Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ  VALUR Fannar Gíslason, varn- armaðurinn sterki hjá Fylki, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna fjögurra gulra spjalda. Valur Fannar tekur bannið út í næstu viku þegar bikarmeist- ararnir sækja KA-menn heim í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.  ÞÓRHALLUR Örn Hinriksson úr KR var sömuleiðis úrskurðaður í eins leiks bann af sömu ástæðum og Valur Fannar. Þórhallur missir af bikarleiknum gegn U-23 ára liði ÍA í næstu viku.  HELGI Bragason hefur verið ráð- inn aðstoðarþjálfari Erlings Rich- ardssonar, þjálfara karlaliðs ÍBV í handbolta.  SERENA Williams hóf titilvörn- ina á Wimbledon-mótinu í tennis í gær með sigri á Jill Craybas, 6:3 og 6:3. Williams átti ekki í teljandi vandræðum og gerði út um viður- eignina á tæpri klukkustund.  ANDRE Agassi hafði betur gegn Bretanum Jamie Delgado. Agassi vann tvær fyrstu loturnar, 6:4 og 6:0, en Delgado tókst að vinna þriðja settið, 7:5. Agassi gerði svo út um viðureignina í fjórðu lotunni, 6:4. FÓLK AUÐUR Skúladóttir, knattspyrnu- konan reynda úr Stjörnunni, lék í gærkvöld sinn 200. leik í efstu deild þegar lið hennar mætti Breiðabliki á Kópavogsvelli. Auður er aðeins þriðja knattspyrnukonan frá upp- hafi sem nær þessum áfanga, enda þarf að spila í 15 ár í efstu deild kvenna til að ná honum. Hinar sem náð hafa 200 leikjum eru Sigurlín Jónsdóttir, sem lék 233 leiki með ÍA og KR, og Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, sem enn er á fullri ferð sem fyrirliði KR og hefur spilað 212 leiki. Auður, sem er 32 ára, lék fyrst í efstu deild með Stjörnunni árið 1987, þá 16 ára gömul, en áður hafði hún leikið með félaginu deild neðar. Af þessum 200 leikjum hefur hún spilað 190 fyrir Stjörnuna en hún var eitt tímabil í röðum Breiða- bliks og lék þá 10 leiki. Auður hefur skorað 33 mörk í þessum 200 leikjum. Hún átti lengi fast sæti í íslenska landsliðinu og var kölluð inn í það á ný í febrúar og lék þá sinn 35. landsleik þegar Ísland mætti heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hún var þjálfari Stjörnunnar, jafnframt því að spila með, samfleytt frá 1998 til 2002 en í ár einbeitir hún sér að hlutverki leikmannsins. „Ætli það sé ekki félagsskapur- inn sem heldur mér gangandi í þessu. Ég hef mjög gaman af því að æfa og leika knattspyrnu. En ég viðurkenni það alveg að það hefði verið gaman að halda upp á þessi tímamót með eftirminnilegri leik,“ sagði Auður Skúladóttir í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gær- kvöldi. Auður Skúladóttir þriðja í 200 leikja klúbbinn Morgunblaðið/Arnaldur Auður Skúladóttir lék sinn 200. leik í efstu deild í gær. KEFLVÍKINGAR eru meðþriggja stiga forystu á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir sanngjarnan 0:2–sig- ur á liði Hauka í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. Hauk- arnir eru hins vegar í heldur verri málum því þeir eru stigi frá fallsæti með sex stig eftir sex leiki. Keflvíkingar náðu forystunni strax á 9. mínútu leiksins. Magnús Þorsteinsson fékk sendingu inn fyrir vörn Hauka frá Hólmari Rúnars- syni, sem hann nýtti vel og sendi knöttinn framhjá Jörundi Kristins- syni í marki Hauka. Sóknarleikur Keflvíkinga var beittur og skapaði oft usla fyrir framan mark heima- manna, en Haukarnir áttu vart telj- andi færi í hálfleiknum. Magnús var svo aftur á ferðinni á 27. mínútu þeg- ar hann fiskaði víti, en Jörundur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Stefáni Gíslasyni. Gestirnir héldu áfram að vera ágengir upp við mark Haukanna og áður en hálfleikurinn var allur höfðu gestirnir átt skot í stöng og annað sem heimamenn björguðu á línu. Það var allt annað Haukalið sem mætti út á völlinn eftir leikhlé. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og aðeins klaufaskapur sóknarmanna varð til þess að þeir náðu ekki að skora. Þeim var refsað fyrir mark- }óheppnina á 68. mínútu þegar Þór- arinn Kristjánsson kom gestunum í 2:0 eftir krafs fyrir framan mark Haukanna. Við markið var sem allur vindur væri úr Haukunum og leikur þeirra lognaðist út af. Keflvíkingar héldu sínu og hleyptu heimamönnum hvergi nærri sér. Þeir fögnuðu því góðum sigri í leikslok. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka, var ekki yfir sig hrifinn af frammistöðu sinna manna í gær: „Heilt yfir var leikurinn slakur af okkar hálfu. Það komu kaflar inn á milli sem voru sæmilegir, en við brotnuðum alveg niður þegar við fengum á okkur annað markið.“ Spurður að því hvað það væri sem stæði Haukaliðinu helst fyrir þrifum svaraði hann því til að markaskor- unin væri alls ekki eins góð og hún þyrfti að vera: „Það sem hefur klikk- að hjá okkur í sumar er að við erum aðeins búnir að skora fimm mörk í sex leikjum, við sköpum okkur ekki nægilega mikið af færum. Að sama skapi erum við búnir að fá á okkur tíu mörk í þessum leikjum, sem er allt of mikið. Við skorum ekki nóg og það er stóra vandamálið.“ Maður leiksins: Þórarinn Krist- insson, Keflavík. Keflavík styrkti stöðu sína Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Ég kann mjög vel við mig í fram-línunni og það var frábært að gera fjögur mörk í kvöld þar sem ég hef aldrei gert jafnmörg mörk síð- an ég fór að leika í meistaraflokki. Það er enginn vafi í mín- um huga að æfingaferðin sem við fórum til Ítalíu virkaði vel á hóp- inn. Það hefur líka sést á síðustu tveimur leikjum sem liðið hefur leikið. Varðandi framhaldið vona ég að við höldum áfram að spila af sama krafti og við höfum gert í síð- ustu leikjum, því ég er í þessu til að vinna bikara,“ sagði Elín Anna Steinarsdóttir, hetja Breiðabliks, kampakát að leik loknum í gær. Allt frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst að róðurinn ætti eftir að verða þungur fyrir Stjörnuna. Breiðablik komst yfir strax á 8. mínútu þegar Elín Anna skallaði í mark Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Bryndísar Bjarnadóttur. Elín Anna var síðan aftur á ferðinni rétt í lok fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar. Síðari hálfleikur hófst ekki gæfulega hjá gestunum því á 52. mínútu fullkomnaði Elín Anna þrennu sína þegar hún hirti bolt- ann af Auði Skúladóttur í vörn Stjörnunnar og lék á Maríu B. Ágústsdóttur í marki Stjörnunnar og lagði boltann í autt markið. Varamaðurinn Björk Gunnarsdótt- ir minnkaði muninn á 62. mínútu í 3:1 fyrir Stjörnuna úr fyrsta um- talsverða marktækifæri Stjörnu- stúlkna. Breiðablik skoraði í næstu sókn á eftir. Þar var að verki Ólína G. Viðarsdóttir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá Silju Þórðardóttur. Aftur minnkaði Björk Gunnarsdóttir muninn, nú með hnitmiðuðu skoti í bláhornið. En það var við hæfi að Elín Anna skyldi eiga lokaorðið. Hún kom Breiðabliki í 5:2 á 82. mínútu. Hjá gestunum úr Stjörnunni lék María B. Ágústsdóttir ágætlega í markinu en vörnin fyrir framan hana var slök í gær. Þá var inn- koma Bjarkar Gunnarsdóttur glæsileg en hún er aðeins 16 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hafa ber í huga að Stjarnan saknaði Elfu B. Erlingsdóttur, helsta markaskorara síns, vegna meiðsla. Hjá Breiðabliki var títtnefnd El- ín Anna best. Þá voru þær Margrét Ólafsdóttir, Silja Úlfarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir öflugar á miðjunni og réðu þar lögum og lof- um. Það er allt annað að sjá til Breiðabliksliðsins núna en í upp- hafi móts og greinilegt að Ólafur Þ. Guðbjörnsson þjálfari er á réttri leið með liðið. Morgunblaðið/Arnaldur Elín Anna Steinarsdóttir framherji Breiðabliks fór á kostum gegn Stjörnunni í gær og skoraði fjögur mörk. Hér hefur hún betur gegn Guðlaugu S. Gunnarsdóttur varnarmanni Stjörnunnar. Elín Anna af- greiddi Stjörnuna Hjörvar Hafliðason skrifar BREIÐABLIK sigraði Stjörnuna í nágrannaslag á Kópavogsvelli í gærkvöldi, 5:2, í lokaleik fyrri umferðar efstu deildar kvenna. Breiðablik er nú í fjórða sæti deildarinnar en Stjarnan í því fimmta, níu stigum á eftir Breiðabliki. Elín Anna Steinarsdóttir, framherji Breiðabliks, átti stórleik í gær og skoraði fjögur mörk. KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeild Breiðablik - Stjarnan .............................. 5:2 Elín Anna Steinarsdóttir 8.,41.,57.,82., Ól- ína G. Viðarsdóttir 65. - Björk Gunnars- dóttir 62., 80. Staðan: KR 7 6 1 0 32:3 19 Valur 7 5 1 1 21:9 16 ÍBV 7 5 0 2 31:10 15 Breiðablik 7 5 0 2 23:15 15 Stjarnan 7 2 0 5 11:18 6 FH 7 2 0 5 3:21 6 Þór/KA/KS 7 1 0 6 5:23 3 Þróttur/Haukar 7 1 0 6 6:33 3 Markahæstar: Hrefna Jóhannesdóttir, KR ..................... 13 Ásthildur Helgadóttir, KR ......................... 9 Olga Færseth, ÍBV...................................... 9 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV ............... 8 Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabliki.............. 7 Elín A. Steinarsdóttir, Breiðabliki ............ 6 Laufey Ólafsdóttir, Val ............................... 6 Mhairi Gilmour, ÍBV................................... 6 1. deild kvenna A Þróttur/Haukar-2 - ÍR..............................0:6 Staðan: Breiðablik 2 4 4 0 0 31:4 12 HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10 RKV 4 3 1 0 14:8 10 ÍR 6 3 0 3 26:14 9 Fjölnir 5 3 0 2 15:13 9 Þróttur/Haukar 2 5 0 0 5 4:29 0 HSH 5 0 0 5 7:39 0 1. deild karla Haukar - Keflavík.................................... 0:2 Magnús Þorsteinsson 9., Þórarinn Krist- jánsson 68. Staðan: Keflavík 6 5 0 1 14:6 15 Víkingur R. 6 3 3 0 8:3 12 Þór 6 3 2 1 13:10 11 HK 6 2 2 2 7:5 8 Njarðvík 6 2 2 2 10:9 8 Afturelding 6 2 2 2 6:9 8 Breiðablik 6 2 1 3 6:8 7 Haukar 6 1 2 3 5:10 5 Leiftur/Dalvík 6 1 1 4 5:9 4 Stjarnan 6 0 3 3 6:11 3 3. deild karla A Víkingur Ó. - Grótta ................................. 1:0 Staðan: Víkingur Ó 5 5 0 0 16:1 15 Skallagr. 5 4 0 1 16:7 12 BÍ 4 3 0 1 10:8 9 Númi 4 2 1 1 10:10 7 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Grótta 6 1 1 4 8:10 4 Drangur 5 1 0 4 4:14 3 Deiglan 6 1 0 5 8:21 3 ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akureyrarvöllur: KA - Valur................19.15 KR-völlur: KR - Grindavík ...................19.15 Kaplakrikavöllur: FH - Fram ..............19.15 Akranesvöllur: ÍA - Fylkir ...................19.15 1.deild kvenna: Smárahvammsv.: Breiðablik 2 - RKV ......20 Eskifjarðarvöllur: Fjarðabyggð - Höttur20 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.