Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 15 WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, tilkynnti í gær að tekist hefði að vinna bug á heilkennum al- varlegrar og bráðrar lungnabólgu (HABL) í Peking, og felldi úr gildi aðvörun við ferðum þangað. Þar með hefur WHO afnumið allar við- varanir vegna faraldursins, og í raun sagt hann afstaðinn í heim- inum öllum. „Þetta er stór áfangi í baráttunni við HABL í Kína og heiminum öll- um,“ sagði dr. Shigeru Omi, svæð- isstjóri WHO í Austur-Asíu, á blaðamannafundi í gær. „Frá og með deginum í dag eru allar ferða- viðvaranir WHO í heiminum falln- ar úr gildi.“ En Omi sagði enn- fremur að þrátt fyrir þennan árangur yrði enn að fara að öllu með gát. HABL varð fyrst vart í Guangd- ong-héraði í suðurhluta Kína í nóvember í fyrra, barst þaðan til Hong Kong, en alls smituðust um átta þúsund manns víðs vegar í heiminum, langflestir í Kína, og rúmlega 800 létust í 32 löndum. Ferðaviðvörun WHO til Hong Kong var afnumin í fyrradag. WHO lýsir HABL afstaðinn Peking. AFP. ÍTALSKA lögreglan handtók í gær í Mílanó sex manns, sem sakaðir eru um að hafa haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eru þeir grunaðir um að hafa tekið þátt í að fjármagna þau og útvega þeim nýja liðs- menn og einnig að hafa stutt öfgasamtök múslíma í Alsír. Um er að ræða fimm Túnisbúa og einn marokkóskan klerk. Sagði í yfirlýsingu lögreglunnar, að handtökurnar væru „stóraðgerð í baráttunni við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“. Styðja hern- að í Íran MEIRIHLUTI Bandaríkja- manna, 56% á móti 38%, er hlynntur hernaðaraðgerðum í Íran til að koma í veg fyrir, að stjórnvöld þar komi sér upp kjarnavopnum. Kemur það fram í nýrri skoðanakönnun Wash- ington Post-ABC News. Meiri- hlutinn styður einnig aðgerðirn- ar í Írak þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af mannfalli meðal bandarískra hermanna þar. Er þessi meirihluti nú 67% en var 75% í apríl. Þá telja 60%, að Íraksstríðið hafi verið réttlæt- anlegt þótt þar finnist engin gereyðingarvopn. Havel aftur undir stýri VACLAV Havel, fyrrverandi forseti Tékklands, er nú aftur sestur undir stýri eftir 14 ára hlé. Hann hefur alltaf haft gaman af því að aka en sem for- seta var hon- um bannað það. Nú ætla þau hjónin að fara í tveggja vikna öku- ferð á Mercedes-jeppa um Evr- ópu og er fyrsti áfanginn Barcel- ona á Spáni. Þar ætlar Havel að sitja ráðstefnu til stuðnings and- ófsmönnum á Kúbu og eiga fund með Jóhanni Karli Spánarkon- ungi og Jose Maria Aznar for- sætisráðherra. Nýr flugvöll- ur við Ósló KØBENHAVN Lufthavne, fyr- irtækið, sem rekur flugvelli Kaupmannahafnar, hyggst opna nýjan flugvöll fyrir lággjalda- flugfélög fyrir sunnan Ósló snemma á næsta ári. Verður hann í Rygge-herstöðinni, sem hefur verið lögð af, og keppir beint við Gardermoen-flugvöll- inn fyrir norðan Ósló. Telja margir, að þetta muni koma sér illa fyrir SAS, en talsmenn þess bera sig þó vel og segja, að það sé ekki nóg að bjóða upp á flug- braut til að laða að flugfélög. Tala látinna hækkar LJÓST er, að að minnsta kosti 51 maður fórst í lestarslysi í Maharashtraríki á Indlandi um síðustu helgi og líklegt er, að tala látinna sé hærri. Var lestin á leið með fólk í sumarleyfi er fjórir vagnar fóru út af sporinu. Er slysið rakið til mikillar úr- komu og aurflóðs, sem fór yfir lestarteinana. STUTT Handtökur á Ítalíu Havel www.fotur.net

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.