Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 35 Mig langar að kveðja Sigga afa með nokkrum orðum. Það var rosalega skrítið á sunnudagsmorguninn þegar mér var sagt að þú værir farinn, elsku afi. Jafnvel þótt þú hefðir stundum verið mjög veikur þá er skrítið að heyra þessi orð að afi manns sé dáinn. Og skrítið að fá aldrei aftur að sjá hann og tala við hann, heyra hann djóka og brosa til manns. En þótt það hafi verið erf- itt að fara og sjá þig dáinn var það samt gott að fá að sjá þig í síðasta sinn og kveðja þig. Þér þótti alltaf svo vænt um mig og vildir alltaf vita hvernig mér gengi og þú varst alltaf svo hreykinn af því hvað ég var dug- leg. Þrátt fyrir að ástvinir þínir syrgi þig nú þá gleðst ég þín vegna því að nú líður þér hvorki illa í sálinni né líkamanum, nú líður þér vel. Mér þykir svo vænt um þig og á alltaf eft- ir að þykja, ég hugsa nú til þín með söknuði en veit að þú ert á góðum stað. Guð blessi alla sem syrgja afa nú, Sirrýju, pabba og fjölskyldur þeirra, Jón frænda og aðra sem þekktu hann. Þín sonardóttir, Aðalbjörg. Þá er kveðjustundin runnin upp, elsku Siggi, og við viljum með fátæk- legum orðum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Það var mikið lán fyrir mömmu okkar þegar hún kynntist þér. Þú komst inn í líf okkar með gleði og kærleik og tókst okkur öllum opnum örmum. Ekki síst Diljá, barna- barninu hennar mömmu, en þú varst henni alltaf sem alvöruafi. Hún á ósköp erfitt með að sjá á eftir þér nú, aðeins einu og hálfu ári eftir að amma hennar dó, en við eigum öll margar og góðar minningar sem við geymum í hjarta okkar alla tíð. Við munum aldrei gleyma hversu vel og innilega þú annaðist mömmu í hennar löngu og erfiðu veikindum. Fyrir það verðum við þér ævinlega þakklát. Með þessum sálmi kveðjum við þig því við vitum að hann var þér kær: Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, unz fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, SIGURÐUR TORFI ZOËGA ✝ Sigurður TorfiZoëga Magnús- son fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1926. Hann lést á Hrafnistu 8. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 19. júní. í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M. Joch.) Elsku Gunni, Sirrý og fjölskyldur, við send- um ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðj- ur. Sigurjón, Linda og Kristín. Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið, en ég veit að þú munt ávallt vera hjá mér í hjartanu og öllum þeim minningum sem við sköpuðum saman eins og til dæmis allar nammiferðirnar sem við fórum upp í Breiðholtskjör, allar stundirnar sem við eyddum í að horfa á sjónvarpið og alltaf þegar ég kom í heimsókn í Hjaltabakkann eða á Hrafnistu þá hafðirðu alltaf eitthvert nammi til taks sem þú vildir endilega gefa mér. Ég veit að þú manst þetta allt jafnvel og ég. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Þú manst þá líka örugglega eftir þessu lagi, ég söng það örugglega þúsund sinnum fyrir þig og þú fékkst aldrei nóg af því. Ég elska þig, afi minn, og þótt það sé erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að syngja fyrir þig aftur þá veit ég að þú ert á betri stað og fylg- ist með mér og við það get ég andað rólega. Nú kveð ég þig í bili en alls ekki í síðasta sinn. Þín Diljá. Okkur félaga í Kiwanisklúbbnum Eldey langar til að minnast í örfáum orðum gamals félaga okkar, hans Sigga T., eins og við kölluðum hann. Siggi gekk í Eldey árið 1983 og var mjög virkur í starfi klúbbsins, gegndi öllum helstu embættum í stjórn og nefndum og var forseti 1993–1994. Á hátíðarsamkomum þar sem félagar gera sér glaðan dag var Siggi ómissandi, hann hélt uppi fjöri og glensi og hvatti alla til þess að taka þátt í dansinum og skemmtun- inni. Hann útvegaði oft menn til að spila og spilaði oft sjálfur á tromm- urnar með glæsibrag. Hann var einnig sérlega skemmtilegur ræðu- maður og kom okkur oft á óvart með glensi og gamni. Þegar Siggi sagði skilið við Kiwanis sökum heilsu- brests sáum við Eldeyjarfélagar á bak góðum og skemmtilegum félaga og geymum nú minningu um góðan dreng. Við vottum öllum aðstand- endum samúð okkar við fráfall Sigga. Fyrir hönd félaga í Kiwanis- klúbbnum Eldey, Már Þorvaldsson forseti. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BORGÞÓR ÓMAR PÉTURSSON framkvæmdastjóri, Vesturvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Elísabeth Ósk Ellerup, Jóhann Óskar Borgþórsson, Arnfríður K. Arnardóttir, Ásgeir Örn Jóhannsson, Stefán Þór Borgþórsson, Gunnhildur I. Georgsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu, móður okkar, stjúpmóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR HELGADÓTTUR íþróttakennara, Safamýri 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki líknardeildar Landspítala, Kópavogi, Sigurði Björnssyni lækni, svo og öllum öðrum, fyrir kærleiks- ríka umönnun. Kristján Þór Þórisson, Steinþór Kristjánsson, Anna Þuríður Kristjánsdóttir, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Þorgerður Kristjánsdóttir, Sif Kristjánsdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, RÖGNVALD KJARTANSSON, Víðigrund 35, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 26. júní kl. 13.30. Guðrún Magnea Tómasdóttir, Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir, Kjartan Rögnvaldsson, Tómas Þröstur Rögnvaldsson, Sesselja Gísladóttir og systkini hins látna. Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts yndislegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS EINARSSONAR húsasmíðameistara, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Friðþjófur Þorkelsson, Louise Anna Schilt, Sigurlaug Þorkelsdóttir, Einar Þorkelsson, Kristín Jóhannsdóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir, Jóhann S. Björnsson, Brynhildur Þorkelsdóttir, Valdimar Kristinsson, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, BIRGIS ANTONSSONAR, Ársölum 3, Kópavogi. Jóna Fjalldal, Halldóra Birgisdóttir, Börkur Birgisson, Hrafnhildur Óladóttir, Hlynur Birgisson, Inga Huld Pálsdóttir, Kristjana Ösp Birgisdóttir, Áskell Þór Gíslason, Halldór Arnarson, Ingibjörg R. Bjarnadóttir, Birgir Örn Arnarson, Kristjana Baldursdóttir, Þorvaldur Örn Arnarson, Hólmfríður B. Pétursdóttir, Óli Antonsson, Ingibjörg Eggertsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa STEFÁNS EIRÍKS SIGURÐSSONAR fyrrv. verkstjóra, Skipasundi 88, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Soffía Gestsdóttir, Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og dóttur, KRISTRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Heiðarási 4, Þökkum frábæru starfsfólki deildar 11-G Landspítala Hringbraut, heimahlynningarinnar í Reykjavík og líknardeildar Landspítala Kópavogi. Fyrir hönd ættingja, Viggó E. Magnússon. Þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför bróður okkar, BERGS SÆMUNDSSONAR frá Stóru-Mörk. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks sem annaðist hann. Katrín Sæmundsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Guðlaug Sæmundsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.