Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Meðferðarúrræði fyrir ungt fólk Fraud fær ekki sófann aftur HEILBRIGÐIS- ogtryggingamála-ráðuneytið, Áfengis- og vímuvarnaráð og Ný leið ráðgjöf standa fyrir tveggja daga nám- stefnu í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar sem hefst á morgun. Námstefnuna heldur Pr. Harvey Milk- man sem fjallar um með- ferðarúrræði handa ungu fólki sem hann hefur þró- að og kallast á íslensku „Lífs-listin“. – Hver er meðferðin sem þú hefur þróað? „Meðferðin snýst um að virkja listræna hæfileika unglingsins með öllum formum listsköpunar t.d. leiklist og málaralist. Hugmyndin á bak við meðferðina er sú að skapa náttúrulega vímu sem getur breytt heilastarfseminni til að bæta líf fólks en ekki að eyði- leggja það. Það er nefnilega svo, líkt og ég útskýri í bók minni, Craving for Ecstacy, sem fjallar um reynsluna af langvarandi sælutilfinningu, að fólk getur orð- ið háð reynslu tengdri t.d. áfengi eða spilum frekar en fíkniefnum og það sem fólk ánetjast í raun eru þær breytingar sem verða í heilastarfseminni af völdum nátt- úrulegra deyfilyfja líkamans, t.d. seratonins, sem verða til fyrir til- stilli eiturlyfja eða lífsreynslu. Árið 1992 var mér úthlutað 1,2 milljónum bandaríkjadala til að koma á fót þessari meðferð sem við höfum nú notað í heilan ára- tug og hefur hjálpað mörg þús- und unglingum. Við notum leiðir sem eru já- kvæðar fyrir bæði unglinginn og samfélagið og koma því öllum vel.“ – Er nauðsynlegt að laga meðferðina að íslensku sam- félagi? „Við teljum hugmyndina eiga vel við íslenska menningu þó svo að þörf sé á að laga meðferðina að íslenskum aðstæðum. Ég er í nánu samstarfi við Guðberg K. Jónsson hjá Rannsóknarstofu um mannlegt atferli, við þekkjum verk hvor annars og það er nauð- synlegt að hafa íslenskan tengi- lið. Á Íslandi verður hafist handa við að bæta við meðferðina fjöl- skyldumeðferð. Í henni verður gerð sú breyting að leitast ekki aðeins við að hjálpa unglingnum sem einstaklingi og sem parti af hópi heldur líka að hjálpa fjöl- skyldunni að skilja og bæta hlut- verk hennar. Þetta er nýtt og spennandi tækifæri í ljósi þess að þetta snertir bæði fjölskylduna og unglinginn.“ – Hvernig hefur meðferðin reynst? „Mjög vel, við finnum að með- ferðin bætir andlega heilsu ung- linganna. Þeir eru ekki jafn þunglyndir því þeir finna, sumir í fyrsta sinn á ævinni, að þeir eru metnir fyr- ir hæfileika sína. Þeir hafa einnig bætt sam- skipti sín við fjölskyld- una og reiða sig ekki jafnmikið á vini sem draga þá niður því þeir öðlast betri sýn á sjálfa sig sem einstaklinga en ekki hluta af hópi. Meðferðin er mikils metin og hefur verið veitt viðurkenning af President’s Committee on the Arts and the Humanities í Bandaríkjunum.“ – Meðan á dvöl þinni hér stendur starfar þú með ýmsum samtökum t.d. Umferðarráði, hver eru verkefni þín þar? „Við áttum athyglisverðan fund með Umferðarráði í fyrra- dag þar sem umræðuefnið var hvort bjóða ætti fólki sem keyrt hefði drukkið upp á meðferð, en það kæmi ekki í staðinn fyrir hefðbundin viðurlög. Þar kom vel fram að nota má meðferðarúr- ræðið í fleiri tilvikum en þeim sem varða unglinga. Við höfum leiðir til að hjálpa fólki að þróa með sér hæfni til að t.d. vera sáttara við sjálft sig, eiga auðveldara með að höndla þunglyndi, reiði og samviskubit sem leiðir til þess að það reiðir sig ekki á áfengi á erfiðum stund- um og sest síður undir stýri und- ir áhrifum áfengis.“ – Hvert er markmið nám- stefnunnar? „Markmið þessarar tveggja daga námstefnu er að þjálfa ráð- gjafa sem munu starfa með ungu fólki. William James, einn af upp- hafsmönnum amerískrar sál- fræði, sagði í kringum 1900 að mesta uppgötvun lífs síns hefði verið að manneskja gæti breytt lífi sínu með því að breyta við- horfi sínu, og þetta er það sem námstefnan snýst að miklu leyti um. T.d. halda margir krakkar að hass hafi verið sett hér á jörð til að nota það, til hvers væri það annars hér? Við viljum hjálpa fólki að sjá aðrar leiðir til að hugsa um hlutina. Nútímasálfræði beinist ekki lengur að barnæskunni og því sem gerðist í fortíðinni heldur að því sem er að gerast í núinu. Fraud hafði mikil áhrif en eftir 100 ár með Fraud höfum við nú loks flust á næsta stig og þess vegna mun Fraud gamli ekki fá sófann sinn aftur.“ – Hvenær hefst dagskráin? „Dagskráin hefst klukkan 9 báða dagana og stendur til kl. 16.“ Milkman mun einnig halda kynningu á „Lífs-listinni“ í Hinu húsinu í dag klukkan 14, allar nánari upplýsingar má nálgast á slóðinni http://www.nyleid.is. Harvey Milkman  Harvey Milkman fæddist árið 1944 í Brooklyn í New York. Milkman er með háskólagráðu frá Michigan State University í sálfræði og starfar í dag sem prófessor í sálfræði við Metro- politan State College of Denver. Milkman er kvæntur og á tvær dætur, 13 og 16 ára. Náttúruleg víma bætir líð- an fólks NÝ tegund landbúnaðartækis var tekin í notkun á dögunum þegar bændur við Bjólu fengu afhenta nýja rúllubindi- og pökkunarvél. „Þetta er fyrsta vélin sem kem- ur til landsins sem er rúllubindivél og pökkunarvél í einni einingu,“ segir Baldur Þorsteinsson, sölu- maður hjá Vélum og þjónustu. Hann segir þetta vera vand- meðfarið verkfæri með miklar tölvustýringar og þess vegna hafi verið sendur maður til að kenna kaupendum fyrsta tækisins á það. Það var þá ekki ómerkari maður en forstjóri framleiðslufyrirtæk- isins, Marten McHale, sem kom og kenndi mönnum á tækið. „Þetta er sennilega stærsti pökkunarvélaframleiðandinn í Evrópu,“ segir Baldur, og menn urðu því hissa þegar forstjórinn kom sérstaklega hingað í þessum tilgangi. Baldur segir að McHale hafi sérstakar tilfinningar til landsins, enda var Ísland fyrsta landið utan heimalandsins þar sem vélar frá McHale voru seldar. Vélin getur afkastað allt að tvö- falt meira en hefbundin tæki og er að rúlla og pakka um 60 rúllum á klukkustund. Þar sem menn eru með sambyggðar vélar þykir gott að ná 30 til 35 rúllum á klukku- stund í dag, að sögn Baldurs. Þeg- ar hafa margar fyrirspurnir borist eftir fleiri vélum, en þær eru upp- seldar frá framleiðanda þar til á næsta ári. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Marten McHale, forstjóri McHale Engineering, setur hér nýja rúllu af plasti á rúllubindi- og pökkunarvélina. Forstjórinn kenndi á nýju vélina Í sumar er lengri opnunartími í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi. Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00 Smáratorg Opið virka daga kl. 8.00-19.00, laugard. kl. 9.00-18.00 og sunnudaga kl. 10.00-17.00 Athugið!ÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 57 6 0 6/ 20 03 Electrolux þvottavél EW 1677 1600 snúninga Tekur 5 kg þvott Orkuflokkur A Þvottahæfni A Vinduhæfni A Verð 75.990 kr. Sumartilboð á heimilistækjum Electrolux uppþvottavél ESF 6230 Tekur borðbúnað fyrir 12 manns Þvottakerfi 5 Hitakerfi 3 Hljóðstyrkur 49db Barnaöryggi Mál 820x600x600 mm Verð 55.990 kr. Kæli/frystiskápur Electrolux ERB 3400 1835957 Hæð 180 sm Verð áður 116.595 kr. Nú 86.990 kr. Amica eldavél SEO 1850511 Breidd 50 sm Verð áður 39.990 kr. Nú 29.990 kr. Muna: kíkja í Smárato rg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.