Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 37 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir og frændi, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Kílhrauni, Blásölum 24, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðju- daginn 24. júní kl. 13.30. Kristjana Kjartansdóttir, Þórður Jóhann Guðmundsson, Fanney Sigurðardóttir, Birgir Einarsson, Kjartan Sigurðsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Dröfn Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Jón Þór Guðmundsson, Arnbjörg Þórðardóttir, Guðmundur Jóhannsson, Árni Valdimarsson, Erlendur Valdimarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY SVERRISDÓTTIR, Ásbraut 9, Kópavogi, áður húsfreyja Háeyri, Vík í Mýrdal, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 15. júní. Kveðjuathöfn verður í Kópavogskirkju mánudaginn 23. júní kl. 15.00. Útförin fer fram frá Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, laugardaginn 28. júní kl. 14.00. Sigrún Sesselja Bárðardóttir, Einar Pétursson, Jón Þórarinn Bárðarson, Oddný Jóna Bárðardóttir, Gísli Gunnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis í Miðtúni 17, sem lést sunnudaginn 15. júní, fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 24. júní kl. 13.30. Árni Stefánsson Vilhjálmsson, Helga Magnúsdóttir, Ásgerður Eyjólfsdóttir Melkersson, Hans Melkersson, Jónína Eyjólfsdóttir, Hannes Ólafsson, Karl Eyjólfsson, Sigrún Einarsdóttir, Elín Eyjólfsdóttir, Magnús Lórenzson, Einar Eyjólfsson, Bergþóra Lövdahl, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, VILHELMÍNU SÆMUNDSDÓTTUR frá Bakkagerði. Sérstakar þakkir til sjúkradeildar Hrafnistu, Reykjavík. Guðjón Guðmundsson og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BORGÞÓR ÓMAR PÉTURSSON framkvæmdastjóri, Vesturvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 19. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabeth Ósk Ellerup, Jóhann Óskar Borgþórson, Arnfríður K. Arnardóttir, Ásgeir Örn Jóhannsson, Stefán Þór Borgþórsson, Gunnhildur I. Georgsdóttir. ✝ Ragnheiður Þór-unn Guðmunds- dóttir fæddist á Bjarghóli í Höfnum 10. júní 1903. Hún lést á Garðvangi í Garði 15. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Salómons- son, bóndi og útgerð- armaður, f. í Höfnunum, og Sigur- laug Þórðardóttir húsmóðir, f. í Fljóts- hlíð. Systkini Ragn- heiðar voru: Sigur- laug húsmóðir, Þórður verkamaður og uppeldisbróðir Guðjón Jónsson verkamaður. Hinn 13. október 1934 giftist Ragnheiður Kristjáni Ásmunds- syni bifreiðarstjóra, f. 6. apríl 1907, d. 31. janúar 1994. Foreldrar hans voru Ásmundur Þorláksson bóndi og Kristbjörg Þórðardóttir húsmóðir. Börn Kristjáns og Ragnhildar eru: 1) Sigurlaug hús- móðir, f. 27.3. 1935, gift Svavari Þorsteinssyni bifreiðarstjóra, f. að vinna á saumastofu á Akranesi og kynntist Kristjáni bifreiðar- stjóra á Akranesi. Þau giftust 13. október 1934 og nokkru síðar byggðu þau hús á Laugabraut 25 og áttu þau börnin sín þar. Ragn- heiður var húsmóðir þar tímabilið 1934–1955. Fluttust þau síðan ásamt börnum sínum til Keflavík- ur og byggðu þar hús á Birkiteigi 3. Síðar byggðu þau hús á Nón- vörðu 14 ásamt dóttur og tengda- syni. Þar bjuggu þau lengst af. Þegar lífeyrisaldri var náð keyptu þau húsnæði fyrir eldri borgara við Kirkjuveg 1. Stuttu eftir andlát eiginmanns síns dvaldist Ragn- heiður síðustu æviárin á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði. Ragnheiður helgaði heimilinu starfskrafta sína. Auk heimilis- starfanna voru hennar helstu áhugamál hannyrðir, tónlist og dans. Ragnheiður var virkur þátt- takandi í þeirri félagsstarfsemi sem fór fram á Garðvangi síðustu æviárin. Útför Ragnheiðar var gerð frá Keflavíkurkirkju 19. júní. 18.4. 1935, sonur þeirra er Kristján flugvirki, f. 30.9. 1956, kvæntur Pamelu James Svavarsson skrifstofumanni, f. 28.6. 1957, börn þeirra eru Stefania Therese, nemi í FS, og Svavar James nemi. 2) Kristján Ragnar bif- reiðarstjóri, f. 11.3. 1938, kvæntur Guð- björgu Stefánsdóttur húsmóður, f. 5.5. 1944, d. 13.4. 1999, börn þeirra eru: A) Stefán Ragnar, matreiðslu- og bakara- meistari, f. 14.6. 1962, fyrrverandi sambýliskonur: a) Stella Stein- grímsdóttir kennari, dóttir þeirra er Eva Björg nemi, og b) Anna Grétarsdóttir skrifstofumaður, dóttir þeirra er Sandra nemi. B) Þorvaldur Kristjánsson háskóla- stúdent, f. 28.2. 1967. Ragnheiður ólst upp á Ragn- heiðarstöðum í Höfnunum. Lauk klæðskeranámi frá saumastofu í Hafnarfirði. Eftir námið fór hún Lát hljóma, – svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni í taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrífist ég með – og hefjist í geði. Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði, þær hittast í söngvanna hæðum. (Einar Benediktsson.) Hverfulleiki lífsins blæs í básún- ur sem stormsins andi og hljómur- inn brotnar í brjóstsins strengjum. Þannig hljómaði andlátsfrétt ást- kærar ömmu minnar Ragnheiðar þegar hún barst mér og gefur hug- mynd um hvernig mér var innan- brjósts við þau hörmulegu tíðindi. Minningar gneista og ljóma upp andann, minnugur góðra samveru- stunda og hörpuspils ömmu minn- ar. Tilfinningar og tónlist eru oft samofin í vitundinni og titra í faðma saman sem hljómgrunnur sem vek- ur hugann og andinn kemst á flug yfir skýja tindum. Bergmál góðra minninga verður í vitund minni og ástvina hennar til eilífðar. Þorvaldur Kristjánsson. Lokið er langri ævi. Æviferillinn spannaði 100 ár. Það var um flest góður tími sem þessi ljúfa og elsku- lega kona lifði. Hún var reyndar þeirrar gerðar að hún bar ekki mjög tilfinningar sínar á torg en lifði ánægð og glöð innan þess ramma sem heimilið og fjölskyldan skópu henni. Hún hreykti sér hvergi upp en óhjákvæmilega var eftir henni tekið hvar sem hún fór enda glæsileg kona til hinstu stund- ar, glöð og hlý í viðmóti og mikill gleðigjafi annarra. Ragnheiður eða Dodda eins og hún jafnan var köll- uð var líka mikil gæfumanneskja. Hún og maður hennar byggðu sér í upphafi búskapar síns myndarlegt heimili á Akranesi. Þangað var jafnan gott að koma og nutu gestir og gangandi hins hlýja viðmóts þeirra hjóna. Ég sem þessar línur rita er systursonur Kristjáns manns hennar, sem látinn er fyrir níu árum. Það var því jafnan svo að leiðin lá oft heim til þeirra Krist- jáns og Doddu enda börn þeirra á líku reki og ég. Órjúfanleg tengsl voru milli heimilanna og allt til þessa dags hafa þau bönd sem þá voru bundin haldið og einkar kært verið milli fjölskyldna okkar alla tíð. Ekki hvað síst átti Dodda sinn stóra þátt í þeirri samheldni og á hún nú við leiðarlok miklar og inni- legar þakkir fyrir það allt. Þær eru fleiri en tölu verði á komið skemmtilegu samverustundirnar sem við höfum notið í návist henn- ar. Oft heyrist talað um kynslóðabil og þá gjarnan með þeim hætti að ungir og aldnir eigi ekki samleið, svo ólík sem lífsviðhorf þeirra séu. Þessu var nú aldeilis ekki til að dreifa þar sem Dodda átti í hlut. Hún gladdist með öllum og allir voru hennar jafningjar þannig að unga fólkið fann ekki á nokkurn hátt til þess í návist hennar að um aldraða manneskju væri að ræða. Hún var afar tónelsk og hafði gam- an af að spila á hljóðfæri og syngja. Það veitti henni sömuleiðis mikla ánægju að geta farið að dansa og allt fram á síðustu ár tók hún oft sporið við létta tónlist og gleðin sýndi sig í svip hennar og atferli. Mér er í barnsminni að á heimili þeirra Doddu og Kristjáns var til orgel og oft þegar safnast var sam- an voru leikin á það ættjarðarlög eins og þá var gjarnan siður. Eftir að þau hjón fluttu til Keflavíkur man ég að þau keyptu sér skemmt- ara sem húsfreyjan lék gjarnan á, eftir eyranu eins og sagt er, og svo var það ósjaldan sem hún greip í munnhörpuna við alls konar tæki- færi og sýndi með því hve mikla ánægju og hve næmt tóneyra hún hafði. Það að spila á munnhörpuna gerði hún alveg fram á allra síðustu ár sér og öðrum til óblandinnar ánægju og gleði. Listfengi hennar fann sér ekki síður farveg á hann- yrðasviðinu. Hún hafði ung lært klæðskeraiðn og starfað við hana um nokkurt árabil. Vandvirkni hennar á því sviði var við brugðið og hin síðari árin þegar aldur færð- ist yfir sneri hún sér í miklum mæli að margvíslegri handavinnu og bera fjölmargir hlutir sem hún bjó til ótrúlegu listfengi fagurt vitni. Eins og áður er að vikið var kyn- slóðabilið algjörlega óþekkt stærð í lífi hennar Doddu og sýndi það sig best í því hve fjölskylda hennar öll sem næst henni bjó í Keflavík var henni náin. Það voru sannarlega elskuleg samskipti þeirra allra svo eftir var tekið og þeim öllum til mikils sóma. Sama má segja um aðra úr fjölskyldu hennar, þá er fjær hafa búið, að gagnkvæmt ást- ríki hefur ríkt í samskiptum þeirra. Við þau leiðarlok sem orðið hafa tilefni þessara orða er okkur efst í huga innilegt þakklæti fyrir allar þær ánægjustundir, góðvild og gleði, sem Dodda veitti okkur og sem við nú þökkum af heilum hug. Megi minningin um þessa góðu konu sem í hundrað ár sáði einungis góðum fræjum með lífi sínu verða okkur hinum sem eftir lifum sú uppspretta sem aðeins leiðir til góðra verka. Blessuð sé minning mætrar konu. Einar og Erna. Þegar ég frétti að Ragnheiður hefði kvatt þennan heim eftir hundrað ára veru sína hér þá kom það upp í huga mér hversu mikið henni hefði verið gefið af lífskrafti og gleði og að við sem fengum að vera með henni innan veggja Horn- bjargs fengum að njóta þeirrar glaðværðar og hlýju sem frá henni stafaði. Þegar við komum saman til að gera okkur dagamun þá tók hún munnhörpuna sína og spilaði fyrir okkur ræl og vals og dansaði sjálf sem ung stúlka væri, þótt hún væri komin af léttasta skeiði lífs síns. Ekkert er það sem auðgar líf manns eins mikið og vinátta og blíð- lyndi góðrar manneskju en þann þátt átti Ragnheiður í ríkum mæli. Eftir því sem árin færast yfir okkur finnum við meira fyrir þeim sökn- uði sem verður við fráfall góðs vin- ar, en það er lögmál sem ekki verð- ur hjá komist að vinir berist burt með tímans straumi, þannig rennur fram lífsstraumur hverrar kynslóð- ar eins og á sem berst að sjávarósi. Fullorðin kona deyr – en það deyr fleira. Hún er óðum að kveðja þessi kynslóð sem gladdist yfir því sem hún átti en ergði sig ekki yfir því sem hún gat ekki eignast. Kynslóð- in sem var svo nægjusöm að hún dáðist að hverri þeirri gjöf sem henni barst og fór svo vel með hana og umgekkst hana á sérstakan hátt svo að hún yrði ekki fyrir skemmd- um svo að hún gæti notið hennar sem best. Og nú þegar Ragnheiður hverfur frá okkur verður mér hugs- að um þá fábreytni sem hún varð við að búa í skemmtanahaldi og annarri afþreyingu. Hún var af þeirri kynslóð sem tók daginn snemma til verka. Allrar tilbreytni varð að afla sér í því umhverfi sem næst var og þeim félagsskap sem myndaðist við nágrannana. Afþrey- ingin var það sem fólkið gat fundið sér sjálft með því að lesa bækur, spila á spil og búa sér einhverja dansaðstöðu, jafnvel úti á grasbala. Ragnheiður var snyrtileg kona sem gekk alltaf vel til fara. Heimilið hennar fallega búið húsgögnum, málverkum og ýmsum hlutum sem hún hafði sjálf gert, enda var hún bráðmyndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Ég kveð Ragnheiði, þakka henni að leiðarlokum góð og gjöful kynni og bið Guð að blessa minningu mætrar konu. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum sterkum hlyni, hún lokaði augum hjartahrein með hvarm mót sólarskini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel í vinskap ætt og kynning. Hún bar það hlýja og holla þel sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben). Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, Magnús Þór. RAGNHEIÐUR ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.