lagi útlendingur jafnvel þó að ég talaði ágæta hollensku, svo leikari og allt annað. Hollensku leikararnir lágu heldur ekki á þeirri skoðun sinni að ég myndi aldrei leika bitastæð hlutverk eins og Hamlet á sviði í Hol- landi af þeirri einföldu ástæðu að ég væri útlendingur.“ Yuri og Rosa eru spurð að því hvað þeim þyki helst miður í íslensku sam- félagi. „Amerísk áhrif eru talsvert meira áberandi á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Ég efast ekki um að skiptar skoðanir séu á því hvort að þessi áhrif séu af hinu góða eða ekki. Ég er ekki hrifinn af þessum áhrifum, kvikmyndunum, tískunni, mataræð- inu, svo eitthvað sé nefnt. Íslendingar ættu líka að huga betur að mataræði sínu og borða minna af sykri og alls kyns ruslfæði,“ segir Yuri. „Íslend- ingar gleyma líka oft að drepa á kyrr- stæðum bílum sínum,“ bætir Rosa við. „Ég veit ekki af hverju Íslend- ingar hegða sér stundum ótrúlega ábyrgðarlaust gagnvart náttúrunni,“ heldur hún áfram. „Hugsanlega af því að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað hún er dýrmæt – og viðkvæm.“ – Hvernig eru lífskjör almennings í Rússlandi núna, Yuri? „Rússar hafa verið að ganga í gegn- um miklar efnahagslegar þrengingar. Atvinnuleysi er áberandi og lífskjör víðast hvar slæm. Móðir mín var kennari og skólastjóri í áratugi í litla þorpsskólanum í Úralfjöllum. Núna er hún hætt að vinna og fær ellilífeyri frá rússneska ríkinu. Greiðslan er bara svo lág að hún dugir henni ekki til framfærslu nema í örfáa daga í hverjum mánuði. Ef hún ræktaði ekki grænmeti í sínum eigin matjurtagarði veit ég hreinlega ekki hvernig hún drægi fram lífið. Engu að síður vil ég trúa því að Rússland eigi eftir að rísa aftur úr öskustónni einn góðan veð- urdag. Rússland er ríkt af svo mörgu, hefðum, reynslu og þekkingu, t.d. á andlega sviðinu,“ segir Yuri alvarleg- ur í bragði. – Áttu systkini í Rússlandi? „Já, einn bróður. Hann er yfirskóg- arvörður í stórum skógi,“ svarar Yuri. „Skógurinn er 8 sinnum stærri en allt Holland,“ bætir Rosa við. Hún segist eiga foreldra og tvær systur í Hollandi. Hvað finnst þeim um að hún búi á Íslandi? „Þeim finnst Ísland alveg ótrúlega framandi land.“ – Hafa þau áhyggjur af ykkur hér? „Já, hvort þau hafa,“ svarar Rosa og brosir góðlátlega. Morgunblaðið/Árni Torfason Yuri og Rósa ætla að kynna orkujóga fyrir Íslendingum í sumar. En orkujógað er ævaforn náttúruleg lækningaaðferð upprunnin í Rússlandi. ago@mbl.is Morgunblaðið/Golli Rosa hefur einbeitt sér að uppeldi Dasha og Léne undanfarnar vikur. Samtök iðnaðarins boða til opins morgunverðarfundar þriðjudaginn 24. júní kl. 8:00 - 9:30 á Grand Hótel Reykjavík til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar. Hátt gengi krónunnar, löngu áður en virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir eru komnar á fulla ferð, kemur á óvart. Ljóst er að iðnaðinum og öðrum samkeppnisgreinum er ógnað ef ruðningsáhrif af völdum þeirra framkvæmda verða ráðandi í efnahagslífinu næstu fjögur til fimm árin. Á fundinum verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað skýrir hækkun gengisins? Hafa fjárfestar ofmetið áhrif stóriðjuframkvæmda á gengið? Hversu mikil neikvæð áhrif getur langvarandi hátt raungengi haft á útflutning og hagvöxt? Hvað er til ráða í efnahagsstjórninni til að hafa áhrif á lækkun gengisins? Frummælendur eru: - Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI - Bolli Þór Bollason, forstöðumaður Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins - Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands - Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka Íslands Fundarstjóri: Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn. Hátt gengi krónunnar: Hvað er til ráða? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 19 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 haust kr. á mann kr. á mann Frábærar haustfer›ir til Portúgals á einstöku ver›i. í Portúgal 44 .9 00 39 .9 00 V er › fr á V er › fr á 16 ., 2 3 og 3 0. s ep te m be r 7. , 14 . og 2 1. o kt ób er Komdu me› til Portúgals og njóttu lífsins me› Plúsfer›um í Albufeira. Sólríkt Innifalið: Flug, gisting í eina viku í stúdíói á Sol Doiro og allir flugvallarskattar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.