Morgunblaðið - 22.06.2003, Side 25

Morgunblaðið - 22.06.2003, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 25 Gyllinæðarblautþurrkur Græðandi & hreinsandi blautþurrkur sem draga úr kláða, sviða og ertingu af völdum gyllinæðar. Blautþurrkurnar er einnig gott að nota við ýmiss konar óþægindum á ytri kynfærum kvenna, s.s. við tíðablæðingar, hreinsun á bólgnum svæðum eftir uppskurð eða fæðingu o.s.frv. Derma Soft inniheldur nornahesli og kamillukraft sem græða og róa húðina. Fást í apótekum um land allt Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík LÍTT hefur hingað til borið á Tóm- asi Guðna Eggertssyni á hljómleika- pöllum höfuðborgarsvæðisins, og mætti því e.t.v. skoða tónleika hans í Salnum sl. mánudag sem óformlega frum- raun – þótt hvergi væri það ábyrgð- arhlaðna orð ann- ars nefnt á nafn. Kvað slíkt reynd- ar algengt á seinni árum. Menn laumstarta frekar í kyrrþey, og stundum oftar en einu sinni. Fjölbreytt og hlustvænlegt verk- efnavalið hófst með sannkallaðri ger- semi úr óbrotgjörnum sjóði Bachs, hinni sjöþættu Frönsku svítu nr. 5., með Gavottu, Bourrée og Loure skot- ið inn á milli fastadansanna Sara- bande (III) og Gigue. Skv. fróðlegum tónleikaskrárskrifum Hauks Hall- dórssonar munu svíturnar frá upp- hafsárum Tómasarkantorstíðar Bachs í Leipzig (1723–50) og urðu snemma vinsælar meðal fjölskyldu og nemenda, ef marka má fjölda afrita – ekki ósvipað og gilti hér fyrrum um eftirsóttustu fornsögur eins og Njálu. Annar hljómborðsgimsteinn, og sízt ókunnari, fylgdi á eftir, Pathétique- sónata Beethovens frá 1798, sem þrátt fyrir að tilheyra svokölluðu fyrsta sköpunarskeiði (í „anda Moz- arts úr hendi Haydns“) ber mun sterkari keim af hetjurómantík þess næsta. Hér var ekkert öryggisnet að hafa í vægðarlausu viðmiðunarljósi frægð- ar, allra sízt í gegnsæjum feilnótuaf- hjúpandi rithætti Bachs, á m.a.s. oft frísklegu tempói þar sem margur hefði frekar haft vaðið fyrir neðan sig, sérstaklega í fyrsta atriði dagskrár. En Tómasi tókst í öllum meginatrið- um mjög vel upp, mótaði músíkalskt og sannfærandi af smitandi djörfung og dug með glöggu næmi fyrir ólíkum danshrynjum þáttanna. Þá sjaldan bjátaði á sneri hann sig fimlega úr klemmunni (jafnvel með spuna), sem er hæfileiki út af fyrir sig, án hverrar enginn verður sjóaður konsertpían- isti. Túlkun Tómasar á Pathétique var hvöss og skapmikil en líka við- kvæm, borin uppi af furðuþroskaðri formsýn og nánast örðulaus, burtséð frá smáfingraflumbri á milli tveggja „ecossaise“-kafla I. þáttar og nokkr- um vinstri handar pp loftnótum í II. sem annars var syngjandi fallega mótaður. Farið var fram á yztu nöf í hraðavali lokarondósins, en þrátt fyr- ir að höggvið væri ótæpt á bæði borð gafst einnig ráðrúm til þokkafullra andstæðna. Mondrian-míníatúrurnar þrjár eft- ir Hafliða Hallgrímsson eftir hlé voru skemmtilegar litlar örsmíðar, oftast snöggar upp á lagið og útfærðar af lit- ríkri snerpu með töluverðu kómísku ívafi. Loks var Faschingschwank [Kjötkveðjuglens] aus Wien Op. 26, fimmþætt skapgerðarstykkjasafn Roberts Schumann frá 1839. Það byrjaði stormandi æst og helzt til subbulega við ofnotaðan pedal, en ljúfsár Rómanzan var aftur á móti söngvæn og streymdi fagurlega áfram. Gáskafullt Scherzinóið var gætt miklum þokka, en stutt Inter- mezzóið hikstaði aðeins á rásinni. Í glæsilegum Fínalnum var „Höchst lebhaft“ túlkað sem ígildi sannkallaðs manndrápshraða og átti eftir að koma Tómasi í koll rétt fyrir Coda – einmitt þegar lýtalítið stórafrek virtist innan seilingar. Fann hver maður í salnum til með píanistanum þegar honum fat- aðist óvænt háskaflugið. Samt var björninn unninn. Heildin stóð upp úr. Bráðefnilegur einleikari hafði kvatt sér hljóðs, og músíkölsk fjölhæfnin minnkaði ekki með auka- lögunum, djass-impromptuinu Georgia On My Mind eftir Hoagy Carmichael og ónefndri frumsaminni næturlokku við ljóð Guðmundar Norðdahl sem Ólafur Kjartan Sigurð- arson söng af ómþýðri snilld við und- irleik höfundar, eldheitar undirtektir og almennt uppistand. Fjölhæfur píanisti kveður sér hljóðs TÓNLIST Salurinn J.S. Bach: Frönsk svíta nr. 5 í G BWV 816. Beethoven: Píanósónata í c Op. 13 (Pathétique). Hafliði Hallgrímsson: Þrír þættir f. píanó (Homage to Mondrian). Schumann: Faschingschwank aus Wien Op. 26. Tómas Guðni Eggertsson píanó. Mánudaginn 16. júní kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Tómas Guðni Eggertsson Ríkarður Ö. Pálsson Röddin, glæpasaga Arnaldar Indr- iðasonar, er komin út í kilju. Sagan hefst á því að jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en upplýs- ingar um æskuár hans, ævintýraleg og dapurleg í senn, koma lögreglunni á sporið. Í kynningu frá útgefanda segir: „Arn- aldur Indriðason hefur notið fádæma vinsælda fyrir sögur sínar um lög- reglumennina Erlend, Sigurð Óla og El- ínborgu, m.a. Dauðarósir, Grafarþögn og Mýrina.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 330 bls., prentuð í Danmörku. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Verð: 1.599 kr. Útgefandi: Vaka-Helgafell. Kiljur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.